Dagblaðið - 08.10.1979, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÖBER 1979.
Lerf ur Dungal læknir kominn heim frá Zimbabwe Rhódesíu:
Hvort maður hefur orðið
að gagni er önnur saga
—„f ór ekki af sérstökum mannúðarástæðum heldur réð forvitni og ævintýraþrá”
„Þetta er baktería, sem ég hef
gengið með lengi og ég býst við að
allir læknastúdentar gangi með frá
þvi að þeir byrja í læknadeildinni, að
sjá lækningar í þriðja heiminum,”
sagði Leifur Dungal læknir. Leifur
kom fyrir skömmu heim frá
Zimbabwe Rhódesíu, þar sem hann
dvaldist í þrjá mánuði við lækningar
á vegum Mþjóða Rauða krossins.
,,í Zmbabwe Rhódesíu hefur
Rauði krossinn haldið uppi hjálpar-
starfi í nokkur ár og er þar um að
ræða mesta samfellda hjálparstar.f
Rauða krossins frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar, ef frá er talið
hjálparstarfið i Líbanon er borgara-
styrjöldin stóð sem hæst þar.
Þarna starfa að hjálparstarfi um 30
Evrópubúar og unt 100 innfæddir.
Starfið er alveg tvískipt og er í fyrsta
lagi almennt hjálparstarf, þ.e. dreif-
ing matvæla og teppa og fl., fanga-
hjálp og skráning og leit að týndu
l'ólki.
i öðru lagi er um að ræða læknis-
fræðilega hjálp undir stjórn Alþjóða
Rauða krossins. Starfið er unnið í
samstarfi og með framlögum
norrænu Rauða krossfélagana.
Rauði krossinn sér um að útvega
lækna og hjúkrunarfólk og borgar
ferðir og laun.”
Ekki af neinum
mannúðar-
ástæðum
,,Það var ekki af neinum sérstökum
mannúðarástæðum sem ég fór út í
þetta,” sagði Leil'ur. ,,Hér var aðeins
um að ræða forvitni og ævintýralöng-
un. Þessi þriggja mánaða timi hentaði
mér vel, þar sem erfitt getur verið að
koma því við að dvelja lengur. Ég fékk
manneskju til þess að leysa mig af hér
heima og því var þetta gerlegt.
Við bjuggum í Salisbury en læknis-
þjónustan nær yfir stórt svæði I dreil'-
býlinu. Á hverjum morgni var flogið i
einn til einn og hálfan tíma á
ákvörðunarstað. Þar var unnið í 5-6
tima og flogið til baka og þá hafinn
undirbúningur fyrir starf næsta dags.
Mjög strangar öryggisráðstafanir voru
gerðar vegna þessa flugs enda hefur
komið fyrir að skotið hafi verið á vél-
arnar. Gengið var frá því fyrir hvert
einasta flug að flugbrautin væri hrein,
þvi gjarnan er komið fyrir jarðsprengj-
um á flugbrautunum.
Flugvélar eru þó notaðar af öryggis-
ástæðum, því óráðlegt þykir að ferðast
þarna um í jeppum. Þó voru þeir
jeppar sem þarna eru búnir vörnum
gegn jarðsprengjum."
Leifur Dungal læknir.
Skorið
í strikiotu
„Tvenns konar hópar lækna og
hjúkrunarfólks fóru ætíð saman. I
fyrsta lagi skurðlæknir með tveimur
hjúkrunarfræðingum. Farið var á ýmsa
spítala þar sem læknar hafa flæmzt
burtu en nunnur starfa á. Þar er hægt
að framkvæma skurðaðgerðir.
Sjúklingum er safnað saman og skorið
er í striklotu, e.t.v. 10 tíma I senn.og
síðan flogið heim að kvöldi.
í öðru lagi er um að ræða almenna
læknisþjónustu eins og ég var í. Þar fer
einnig læknir með tveimur hjúkrunar-
fræðingum. Við fórum á trúboðs-
spítala þar sem ekki er aðstaða til þess
að sinna skurðaðgerðum. Þar var
unnið að minni háttar aðgerðum og
móttöku fólks úr nágrannaþorpunum.
Við fórum einnig i víggirt þorp sem
stjórnin í Zimbabwe Rhódesíu hefur
komið upp til þess að höggva á sam-
skipti almennings og skæruliða. Alls
hefur stjórnin komið upp 70—80 slík-
um þorpum þar sem hernaðurinn er
hvað mestur. í þessum þorpum er bágt
ástand vegna næringarskorts.”
Horfur á
hungursneyð
,,Þó má segja að á þeim tima, sem
ég dvaldist þarna hafi næringarástand-
ið ekki verið svo voðalegt. Uppskeran
var nýkomin, en hún var mjög léleg svo
horfur voru á hungursneyð í septem-
ber-október vegna þurrka. Ég dvaldist í
landinu á kaldasta tíma ársins og þá er
sýking ekki meiri háttar vandamál, þar
sem malaría er í lágmarki. Þrengslin í
víggirlu þorpunum skapa að vísu
vandamál og fara berklar og kynsjúk-
dómar sem eldur i sinu.
í þessum þorpum er hreinlætisað-
staða þó sæmileg og sæmilegt vatn á
boðstólum. En þessi þorp umturna
öllum þjóðfélagsaðstæðum. Fólkið bjó
áður i litlum þorpum en nú hefur alda-
gamalli þjóðfélagsskipan verið raskað.
Það skapar alls kyns vandræði, sem
betur eiga eftir að koma í ljós siðar.
Nefna má að í einu slíku víggirtu þorpi
sáum við fólk frá 27 smáþórpum, sem
ekki hafði i önnur hús að venda.”
Verkin eins og
dropi í hafið
,,Það er erfiðast að sætta sig við tvi-
skiptinguna milli Salisbury og afgangs-
ins af landinu. í sveitunum geisar
stríðið og þar er fólk illa farið, svangt
og kalt og sýnilegt öryggisleysi. í Salis-
bury veit fólk aftur á móti vart af strið-
SJONVARPSBUÐIN
l'lugið var kvölds or morgna til þess að sinna læknisþjónustu i stríðshrjáðum sveitum
Zimbabwe Rhódesiu.