Dagblaðið - 08.10.1979, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979
Fclipc Gon/ales leiðtogi sósíalista á Spáni vann öruggan sigur á þingi flokksins á
dögunum. Hann cr talin hclzta von vinstri manna og þykir vænlegur forsætis-
ráðhcrra tækist þcim að komast til valda. Gonzalcs, scm sagði af sér forustu
Sósíalistaflokksins fyrr á árinu, var kjörinn formaður hans mcð miklurn atkvæða-
mun þrátt fvrir að hann sagði aldrei orð á þingi flokksins.
Japanf
Óvissa um úr
slit kosninga
Frjálsly ndi flokkurinn í Japan
•• irlist cnn cinu sinni vera að vinna
meirihlula á þingi landsins i
kosningum, sem fram fóru þar um
helgina. Meirihluti hans nú virðist þó
verða litill og tæplega nægilegur til
að tryggja rikisstjórn Masayoshi
Ohira forsætisráðherra öruggan
starfsfrið. Frjáislyndi flokkurinn
hefur verið við völd í Japan í þrjá
áratugi.
Ohira sem er orðin 69 ára að aldri
sagði við frcttamenn i gær að þrátt
fyrir að treysta mætti á stuðning
hinna ihaldssömu sjálfstæðismanna á
þinginu væri ekki öruggt að
flokkurinn hcfði stuðning 271 þing-
manns sem Ohira sagði að væri lág-
mark til að stjórna mætti landinu.
Þingsæti á japanska þinginu eru 511
og voru sagðar litlar horfur á, að
Frjálslyndi flokkurinn fengi meira en
250sæti.
Ohira boðaði til þessara kosninga
þar sem svo virtist sem flokkur hans
nyti mikilla vinsælda meðal fólks. Er
talið að úrslitin geti veikt stöðu hans
nijög i flokknum.
Verðbréf í kauphöllinni i Tokíó
féllu i verði við opnun i morgun
vegna ótt'a við vandræði ef Frjáls-
lyndi flokkurinn mundi ekki haldast
við völd.
Vestur-Þýzkaland:
Umhverfis■
sinnar fá
þingsæti
Umhverfisverndarmenn sem buðu
fram í hinum svonefnda Græna flokki i
sambandsríkinu Bremen í Vestur-
Þýzkalandi unnu sína fyrstu þingmenn
þar i kosningum í gær. Eru þetta aðrar
kosningarnar í röð í Vestur-Þýzkalandi
þar sem umhverfismenn vinna á, þó
hvergi séu þcir stór flokkur. í Bremen
sem er minnsta ríkið meðal vestur-
þýzku sambandsríkjanna fengu þeir
fjögur sæti en jafnaðarmenn héldu
meirihlutanum með því að 49,43%
kjósenda greiddu þeim atkvæði og
hlutu þeir-52 þingsæti.
Kristilegir demókratar töpuðu tveim
þingsætum. Er það talið vera vegna
þeirrar óvissu sem sumum stuðnings-
mönnurn flokksins finnst stefnt í með
því að velja Frans Josef Strauss sem
kanslaraefni flokksins.
Umhverfissinnar hlutu nú rétt
rúmlega 5% atkvæða í Bremen sem er
lágmark til að fá fulltrúa á þing i
Vestur-Þýzkalandi. Þeir reyndu
árangurslaust að fá því ákvæði hnekkt
fyrir dómstóli fyrr á þessu ári.
Smurbrquðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105
£(MN|
m \
Síxj-x:
. ■
FlugslysíAþenu:
Sautján fórust og
þrjátíu særóust
Talið er að í það minnsta sautján
manns hafi farizt og þrjátíu slasazt er
DC—8 þotu svissneska flugfélagsins
Svissair hlekktist á við lendingu á
flugvellinum við Aþenu i Grikklandi í
morgun.
Sjónarvottum ber ekki saman
um orsök slyssins. Sumir segja
að kviknað hali vcrið í einunt hreyfli
þotunnar áður en hún snerti jörðu.
Aðrir segja aftur á móti að þotan
hafi farið út af brautinni og elds-
neytistankar hennar þá sprungið.
Mikill ótti greip um sig meðal far-
þeganna og varð mikill troðningur
þegar þeir reyndu að komast út úr
þotunni. Hundrað fjörutíu og tveir
farþegar voru um borð auk tólf
manna áhafnar. Áhöfnin slapp
ómeidd en þrjátíu farþegar slösuðust
og sautján fórust, er þeir urðu
eldinum að bráð. Dánartölur gætu
hækkað þar sem slökkviliði og
björgunarmönnum hafði ekki tekizt
að komast til allra sem lokaðir voru
inni í braki/ þotunnar. Var hún í
áætlunarflugi á milli Peking og Bern í
Sviss.
Illa gekk að opna suma neyðarút-
ganga þotunnar og þess vegna
hópuðust farþegar að öðrum dyrum í
mun stærri hópum en öryggisreglur
gerðu ráð fyrir. Mikil örvænting
greip síðan um sig meðal farþega þeg-
ar sumir þeirra gerðu sér grein fyrir
að sú leið var ófær og reyndu þá að
snúa við að öðrum útgönguleiðum.
Byggingavinna þykir crfló vinna á köflum og ckki cr hún lcttari i Austurlöndum þar scm tæknin hcfur cnn ckki haflð innrciö
sína. Myndin hcr að ofan er frá Indlandi og sýnir hvernig allar byrðar cru bornar í körfum, sem síðan cr tyllt ofan á höluð
verkamannanna.
Skákmótið í Rio de Janeiro:
Portisch orð-
inn efstur
-\sigraði Balashov í elleftu umf erð
Ungverski stórmeistarinn Lajos
Portisch er kominn í efsta sæti á
millisvæðamótinu i Rio de Janeiro
eftir að hafa sigrað enn einn
sovézkan stórmeistara á glæsilegan
hátt. Áður hafði hann lagt Vaganian
að velli í sjöttu umferð en nú var það
Yuri Balashov, sem mátti sætta sig
við að falla i elleftu umferð.
Balashov er talinn ellefti í styrkleika-
röð skákmeistara heimsins.
í skák þeirra Portisch og
Balashov i elleftu umferð tókst
Portisch mjög vel upp og náði meira
að segja annarri drottningu og braut
með því niður allar varnir Balashovs.
Portisch er þá með 7,5 vinninga
og efstur þar sem helzti andstæðingur
hans Hubner náði aðeins jafntefli
gegn Ungverjanum Sax. Er Hubner
þá með sjö vinninga. Sax og
Vaganian eru með sex vinninga ásamt
Petrosian. Spútnikinn Jaime Sunye
kemur siðan en hann á biðskák við
Luis Bronstein.
Úrslit í elleftu umferð urðu annars
eftirfarandi:
Herbert og Petrosjan jafntefli,
Portisch vann Balashov, Velmirovic,
vann Khosrow Harindi, biðskák hjá
Bronstein og Sunye, einnig hjá Kagan
og Garcia en þeir Shamkivich og
Timman gerðu jafntefli, einnig þeir
Torre og Vagainan, og Hubner og
Sax og Ivkov og Smejkal.