Dagblaðið - 05.10.1979, Side 28

Dagblaðið - 05.10.1979, Side 28
Fréttastjórar hl jóðvarps og sjónvarps um þingf réttimar: Mótmæla tilburðum til Htskoðunar —látið reyna á hvort Alþingi krefst af Hta af þingf réttum Frétlastjórar útvarps og sjónvarps hafa bréflega mótmælt einni af hug- myndum þingfréttanefndar, er ncfndin lagði fyrir útvarpsráð ný- verið. Er hún í stuttu máli í þá veru, að afrit af þingfréttum hljóðvarps og sjónvarps liggi ávallt fyrir í þingsöl- um daginn eftir, meðdagblöðunum. Friðrik Sophusson, einn nefndar- manna, gerði þetta að tillögu sinni i útvarpsráði i vor og voru þá frétta- stofurnar mótfallnar. Er þvi ofan- greind ri't-ioa. s.-m Eiður Guðnason mælti núf\ ii iutvarpsráði fyrir hönd nefndarinnui, .trr' un. Fréttas joiarnir segja í mótmælum sínum nú að það muni hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar að veita þannig einum hópi þjóðfélagsins meiri þjón- ustu en öðrum. Auk þess sé þarna um að ræða óbeina tilburði til ritskoð- unar. Þar eiga þeir vafalítið við að slíkt muni leiða af sér aukna umræðu utan dagskrár um fréttaflutninginn, sem siðan hefði áhrif á þingfréttamenn. Þórarinn Þórarinsson er formaður nefndarinnar, sem útvarpsráð kaus í vor og hefur haldið einn fund. Vil- boóg Harðardóttir nefndarmaður var boðu£ til þess fundar með hálfs sólarlí^ings fyrirvara og gat ekki mætt. Hún hefur siðar tekið fram að hún standi hvergi að tillögunum. Þingfrétlamálið er rótgróið þrætu- mál þingmanna og þingfréttamanna, þar sem fréttamat þeirra fer ekki ávallt saman. Staða málsins er nú sú að frétta- stjórunum hefur verið falið að gera tillögur um tilhögun þessara mála og verður látið reyna á hvort Alþingi krefst afrita af þingfréttum, þegar þing kemur saman 10. október. -GS. H Eiður Guðnason og Friðrik Sóphus- son mæla fyrir tiliögu sem frétta- stjórar útvarpsins telja „tilburði til ritskoðunar" á þingfréttum. DB-mynd: RagnarTh. Náttúnrfræðistofnun: Emi sleppt úr endurhæf ingu Undanfarinn hálfan mánuð hefur 4 ára gamall örn verið í vörzlu Náttúru- fræðistofnunar islands. Örninn var sendur Náttúrufræðistofnun frá Æðey en þar fannst hann allur útataður í grúl og gat hann ekki lyft sér og hefði vafa- laust ekkert nema dauðinn beðið hans ef hann hefði ckki komizt undir manna hendur. ,,Við þvoðum hann nieð þvottalegi og gáfum honum að éta það sem til féll, máfa og bringur," sagði Ævar Petersen náttúrufræðingur i sam- tali við Dagblaðið. ,,Við slepptum honum í gær nálægt Stykkishólmi og í ntorgun frétti ég af honum. Þá var hann enn á söntu slóðunt og virtist allt í bezta lagi með hann og vonandi lukkast þetta. Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað,” sagði Ævar er DB ræddi við hann í ga'r. Ástand arnarstofnsirts mun nú svipað og undanfarin ár. í ár ntunu unt 7 arnarungar hafa kontizt á legg. _____________________ -GAJ- Júlfustókbflinnog lögreglan manninn Árbæjarlögreglan kont þar að í nótl er ökumaður var að stússa við bíl sinn sem lent hafði á umferðarmerki er maðurinn sveigði af Elliðavogi inn á Holtaveg. Við höggið kom upp eldur i bilnum og var maðurinn, sýnilega ölvaður, að reyna að kæfa eldinn. Gerðist nú ntargt á skantmri stundu, slökkviliðið var til kallað og slökkti það eldinn, Júlíus kranamaður tók bil- inn brott hálfan á lofti og lögreglan tók manninn. Allt þetta gerðist um eitt- levtið i nótt. Stuttu siðar tók Árbæjar- lögreglan annan ölvaðan við stýri á Ártúnshöfða. -A.Sl. kVEIKT Í Á RAUÐARÁRSTÍG Klukkan 7.40 i morgun varð elds vart i kjallara þriggja hœða steinhúss að Rauðarárstig 11 i Reykjavík. Er að var komið reyndist eldurinn í rusli undir borði i þvottaherbergi hússins. Var hann fljótt slökktur og tjón varð ekk- ert. Sýnilegt er að þarna hafði verið farið inn um glugga með þvi að sparka burt músaneti sem fyrir hann var strengt, ruslinu safnað saman og kveikt i. - A.St / DB-mynd Sv.Þ. Lognið á undan storminum: Ný „krísá” i stjómar- samstarfinu framundan Eftir nokkurt logn eru nú miklir erfiðleikar framundan í stjórnarsam- starfinu. Forystumenn sumra stjómarflokkanna spáðu í morgun nýrri „kreppu” i samstarfinu fljól- lega eftir að Alþingi kemur saman hinn 10. október. Aðrir segja að rikisstjórnin hafi mörg lif og muni hjara enn um hríð. „Verði ekki grundvallarbreyting i stefnunni i efnahagsmálum er vand- séð að halda ætti stjórnarsamstarfinu áfram,” sagði einn þingmaður Alþýðubandalagsins í morgun. Hann sagði, að Alþýðubandalagið sætti sig ekki við Ólafslög. Það hefði gert til- lögur um kerfisbreytingar í atvinnu- málum, framleiðsluskipuiagi og starfsemi milliliða. Bandalagið sætti sig ekki við vaxtastefnuna eins og hún væri framkvæmd. Það vildi hverfa frá gengissigs- og gengisfell- ingarstefnu. Kröfur Alþýðubanda- lagsins um þetta mundu verða settar fram af þunga á næstu vikum. „Mciri háttar „krisa” er fram- undan i stjórnarsamstarfinu,” sagði einn forystumanna Framsóknar- flokksins í morgun. Þingflokkur og framkvæmdastjórn Framsóknar kemur saman í næstu viku. Mun þá sennilega verða sctl fram krafa um gerbreytta stefnu gagnvart verð- bólgu. Margir framsóknarmenn vilja setja þetta fram sem úrslitakosti. „Ef samstaða næst ekki um að takmarka verðbólgu við minna en 30% á næsta ári og lægri tölu þar eftir ætti að slíta stjórnarsamstarfinu,” sagði þessi forystumaður Framsóknar. Fram- sóknarmenn vilja takmarka verð- og kauphækkanir á hverju þriggja mánaða timabili og hafa hækkunina stigminnkandi. -HH frjálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 5. OKT. 1979. Nýtt ráðu- neyti? „Ég er þeirrar skoðunar að stofnun umhverfisráðuneytis sé orðin tímabær með tilliti til nýrra viðhorfa í um- hverfismálum undanfarin ár og hef mikinn áhuga á að koma því máli áfram. Ég býst við að þetta mál komi til umræðu á rikisstjórnarfundum innan tíðar, enda er endurskipulagning þessara mála meðal atriða í málefna- samningi rikisstjórnarinnar,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra í viðtali við DB. Sagði hann að innan síðustu ríkis- stjórnar hafi verið deildar meiningar um hvaða þættir stjórnsýslunnar, er koma eitthvað inn á þennan málaflokk, ættu að falla undir slíkt ráðuneyti og væri það reyndar ekki komið alveg á hreint enn. Menn væru þó sammála um nauðsyn þess að samhæfa þá aðila og stofnanir er láta sig þessi mál varða. Meðal hugmynda ráðherra má nefna að stofnuð verði ^uðlindadeild þessa ráðuneytis til að gæta þess að lífríki verði ekki spillt við auðlindaleit eða nýtingu. -GS. Saltað áfram — gegn tilslökunum á útflutningsgjöldum Síldarsaltendur munu að öllum líkindum sætta sig við hið nýja sildar- verð, sem ákveðið var á miðvikudag, þótt það sé nær alveg sama verðið og ákveðið var fyrir 10 dögum og þeir töldu skapa sér 2 þús. kr. tap á tunnu. Létu þeir í veðri vaka að hætta síldar- móttöku. Ádráttur sjávarútvegsráðherra þess efnis að.beita sér fyrir tilslökunum í út- flutningsgjöldum, mun hafa vegið þyngst er saltendur ákváðu að halda áfram. Þrátt fyrir það þarf verulegt gengissig á næstunni til að söltunin verði arðbær, að mati þeirra. -GS. HaustmótT.R.: Hart barízt Ásgeir Þ. Árnason skauzt upp að hlið efstu manna á Flaustmóti T.R. er biðskákir voru tefldar í gærkvöldi. Ásgeir lagði að velli þá Þorstein Þor- steinsson og Jóhann Þóri Jónsson og hefur nú 3 vinninga og biðskák að loknum 5 umferðum. Júlíus Friðjónsson hefur 3 vinninga og 2 biðskákir og þeir Sævar Bjarnason og Björn Sigurjónsson hafa báðir 3 vinninga, þannig að útlit er fyrir mjög harða keppni um efstu sætin. 6. umferð verður tefld i kvöld en alls verða tefldar 11 umferðir í A-flokki. -GAJ-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.