Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 3
I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979. 3 Sjöfalt verðá KT-5500 útvarp, stereo FM/AM, KA-5700 magnari, næmleiki FM 1,9 p/V/AM 20 u-V, merki/suö hlutfáll 72 dB mono 68 dB stereo, aðgreining- arhæfni 60 dB, stereo aðgreining 35 dB frá 50-15,000 Hz. Verð kr. 149.200 2x40 RMS wött, 8 ohm, 20-20,000 Hz, bjögun minni en 0,04%, merki/suð hlutfall 76 dB við 2,5 pV. Verðkr. 184.000 KX-520 kassettutæki, Dolby, rásaflökt minna en 0,09% (WRMS), tíðnisvörun 30-16,000 Hz (CrÓ2), merki/suð hlutfall 61 dB (Dolby/Cr02). Verð kr. 212.800 Háþróað Hi-Fi er sérgrein hjá Kenwood. Þess vegna er Kenwood einn færasti hljómtækjasmiður sem fagtímarit geta um. Kenwood er fyrir fagfólk sem af eigin dómgreind veit hvað háþróað Hi-Fi er. Tökum sem dæmi tæki þau sem sýnd eru hér að ofan. Tæknilýsingin á þeim skýrir verðleika þeirra svo ekki verður um villst. appelsíni FBI skrifar: Mig langaði að sýna lesendum DB þessa nótu úr veitingahúsi í Reykja- vik. Ég keypti þar eitt glas af appel- síni á fimmtudagskvöldið og borgaði fyrir það 700 krónur, sjöfalt verð! Svo eru menn að tala um „aldrei meiri kaupmátt”. ^KENWQOD EIGN SEM YÁRIR ’ FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA Hvað finnst þér um lokunartíma bankanna? Sveinn Jónsson verkamaður: Ég veil það ekki. Þeir loka nú fullsnemma, finnst mér, að minnsta kosti á föstu- dögum. Inga Þórunn Karlsdóttir nemi: Mér lizt bara vel á þetta og finnst það ágætt eins og það er. Jón Guðjónsson múrari: Ég veit það nú ekki, ég verzla svo litið við banka. Rósa Frímannsdóttir kennari: Mjög illa. Þetta er spor aftur á bak i þjón- ustu. Tryggvi Sæmundsson, byggingameist- ari á Akureyri: Mér finnst þetta mjög slæm þjónusta við viðskiptamenn bankanna. Páll Reynir Héðinsson skrifstofustjóri: Mér finnst þetta alveg agalegt, að minnsta kosti á föstudögum. Þá þarf ég mest á bönkum að halda eftir kl. 5. Spurning dagsíns Hafa bankamir ekki áhuga á viöskiptum við launþega? Viðskiptavinur skrifar: Margur varð undrandi þegar Sam- vinnunefnd banka og sparisjóða sendi út tilkynningu um hinn breytta þjónustutíma sem nefndinni þókn- aðist að veita borgurunum í framtíð- inni. Nú eru allar bankastofnanir lokaðar kl. 4, að undanteknum fimmtudögum, en þá eru útibúin opin milli kl. 5 og 6 e.h. Þetta eru harkalegar aðfarir gagn- vart almenningi. Margir byrja vinnu- daginn snemma, fá 30 mínútna matarhlé og eru við vinnu til klukkan 5 eða lengur. Það hefur því komið sér vel að geta farið í útibú eftir vinnu þar sem hefur verið opið frá klukkan l til 6 e.h. alla daga vikunnar, nema um helgar. Fjöldi vinnandi fólks fær laun sin greidd vikulega, og þá venjulega á föstudögum. Ef einhver telur sig eiga afgang og vill gjarnan geyma þá pen- inga í banka er undir hælinn lagt hve- nær það getur gerzt. Kannski nota sumir gamla lagið, að geyma þá „undir koddanum”. Það virðist því sem stofnanir þessar séu að verða eingöngu fyrir þá „stóru” með milljónirnar en þeir geta rokið úr stólnum sínum hvenær sem er til þess að huga að peninga- málum sinum. Nú er svo komið að vinnandi fólk sem skipta þarf við banka verður að biðja um „banka- frí” til þess að skreppa þangað, en slíkt þýðir áreiðanlega launafrádrátt á mörgum stöðum og sífelld hlaup frá vinnu. Nýlega heyrði ég á tal tveggja manna i banka á föstudegi. Öðrum þeirra varð að orði: „Nú verður maður bara að reyna að stel- ast úr vinnunni með lúsarafganginn svo að maður freistist ekki til þess að eyða honum um helgina.” Mér er tjáð að þessi óvinsæla ráð- stöfun sé gerð í sparnaðarskyni. En ég get ekki séð að mikill sparnaður sé í þvi fólginn að hafa t.d. útibú Landsbankans opið frá kl. 9.15 til kl. 4 í stað kl. I—6, sem var til ómetan- legs hagræðis fyrir almenning. Nýlega fékk ég reikning frá Raf- magnsveitunni og með honum fylgdi gulur kynningarmiði. Þar voru prentuð m.a. þessi orð: „Sparið yður sporin — greiðið orkureikninginn í næsta bankaútibúi eða sparisjóði.” Nú hafa m.a. margar stofnanir girókerfið, sem er mjög þægilegt — það er að segja ef launþegar eiga þess kost að geta greitt skuld sína að loknu dagsverki. En nú er svo komið að það er ógerningur nema fimmtu- daga klukkan 5—6. Mér finnst að mennirnir í Sam- vinnunefnd banka og sparisjóða hafi misreiknað sig hrapallega þegar þeir ákváðu breyttan opnunartíma þess- ara almenningsstofnana. Þessi ákvörðun þeirra er til afar mikils Eru bankarnir bara fyrir rikisbubbana sem geta alltaf skotizt frá?, spyr bréfritari. DB-tnvnd Hörður. óhagræðis fyrir launþega og stofn- anir sem senda út gíróreikninga og margt annað kemur inn í dæmið. Ég hef orðið þess var að mikill kurr er meðal vinnufélaga minna vegna þjónustuleysis bankanna. Þessu þarf að kippa í lag strax. Annað er ekki réttlætanlegt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.