Dagblaðið - 01.10.1979, Page 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1979.
25
I heimsókn hjá þrem kvenkyns vemdurum:
„Islendingar fadæma elskujegjr”
Cynthia Ann Dukett: Bjóst við isbjörnum og mörgæsum.
DB-myndir: Árni Páll.
Venst því að
ýmislegt vanti
Fyrsta hittum við að máli Kathy
Magnusson. Eins og ættarnafn hennar
ber með sér er hún norrænnar ættar,
nánar til tekið norskrar. En um það vill
hún sem fæst segja. Kathy hefur verið í
flotanum í 5 og hálft ár. Hún vinnur
við tölvustjóm suður á Keflavíkurvelli
og hefur verið þar siðasta hálfa annað
árið. Áður en hún kom hingað vann
hún í 4 ár í flotanum vestur í Banda-
ríkjunum.
Kathy verður hér á landi fram i
nóvemberiok. Þá heldur hún heim á
fund unnusta síns, þau hyggjast gifta
sig i marz á næsta ári. Unnustinn er í
flugher Bandarikjanna og kynntust
elskendurnir hér á iandi. Ferðin hefur
þá ekki orðið til einskis?
,,Nei, hún hefur orðið mér til mjög
góðs og það á fleiri en þennan hátt,”
segir Kathy. ,,Ég á bíl sem ég hef ekið
mikið um landið og ég er svo hrifin að
ég er ákveðin í að koma hingað
einhvern tíma aftur og þá sem ferða-
maður. ísland er að mörgu leyti líkt
Kólóradófylki sem ég er frá. Þeir
íslendingar sem ég hef talað við eru
allir fádæma elskulegir og vilja allt
fyrir mig gera. Ég hef ekki orðið vör
við neinn fjandskap í minn garð þegar
ég segist vera hermaður, ef til vill er það
af því að ég er kona. Margir halda
fremur að ég sé brezk en bandarisk,
líklega útlitsins vegna. Menn virðast
bera mikla virðingu fyrir Bretum, mun
meiri en fyrir Bandarikjamönnum.”
Kathy segir að það takmarkaða
frjálsræði sem hermennskan hér býður
upp á snerti sig litið. ,,Ég færi hvort eð
er ekkert út á kvöldin. Ég fer ekki einu
sinni á skemmtanir innan vallarins. Ég
eyði heldur tómstundum mínum við
að starfa fyrir kirkjuna. Einnig syndi
ég mikið og leik tennis. Ég hef farið
mjög viða um Iandið og séð mjög
margt. Auðvitað er margt sem sjálfsagt
þykir og eðlilegt heima sem vantar hér.'
Mér fannst þetta hræðilegt fyrst en
með tímanum venst maður á að komast
af án jíessara hluta og finnur þá jafn-
framt aðra í staðinn,” sagði Kathy
Magnusson.
Hafði ekki séð
snjó í 12 ár
Næsta hittum við Cynthiu Ann
Dukett, sem er eins og Kathy af nor-
F.lenor Ann Kirkpatrick: ísland er eins og sambland af Hawai og Miami.
Kathy Magnusson: Ákveöin i að koma aftur.
er ekki svo furðuleg þegar tekið er tillit
til að hún er fædd og uppalinn í Hono-
lúlú á Hawai. Elenor Ann Kirkpatrick
er orðinn yfirmaður í hernum þó staða
hennar hér sé sú fyrsta sem hún gegnir.
Hún fór einfaldlega í skóla og náði sér í
foringjatitil. Hér á landi hefur hún
verið í 16 mánuði og starfar á skrif-
stofu herstjórnarinnar bandarísku.
Hingað kom hún úr skóla í Miami í
Bandarikjunum. „ísland er eins og
sambland af Hawai og Miami. Hér er
hraun eins og heima en allt miklu
berara og kaldara. Ég heyrði sagt áður
en ég kom hingað að hér væri grænasta
grasið í heiminum og ég held að það sé
rétt.
Ég bjóst við miklu meiri kulda en er
hérna. Að öðru leyti er allt hérna
svipað og ég bjóst við.”
Elenor var spurð að því hvort
erfiðara væri fyrir konur en karla að ná
foringjastöðu í bandaríska hernum.
„Nei, það held ég ekki. Með þvi að
fara í skóla geta konur komizt fullt eins
hátt og karlar. En fáar konur eru í-
hernum og af einhverjum ástæðum
kjósa þær ekki að mennta sig,” sagði
hún.
-DS.
,,Ég fór á bókasafn áður en ég kom
hingað og fann uppsláttarbók um
ísland. Þar stóð að hér væru ísbirnir og
mörgæsir um allt. Og snjór. Og þegar
ég kom sá ég einmitt snjó í fyrsta sinn í
12 ár og hélt þá að hitt stæðist líka. Ég
varð því alveg hissa þegar ég sá hvað
allt er nútímalegt hér á landi,” segir
Cynthia.
Hún gegnir störfum fangavarðar
á Keflavíkurflugvelli og segir það vera
hugsjón sína i framtíðinni. „Mig lang-
ar áð starfa að fangelsismálum ungs
fólks og reyna að hjálpa því eitthvað.”
Cynthia segist lesa mikið í
tómstundum sinum hérna á íslandi,
auk þess sem hún hefur rifjað upp
skíðakunnáttu sína frá þvi að hún var
barn. Hún hefur farið ögn um landið
en þó ekki eins mikið og Kathy. Hún
var einnig litið fyrir að fara út á
kvöldin og takmarkað frelsi vallarins
virtist snerta hana lítið. Hvers hún
saknaði mest; „Bjórsins og góðs
veðurs,” sagði Cyntia Ann Dukett.
Veggsamstæður í úrvali
Veljum
íslenzkt
íslenzk
hönnun
DROPA skápa- og hillusamstæðan komin
aftur á óbreyttu verði.
LIPRA skrifborðið og SPIRA svefnbekkurinn
eru glæsileg húsgögn í unglingaherbergi.
OPIÐ FÖSTUDAGA
TILKL.7
LAUGARDAGA
KL. 10-12
Á.GUÐMUNDSSOIM HF
Húsgagnaverksmiðja
Skemmuvegi 4, Kópavogi. Sími 73100.
„Það eina sem mér finnst að
landinu er að mér hefur ekki orðið al-
mennilega hlýtt síðan ég kom. Ég
sakna þess talsvert að geta ekki lengur
hlaupið út á stuttbuxum og bol.” Það
er Elenor Ann Kirkpatrick sem talar.
Elenor er ein af þeim 900 manns sem
vinnur við að gæta íslands, hvort sem
menn vilja hafa gæzluna í gæsalöppum
eða ekki. En ólíkt flestum gæzlu-
mönnum okkar á Miðnesheiðinni er
Elenor kona. Við tókum hana tali á-
samt tveim stöllum hennar í bandariska
flotanum.
rænum ættum, sem sé sænskum. Hún
er nýbyrjuð í hermennskunni, búin að
vera í hálft ár og á eftir að minnsta
kosti annað hálft. Cynthia kom beint
úr herskóla í Flórída hingað.
Hér er grænasta
gras í heimi
Athugasemd þriðju stúlkunnar sem
við hittum og fór í upphaf þessa spjalls