Dagblaðið - 08.10.1979, Síða 18
18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Danmörku.
AtliÞór
hættir í
Danmörku
og væntanlegur heim
Atli Þór Héðinsson, landsliðsmaður-
inn kunni í KR hcr á árum áður, mun ef
að likum lætur leika hér heima á
íslandi næsta leiktímabil. Hann hefur
lokið námi sínu sem kjötiðnaðarmaður
i Danmörku. Jafnframt náminu lék
hann fyrst hjá Holbæk en gerðist siðan
atvinnumaður hjá Herfölge, sem þá var
í þriðju deild i Danmörku. Herfölgc
vann sig upp í 2. deild haustið 1978 og
er nú um miðja deild í annarri deild-
inni.
Það var eflir leik Holbæk og Her-
fölge fyrir nokkrum dögum, sem Atli
Þór bað forráðamenn Herfölge að
leysa sig frá samningi við félagið í
haust. Frá þessu var skýrt í danska
Dagblaðinu og þess jafnframt getið, að
hin venjulegu félagaskipti hefðu ekki
legið að baki. Atli hafi lokið námi sínu
við „slagteriskolen” I Ringsted og vilji
nú halda heim til Islands þrátt fyrir að
hann skrifaði undir nýjan samning við
Herfölge. Hann hefur verið fasta-
maður í liðinu siðustu tvö leiktímabilin
og cinn af markhæstu leikmönnum
þess bæði árin.
30 slösuðust
íRotherham
Þrjátíu áhorfcndur á leik Rotherham
og Sheffield United á laugardag
slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús,
þegar veggur féll niður á leikvellinum.
Margir fótbrotnuðu og einn maður
slasaðist illa á brjósti. Mikill fjöldi
áhorfenda fylgdist með viðureign þess-
ara Yorkshire-liða í 3. deild — en
Rotherham er borg skammt frá Shef-
field. Sheff. Utd. hefur forustu í 3.
deild — Rotherham í öðru sæli.
íþróttir
Engin ákvörðun
með gervigras
— en Ellert B. Schram
falið að athuga málið
hjá ðEFA og FIFA
Á fundi Iþróttaráðs Reykjavikur á
föstudag var rætt um gervigras á Laug-
ardalsvöll og fleira. Engin ákvörðun
var tekin í málinu en Ellert B. Schram,
formanni Knattspymusambands
íslands, var falið að kynna sér hvort
einhverjir möguleikar væru á þvi að
UEFA og FIFA myndu viðurkenna
stærri leiki á gervigrasi.
Þess má geta, að þegar hafa verið
gcrðar teikningar að stúku við cfsta
völlinn í Laugardalnum — stúku að
sunnanveröu við völlinn beint fyrir
neðan Laugardalshöllina. Áætlaður
kostnaður við stúkugerðina er 200
miiljónir króna — og virðist það ágæt
lausn mála í Laugardalnum.
Víkingur Reykjavíkurméi
eftir hörkuleik við Valsn
—Víkingur sigraði Val 21-19 í bráðskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni
„Auðvitað er ég himinlifandi með
sigurinn en þetta var erfiður leikur eins
og allir úrslitaleikir,” sagði þjálfari
Víkings, Bogdan Kowalczyk, eftir að
menn hans höfðu lagt Val að velli 21—
19 í æsispennandi leik í Laugardalshöll-
inni i úrslitaleik Reykjavíkurmótsins i
handknattleik í gærkvöldi „Við erum í
mjög góðu líkamlegu ástandi eins og er
en það komu fram veilur í teknisku
hliðinni á leik okkar. Við höfum
mánuð til að fínpússa leikkerfin og þá
erum við tilbúnir í slaginn."
„Við töpuðum þessum leik fyrst og
fremst á því að nýta ekki tækifærin,
sem við fengum í leiknum. A.m.k. ein
fimm dauðafæri fóru forgörðum í
þessum leik — það gerði útslagið”,
sagði Hilmar Björnsson, þjálfari Vals,
og bætti siðan við: „Þetta var leikur,
sem við þurftum alls ekki að tapa”.
Vafalitið má finna margt að i leik
þesvira liða, Vikings og Vals, en það
verður ekki aftur tekið að leikurinn i
gær bauð upp á mikla spennu. Harkan
í honum var þó á köflum allt of mikil
og leyfðu dómararnir leikmönnum að
komast upp með brot, sem undir venju-
legum kringumstæðum hefðu verð-
skuldað brottvikningu af leikvelli.
Hvorugur aðilinn vildi gefa tommu
eftir og því hlaut útkoman að verða
harður leikur, sem og raunin varð á.
Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sina í
Höllina i gær og greinilegt er nú að
mun fleiri sækja haustleikina en á und-
anförnum árum og er það visir að betri
tíð hjá handknattleiknum. En vindum
okkur að leiknum sjálfum.
Liðin voru geysilega jöfn framan af i
leiknum og eftir 10 mín. leik var staðan
4—4. Víkingar tóku þá mikinn kipp og
skoruðu næstu 4 mörk og breyttu stöð-
unni í 8—4 þegar fyrri hálfleikurinn var
hálfnaður. Á þessum tíma virtist svo
sem Víkingar myndu kafsigla Vals-
menn og því til stuðnings má benda á
að markvarzla Brynjars Kvaran var í
molum framan af. Hann tók á sig rögg
og fór að verja og um leið tóku Vals-
menn að saxa á forskot Vikinganna.
Þeim tókst að skora næstu þrjú
mörkin og í hálfleik var jafnt 9—9.
í þessum hálfleik misnotaði Gunnar
Lúðvíksson tvö upplögð færi á kritísk-
um augnablikum en Valsmenn fengu
byr undir báða vængi þegar Þorbergi
Aðalsteinssyni var vikið af leikvelli i 2.
mín. örfáum sekúndum fyrir leikhlé.
Valsmenn hófu því síðari hálfleikinn
manni fleiri og komust i fyrsta skipti
yfir í leiknum, 10—9, er Þorbjörn Jens-
son skoraði. KomaÞorbjarnar í vörnina
um miðjan fyrri hálfleikinn gcrbreytti
henni til hins betra. Sterkur varnar-
maður með afbrigðum. Valur leiddi
aftur 11 — lOen síðan jöfnuðu Víkingar
og tókst að síga framúr. Aldrei skildu
þó meira en tvö mörk liðin að. Bæði
liðin sýndu stórskemmtileg tilþrif á
köflum og voru sum markanna hrein-
asta gull. Efst í huganum er mark
Bjarna Guðmundssonar undir lok
leiksins.Valsmenn voru þá manni færri
og höfðu misst tvo menn út af i röð.
Þegar tæpar þrjár minútur lifðu af
leiknum tóku Vikingarnir það til
bragðs að taka Stefán Gunnarsson úr
umferð. Það var sterkur leikur þvi|
Tveimur vikið af leik-
velli og Grambke tapaði
— Dankersen sigraði Göppingen á heimavelli
„Þctta var þokkalegur leikur og
sigur Dankersen nokkuð öruggur þó
aðeins tveggja marka munur væri i
lokin," sagði Axel Axelsson, þegar DB
ræddi við hann i morgun. Á laugardag
lék Dankersen við Göppingen á heima-
velli sínum í Minden i vestur-þýzku
Bundeslígunni i handknattleiknum
Dankersen vann 18—16.
Axel skoraði þrjú af mörkum
Dankersen, eitt víti, en markhæstur var
Seehase, leikmaður, sem Dankersen
tékk frá Berlín, með níu mörk.
Nokkuð góður vinstri handar leik-
maður. Jón Pétur Jónsson lék ekki
með Dankersen en hins vegar í varalið-
inu gegn Spenge og var sá leikur einnig
i Minden — í 2. deild Spenge sigraði
með 21 — 16 ,,og Ágúst Svavarsson lék
þar aðalhlutverkið. Var allt í öllu hjá
Spenge og skoraði ein 10 eða 11
mörk,” sagði Axel. Jón Pétur skoraði
fimm mörk fyrir Dankersen.
- Þeir Björgvin Björgvinsson og
Gunnar Einarsson lentu í hörkuleik
með Grambke, Bremen, í Húttenberg.
Grambke hafði yfir framan af en síðan.
jafnaðist leikurinn. Húttenberg jafnaði
i 15—15 og Grambke skoraði siðan
mark, sem dæmt var af. Við það reidd-
ist markaskorarjnn og var umsvifalaust
rekinn af velli — og rétt á eftir var
annar leikmaður Grambke rekinn af
velli. Fjórir útispilarar Grambke og
þeim tókst ekki að standa i leikmönn-
um Húttenberg. Úrslit 18—16 fyrir
heintaliðið. Þeir Gunnar og Björgvin
skoruðu þrjú mörk hvor í leiknum —
en Gunnar meiddist á læri og gat lítið
leikið með i síðari hálfleiknum.
Grosswallstadt sigraði Nettelstedt i
umferðinni um helgina með 25—P og
er í efsta sæti í Bundeslígunni. Hefur
hlotið 12 stig úr sex leikjum. Unnið alla'
leiki sína. Milbertshofen er i öðru sæti|
með átta stig úr fimm leikjum.
Gummersbach hefur sex stig úr fimm
leikjum. Dankersen er einnig með sex
stig en hefur leikið sex leiki. Grambke
er með fjögur stig úr fimm leikjunt.
Úlfar Þórðarson, formaður ÍBR, afhendir Páli Björgvinssyni, fyrirliða Vikings, verðlaunabikarinn.
Stefán hafði öðrum fremur haldið spili
Valsmanna gangandi. Valsmenn settu
þá Steindór á Pál Björgvinsson í stað-
inn en það kom ekki eins að sök.
Víkingsliðið er skipað liprari leikmönn-
um og þeir náðu að rífa sig lausa og
teygja á vörninni. Þegar rúm hálf min-
úta var til leiksloka braut Páll
Björgvinsson illa á Birni Björnssyni og
var vikið af leikvelli í 2 mín. Stefán
Halldórsson, sem annars var lítt áber-
andi i leiknum, skoraði af öryggi úr
vítakastinu og munurinn aðeins eitt
mark, 20—19. Valsmenn léku maður á
mann undir lokin með takmörkuðum
árangri og þegar örfáar sekúndur voru
til leiksloka náði Sigurður Gunnarsson
að rífa sig lausan og skora fallega úr
horninu. Sigur Víkings endanlega í
höfn og fjölmargir stuðningsmenn liðs-
ins fögnuðu ákaft.
Þrátt fyrir þennan sigur Vikings voru
liðin ákaflega jöfn allan tímann. 1
rauninni stóð enginn einn leikmaður
upp úr í leiknum. Erlendur Hermanns-
son, Sigurður Gunnarsson og Páll
Björgvinsson ásamt Þorbergi Aðal-
steinssyni áttu allir góðan leik — Þor-
bergur þó sérstaklega í vörninni. Árni
Indriðason stóð sig með miklum ágæt-
um en mætti að ósekju slaka aðeins á
hörkunni, sem stundum var of mikil.
Jens varði ágætlega í markinu en
kollegi hans í marki Vals stóð sig þvi
betur ef á heildina er litið. Þessi sigur
Vikings i gærkvöld færði Jens sinn
fyrsta titil um ævina. Hann lék lengi
með ÍR og hlaut aldrei nein verðlaun en
nú strax i fyrsta mótinu með Víkingi
fær hann sigurverðlaun.
Valsmenn léku mikið upp á það að
„klippa síðasta hlekkinn i sóknarflétt-
um Vikings af” og tókst það bærilega
oft á tiðum. Það voru hins vegar ein-
vígin „maður gegn manni” i leiknum
sem Vikingarnir flutu á. Leikmennirnir
virkuðu i heild sterkari þegar út i slíka
aðstöðu var komið. Þrátt fyrir sigurinn
virkaði sóknarleikur Vikings dálitið
einhæfur á köflum en það á vafalítið
eftir að lagast þegar leikmennirnir ná
betri tökum á leikkerfunum.
Sóknarleikur Vals var ekki alltaf
sannfærandi i leiknum og menn eins og
t.d. Stefán Halldórsson sást ekki nema
i vítaköstunum. Gunnar lét verja allt of
oft frá sér í horninu og það var helst
Þorbjörn Guðmundsson, sem eitthvað
verulega kvað að. Steindór var fastur
fyrir í vörninni en líkt og Árni. mætti
DB-mynd Bjarnleifur.