Dagblaðið - 01.10.1979, Page 40

Dagblaðið - 01.10.1979, Page 40
Skólastjóra- máltöí Grindavík: Dönsku kartöf lumar. BORGUM 40% MEIRA EN FÆREYINGAR Á sama tíma og Grænmetisverzlun landbúnaðarins keypti kartöflur í Danmörku fyrir 1,20 danskar krónur kíiógrammið fob. keyptu færeyskir aðilar þar kartöflur fyrir 0,85 d. kr. kílóið. Þarna munar 0,35 d. kr. á hverju kilógrammi eða rúmlega 40% sem íslendingar greiða hærra verð heldur en Danir. í viðtali DB við forstjóra Græn- metisverzlunar landbúnaðarins fyrir helgi sagði hann að við þessi kartöflukaup hefði verið leitað tilboða eins og venja væri. Að þessu sinni hefðu kartöflurnar verið keypt- ar hjá fyrirtæki i Kaupmannahöfn, I.C. Thorsen. Vegna þessa verðmunar verða íslenzkir neytendur að greiða mun. hærra fyrir kartöflumar komnar héðan út úr verzlun en ella þyrfti að vera. ___ í DB á laugardaginn kom fram að ekki væri annað að sjá en auk hinna óhagstæðu innkaupa á kartöflum frá Danmörku legði Grænmetisverzlun landbúnaðarins mun meira á kartöfl- urnar hingað komnar til landsins en innflytjendum sambærilegrar vöru væri heimilað að gera. Heildsölu- álagning Grænmetisverzlunar er i það minnsta 56% i stað 9% sem heimilað er að leggja á innflutta ávexti. Ef miðað er við færeyska verðið 0,85 d. kr. þá er álagning Grænmetis- verzlunarinnar rúmlega 80%, sem þá að visu tapast fyrirtækinu að nokkru i óhagkvæmum innkaupum erlendis Þessi óhagkvæmu innkaup og mikla álagning kostar neytendur rúmlega eitt hundrað krónur á hvert kíló- gramm út úr verzlun. Grænmetisverzlun landbúnaðarins hefur einkaleyfi á kartöfluinnflutn- ingi og er undanþegin verðlagseftir- liti. -ÓG. 1600 farmur frfálst, úháð daghlað MÁNUDAGUR 1. OKT. 1979. Rúður brotnar í 3 opinberum byggingum — atlagagerðað Stjómarráðinu, Alþingishásinu og landsýnahiisinu Ráðizt var að rúðum í þremur opin- berum byggingum aðfaranótt laugar- dagsins. Skemmdarverkin hófust með þvi að brotin var rúða á 1. hæð Alþingishússins sem út að Austurvelli snýr. Tuttugu og sex mínútum síðar barst tilkynning um rúðubrot i Stjómarráðs- byggingunni við Lækjartorg. Þar var þremur rúðum stútað en aðrir skaðar að heitið gat ekki. 40 mínútum siðar, eða kl. 01.10, var tilkynnt um rúðubrot í Landsima- húsinu. Málin eru i rannsókn en skaðvaldur- ■nn eða skaðvaldarnir náðust ekki þá umnóttina. -ASt. sjónvarpi lauk íbúum hússins að Blómvangi við Sæbólsveg í Kópavogi brá illilega í gær- kvöldi er eldur kom skyndilega upp í stofu hússins og varð fljótt mikið bál þar inni. Er slökkviliðið kom á vett- vang Iagði mikinn reyk upp af húsinu og húsið var fullt af reyk og eldur i stofunni. Kona og barn hennar stóðu úti ómeidd. Reykkafarar fóru þegar inn í reykjar- og eldhafið og samtimis var gat rifið á þakið því eldur hafði komizt í það. Tókst mjög fljótlega að slökkva eldinn. Stofan er mikið brunninn og reyk- skemmdir um allt hús. Njörður Snæhólm sagði í morgun að eldurinn hafi kviknað út frá sjónvarpi, sem stóð við gluggatjöld. -A.St. Heiðarleikinn komþremur ílögregltihendiHu Maður, sem var svo drukkinn að hann átti erfitt með að ná réttstöðunni, kom til lögreglunnar í Kóptavogi um helgina. Kvaðst hann vilja vera svo heiðarlegur að tilkynna um að hann hefði ekið utan í bíl austur á Hellu fyrr þennan sama dag, er hann átti þar leið um. Kom nú i ljós að þarna var kominn maður á bíl með Kópavogsnúmeri sem tilkynntur hafði verið austan frá Hellu. Hafði Kópavogslögreglan svipazt um eftir bílnum en ekki fundið. Þeir höfðu verið þrír félagar á ferð i bilnum að austan er óhappið varð á Hellu. Var haldið áfram til Kópavogs. Við yfirheyrslur kom i Ijós að allir höfðu þeir ekið einhvern hluta leiðar- innar að austan en allir verið ölvaðir. Fyrir utan þessa þrjá ökumenn á sama bílnum, tók Kópavogslögreglan þrjá aðra ölvaða við stýrið um helgina. ALMAR SITUR AFRAMISTARFI —Menntamálaráðherra vildi ekki að hann segði af sér ogjtogi tæki við ,,Ég met stöðuna þannig að starfs- friður yrði ekki tryggður nema ég færi frá og Bogi Hallgrimsson tæki við. Því fór ég á fund hans og bauð honum að taka við skólastjórninni,” sagði Hjálmar Árnason skólastjóri i Grindavík við Dagblaðið i gær. „Eftir nokkra umhugsun féllst Bogi á þetta. Ég hafði þá samband við fræðslustjóra umdæmisins, en hann . vísaði málinu til Ragnars Arnalds menntamálaráðherra. Ég kynnti hugmyndina fyrir ráðherran- um. Afstaða hans var sú að afar óæskilegt væri að Bogi tæki við skólastjórninni þrátt fyrir að ég segði af mér. Ástæðuna kvað ráðherra vera málaferli sem snertu Boga. Þá hafði ég um tvennt að velja. Annaðhvort að fara frá sem mér fannst óábyrgt gagnvart hagsmunum skólans. Eða þá að sitja áfram — að þvi tilskyldu að ég nytí til þess stuðnings. Á laugardag var boðað til kennarafundar i skólanum. Ég skýrði stöðuna fyrir kennurunum og gekk síðan af fundi til að þeir gætu rætt rriálið án minnar nærveru. Niðurstaða kennaranna var sú að þeir Iýstu stuðningi við veru mina á- fram í vetur, og að ég fengi starfsfrið við skólastjórnina. Þessa ákvörðun tóku þeir m.a. með það í huga að Ijóst var að endurkoma Boga í skóta- stjórastarfið var nánast út úr myndinni, vegna afstöðu mennta- málaráðherrans. Ég tek fram, að kennarar og bæjarbúar hafa ekki beint spjótum sínum að mér persónulega. Það er málsmeðferð menntamálaráðherrans sem fólk sættir sig ekki við. Þessir síðustu dagar hafa verið geysilega erfiðir. Ég vona að nú lægi öldumar og skólastarfið hljóti ekki meiri skaða af málinu en þegar er orðið. Ég kvíði ekki starfinu fram- undan og tek fram að full vinátta rikir milli okkar Boga. Fjöldi fólks hefur lika hringt i mig til að halda áfram. En satt að segja hefði mig aldrei dreymt um að sækja um þetta starf, ef mig hefði grunað hver eftírmálinn yrði,” sagði Hjálmar Ámason. -ARH Hjálmar Árnason. Hér er hann á fullri ferð að taka upp útvarpsþáttinn vinsæla, Á tíunda tímanum. Hjálmar sagði við Dagblaðið að þeir Guðmundur Ámi Stefánsson myndu liklega ekki haida áfram vinnu sinni í útvarpinu. -DB-mynd: Ragnar Th. Stofan íbjörtu báli er Loðnuskipið Eldborg HF-13, stærsta og dýrasla loðnuskip flotans, kom til Hafnarfjarðar i gær með stærsta loðnufarm sem hingað til hefur fengizt. Gaf skipstjórinn, Bjami Gunnarsson, upp 1630 tonn en vigtun er ólokió. í augum leikmanna virtist skipið bera þennan farm vel. Annars var allgóð veiði um helgina og bárust 11 til 12 þúsund tonn á land. Vegna þokkalegs afla fyrr í vikunni er allt þróarrými nær fullt nema á Suður- ströndinni, en aðalveiðin nú er á Eld- eyjarsvæðinu fyrir norðan. í morgun hafði Loðnunefnd ekki fengið tilkynn- ingu frá neinum báti eftir nóttina. -GS. DB-mynd: Magnús Hjörleifssen. Eldborgin að leggjast að bryggju I Hafnarfirði og margir endar gerðir klárir til að halda skipinu tryggilega við bryggju.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.