Dagblaðið - 08.10.1979, Page 32
32
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
Jheri Redding KLAPPARSTÍG 29
Hárlitun
einu sinni,
tvisvar sinn-
um og þrisv-
ar sinnum og
alltaf verður
hárið betra
og betra,
nœringarríkara
og glans-
meira.
Hárgreiðslustofan Klapparstíg 29
Símapantanir 13010
AUTOBIANCHI
Vorum að fá þennan einstaka bil i sölu: Autobianchi A112 ELEG árj>. '78,
aöeins ekinn 19 þús. km, sem nýr. Ótrúlega sparneytinn smábill en þó
rúmgóður að innan. Vetrardekk. Til sýnis á staðnum. Góð endursala.
BILAKAUjP
mmiiiViiuiiii
iiiiílllliunl llíilllimillllll 111 11 iTI i::" HII ÍTl l!u I 11 lil; |7| I UÍTi!! ÍT! tllTilllliílÍMiumíilítil
■ SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030
Quelle
Stærstu póstverslun í Evrópu
heim til þín
HAUST
VETUR,
1979/jp
Höfum opnad áigrÆyM
að Rnrnartiini6flA<ÉSB5fc.-
Sími 21720jf .JaemíF'
Opið kl 5./*t#M**r*'
Vinsamlegast klippið þennan hluta frá auglýsingunni og sendið okkur ásamt
kr. 4.000.- ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlista haust/vetur ’79-’80.
Greiðslu er best að inna af hendi með því að greiða inn á póstgíróreikning
okkar nr. 15600 eða senda ávísun með afklippunni til:
Oue//e-umboðið. Pósthólf 39, 230 Njarðvík. Sími 92-3576.
nafn sendanda
heimilisfang
Greiösla:
□ Av. meðfylgjandi
□ Gíró nr. 15600
□ Póstkrafa + kostn.
. Vinsamlegast krossið
við réttan reit.
sveitarfélag
póstnúmer
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1979.
0LIVÍA MED KELLY
Á HVÍTA TJALDINU
Gamli góði Gene Kelly er
ekki af baki dottinn. Þessi
söngvari og dansari fimmta
áratugsins er enn að nýju að
hefja leik í söngvamynd og
mótleikarinn er ekki neinn
aukvisi. Diskódrottningin
Olivia Newton-John er sú sem
fær það hlutverk að dansa á
móti Gene.
Upptökur á myndinni, sem
bera á nafnið Xandu, eru um
það bil að hefjast. Olivía segist
kvíða alveg agalega fyrir.
„Þegar ég var krakki horfði
ég á Gene í myndum. En mig
dreymdi aldrei um að reyna að
dansa eins vel og hann. Eg
bara vona að ég geti gert það
núna, "sagði hún hóg\’œr.
Kelly, sem orðinn er 67 ára,
er ennþá mjög myndarlegur og
unglegur I öllum hreyfingum.
Hann segist engu kvíða með
myndina svo óþarf sé fyrir
Olivíu að hafa þessar áhyggj-
ur. í myndinni dansa þau
saman eitt langt dansatriði sem
vara á einar fimm mínútur.
Davíð Kennedy í dópinu
/ meðferö eftir langa leit
David Kennedy, sem lengi hefur
verið svarti sauðurinn í fjölskyldunni,
er enn kominn á síður dagblaðanna.
Davið, sem er sonur Róberts heitins,
var drifinn á spítala á dögunum, fár-
veikur af eftirköstum eiturlyfja.
Þegar Davið loksins fannst til þess að
setja hann á spitalann hafði hann verið
á flótta undan fjölskyldu sinni í hálfan
annan sólarhring. Kennedyfjölskyldan
hefur lengi reynt að breiða yfir eitur-
lyfjaneyzlu Davíðs, iem er 24 ára, en
upp um hana komst nýlega er hann
lenti í höndum lögreglu á hóteli þar sem
hann var að reyna að kaupa heróin.
Þá var Davíð þegar settur í meðferð
en strauk og mikil leit hófst að honum.
Á endanum var það þó hann sem gaf
sig fram og féllst á að halda meðferð-
inni áfram. Lögreglan hefur sótt um
leyfi læknanna á spítalanum þar sem
Davíð dvelur til þess að yfirheyra hann
nánar um eiturlyfjakaupin á hótelinu
en ekki hefur verið veitt leyft til þess
ennþá.
Þessi atburður kemur á allra versta
tíma fyrir Edward, frænda Davíðs. Allt
þykir nú benda til þess að Edward
hyggist keppa að því að verða næsti
forseti Bandaríkjanna. Hann hefur
nægilegt hneyksli á bakinu þar sem er
hið tíu ára gamla Chappaquiddick-slys,
auk vandræðanna við að koma sér
saman við konuna sina, þó þetta bætt-
ist ekki við.
Bretland:
KYN-
FRÆÐSLU-
BÓK
VELDUR
DEILU
Það gengur ekki átakalaust að
fræða æsku heimsins um tilurð henn-
ar sjálfrar, sem sé kynferðismál. Ný-
lega kom út i Bretlandi bók sem hefur
fengið lækna til þess að risa upp og
skammast.
Knöw Your Rights heitir bókin
sem umtalinu veldur og er sögð vera
til leiðbeiningar um kynferðislíf og
-lög. Kaflinn sem umtalinu veldurerí
raun aðeins ein setning: „Læknar eru
hvattir til þess af heilbrigðisráðuneyt-
inu að veita stúlkum undir lögaldri
kynfræðslu og getnaðarvarnir án
þess að segja foreldrum stúlknanna
frá því, óski þær þess.” Heilbrigðis-
ráðuneytið segist aldrei hafa ráðlagt
nokkuð I þessa veru.
Aftur á móti sé læknum ráðlagt að
skrifa upp á getnaðarvarnir fyrir
stúlkur undir lögaldri ef þungun er
óæskileg fyrir heilsu þeirra. Jafn-
framt eiga þá læknarnir að láta for-
eldra stúlknanna vita.
Bflstjóri húsbænda
og hjúa genginn út
Christopher Beeney sem hefur fengizt nokkuð við að
við munum eftir sem bílstjór- leika.
anum og þjóninum Edward úr Beeney, sem er 38 ára, tók
Húsbændum og hjúum gekk í vel niður fyrir sig í aldri því
það heilaga á dögunum. brúðurin er aðeins 24 ára. Þau
kynntust fyrir þrem árum er
Brúður hans var söngkonan þau léku saman i söngleiknum
Diena Kirkwood sem einnig Alladín á sviði ILundúnum.