Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979. lPlnlMlrfQ0 ! PLASTPOKAR O 82655 Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niður- föllum Hreinsa og skola út niðurföll i bila- plönum og aðrar lagnir. Nota til þess tankbil með háþrýstitækjum, loftþrýstitæki, raf- magr.ssnigla o.fl. Vanir menn. Valur Helgason, sími 77028. MOTOROLA Alternatorar i bila og báta, 6/12/24/32 volta. Platinulausar transistorkveikjur I flesta bila. Haukur &■ Ólafur hf. Ármúla 32. Slmi 37700. Ljósastillingar og önnur bílaviðgerðarþjónusta Bifreiðaverkstæði N. K. SVANE Skeifan 5 - Sími 34362 Fyrsti tíminn i snyrtingu: Fremstur á myndinni er Arnar. I.engst til hægri er llaraldur, síðan Björn Arnór, l.ilja, Stína, F.lín, ein sem við vitum ekki nal'n á, Lára, Vigdís og loks önnur sem vift vitum ekki nafn á. Kennarinn heitir Þórdís og er aft segja þeini til um handsnyrtingu. Allar myndirnar tók Hörftur í Hvassaleitisskóla föstudagskvöldift var. Námskeið Æskulýðsráðs fyrir skólaunglinga: Búa £r/ svifflugur og útvörp Kristinn t.v. og Magnús l.h. meft þriþekjurnar sínar. Þessi módel eru óvenjulitil og þarf mikla lingralimi og vandvirkni lil aft líma þau saman og mála. —mota leir, spila borðtennis og mála sig Eitt af þeim fágætu augnablikum, þegar ég get alls ekki neitað þvi að mannkynið tekur vissum framförum, rann upp núna alveg nýlega. Þrettán ára stelpa, sem ég þekki, kom heim úr skólanum, fleygði gulum pésa á borðið og sagði: ,,Égætla að fara í leiklist!” Móðirin rak upp stór augu og enn stærri þegar hún las pésann þar sem kökkunum í gaggó var boðið að velja um 35 námskeið þar sem þeir gátu fengið tilsögn i jafnmörgum tóm- stundagreinum, allt frá kertasteypu til rafeindatækni. Þetta var gjörsamlega óþekkt i minni gagnfræðaskólatíð og einhvern veginn hafði ég haldið að enn væri allt eins og þá, kennarar álitu það æðsta takmark lifsins að kvelja nemendur og hremma þá ólesna eins og kettir mýs. Ekki við spila- boxin á meðan Það er reyndar Æskulýðsráð sem gengst fyrir námskeiðunum i öllum gagnfræðaskólum Reykjavíkui og hefur gert það í allmörg ár en hingað til hafa þau aðeins verið auglýst með veggblöðum á skólagöngunum. Nú er í fyrsta sinn prentaður kynningarbækl- ingur sem krakkarnir geta tekið með sér heim og rætt við foreldrana. Fjögur þúsund krakkar eru á þessu skólastigi og hafa allir fengið einn slíkan bækling með þeim árangri að fimmtán hundruð til tvö þúsund hafa innritað sig i eitt- hvað. Það er Gunnar Örn Jónsson sem stendur fyrir kynningunni en hann tók við starfi hjá Æskulýðsráði fyrir mán- uði sem umsjónarmaður tómstunda- iðju í gagnfræðaskólum höfuðborgar- innar. Hann hefur undanfarin tiu ár kennt handmenntir i Fellaskóla, Voga- skóla og víðar. „Hikstalaust,” segir hann, ,,þá finnst mér mjög mikilvægt að krakk- arnir læri að nota bæði huga og hendur. Og námskeiðin eru hugsuð til að ýta þeim af stað við tómstundaiðju sem þeir geta haldið áfram að fást við seinna í lífinu, kannski allt til æviloka; hjálpa þeim til að eignast þroskandi áhugamál. Þeir standa að minnsta kosti ekki við spilaboxin á meðan.” Krakkarnir greiða fimmtán hundruð krónur í þátttökugjald.oftast líka smá- vægilegan efniskostnað. Námskeiðin eru eitt kvöld í viku fram að jólum og síðan verða ný námskeið seinni hluta vetrar. Hvað er vinsælast? Það fer nokkuð eftir skólum. í Fella- skóla ætla flestir í borðtennis, leiklist og að læra að setja saman einföld út- varpstæki, i Kvennaskólanum er mest aðsókn í leirmótun og snyrtingu, i Breiðholtsskóla ætlar stór hópur Lsvif- flugusmíði. En leðurvinna,' Ijós- myndun, kvikmyndagerð, tré- og málmsmíði, smelti og hnýtingar eru viða vinsælar valgreinar. „Þegar krakkarnir föndra sjálfir við að búa til hluti þá læra þeir lika að bera virðingu fyrir verkmenningu,” segir .Gunnar Örn. ,,Nú er geysimikið flutt Þorsteinn er aft velja koparvír ttlan um kol I kristal-útvarpstæki seni sögft eru inn í landið af alls konar rusli, t.d. þrælsniftti". plasteftirlikingum af smíðajárni og tré- munum. Hann lítur á mig hikandi. „Finnst þér það kannski fallegt?” spyr hann. „Nei,” segi ég. „Skólarnir geta hjálpað krökkununt til að læra að meta fallegt handverk, vandvirknislega smíðaðan hlut,” segir hann. Svo segist hann vera nteð hugmyndir um fjölskyldukvöld. Það væri gaman ef foreldrar gætu komið með krökkun- um i skóla þar sem vefstofur, smiða- stofur og leirkeraverkstæði væru opin og allir hjálpuðust að við sköpun. „En vilja krakkar á þessunt aldri ekki heldur deyja en sjást í fylgd nteð foreldrum sínum í skólanum?" „Þeir gætu kannski lært að umbera ^þá,” segir hann brosandi og er hinn bjartsýnasti. Námskeiðin eru sem sagt núna að fara í gang og enn er ckki of seint að byrja. í hverjunt skóla er einhver umsjónarmaður, oft yfirkennarinn, sem foreldrar geta snúið sér til ef þeir óska nánari upplýsinga. Eins ntá hringja bcint í Æskulýðsráð, sinta 15937. Viðbrogð hafa yfirleitt verið ntjög jákvæð. Þó hringdi cin móðir út af námskeiðunum i snyrtingu sem njóta geysivinsælda hjá stelpunum. „Þær læra nógu sncmma að niála sig." F.n Gunnar Örn segir að námskeiðin séu einnig opin strákum og reyndar finnst honum sjálfsagl að stelpurnar fái að vera fallegar ef þær langar til. Bætir við: „Þar læra þau einnig kurt- eislega framkomu, eins og að standa ttpp fyrir gömlu fólki í strætó.” - IHH TUDOR rafgeymar —já þessir rneð 9 líf SKORRI HF. Skipholti 35 - S. 37033 Pípulagnir - hreinsanir Bílaþjónusta

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.