Dagblaðið - 05.10.1979, Page 8

Dagblaðið - 05.10.1979, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979. Erlendar fréttir Hluti fótbolta- liðsinsneyddi stúlkunatilásta Ameriskt fótbollalið var miðpunktur kynlifshneykslis vestra og voru þrír leikmenn liðsins Rams handteknir vegna málsins, en liðið er háskólalið Rhode Island háskólans. Þeir voru kærðir fyrir að hafa neytt 17 ára gamla stúlku til ásta á salerni i síðustu viku. Hinir ákærðu eru Geza Hcnni 19 ára miðvallarleikmaður, en hann er sonur framkvæmdastjóra fót boltaliðsins, John Brubacher tvítugur varnarleikmaður, frændi fv. háskóla- rektors skólans og Kenneth Brekka sent einnig er tvítugur. Pillarnir voru handteknir sl. föstu- dag en fréttunr af atburðununt var haldið leyndum franr i (ressa viku. Bandaríkjaförpáfa: VILL EKKIKONURI PRESTASTÉTTINA Neikvæð afstaða Jóhannesar Páls páfa II. til presta af kvenkyni hefur valdið bandarískum jafnréttiskonum vobrigðum. Þessi skoðun páfa kom fram i ræðu sem hann flutti í Chicago í gær. Nokkrar úr hópi forustu- kvenna samtaka slíkra baráttukvenna vestra ætla að ræða þessi mál við páfa i einkaviðræðum í dag. Páfi mun haida ræðu i dag á fundi sinum með þrjú hundruð kaþólskum biskupum í Bandarikjunum. Þegar Jóhannes Páll kom til Chi- cago i gær voru hundruð þúsunda til að taka á móti honum. í viðtali við italska sjónvarpið i gær sagði páfi að hann væri mjög glaður yfir hinum góðu ntóttökum sem hann fengi alls staðar sem hann kæmi. Hann hefði átt von á vinsamlegum móttökum á írlandi, þar sem meginþorri ibúanna væri kaþólskur. Páfi sagði að sá fjöldi sem hefði fagnað honum í Bandarikjunum hefði aftur á móti komið honum mjög á óvart og lýsti hann gleði sinni yfir því. í gærkvöldi er páfi hafði hvílzt í Chicago mætti hann á fund með hópi nunna og kaþólskra presta. Að því loknu gekk hann fram fyrir almenn- ing sem stóð fyrir utan dvalarstað hans og söng sálma og hrópaði „lengi lifi páfinn”. Páfi, sem virtist þreyttur, hlustaði þolinmóður á fólkið en hrópaði siðan til þess „Þið eruð stórkostleg.” Engar konur í predikunarstólana takk! Skákmótið í Rio de Janeiro: Óvænt franvni- staöa Sunye —Robert Hubner efstur eftir níundu umferð Robert Húbner, vestur-þýzki stór- meistarinn, hefur nú tekið forustuna á millisvæðamótinu i Rio de Janeiro í Brasilíu. Mcsta athygli vekur þó frammistaða brasiliska skákmannsins Brésnef hvetur tilfriðarog spennuslökunar Brésnef, forseti Sovétrikjanna, hvatti leiðtoga rikja heims til að hætta öllum vangaveltum um hvort hefja ætti afvopnun og friðsamlega sambúð. Sagði hann þetta í ræðu sem hann hélt í Austur-Þýzkalandi en þar er forsetinn vegna þrjátíu ára afmælis alþýðu- lýðveldisins. Brésnef nefndi ekkert sér- stakt riki i ntáli sinu en Ijóst er hann átti einkum við Bandaríkin þar sem veruleg andstaða er gegn fullgildingu Salt II samkomulagsins. Jaime Sunye sem er í öðru sæti. Sunye sem hefur engan alþjóðlegan titil hefur skotið upp á stjörnuhimin skákheims- ins i einu vetfangi öllum sérfræðingum og spámönnunt til mikillar undrunar. Staðan eftir níu umferðir á mótinu í' Rio de Janeiro er þannig: Robert Húbner 6,5, Petrosjan, Vaganian og Portisch allir nieð 5,5, siðan kemur Sunye frá Brasilíu aðeins hálfum vinn-' ingi lægri. Balasov og Sax eru með 4,5 vinninga, Ivkov og Smejkal mcð fjóra vinninga og biðskák, Torre með 3,5, Shamkovich frá Bandaríkjunum rneð þrjá vinninga og tvær biðskákir, TÍmrnan, Luis Bronstein, Verlimiro- vic, Herbert, Harandi frá lran og Garcia frá Kúbu eru með tvo vinninga. Timman og Verlimirovic eru með tvær biðskákir en Herbert og Garcia með eina hvor. Simeon Kagan rekur lestina á skákmótinu eftir níu umferðir með 1,5 vinninga. Biðskákirnar sem ólokið er eru á milli Shamkovich — Ivkov, Timman — Verlimirovic, Smejkal — Shamkovich, Verlimirovic — Garcia og l.uis Bronstein — Timman. Walter Mondale brá sér til Pananta á dögunum og afhenti rikisstjórninni þar meginhluta þess landsvæðis sem Bandarlkja- menn hafa ráðið undanfarna áratugi. Er svæðið meðfram Panamaskipaskurðinum en honum hafa Bandaríkjamenn ráðið frá upphafi. Panamastjórn á að fá yfirráð yfir skurðinum árið 2000. SONY ER TOPPURINN Betamax myndsegul- band. Frábœrt verö: 999.000. • Myndaleiga á staönum. Setjum upp fyrir jjölbýlishús. JAPÍS HF. Lækjargötu 2 - Simi 27192. Suður-Afríka: Connie Mulder aftur í frambod —stof nar nýjan stjómmálaf lokk gegn fyrrifélögum Connie Mulder fyrrum upplýsinga- málaráðherra í rikisstjórn John Vorster í Suður-Afríku hefur nú stofnað nýjan flokk og hyggst bjóða fram gegn fyrri félögum í næstu kosningum þar í landi. Mulder, sem áður var áhrifamikill ráð- herra Þjóðernisflokksins, var dæmdur fyrir fjársvik eftir að upp komst um viðamikil fjármálaumsvif og milli- færslur úr rikissjóði Suður-Afriku til blaða sem styðja kynþáttastefnu Þjóð- ernissinnaflokksins. Mulder var einnig talinn hafa krækt sér i dágóða fúlgu sjálfur. Mál þetta var talið mikið áfall fyrir flokkinn og varð John Vorster, sem orðinn var forseti landsins, að segja af sér vegna þess. Connie Mulder var einn þeirra sem talinn var koma til greina sem arftaki hans í sæti forsætisráðherra er Pieter Botha varð fyrir valinu. Mulder og hinn nýi flokkur hans mun ætla að berjast gegn öllum hugmyndum Botha um að létta að einhverju leyti á kyn- þáttaaðgreiningu svartra og hvitra í Suður-Afriku. Er talið vist að þar verði töluvert laust fylgi þar sem ihaldssamir þjóðernissinnar hafa verið að yfirgefa hinn gamla Þjóðernissinnaflokk.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.