Dagblaðið - 05.10.1979, Síða 27
RAUÐ SOKKABÖND—sjónvarp kl. 22.10:
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins
á Stöðvarfirði er
í Kastljósi í kvöld munu þau Sigrún, Ingvi Hrafn <>j> Ingólfur rærta um komu Vielnamanna hingaö til lands en þessi
mynd var tekin af nokkrum þeirra. -DB-mynd: Árni Páll.
KASTUÓS—sjónvatp kl. 21.10:
VÍETNAMAR OG
ÞÉTTING BYGGDAR
Fréttaþátturinn Kastljós hefur
göngu sina að nýju i sjónvarpi í kvöld
kl. 21.10. Að venju verður tekið fyrir
innlent málefni sem er ofarlega i hug-
um fólks þessa dagana.
Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður
sagði i samtali við DB að tvö mál yrðu
á dagskrá i þættinum i kvöld. Annars
vegar þétting byggðar í Reykjavik.
Þróunarstofnun Reykjavikur vinnur nú
að athugun á svæðum i Reykjavík þar
sem áætlað er að byggja um 600
ibúðir. Miklar deilur hafa risið i borg-
arstjórn vegna væntanlegrar þéttingar
byggða á þessu svæði. Hefur meiri-
hlutinn verið með því en Sjálfstæðis-
flokkurinn á móti.
Hitt málið er koma Vietnamanna
hingað til lands. Verður rætt við
flóttafólkið og hvernig þvi gengur að
aðlagast íslenzku þjóðfélagi. Einnig
verður rætt við Ungverja, sem Rauði
krossinn tók á móti hingað til lands
fyrir nokkrum árum og spurt hvernig
þeint hafi gengið að aðlagast íslenzkum
aðstæðum.
Kastljós að þessu sinni er einungis
kvikmyndað og verða þvi engar
samræður manna á milli í sjónvarpssal.
Sigrúnu til aðstoðar i þættinum verða
blaðamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson
og Ingólfur Margeirsson. Þátturinn er
klukkustundar langur. -EI.A.
C.ísli Hclgason ræðir i þætti sinum i kvöld um blinda og sjónskcrta i starfi, i
framhaldi af rcglujjcrð sem sett var í sumar.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979.
^ r--------------------
UTVARPkl. 21.15: ,
BLINDIR 0G SJ0N-
SKERTIR í STARH
Blindir og sjónskertir nefnist þáttur
i umsjá Gísla Helgasonar i útvarpinu í
kvöldkl. 21.15.
„Þessi þáttur er gerður út frá
reglugerð sem heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra setti i sumar. Hún á að
auðvelda fötluðu fólki að gegna
venjulegum störfum,” sagði Gísli
Helgason i samtali við DB.
„Tryggingastofnunin mun greiða
fyrsta árið 75% launanna, annað árið
50% launanna og þriðja árið 25%.
Einnig er þessi reglugerð sett til að
kveða niður fordóma gagnvart fötluðu
fólki. Vonandi verður hún ennfremur
til að auðvelda fólki að fá vinnu,”
sagði Gísli.
,,í þættinum i kvöld ræði ég við
ráðherra um þessi mál og nokkra
einsaklinga, sem eru mcð sjálfstæð
störf. Fyrst ræði ég við blindan mann á
Akureyri sem er með burstagerð og
bólstrun, síðan ræði ég við ntann á
Selfossi sem rekur nuddstofu og einn
annan i Vestmannaeyjum, sem býr til
fangalinur.
Þeir lýsa allir vinnu sinni og
viðhorfum til vinnu almennt. Þessir
menn hafa allir misst sjónina ungir eða
á miðjum aldri og hafa þurft að endur-
hæfa sig samkvæmt því.
Auk þeirra kentur fram stúlka, sem
er mjög sjóndöpur, en hún er á
mörkum þess að geta stundað atvinnu
sina, vegna sjónarinnar”.
Þátturinnn hans Gisla er hálftima
langur.
-ELA.
Skopast aö vestrum
Aðra helgina i röð fáum við að sjá
bandariska dans- og söngvamynd á
skjánum og nefnist sú er sýnd verður í
kvöld Rauð sokkabönd (Red Garters).
„Þetta er eiginlega eins og auglýst
var i ganila daga, bráðskemmtileg
dans- og söngvantynd. Þó fer auðvitað
eftir smekk manna hve bráðskemmtileg
hún er,” sagði Þrándur Thoroddsen
þýðandi myndarinnar i samtali við DB.
„Þetta er vestri i gamansömum
músíkstil,” sagði Þrándur ennfremur.
„Hálfgerð skopmynd ciginlega.
Myndin er eldgömul eða frá árinu 1954
og eins og venjulega i vestrum þá
kemur riddari i hcimsókn til smáþorps
og reynir allt til að ná ástum heima-
sætunnar.”
Kvikmyndahandbók okkar gel'ur
myndinni tvær og hálfa stjörnu af fjór-
um mögulegum. Með aðalhlutverk l'ara
Rosemary Glooney, Guy Mitchell,
Jack Carson og Gene Barry. Myndin er
cinnar og hálfrar stundar löng.
-ELA.
H
Dans og söngvamyndir nutu gifurlcgra
vinsælda hér fyrr á árum og gera
jafnvel cnn í dag. Sjónvarpið sýnir
okkur i kvöld Rauð sokkabönd sem er
ein af hinum vinsælu dansmyndum. Sú
var gcrð árið 1954.
\____________________
Birgitta Benediktsdóttir
Steinholti, sími 97-5837.
MMBIABW
Hárgreiðslustofan Klapparstíg 29
Slmapantanir 13010
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
Jheri Redding' KLAPPARSTIG 29
JLts'laiv
Henna
Hárlitun er
ekki bara
„rauð” heldur
einnig svört,
brún og allt
þar á milli —
einnig litlaus
Henna-nœring.
*
Fjölbreytt SllWII I MÍMI ER
og skemmtilegt tungumálanám.
10004