Dagblaðið - 08.10.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
eitt hundrað skólabörnum sem hand-
tekin höfðu verið eftir mótmæla-
fundi gegn skólabúningum sem allir
nemendur í landinu voru skyldaðir að
ganga í. Búningana átti að kaupa
dýrum dómum í verzlunum í eigu
Bokassa sjálfs. Svo gerðist það í
ágúst síðastliðnum að Bokassa reyndi
að slá til franska sendiherrans með
veldistákni sinu. Hann kórónaði svo
allt með því að láta myrða um það bil
fjörutíu manns sem borið höfðu
vitni við rannsókn á morðunum á
skólabörnunum hundrað. Sú rann-
sókn fór fram á vegum Einingarsam-
taka Afríkurikja.
Geðveiki Bokassa var nú orðin svo
greinileg að Ijóst var að honum yrði
steypt úr stóli fyrr en síðar. Sam-
komulag varð í ágúst með þeim
Giscard d’Estaing Frakklandsfor-
seta, Senghor forseta Senegal,
Houphouet-Boigny forseta Filabeins-
strandarinnar, Mobuto forseta Zaire
og Bongo frá Gabon um að rétt væri
að grípa skjótt inn í gang mála.
Þjóðhöfðingjarnir voru sammála
um að heppilegra væri að hafa hönd i
bagga með því hver tæki við stjórnar-
taumunum í Mið-Afríkurikinu. Allir
óttuðust þeir að vinstrisinnuð samtök
mundu velta Bokassa og síðan setja
sína menn í valdastólinn.
Fyrir valinu varð David Dako sem
var forseti landsins árin I%0 til 1966
þegar Bokassa steypti honum af stóli.
Síðusui þrjú árin hcfur hann
verið cinn nánasti ráðgjafi Bokassa
um stjórn landsins l skoðúmun um
stjórn rikisins er hann íhaldssamur og
lítil eða engin hætta talin á að hann
muni valda Frökkum neinum vand-
ræðum með þvi til dæmis að raska
áætlunum þeirra um vinnslu úrans í
landinu.
Valdaránið var ákveðið þegar
Bokassa var hjá vini sínum Gaddaffi
i Libýu. Sá síðastnefndi hafði tvisvar
snúið Bokassa til múhameðstrúar
og auk þess veitt honum hernaðarað-
stoð. Franskir hermenn handtóku
hóp lýbískra hermanna i Mið-Afríku-
ríkinu.
Bokassa stóð nú uppi vegalaus eftir
að í Ijós kom að Frakkar mundu ekki
leyfa honum að setjast að þar í landi
á grundvelli fransks ríkisborgararétt-
ar. Fyrrum vinur hans, Gaddaffi, var
reiður honum vegna þess að hann var
enn einu sinni genginn af trúnni og
orðinn kristinn. Að lokum komst
hann til Fílabeinsstrandarinnar. Þar
er talið að hann verði um kyrrt þrátt
fyrir opinbera kröfu hinna nýju vald-
hafa i Mið-Afríkurikinu um að hann
verði framseldur.i hendur þeirra og
megi þola dóm fyrir glæpaverk sin.
Ekki þykir þó liklegt að hart verði
gengið fram i rannsókn á ferli fyrri
stjórnar. Dako, núverandi forseti,
var eins og áður sagði einn helzti ráð-
gjafi Bokassa síðustu þrjú árin. Sá
valdi sér líka sem varaforseta Henri
Maimou en hann var áður forsætis-
ráðherra Bokassa. Öllum er Ijóst að
þessir menn hafa ekki mikinn áhuga
á að farið sé ofan i saumana i hegðun
fyrri stjórnar.
Vinsældir þeirra eru heldur ekki
sagðar miklar meðal fólks i landinu
og verði getur að franskar hersveitir
muni brátt þurfa að hafa afskipti af
málum í Mið-Afríkuríkinu og að-
stoða Dako við að hanga við völd.
Helzta sveit andstæðinga Dako, hin
vinstrisinnaða þjóðfrelsishreyfing
undir forustu Abel Goumba, hefur
fordæmt það sem kallað er ,,hin nýja
nýlendustefna”. Verið getur að þessi
fordæming fái meiri hljómgrunn
meðal annarra Afríkuríkja en fyrri
afskipti Frakka i þessum heimshluta.
Kannski hafa þeir að lokum gengið
of langt i afskiptum sinum.
verkefni mætti fela þeim hæfustu
mönnurn sem við eigum kost á, ég
veit að við eigum menn sem hafa yndi
af þvi að leiða fólk að þeim unaðs-
lindum sem þeir njóta sjálfir á þessu
sviði. Hvilum þreyttu embættismenn-
ina í leit að aukatekjum. Ég þarf ekki
að taka fram að slíkar kynningar eiga
ekki að einskorðast við löngu liðin
tónskáld heldur á vitanlega að fjalla
hnitmiðað um list þeirra manna sem
reyna í tónum að túlka okkar eigin
tið, okkar sál. Á þvi sviði er reyndar
ýmislegt vel unnið í einstökum þátt-
um.
Það hljóta að vera margvislegar
leiðir færar til kynningar á sigildri
tónlist ef ekki dugir lengur að láta
hana bara tala sjálfa.
En við kynningar- og útbreiðslu-
starf verður að beita hugkvæmni el'
ekki er lengur hægt að bjóða þessari
þjóð athugasemdalaust verk sem
hafa lifað á eigin verðleikum, sum
öldum saman vegna þess að þau hafa
eitthvað að segja fólki svo brýnt að
breyttir timar og heimsmynd hafa
ekki fellt það úr gildi. Þar þarf líka
að koma til þekking og ást á verk-
efninu, og einlægur áhugi á hlust-
endum. Verstur er malandinn, þessi
húsplága fjölmiðla hér.
Blöðin eru full af poppfrekju og
glumrandakröfum, og ekki bætti úr
skák Hagvangsaðförin að menningu.
Hvers vegna er ekki gerð grein fyrir
því fyrst hvernig Hagvangur þessi
starfar, hvaða aðferðum hann beitir?
Nefndur Hagvangur virðist snið-
ganga þá sem leita þroska jafnframt
yndi i tónlist og með tónlist. Rikisút-
varpið á ekki að reka einsog þegar
alfonsar bjóða fram skækjur. Rikis-
útvarpið á að gegna menningarhlut-
verki, svo maður orði það eins
einfaldlega og sjálfgefið virðist.
Kjallarinn
ThorVilhjálmsson
Rikisútvarpið á ekki að vera óska-
lagasjálfsali og tímamorðingi. Ríkis-
útvarpið á ekki að leggja sitt til þess
að líf manna geti orðið uppblæstri að
bráð og eyðimörk. Herstjórnin í
Keflavik á ekki að stjórna Ríkisúl-
varpinu okkar með þeim hætti að
dagskrárgerðarmenn þess og um-
renningar menntaðir i fr.taverzlunum
og diskótekum reyni að spegla
erindisleysu hermannaútvarpsins i
Keflavik, afþreyingareymd þess,
sálarlausar dægurkitlur.
Vinsældafíknin og hugleysi stjórn-
mála- og embættismanna gagnvart
lágkúu setur æ meiri svip á fjöl-
miðla, og er þjóðplága. Og talsmenn
úr svefnskála tónlistardeildar biðja
ER OKUKENNSL-
ANABDALA?
Á tímum vélvæðingar er nauðsyn-
legt að gera sér góða grein fyrir þvi,
hvernig hægt sé að taka á móti auk-
inni umferð án þess að auka tiðni
umferðarslysa. Því hlýtur þróunin að
vera sú. að meiri og meiri kröfur
verði gerðar til þeirra sem sjá um
ökukennslu. löggæslu og prófdóm-
ara.
Auktn fræðsla og góð ökukennsla
hlýtur að skapa betri og öruggari um-
ferð og þá sérstaklega þar sem þétt-
býlt er, en þar virðast umferðarslysin
vera einna mest.
Vegna fjölgunar á ökukennurum
er nú svo komið að þeir sem nýir eru i
ökukennslunni og að öllu leyti óvanir
ökukennslu neyta allra bragða með
alls konar auglýsingum og gylliboðum
til þess að fá nemendur, ég vil vara
alvarlega við svona auglýsingum.
Kostnaður við ökukennslu hefur
verið sá sami allt frá árinu 1955 er ég
byrjaði að kenna á bifreið, en það eru
um það bil hálfsmánaðarlaun á
hinum almenna vinnumarkaði,
einstaka nemendur geta tekið færri
tima og aðrir fleiri. Sviar segja einn
tími á hvert aldursár, þetta er nærri
sanni.
Ég vi) leiðrétta þann ntisskilning
sem sumir halda að það sé einhver
lágmarkstími til í ökukennslu. Öku-
ke(nnari fer með nemandann strax í
prófið, þegar hann er talinn hæfur til
þess. Hitt er annað mál að 6 til 8 tima
æfing á bifreiðina er engin öku-
kennsla, sem gæti komið nemendum
i koll síðar meir. Þótt sumum finnist
ökukennslan dýr, er enn dýrara og
um leið hörmulegra að geta ekki haft
það vald á bifreiðinni sem umferðin
krefst af hverjum og einum, þess
vegna er rétt að hafa í huga að sparn-
aður um 3 til 4 tima hjá ökukennara
getur orðið dýr.
Ég vil benda á það, að þótt bifreið-
um hafi fjölgað i tugi þúsunda frá því
1955 hefur timum i ökukennslu ekki
fjölgað, sem maður skyldi nú ætla,
en það er vegna ökuskólanna. Öku-
skólarnir hafa tekið að sér alla
fræðslu i umferðarlögum og reglu-
gerðum, ökukennarinn æfir nemand-
ann á bifreiðina og sýnir honum
-
Kjallarinn
GuðmundurG.
Pétursson
hvernig hann á að notfæra sér í akstri
þá umferðarfræðslu sem hann naut i
ökuskólunum. Markmið ökukennar-
ans er að kenna að aka bifreið og á
nemandi að próft loknu að geta ekið
bifreið slysalaust og um leið haft
nokkuð gott vald á bifreiðinni.
Vangaveltur koma fram í huga
manns þegar ökukennarar eru farnir
að kenna nemendum á bifreið inni i
stofu án nokkurra tækja.
Hvað þýðir það,
að kunna að
aka bifreið?
Kann nemandi sem gefur skriflega
lýsingu á akstri að aka bifreið?
Kann nemandi að aka bifreið, ef
hann getur sagt frá ökuferð? Kann
nemandi að aka bifreið, ef hann
getur sýnt akstur? Kann nentandi að
aka bifreið, ef hann hefur gott vald á
bifreiðinni? Þessar og fleiri spurn-
ingar koma í huga manns þegar
einstakir ökukennarar geta farið nreð
nemendur i ökupróf eftir 6 til 8 tima
'ikukennslu. Ökukennsla, æfing og
ujálfun er það eina sem gildir til þess
■ ð verða góður bifreiðastjóri.
Það er sorgleg staðreynd, að marg-
ir nemendur reyna að komast i
gcgnum ökuprófið á sem einfald-
astan og ódýrastan hátt og eingöngu
er hugsað um að fá ökuskirteinið.
Þcssir ökumenn vcrða yfirleit' ielegir
bifreiðastjórar. Þeir liafa ckki lært
tillitssemi eða umgeng" .vcnjur
bifreiðastjórans. Hæt er \ ið að
þcssir ökumenn vilji göslast áfrant í
umfcrðinni sem blindir væru. Slikir
ökumenn verða ávallt hættulegir í
hinni almennu umferð, sökum kunn-
áttu- og reynsluleysis. Það er von
allra sem vinna að umferðarmálum,
að umferðin geti gengið slysalaust. Ef
slíkt á að takast, þá þarf að koma til
meiri og betri fræðsla fyrir þá, sem
ætla að aka bifreið. Það hlýtur að
vera eitt af aðalsmerkjum góðs öku-
manns að læra umferðarlög og
reglugerðir, kunna að nota þau í um-
ferð, aka vel og taka tillit til annarra i
umferðinni, að vera ábyrgur gjörða
sinna.
Lærður, vanur og góður öku-
maður hefur mestan möguleika á að
aka heilunt vagni heim.
(íuðm. G. Pétursson
ökukennari
„Þaö er sorgleg staðreynd aö margir
^ nemendur reyna aö komast í gegnum
ökuprófið á sem einfaldastan og ódýrastan
hátt og eingöngu er hugsaó um aö fá ökuskír-
teinió.”
\
velvirðingar á því að þeir spili perlur
tónmennta. Einn þeirra skýrði i kjöl-
far Hagvangstalnaáhlaupsins hvers
vegna flutt væru hin dýru verk
höfuðsmiða frá liðnum öldum þau
sem flokka má með vissum rétti sem
kirkjutónlist, og er þar væntanlega
átt við h-moll messuna eftir Bach,
Missa solemnis eflir Beethoven, og
Requiem Mozarts svo það alfrægasta
sé nefnt. Og skýringin á þvi hvers
vegna þeir leyfðu sér þá ögrun var sú
hve fjölmennt lið syngi í kirkjum
landsins. Við þeirri röksemd verður
litið um varnir hjá Hagvangi, cnda
verður það ekki hrakið tölum að
fólkið er margt, og raunar upplýst að
væri fimm þúsund í þessum ágætu
kirkjukórum að syngja:
Þótt kóngar fylgdust allir að
með auð og veldi háu,
þcir megnuðu 'ei
hið minnsta blað
að mynda á blómi smáu.
Nú er sízt ætlunin að gera litið úr
þeim sem syngja i kirkjukórum með
þessum orðum; en skyldi ekki geta
fundizt önnur réttlæting þess að
bjóða íslendingum einsog öðrum að
hlusta á margfrægum öldum Ijósvak-
ans á það sem er dýrast í arft manns-
andans á þessu sviði.
Eru ekki allir tónlistarskplar á
landinu fullir? Fjölgar ekki skólun-
um lika? Um allar jarðir í bæjum
þorpum og i sveitum kemur fólk
saman til að iðka tónlist. Viða fer
fólk um langan veg í misjöfnum
veðrum til að leita sér yndis við söng
og hljóðfæræslátt, og takast iðulega á
við kröfuhörð verkefni undir forystu
ræktunarmanna. Það gildir vitanlega
um kirkjukóra sem aðra aðleggjasig
fram við að flytja okkur sigild verk
sem og samtímans einsog þegar
kirkjukór Langholts flutti undir
stjórn Jóns Stefánssonar með
ágætum Missa Criolla frá Argentínu.
Af hverju spyr Hagvangur ekki þetta
fólk hvort ekki megi leyfast vönduð
tónlist i útvarpi? Af hverju spyr Hag-
vangur aldrei það fólk sem sækir sin-
fóniuhljómleika? F.ða fólk sem sækir
hljómleika tónlistarfélaga eða ein-
staklinga um allt land? Krakkarnir
hennar Þorgerðar úr Hamrahliðar-
kórnum, lendir Hagvangur aldrei i
strætisvagni með svoleiðis fólki?
Hvert ler Hagvangur margnefndur
eiginlega til þess að heyja sér for-
sendur þess sem hann býr i hendur
skrumara sem vinna sér til stundar-
gengis að grafa undan menningu
þjóðarinnar?
Til að forðast allan misskilning i
landi útúrsnúninga skal þess getið að
ég geri sömu kröfur í sambandi við
jazz að þar sé vandað valið, einsog á
annarri tónlist. Sem betur fer hefur
verið kostur á ágætu efni á þvi sviði í
einstökum þáttum svo sem áratugum
saman hjá Jóni Múla, og i seinni tið
hjá Gérard Chinotti. En popp, — jú,
jú, ókei. En það þarf að vanda það.
Og fara þá ekki alfarið einsog stjórn-
málamenn segja þegar þeir taka á
honum stóra sinum í málvöndun eftir
vinsældalistunum frá Bretlandi eða
Ameríku úr viðskiptaheiminum,
Hagvangsklikusmekk.
Allir vita hve miklu fúsari nöldur-
seggir og gasprarar eru að gefa sig
fram við fjölmiðla með álit og kröf-
ur, og löngufn nafnlaust, heldur cn
hinir sem vilja vanda val. Fjölmiðla-
terróristar æpa listasnobb listasnobb,
og miða að þvi að innræta þjóðinni
að öll þroskaleit sé af hinu illa og
uppskafningsháttur. Og það sem
skilji eilthvað eftir hljóti að vera
leiðinlegt. Hvar væri þessi þjóð : tödd
ef þetta viðhorf hefði almennt ráðið?
Hvernig væri að lýsa upp þennan
fjölnefnda Hagvang, að hann kæmi
fram í dagsbirtuna og legði spil sín á
borðið. Má kannski spyrja einsog
gert var um frægðarpersónuna The
Scarlet Pimpernel sem á íslemku
nefnist Rauða Akurliljan:
Is he in heaven is he in hell
that darned elusive pirrtpernel?
Fhor Vilhjálmsson
Jb „ ... Ríkisútvarpiö á ekki aö vera óska-
^ iagasjálfsali og tímamoröingi. Ríkisút-
varpiö á ekki að leggja sitt til þess að líf manna
geti oröiö uppblæstri aö bráö og eyöimörk.”