Dagblaðið - 05.10.1979, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979.
Útgefandi: Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. f.yjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aöalsteinn Ingótfsson. Aöstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atti Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi
Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur
Goirsson, Sigurður Sverrisson.
Hönnun: Hilmar Karlsson.
Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamlerfsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldken: Þráinn Þorletfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dretf-
ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Ritstjórn Síöumúla 12. AfgreiÖsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aöalsími blaösins er 27022 (10) línur).
Gagnslrtil olíusambönd
J—
JOMAS "": í’'
i V KRIS3 'JANSSON Ji
stjórar íslenzku olíufélaganna geti út-
vegað olíu frá fyrrverandi móðurfélög-1
um sínum, Exxon, Shell og British
Petroleum. Sú stutta staðreynd segir
langa sögu um ástand íslenzkra olíu-
kaupa.
Hin vestrænu sambönd hafa samt ekki rofnað á
aldarfjórðungi sovétviðskipta. Smurolía hefur verið
keypt af móðurfélögunum og raunar ýmsar aðrar olíu-
vörur umfram samningana við Sovétríkin.
íslenzku olíufélögin eru í stöðugu sambandi við
móðurfélögin. Þau senda yfirmenn og aðra starfsmenn
á námskeið til þeirra. Því ættu að vera til viðskipta-
sambönd, sem gerðu okkur kleift að losna úr vítahring
Rotterdamverðs Sovétríkjanna.
íslenzku olíufélögunum ætti líka að vera sérstakt
áhugaefni að losna úr sovétviðskiptunum og hefja á ný
þau viðskipti, sem voru á sínum tíma forsenda þess, að
hér á landi tæki því að hafa þrjú olíufélög.
Forusta ríkisins um olíukaup frá Sovétríkjunum
hefur gert samkeppni í olíuverzlun að hálfgerðum
skrípaleik. Ríkisforsjáin hefur smám saman gefið byr
undir báða vængi þeirri skoðun, að þjóðnýting olíu-
verzlunar komi til greina.
Ráðamenn olíufélaganna hafa fallið í þessa gryfju.
Á 25 árum hafa þeir samlagazt hóglífi embættis-
mennskunnar, fegnir að vera lausir við streitu sam-
keppninnar. Þeir geta ekki lengur útvegað olíu eftir
leiðum frjálsrar verzlunar.
Nú hefur olíuviðskiptanefnd ríkisins verið falið það
verkefni, sem fela hefði átt olíufélögunum, ef einhver
dugur væri í þeim. Hún á með aðeins nokkurra vikna
fyrirvara að fínna olíu, sem geti komið í stað sovézkr-
ar.
Olíuviðskiptanefnd stóð sig vel, þegar hún komst að
raun um, að sovézk olía á Rotterdamverði til íslands er
70% dýrari en olía á Vesturlöndum og að hún er dýrari
en nokkur önnur útflutningsolía frá Sovétríkjunum.
Hin er þrautin þyngri að finna ný og varanleg við-
skiptasambönd á örfáum vikum, þegar olíufélögin
hafa ekki getað það á föstum samböndum. Nefndin
hefði þurft nokkra mánuði til stefnu, ekki vikur.
Ekki er auðvelt að fá olíu undir Rotterdamverði.
Olíuskorturinn í heiminum veldur því, að gömul við-
skiptasambönd ganga fyrir nýjum og að olía á meðal-
verði er skömmtuð. Lausakaup þar fyrir utan mælast á
Rotterdamverði.
Gera má því ráð fyrir, að samningamenn íslands
verði að fara Canossa-för til Moskvu að nokkrum vik-
um liðnum til að semja um framhald olíukaupa á afar-
kjörum Sovétríkjanna. Olía þeirra er einfaldlega sú
eina, sem við getum nú náð í.
Hugsanlegt er að taka þá áhættu að semja að þessu
sinni til skamms tíma við Sovétríkin, til dæmis til hálfs
árs. Það yrði þá gert í trausti þess, að olíuviðskipta-
nefnd næði árangri á nokkrum mánuðum.
Ef til vill er þetta of mikil svartsýni. Auðvitað
vonum við, að nefndin vinni afreksverk á skömmum
tíma. Hún hefur líka töluvert svigrúm í verði, því að
við getum hagnazt verulega, þótt hún finni ekki olíu á
meðalverði.
Milli meðalverðs og okurverðs er breitt bil. Hvert
skref í átt frá okurverði er hagkvæmt, þótt meðalverð
náist ekki í einum áfanga. Mikilvægast er að komast að
traustum viðskiptum, svo að ekki-verði hætta á olíu-
skorti.
Hlálegast í þessum sorgarleik er, að hér skuli vera
þrjú olíufélög, sem eru orðin svo miklar ríkisstofnanir,
að þau geta ekki útvegað landinu olíu af eigin ramm-
leik.
Eftir 25 ára hlé hafa þau tækifæri til að sanna til-
verurétt sinn, en geta það þá ekki.
1
Suður-Afríka:
Framleiða helm-
ing olíuþarfar
sinnar úr kolum
—ótti við gagnrýni$$artra Afríkuríkja kemur í vegfyrír
nánari þátttöku Vesturlanda íframkvæmdunum og
kynni af f ramleiðsluaðf erðum
Margir aðilar á Vesturlöndum, sem
uggandi eru vegna viðvarandi olíu-
skorts og síhækkandi olíuverðs,
beina nú augum sinum að hugsan-
legri lausn mála. Þar er um að ræða
olíuframleiðslu úr kolum. Suður-
Afrika er komin lengst í þeim efnum.
Möguleikar á samvinnu við þetta eina
ríki hvíta mannsins í svörtu álfunni
mundu þó hafa verulega ókosti i för
með sér.
Olíusérfræðingar Suður-Afríku
hafa unnið olíu úr kolum síðan árið
1955. Fyrirtækið heitir The South
Africa Coal, Oil & Gas Corporation,
skammstafað Sasol. Olíuframleiðslu-
stöðin er nærri Jóhannesarborg. Er
þetta gífurlega mikið fyrirtæki, þar
sem tankar tróna í hundraðatali og
leiðslumar spinnast í kílómetratali
vítt og breitt. Þarna koma kolin á
járnbrautarvögnum og út kemur olía
og bensín. Auk þess eru unnar rúm-
lega sjötíu aukaafurðir, allt frá
naglalakkseyði til prentsvertu.
Tvær olíuframleiðslustöðvar munu
hefja starfrækslu hjá Sasol innan
skamms. Mun olíuframleiðsla úr
kolum þá verða um það bil 120
þúsund föt, sem svara mun til nærri
helmings af olíunotkun í Suður-
Afríku. Ekki er þó hægt að upplýsa
það nákvæmlega því suður-afrísk lög
heimila ekki að gefa upp olíubirgðir í
landinu og olíunotkun.
Suður-Afríka er eina landið í heim-
inum sem framleiðir olíu úr kolum í
einhverjum mæli. Á þann hátt reyna
þeir að vinna gegn ógnun af við-
skiptabanni og aðgerðum Sameinuðu
þjóðanna vegna kynþáttastefnu
suður-afrisku stjórnarinnar. Vegna
þessarar stefnu hvítra ráðamanna þar
syðra hafa stjórnendur vestrænna
ríkja einnig verið að reyna að rjúfa
tengsl sin við Suður-Afríku. Einkum
er það talið vegna vaxandi gagnrýni
svartra Afríkjurikja á þau samskipti.
En þrátt fyrir þá pólitísku erfið-
leika sem tengsl við Suður-Afríku
FÓLK LÆTUR
BLEKKJAST í
FRIHÖFNINNI
Verðlag á ýmsum hlutum éeðlilega hátt
Inngangur
Mikill hluti þeirra íslendinga sem
fara um Fríhafnarverslunina á Kefla-
víkurflugvelli kaupir þar ýmsan varn-
ing í góðri trú á, að þar sé allt svo
ódýrt. Miðað við verðlag i öðrum
verslunum laridsins er verðlag þar
lágt en hátt samanborið við verð í ná-
grannalöndum okkar, jafnvel
Norðurlöndum, a.m.k. á ýmsum vör-
um. Vegna hins síhækkandi verðlags
í landinu er verðskyn íslendinga lé-
legt og m.a. af þeim ástæðum lætur
fólk blekkjast. Verðlag á tveimur
vöruflokkum er þó mjög lágt og með
því lægsta i Evrópu, en þessir vöru-
flokkar eru áfengi og vindlingar.
Ljósmyndavörur dýrar
í Dagbiaðinu þann 11. nóvember
1977 ritaði undirritaður kjallaragrein
um filmuverð. í greininni var bent á,
að filmur væru um 50% dýrari í Frí-
hafnarversluninni heldur en í ná-
grannalöndum okkar. Verðlag á film-
um hérlendis samanborið við verðlag
í öðrum löndum hefur síðan haldist
svipað og er því ekki ástæða til að^
fjalla um það í grein þessari. Hins
vegar skal vikið að verði á öðrum
ljósmyndavörum.
í júlí sl. spurðist undirritaður fyrir
í Fríhafnarversluninni um verð á'
ákveðinni tegund leifturlampa (flash)
á myndavél. La'fturiampinn kostaði
179,75 bandariska dali. Sami leiftur-
lampi með tösku, rafhlöðum og
dreifigleri kostaði þá út úr verslun í
Texas í Bandaríkjunum 107,63 dali
Kjallarinn
GísliJónsson
að meðtöldum 5% söluskatti. An að-.
flutningsgjalda og án söluskatts var
leifturlampinn því 67,0% dýrari í Fri-
hafnarversluninni en i smásöluvcrsl-
un í Texas. I báðum tilfellum er um
innflutta vöru að ræða þvi leittui-
lampinn er framleiddur i .lapan.
Hvernig má slíkt vera? Þess skal
getið, að miðað við auglýsingar í
bandarisku Ijósmyndatimariti má líta
á fyrrnefnt verðj Texas sem meðal-
verð í Bandaríkjunum.
í Fríhafnarversluninni er talsvert
framboð af myndavélum, sem eru
dálitið keyptar af islenskum ferða-
mönnum. Verð á þeim er almennt
hærra heldur en í Englandi og i
Bandaríkjunum en undirritaður
hefur ekki samanburð á reiðum
höndum frá öðrum löndum. Verð-
munurinn er þó miklu minni heldur
en á áðurnefndum leifturlampa.
íslendingar óbeint
tældir til tollsvika
Fríhafnarverslunin er rikisfyrir-
tæki og þar vinna því starfsmenn
ríkisins. Fróðlegt er að hugleiða,
hvernig dýr og vönduð myndavél
verður eign islensks ferðamanns i Frí-
hafnarversluninni og kemst tollfrjálst
inn i landið.
Þvgar undirritaður kynnti sér sl.
vor \crð á ákveðinni tegund mynda-
vélar, kom i Ijós, að hún kostaði
rúma 370 dali. Þegar afgreiðslu-
maðurinn var spurður að því, hvort
ekki yrði að greiða toll af myndavél-
inni, þegar heim væri komið, var
svarið: „Þvi er ekki að neita, að einn
og einn er óheppinn og missir mynda-
vél sína i toll.” Þetta þótti undirrit-
uðum athyglisvert svar, þar sem það
verður vart túlkað á annan hátt en
þann, að talið sé sjálfsagt að reyna að
fara i gegnum græna hliðið og treysta
á gæfuna.
Komi islenskur ferðamaður til
landsins með myndavél, sem keypt
hefur verið i Frihafnarversluninni
eða erlendis og sem kostar um 370
dali (i apríl sl. ca 122 þús. kr.), ber
honum að fara í rauða hliðið og til-
kynna hana. Fyrrnefndri spurningu
bar starfsmanni Fríhafnarverslunar-