Dagblaðið - 05.10.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 05.10.1979, Blaðsíða 19
More Amerícan Graffíti sýnd hér von bráöar Senn fer ad líða að því að íslendingar fái að berja Önnu Björns augum á hvíta tjaldinu. Laugarásbíó hefur fest kaup á myndinni More American Graffiti og hyggst taka hana til sýninga I byrjun næsta árs. „ Við erum að hugsa um að vera með œvintýramyndina Wiz sem jólamynd og taka svo More American Grajfiti til sýninga strax á eftir henni,” sagði Grétar Hjaltason for- stjóri Laugarásbiós I samtali við DB. Hann kvaðst hafa séð myndina ytra, er hann samdi um kaup á henni, og hafa haft gaman af að sjá og heyra Önnu Björns í hlutverki sínu. „Anna talar þarna einungis íslenzku og dönsku," sagði Grétar. „ Við vorum að velta þvífyrir okkur hvort við þyrft- um ekki að þýða það sem hún segir yfir á ensku til að vega á móti hinum textanum. ” Anna Björnsdóttir i hlutverki sinu i More American Graffiti, ásamt ökuþórnum MHner sem fór með stórt hlutverk i fyrstu myndinni. DB-mynd Hallgrímur Björgólfsson. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979. „Hið dæmi- EDDA A NDRÉSDÓ TTIR - Búin að vera í þættinum i um það bi! ár. GUDJÚN FRIDRIKSSON - Heldur áfram að öllu óbreyttu. Guðbergur Bergsson. Kóngar, drottningar og ævintýri. DB-mynd Ragnar Th. Guðbergur Bergsson rithöfundur, cinn þremcnninganna sem Listahátið í Reykjavík pantaði verk hjá fyrir hátiðina næsta sumar, er langt kom- ,inn með sinn hluta. „Ég fékk það hlutverk að semja barnaleikrit,” sagði Guðbergur á blaðamannafundi Listahátíðarnefnd- ar í vikunni. „Þetta er hið dæmi- gerða barnaleikrit með ævintýrum, 'hættum, kóngum, drottningum og þess háttar. Leikritið fjallar um fólk á annarri reikistjörnu sem vill komast til jarðarinnar og þær vonir sem það bindurvið þá heimsókn. í leikritinu segir jafnframt frá ferð þessa fólks til jarðarinnar og endar nteð komu þcss þangað. Ég hugsa mér að leikhúsið sé jörðin.” Að sögn Guðbergs verður barna- leikrit hans væntanlega tekið til sýn- inga i Þjóöleikhúsinu ,,ef það reynist sýningarhæft,” eins og hann komst aðorðiá blaðamannafundinum. Aðrir listamenn sem Listahátið í Reykjavík pantaði verk hjá eru Ragn- heiður Jónsdóttir myndlistarmaður og Gunnar Reynir Sveinsson tón- skáld. Þrír af fjórum stjómendum út- varpsþáttarins í vikulokin hafa til- kynnt að þeir hyggist hætta störfum við hann innan skamms. Þetta eru þau Edda Andrésdóttir, Kristján E. Guðmundsson og Ólafur Hauksson. Fjórði stjómandinn, Guðjón Frið- riksson blaðamaður, sagði í samtali við Dagblaðið að hann væri von- góður um að halda áfram. „Það fer eftir ákvörðun útarpsráðs og nýju stjómendunum hvort ég held áfram,” sagði Guðjón. „Ég get ekk- ert sagt um það nú hverjir koma inn í staðinn fyrir þau þrjú sem hætta. Það hafa ýmis nöfn skotið upp koll- inum en útvarpsráð hefur enn ekki fjallað um framtíð þáttarins.” Ástæðan fyrir því að Kristján hættir er sú að hann mun endurvekja unglingaþátt sinn sem hann var með í fyrravetur. Ólafur Hauksson hættir vegna anna við blaðaútgáfu. ,,Ég er búin að vera í Vikulokun- um svo lengi að mér finnst orðið tímabært að hætta núna,” sagði Edda Andrésdóttir. „Ég er búin að vera í þættinum i um það bil eitt ár núna svo að það er orðið timabært að gerðabama- leikrit” KRISTJÁN E. GUDMUNDSSON — Tekur að nýju upp þráðinn með unglingaþátt sinn. ÓLAFUR HAUKSSON - Snýr sór óskiptur að útgáfu tímarita sinna. Páll Jóhannesson sigurvegari í hæfileikakeppni Dagblaðsins og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar: „ÁHUGINN FYMR SÍGILDRITÓNUST ER SÍFELLT AÐ AUKAST’ Þrír stjómendur þáttarins I vikulokin eru að hætta fá einhvern nýjan í staðinn fyrir mig.” Edda kvaðst ekki hafa sótt um nýj- an þátt og kvað allt óráðið um fram- tíð sína hjá útvarpinu. Ólafur Hauksson er í fríi frá Viku- lokunum um þessar mundir. Stað- gengill hans er Gunnar Salvarsson kennari og umsjónarmaður poppsíðu Vísis. GuðbergurBergsson vbmur fyrir Ustahátíð: „Það var fyrir tilviljun að ég tók þátt í hæfileikakeppninni. Ég hafði ekkert leitt að því hugann að vera með en dreif mig í hana,” segir Páll Jóhannesson verzlunarmaður og söngnemi. Páll sigraði með glæsibrag í úrslitakeppninni og hlaut að launum utanlandsferð að verðmæti um 350 þúsund krónur. „Þessi vinningur kom sér vel fyrir mig og er mér mikill styrkur til að geta haldið áfram námi,” segir Páll. „Ég reikna með því að nýta hann i námsgjöld frekar en að fara utan.” Páll stundar einsöngvaranám i Söngskólanum í Reykjavík. Kennari hans er Magnús Jónsson. „Ég er bú- inn að vera i skólanum í þrjú ár og á tvö eftir,” segir hann. „Það er allt óráðið um-hvað tekur við að náminu loknu. Það kemur svona smátt og smátt í Ijós með tímanum. Ég hef þó fullan hug á að halda áfram og þroska hæfileika mína á þessari braut.” Páll Jóhannesson ftil vinstri á myndinni) tekur við sigurlaunum sinum úr hendi Wilhelms Vessman aðstoðarhótelstjóra á Hótel Sögu. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Að sögn Páls Jóhannessonar tekur það fimm til sex ár að Ijúka einsöngv- araprófi. Er hann hóf nám i Söng- skólanum í Reykjavík hafði hann verið fjögur ár í læri hjá Sigurði Demets Franzsyni á Akureyri. — Páll var að þvi spurður hvort einsöngvar- ar gætu lifað af listinni. „Það getur reynzt erfitt en stendur vonandi til bóta,” svaraði hann og brosti við. „Mér virðist áhuginn sífellt vera að aukast fyrir þeirri tón- list sem ég fæst við — nú og íslenzka óperan er spor í rétta átt. ” Með söngnáminu vinnur Páll í verzlun. Hann kvaðst reyna eftir megni að sameina starfið náminu, en þaö gengi ekki alltaf sem bezt. Þá sagði hann að hann hefði jafnframt von um að fá aukavinnu við sönginn í vetur. „Mér skilst að vanti alltaf skemmtikrafta á alls kyns skemmt- anir. Ég hef lítið sungið opinberlega hingað til og satt að segja ekkert gert i þvi að koma mér á framfæri. Það er kannski kominn tími til að spreyta sig núna.” — Páll bætti því við að þeir sem hefðu áhuga á að ráða hann á skemmtanir i vetur gtetu haft sam- band við hann í síma 14661. - ÁT Fólk C D Pípulagnir - hreinsanir Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niður- föllum. Hreinsa og skola út niðurföll i bíl- plönum og aðrar lagnir. Nota til þess tankbíl með háþrýstitækjum, loftþrýstitæki, raf- magnssnigla o.fl. Vanir menn. . Valur Helgason, sími 77028. c Bílaþjónusta j MOTOROLA Alternatorar I bila og báta, 6/12/24/32 volta. Platinulausar transistorkveikjur I flesta bila. Haukur & Ólafur hf. Ármúla 32. Simi 37700. Ljósastillingar og önnur bílaviðgerðarþjónusta Bifreiðaverkstæði N. K. SVANE Skeifan 5 - Sími 34362

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.