Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
uiymmiui. uuyuuiuiu m.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóMssort. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
RitstjómarfuUtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson.
íþróttir HaHur Símonarson. Menning: Aóalsteinn Ingólfsson. Aóstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít Asgrímur Palsson.
Blaóamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Bragi
Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur
Goirsson, Sigurflur Sverrisson.
Hönnun: Hilmar Karísson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveinn Pormóflsson.
Skrifstofustjórí: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorlerfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreif-
ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Pverholti 11.
Aflabkni blaflsins er 27022 (10) linur).
Setning og umbrot: Dagblaðifl hf., Síóumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 10.
Askríftarverð á mánufli kr. 4000. Verfl í lausesölu kr. 200 eintav ífl.
Skrípastjómin fallin
Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur
loksins eftir dúk og disk dregið rökrétta
ályktun af sérkennilegu stjórnarsam-
starfi eins árs. Hann hefur ákveðið að
taka ekki frekari ábyrgð á langverstu
ríkisstjórn, sem þjóðin hefur mátt þola.
Raunar er verðugt umhugsunarefni,
hvernig slík stjórn hefur getað lafað í rúmt ár í ríki,
sem flokkað er með lýðræðisríkjum. Segja má, að ekk-
ert hafi sameinað ríkisstjórnina nema sundrungin ein.
Aldrei hefur verið samkomulag í ríkisstjórninni um
neitt sem máli skiptir. í vaxandi mæli hefur hún af-
greitt málin með atkvæðagreiðslum og meirihlutavaldi,
vitandi þess, að ekki væri þingmeirihluti fyrir gerðum
hennar.
Sjálf Ólafslögin nutu ekki stuðnings allra stjórnar-
flokkanna. Ekkert samkomulag var um vaxtastefnuna,
né um þær skattahækkanir, sem fyrirhugaðar voru i
vetur. Og í annað sinn ætlaði fjármálaráðherra að
leggja fram einkafjárlög.
Svona endaleysa getur hvergi ríkt nema hér á landi.
Og sennilega gat hún því aðeins ríkt, að forsætisráð-
herra var Ólafur Jóhannesson, maður, sem að undan-
förnu hefur haft sérstaka unun af að spila fífl og vé-
frétt til skiptis.
Af viðbrögðum má ráða, að Alþýðuflokkurinn
hefur komið samstarfsflokkum sínum í opna skjöldu.
Þeir voru orðnir svo vanir að sparka í hann og heyra
kveinstafina, að þeir töldu hann alveg lausan við
manndóm.
Sérstaklega eru ráðamenn Alþýðubandalagsins hvít-
glóandi af bræði. Þeirvorusjálfir búnir að hugsa sér að
leika þennan leik síðar. En nú hefur glæpnum verið
stolið. Það er Alþýðuflokkurinn, sem getur barið sér á
brjóst í kosningunum.
Flokksstjórn Alþýðuflokksins á þann einan kost að
fallast á ákvörðun þingflokksins. Hún getur ekki fært
ráðherrum og þingmönnum flokksins þann kaleik að
reyna að þvinga þá til frekara stjórnarsamstarfs.
Slík nauðgun væri skrípaleikur, sem fæli í sér endan-
legt sjálfsmorð Alþýðuflokksins. Það er því alger
markleysa, er menn velta fyrir sér þeim fræðilega
möguleika, að flokksstjórnin fallist ekki á niðurstöðu
þingflokksins.
Þingrof og nýjar kosningar eru því óhjákvæmilegar.
Ályktun þingflokks Alþýðuflokksins felur í sér kröfu
um slíkt. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur á ótvíræðan
hátt hafnað stjórnarþátttöku án kosninga.
Enginn vafi er á, að um helgina hefur Ólafur
Jóhannesson gamnað sér við hugmyndir um, hvernig
megi komast hjá þingrofi og nýjum kosningum. Hann
gæti vel látið sér detta í hug að spyrna við fótum. En
það tekst honum bara ekki.
Því miður verða desemberkosningar ekki til að efla
lýðræðið í landinu. Svo skammur tími er til stefnu, að
stjórnmálaflokkarnir geta réttlætt brottfall prófkosn-
inga. Gömlu jálkarnir munu því halda áfram að
stjórna.
Nýjar kosningar munu framlengja til fjögurra ára
stjórnmálaferil duglausra manna, sem þjóðin ber ekki
traust til. Raunar skiptir engu máli, hverjir sigra í
kosningunum. Útkoman verður jafn vitlaus stjórn og
nú situr.
Sjálfstæðisflokkurinn er vís til að vinna kosninga-
sigur og verða forustuflokkur nýrrar ríkisstjórnar.
Hann er hins vegar engan veginn undir það búinn að
axla þessa ábyrgð. Það er nefnilega ekki búið að skipta
um blóð í flokknum.
Þannig hefur Alþýðuflokkurinn bakað þjóðinni
nokkurn vanda með rökréttri ályktun sinni.
Afríka:
Gengu Frakkar of
langt er þeir
steyptu Bokassa?
V
/■
Verið getur að Frakkar lendi í
fyrsta skipti í verulegum vandræðum
i Afríku í kjölfar þáttar síns í að
steypa Bokassa, einræðisherra í Mið-
Afríkulýðveldinu, af stóli. Mörgum
mun finnast það heldur kátlegt að
þessi aðgerð Frakka geti orðið þeim
að falli i samskiptum sínum við hinar
fyrrum frönsku nýlendur í Afríku.
Þeir hafa komizt upp með að beita
hernaðarihlutun í þessum heimshluta
nú um árabil án verulegra mótmæla.
f þetta skipti gegndi öðru máli.
Frakkar hafa nefnilega ávallt stutt
við bakið á ríkjandi stjórnvöldum.
Bokassa steyptu þeir aftur á móti af
stóli.
Á tveim siðustu áratugum hafa
franskar hersveitir tekið þátt í hern-
aðaraðgerðum i mörgum fyrri ný-
lendna sinna. Slíkt hefur átt sér stað i
Kamerún, Senegal, Gabon, Chad,
tvisvar í Zaire, sem reyndar var áður
belgisk nýlenda, og Máritaniu. Á
ýmsu hefur gengið en Frakkar hafa
oftast komizt hjá verulegri gagnrýni
vegna þessa aðgerða sinna. I öllum
tilvikum hafa þeir verið að aðstoða
ríkjandi stjórnir.
Ástæðan fyrir að samtök eins og
Einingarsamtök Afrikurikja hafa lítt
látið til sín heyra til að mótmæla er sú
að forsetar og forsætisráðherrar
hinna fyrrum frönsku nýlendna hafa
hingað til verið ósköp fegnir að vita
af frönskum fallhlífaliðum, reiðu-
búnum til að bregða sér til Afriku ef
einhver valdamannanna lenti i veru-
legum vandræðum heima fyrir. Þeim
bregður aftur á móti í brún þegar
sömu hersveitirnar og aðstoðuðu
Mobuto í Zaire i fyrra koma til Mið-
Afríkulýðveldisins i september siðast-
liðnum og aðstoða við að steypa
Bokassa af stóli.
Segja má að vandræði Bokassa
hafi hafizt fyrir alvöru er hann lét
krýna sig til keisara i desember \91n.
Sú athöfn kostaði stórfé og var
reyndar öll i stil við krýningu Napo-
leons mikla sem er helzti dýrlingur
Bokassa sem áður fyrr var í franska
nýlenduhernum. Þessi eyðslusemi og
óhóf vakti heimsathygli, reiði og
fyrirlitningu. Mið-Afrikuríkið er eitt
fátækasta land jarðarinnar og
iburðurinn við krýninguna þótti í
engu samræmi við efnahag landsins.
Bokassa lét sér reiði umheimsins í
léttu rúmi liggja. Hann átti aftur á
móti verra með að þola fyrirlitning-
una og aðhláturinn sem hegðan hans
vakti. Bokassa varð reiður og tók
aftur upp fyrri hætti við að pina og
misþyrma þeim þegnum sínum sem
ekki voru honum að skapi. Frakkar
höfðu annars getað fengið hann til að
hætta því nokkrum árum áður. Siðan
kom til stúdentaóeirða en þá brást
Mobuto i Zaire vel við og sendi herlið
sem aðstoðaði við að bæla óróann
niður.
En loks kom að því að BoTassa
gekk of langt og vinir hans Frakkar
og aðrir treyslu sér ekki lengur til að
láta skepnuskap hans óátalinn. I Ijós
kom að Bokassa haði sjálfur í eigin
persónu tekið þátt i morðum á um
T0NUST EDA
TALNAKELDA
Hver ætli hann sé þessi blessaði
Hagvangur sem hvað eftir annað
slæmir tjörukústi sínum eftir hverj-
um votti menningar 1 tónabúningi
sem kemur fyrir á betri stundum út-
varpsins okkar. Burt með klassiska
tónlist. Burt með þessar sinfóniur og
fúgur, það er einsog við höfum heyrt
þetta áður; þessi vígorð hafa glumið
áratugum saman blönduð tanna-
gjósti. Þessar sinfóníur eru að hafa af
þjóðinni vitið, segir hinn litriki mera-
kóngur á Löngumýri Björn bóndi;
sem hefur nú þokað fyrir öðrum til-
þrifasnauðari þingtrúðum, án þess að
ég eigi við arftaka i hans eigin flokki
sem virðist skynsamur maður.
Reyndar er kannski ekki límabært
lengur að tala um þingtrúða því nú
ber þar mesl á upphlaupum ralli-
sveina.
En má ég spyrja aTtur hver hann er
þessi Hagvangur og hverjum þjónar
hann, sem þykist geta sannað að
þjóðin vilji alls ekki hlusta á vandaða
tónlist heldur beri nú að eyða þessum
fáu tónvinjum sem eftir eru og
trampa niður allan gróður, og hafa
glamursins örtröð frá fyrsta hanagali
fram á hundavakt. Helzt virðist Hag-
vangur þessi beina stjórnmálamönn-
unum i útvarpsráðinu að því bragði
að leika ekki uppbyggilega tónlist
nema á nóttunni eða undir nóttina,
og þá helzt í svonefndum blönduðum
þáttum þar sem allir eiga að fá sitt
samkvæmt formúlunni cn enginn
það sem hann sækist sérstaklega
eftir. Reyndar veit ég ekki hvort ég á
að þora að nota orðið uppbyggilegur
af ótta við að fólk tengi það við
nauðungarveitingar á lýsi í skólum og
ályktanir Ungtemplara. Ég á við tón-
list sem geti i senn veitt mönnum
ánægju og þroska, skilið citthvað
eftir. Tillögunni um tónblöndun á
staðnum í framhaldi af menningar-
sókn Hagvangs eða gagnsókn fylgir
krafan um að leika ekki tónverkin án
kynningar, en reynslan vekur ugg um
að þá verði haft til fyrirmyndar eyði-
legt og svæfandi mærðarraus sem oft
vill fylgja þáttum á þessu sviði
fremur en hinir snjöllu tónfræðslu-
þættir Atla Heimis um árið sem
komu mörgum á sporið til að hlusta á
klassiska tónlist og hefðu svo sannar-
lega átt að vísa veginn i uppeldisað-
ferðum við að leiða á þroskabrautina
i tónlist. Þar er ein leiðin að hafa þátl
þar sem tónverk eru krufin, sýnt mcð
tóndæmum hvernig þau eru byggð
upp. Einn bezti þáttur útvarpsins á
árunum var nefndur Hljómplötu-
safnið i höndum smekkmanns sem
unni tónlíst Gunnars heitins
Guðmundssonar. Hvers vegna hefur
ekkert komið i staðinn fyrir þann
þátt? Þegar ég var i Frakklandi á
æskuárum var veturlangt í franska
útvarpinu þáttur um Mozart og hans
tíð, á hverjum morgni undir stjórn
frábærs manns Jean Witold, sem
leiddi mann inn i þetta glæsilega
timabil tónlistarinnar. Þar var farið
itarlega gegnum feril Mozarts, og
gerður samanburður á verkum hans
og samtímamanna, sýnd þróun hans,
og lika það sem óx allt i kringum
hann. Annan velur var fjallað um
Beethoven með sama hætti. Slik