Dagblaðið - 03.11.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.11.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979. Útgefandi: Dagblaöifl hf. Framkv»mdastjóii: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. RftstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdkmarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: HaRur Sfmonarson. Menning: Aflabteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Rúnar HaNdórsson, AtJi Steinarsson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, EUn Aft>ertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geksson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Ljósmyndir: Ami Páil Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörflur VHhjálmsson, Ragnar Th. Sig- urflsson, Sveinn Þormófleson. SkrHstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Práinn PorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E. M. Haftdórsson. Ritstjóm Slflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeHd, auglýsingar og skrHstofur Pverhohi 11. Aflalsfmi blafleins er 27022 (10 ilnur) Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúta 12. Mynda- og plötugerfl: HHmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Arvakur hf., SkeHunni 10. Askriftarverfl á mánufli kr. 4000. Verfl í lausasölu kr. 200 ekitakifl. Innihaldslaus jáyrði? Samtök fatlaðra hafa beint spurning- um til stjórnmálaflokkanna og æskja svars fyrir tíunda nóvember, væntan- lega til þess að hafa megi einhverja hlið- sjón af, þegar gengið verður til kosninga. Samtökin benda á, að 30—40 þúsund íslendingar eru fatlaðir í einhverjum mæli og gæti kjósendahópur fatlaðra komið tíu mönnum á þing, ef hann stæði saman um framboð. Ekki þarf lengi að skoða aðstæður fatlaðra hér á landi til að sjá, að stjórnmálaflokkarnir hafa, allir sem einn, lítið sem ekkert gert fyrir þetta fólk. Menn skyldu hafa það hugfast, þegar einhver pólitíkusinn stígur næst fram í sviðsljósið og gumar af afrekum flokks síns á því sviði. Aðstæður fatlaðs fólks eru þjóðfélag- inu til skammar. Það er sæmileg hugmynd að ýta við stjórnmála- mönnum rétt fyrir kosningar. Vænta má, að þeir keppist um að lýsa einstakri vel- vild sinni í garð þessa afskipta þjóðfélagshóps. Vænta má, að loforðin láti ekki á sér standa. En hvers virði eru kosningaloforð flokkanna, og er þá enginn þeirra undan skilinn? Auðvitað harla lítils virði. í spurningalistanum, sem Samtök fatlaðra hafa sent flokkunum, er fyrst fjallað um þátttöku fatlaðra í stjórnmálum. „Telur flokkurinn, að fatlaðir eigi að njóta sama réttar og aðrir til þátttöku í almennri stjórnmálastarf- semi?” er spurt. ,,Eiga fatlaðir að hafa sama rétt og aðrir til setu á alþingi íslendinga og til annarra starfa á vegum þingsins? Mun flokkurinn beita sér fyrir því, að þinghúsinu og öðrum húsakynnum alþingis verði breytt þannig án tafar, að jafnrétti verði framkvæman- legt? Eiga fatlaðir að hafa sama rétt og aðrir til þess að gegna forsetastarfi, ráðherrastörfum og annarri vinnu á vegum æðstu stofnana íslenzka ríkisins?. . . Eiga fatlaðir að hafa sama rétt og aðrir til þátttöku í sveitar- stjórnarmálum. . . ?” Þannig spyrja þeir. Hverju munu stjórnmálamennirnir svara? Auðvitað með hverju jáyrðinu á fætur öðru. Því miður verður að óttast, að öll þau jáyrði reynist innihaldslaus. Flestir stjórnmálamennirnir hafa einhvern tíma á ferli sínum talið sig 'æra í þeirri stöðu, að rétt væri að mæla fyrir auknum réttindum fatlaðra. En eftir þá liggja ekki verk, sem tala. Vafalaust mun stjórnmálamönnum virðast einfalt að lýsa enn einu sinni yfir, að auðvitað eigi fatlaðir jafnan rétt við aðra þjóðfélagsþegna. En þegar um ræðir val manna í framboð til ýmissa starfa er ekki ýkja líklegt, að ráðandi öfl veiti fötluðum þann rétt, sem þeir æskja. Meðal annarra spurninga Samtaka fatlaðra er þessi: ,,Mun flokkurinn beita sér fyrir því þegar á næsta þingi, að sett verði lög, sem tryggi aðgengi og starfs- aðstöðu fatlaðra í húsakynnum, sem fyrir eru i landinu, þar á meðal íbúðarhúsum, skólum, vinnu- stöðum, verzlunarhúsum, samkomuhúsum og öðrum þeim stofnunum, sem eru forsenda eðlilegs mannlífs?” Gjaldi stjórnmálaforingjarnir jáyrði við þessari spurningu, geta landsmenn á næsta þingtímabili sem hægast fylgzt með, hverjar efndirnar verða. Fáir munu andmæla þessum réttmætu óskum. Flestir heilbrigðir landsmenn munu samþykkja, að leggja beri í nauðsynlegan tilkostnað til að skapa slíkar forsendur eðlilegs mannlífs. Sýrland: Assad traustur í sessi þrátt fyr- /r moröölduna Dag einn fyrir nærri hálfum mánuði var maður nokkur á gangi við helzta gullmarkaðinn í Damaskus í Sýrlandi. Skyndilega gekk þessi sami maður að Mercedes Benz bifreið sem fór um götuna og kastaði inn í hana handspiengju. Ekki lét hann þar við sitja heldur skaut á mennina fimm sem í bifreiðinni voru með vél- byssu. Að þessu loknu hvarf hann í manngrúann. Fórnardýrin fimm störfuðu fyrir leynilögreglu sýrlenzku stjórn- arinnar. I*egar liðsauki frá henni kom á vettvang eftir nokkra stund var þeim mætt af mönnum sem stóðu á þökum nærliggjandi húsa og létu vélbyssuhríðina bylja á leynilög- reglunni. Allir tilræðismennirnir komust undan. Vitað er með vissu, þó sýrlenzka stjórnin hafi ekki viljað staðfesta fregnina, að ekki l'ærri en níu manns féllu í skothriðinni og sprengingun- um. Atburðufinn, sem að ofan greinir, var aðeins cinn af mörgum á síðustu mánuðum af sama tagi. Þarna var um að ræða deilur milli trúflokka og vitað er með vissu að rúmlega tvö hundruð Sýrlendingar hafa fallið af þessum sökum siðan i apríl síðast- liðnum. Morð vegna deilna trúflokka hófust fyrir nokkrum árum og hafa verið svo tið nokkra síðustu mánuði að tveir til þnr hafa fallið á viku hverri. Upphaflega var aðallega um að ræða að fólk af trúflokki alawita yrði fyrir barðinu á laun- morðingjum. Alawitar eru minni- hlutaflokkur múhameðstrúarmanna en Hafes al-Assad forseti Sýrlands cr af þessum trúflokki. Nú, síðustu mánuði og vikur, hafa launmorðingjarnir snúið sér að leyni- lögreglu forsetans. Lögrcglan hefur átt í miklurn erfiðleikum við að upplýsa morðin vegna þess að alls ekki er ljóst hverjir það eru sem fremja þau. Talið er þó að þeir séu af sunna trú- flokknum en meirihluti Sýrlendinga er af honum. Ekki er þó talið að höfuðástæðan fyrir morðunum séu deilur eða ofstæki i trúmálum. Líklegra er að þarna séu menn sem andvigir séu stjórn Assads og þó sér- staklega þeim forréttindum sem menn af alawitatrútlokknum njóta. Þeir eru i minnihluta meðal Sýr- lendinga einsog áður sagði. Heimsathygli vakti er sextiu hcr- skólapiltar voru ráðnir af dögum i borginni Aleppo í júní síðastliðnum. Aleppo er næststærsta borg landsins og ríkisstjórnin sakaði félaga i sam tökum sem nefna sig bræðralag múhameðstrúarmanna um að hafa staðið að morðunum. Nokkrir félagar úr hreyfingu sem kallar sig ungliða múhameðs voru hand- teknir vegna morða sem voru framin á síðastliðnu vori. Sumir lclja að Ijóst sé að morðaldan sem gengur nú yfir Sýrland sé ekki neinum einum flokki manna að kenna. Óöldin hefur ekki aðcins staðið i Damaskus heldur hefur cinnig breiðst út um landið. Aðeins tveim dögum eftir að leynilögreglumennirnir voru myrtir i bifreiðinni við gull- markaðinn i Damaskus brutusl út óeirðir í Aleppo. Orsökin var að sonur trúarleiðtoga af sunna- flokknum var handtekinn. Faðirinn hafði áður verið settur undir lás og slá. Samkvæmt öruggum heimildum i höfuðborginni féllu í það minnsta fimmtán manns i óeirðunum, þar á meðal nokkrir lögreglumcnn, og á þriðja tug manna slasaðist. Hingað til er ekki hægt að segja að morðaldan hafi veikt stjórn Assads í sessi. Stjórn hans hefur staðið í níu ár rétt tæp en hann kontst til valda i friðsamlegri byltingu. Herinn í Sýrlandi hefur unt það bil fjórðung ntilljónar innan sinna vébanda. Hann er helzta stoð Assads og ekki hefur þcss orðið vart að hcrshöfðingjarnir væru orðnir neilt órólegir þrátt fyrir að suniir hinna föllnu hafi verið hermcnn af alawita trúflokknum. Ekki er hcldur talið að trúardeilur á milli sunna og alawita séu eins djúpstæðar i Sýr- landi og í nágrannalandinu Líbanon en þar er allt i báli og brandi vegna slíkra deilna. Þó er talið að morðald- an hafi dregið nokkuð úr samskipt- um fólksaf trúflokkunum tveim. Nokkrir hermenn af alawitatrú- Assad er áhrifaríkur meðal arahaleiðtuga og er styrkasti leiðtogi þeirra sem eru andvigir friðaraðgerðum Sadats Egypta- landsforseta gagnvart ísrael. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979. flokknum hafa gripið til þess ráðs að senda fjölskyldur sínar heim til hafnarborgarinnar Latakia, sem er höfuðvígi þeirra. Aðrir trúbræður þeirra í höfuðborginni hafa hætt að stunda opinbert samkvæmislíf af ótta við morðárásir. Vilja þeir aðeins halda sig innan eigin hóps. Vitað er um nokkra alawita sem farið hafa frá Damaskus eftir að þeim hefur verið hótað lifláti. Alawitarnir, sem eru hliðargrein af shitatrúflokknum, eru taldir vera aðeins tiundi hluti af átta milljónum ibúa Sýrlands. Um það bil sjö af hverjum tíu Sýrlendingum eru sunnar. Afgangurinn cru drúsar eða kristnir auk nokkurra þúsunda gyðinga. Alawitar eru taldir vera af- komendur krossfaranna og flestir eru þeir eins og áður sagði í og umhverfis hafnarborgina Latakia við Miðjarðarhafsströndina. Þeir hafa um langan aldur verið undirokaðir af sunnum og hafa unnið sent smá- bændur eða opinbcrir starfsmenn i Damaskus. Margir alawitar hafa tekið þann koslinn að ganga i her landsins þar scm aðrar leiðir til frama hafa verið þeim lokaðar. Þess vegna voru þeir i sterkri aðstöðu þeg- ar trúbróðir þeirra, Assad, komst i forsetastól. Assad hefur ekki talið rétt að gripa til róltækra ráðstafana gegn morðingjahópunum. Hræðsla meðal ibúa Sýrlands er ekki almenn vegna þeirra en það er líklega vegna þcss að tilræðin beinast aðeins gegn minnihlutahópi. Nokkurrar óánægju, sem orðið hefur vart með stjórn Assads og Bathflokksins, hefur Assad mælt að nokkru með herferðum gegn spillingu í ríkis- kerfinu. Hafa þær verið þrjár á síðustu þrem árum. Vitað er að nokkrir embættismenn hafa verið handteknir og dæmdir vegna þessa. Bróðir Assads, Rifaat, hefur einnig hlotið nokkra gagnrýni vegna mikillar eyðslu og taumlauss lifernis. Hann hefur verið sviptur nokkru af völdum sinum og áhrifum en heldur samt scm áður embætti sinu sent æðsti maður 25 þúsund manna lif- varðar forsetans, bróður sins. Orð- rómur um að hann ætlaði að setjast að í París hefur ekki reynst hafa haft við rök aðstyðjast. Er auðlinda- sköttun lausn? — tileinkað Krístjáni Friðríkssyni „Prinsipið" Nýjasta tíska hjá snillingum tuttugustu aldarinnar í þessu landi er sú leið að gera sjávarútveg loksins arðbæran með því að leggja á hann nýjan skatt (?). Skattur þessi skal heita AUÐLINDASKATTUR. Nafn- ið er ágætt. „Prinsipið” hjá þessum snillingum er þannig að of stórum fiskiskipaflota landsmanna skal nú fækkað a.m.k. um þriðjung. Sam- kvæmt þríliðukenningunni, sem kennd er í barnaskóla, þá má reikna það svo að þorskar skipanna, sem væru seld, kæmu í hlut hinna og þar nteð kominn „gróði” hjá við- 11 mandi útgerð sem ná mætti með . veiðileyfa (auðlindaskattur). Svona þríliðudæmi heitir á fag- • *. mnamáli hagfræði og er kominn ni.ii fyrir venjulega kjána eins og m.dirritaðan að þegja þegar umræð- ;m er komin á þetta hátt stig. Vonlaust Samt sem áður ætla ég nú ekki að fegja þar sem þessi predikun virðist . anga allvel í eyru þeirra sem ekki þekkja neitt til þessarar atvinnugrein- ar. Það er þekkt dæmi í pólitik að sé logið nógu oft þá fara menn að trúa. Sannleikurinn er sá að auðlinda- skattskenningin er fædd andvana. Þ.c. hún er gjörsamlega vonlaus i framkvæmd. Kristján Friðriksson, höfundur þessarar spseki, yrði þá að byrja á þvi að skreppa niður á sjávar- botn og kenna þorskinum hagfræði (þríliðu). Þorskar skipanna sem hætta veiðum koma nefnilega ekki í hlut þeirra sem eftir eru nema þá eitt og eitt kvikindi. Það smalar enginn þorskinum í sjónum. Það er bara hægt í tölvum með hagfræðilegum forsendum. Þorskurinn er sem sagt jafndreifður eftir sem áður þótt veiðiskipum fækki. Það er rétt hjá Kristjáni og fleirum að fiskiskipa- flotinn er of stór. Hann er samt sem áður fyrir hendi í eigu einstaklinga og fyrirtækja og vandséð hvernig hægt væri að selja eitthvað af honum. Annars má karpa um þetta og fleira. Kannski er of mikið fjárfest I fleiru? Hvað með tískufatabransann, Kristján? Að því vík ég nánar síðar. Dæmið er þá þannig í reynd að ef veiðiskipum væri fækkað á morgun um þriðjung þá mundi aflinn einnig minnka um þriðjung. Hvað myndi það þýða? Atvinnuleysi og versnandi lífskjör. Það yrði hin raunverulega afleiðing. Að vísu eru fyrir hendi veiðitakmarkanir í dag en þær eru nú lítið annað en nafnið. Öll skip þurfa viðhald. Það þarf einnig að auka sókn í vannýttu stofnana. Hvað er þá eftir? Jól og páskar? Það er óþarfi að níðast á sjómönnum. Það eru sjálf- sögð mannréttindi að fá að vera heima hjá sér á þeim tímum þótt ein- hverjum reikniköllum finnist allt í lagi að sjómenn séu gestir á eigin heimili og þræli sér út þess á milli. Auðlindaskatt á verslun Nú vendum við í kross og heimtum auðlindaskatt á verslun. Við kíkjum fyrst á Laugaveginn. Hvað er að sjá? A.m.k. þrjátíu verslanir með úr og skartgripi. Já, og annað eins í tískufatabransanum. Þetta er Ijóta vitleysan eða hvað finnst ykkur? Af hverju snýr Kristján Friðriksson sér ekki að þvi að gera eitthvað í þessu? Fækka verslunum og tískubúllum og öllunt heildsölum. Þrjú til fjögur magasín á Stór- Reykjavikursvæðinu væri hæfilegt. Tæknivædda sjálfsafgreiðslu út um alla búð. Þarna mætti ná feikna- legum auðlindaskatti með al- mennilegri hagfræði. Ein stór Últíma við Laugaveginn, Kristján. Hvernig líst þér á það? Hagnaðinn óskaplega mætti nota til þess að borga atvinnuleysisbætur; þeim sem yrði að loka hjá. Afganginn, sem yrði mikill eftir kenningunni, mætti nota til þess að bæta nýtingu i sjávarútvegi og endur- bætaalla fiskvinnslu ílandinu. Þjóðnýting? Það mætti halda áfram og slátra öllum smáfyrirtækjum í landinu og setja á stofn stórfyrirtæki sem borguðu öll auðlindaskatt. Eftir síðasta aðalfund hjá iðnrekendum sagði Davíð Sch. Thorsteinsson að dulbúið atvinnuleysi í sjávarútvegi væri þrándur i götu bættra lífskjara í 10 „Ef veiðiskipum væri fækkað um þriðjung, mundi aflinn einnig minnka um þriðjung...” Afskiptur hópur Einn er sá þjóðfélagshópur, sem lilill gaumur er gefinn, og það eru heyrnarlausir. Fyrir nokkrum árum var tckinn i notkun nýr skóli, vel úr garði gerður og fullnægði sjálfsagt þcim útlitskröfum sem gerðar eru þegar um opinberar byggingar er að ræða, en gleymdist ekki að taka með i rcikninginn, hverjir áttu að nenta þarna? Einhverjar ástæður eru að sjálfsögðu fyrir því, að hann er svo afsíðis sem hann er — en hvers vegna þurfti yfirleilt að reisa þessa bygg- ingu i þvi formi sem hún er á sama tima og aðrar þjóðir eru að færa þá starfsemi sem þar fer fram, inn i hina almennu skóla? Viðbrögð yfirvalda gagnvart þessum þjóðfélagshóp cru með ólíkindunt. Það er engu likara en þessu fólki cigi að gleyma og fram að þessu hcfur það gengið vel. Vangefin og á annan hált fötluð börn þurfa vissulega á aðstoð að halda, og á undanförnum árum hefur vaknað hreyfing i samfélaginu þessu fólki til styrktar, og er það vel — en þessi hópur, þ.e.a.s. heyrnarlausir, er i reynd afskiptur. Kjallarinn Erla Magnúsdóttir aðili sí til, sem beitir sér fyrir því að útveg.i hc\! narlausiim siarf við hæfi, scm issulega v.eri þorl I vrir.Oft hafa atviwnurekondui brugðist neikvæðir við, þegar um heyrnarlausa mann- cskju hcfur vcrið að ræða, trúlega oftast fvrir það að þeir voru óöruggir gagnvart hcnni og vissu ekkert af þcssu fólki. Sennilcga hefði ntálið horft öðruvísi við hefði t.d. unt .lapana vcrið að ræða — um Japana hcfði hann þó lcsið. Kennsla í sjónvarpi Heyrnarlausir láta ckki ntikið á sér bcra. Af eðlilegum ástæðum hafa þcir ekki sömu tök á að kynna mál- efni sin og við hin. Orðaforði þeirra er ekki jafnmikill og okkar, og einnig J------------------------------------ 0 „Þetta eru þó samlandar okkar.” Hefði lesið um Japana... Mjög fötluð börn þurfa meira og minna á aðstoð samfélagsins i ein- hverri mynd að halda alla tið. Heyrnarlaus börn þurfa á henni að halda til að komast úl í lífið. Síðan verða þau skattgreiðendur og frani- færcndur til jafns við okkur hin. Á meðan þau eru við nám eru þau meira og minna einangruð. Þau eru i skyldunámi — en er í þeirra skóla t.d. sú starfsemi, sem æskulýðsráð býður upp á í öðrum skólum? Fer fram i þeirra skóla sú kynning, sem áfengis- varnaraðilar eru með í öðrum skól- um? Kynning á starfsemi kristilegra skólasamtaka er til. Fer hún líka fram þar? Og hvað með aðra æsku- lýðsstarfsemi? Hvað með pólitisk félög? Gera þau sér yfirleitt grein fyrir þvi að þarna eru væntanlcgir kjósendur? Ég veit, að þegar þetta fólk á erindi i opinberar stofnanir stendur starfs- fólk oft varnarlaust uppi. Það vcit ekki hvernig það á að bregðast við Hvers vegna? Jú, það vissi ekki að þetla fólk væri til — en það er til og töluvert margt meira að segja. Hingað komu Vietnamar, og alúð hefur verið lögð við að hjálpa þeim til að tjá sig og skiljast, sem sjálfsagt er. Aðstoð hafa þeir fengið til að fá vinnu — en ég veit ekki til, að ncinn hljóta þeir að vera óörugari i sam- skiptum sinum við aðra— ekki síst vegna einangrunar þeirrar, sem þcir lifa i, sem þar að auki er styrkl með afstöðu yfirvalda til skólamála þeirra. Samfélag okkar getur litið gert til að hjálpa blindum börnum að sjá eða lömuðum börnum að ganga, en það getur að vissu leyti hjálpað heyrnarlausum börnum að heyra. Tökum til dæmis sjónvarpið, sem er sá fjölmiðill, sem heyrnar- lausir geta haft mest not af. Barna- tirni sjónvarpsins ætli ekki að þurla að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þessum börnum. Hvers vegna ekki fréttayfirlit á táknmáli daglega eða vikulega — sömuleiðis þegar um er Kjallarinn Kristinn Pétnrsson landinu. Má ekki alveg eins segja að dulbúið atvinnuleysi sé i smjörlikis- fabrikkunni hjá Davíð sjálfum? Hann ætti bara að hætta og láta Flóru á Akureyri eftir markaðinn. Eða hvað? Bull iðnrekenda eins og Kristjáns og fleiri um að skattpina beri sjávarútveg, svo þeir geli vnðið i seðlum, er alvörumál og býsna mik I ábyrgð að halda svona vitleysu u tutti sem saklaust fólk leggur svo trúnað á. Umræða þessara manna er hreinlega komin á þjóðnýtingarstig. Ekki er svo beysinn reksturinn hjá því opinbera að bæta þurfi þar við. Stjórnun í sjávarútvegi Það er Ijóst að bæta má stjórnun i sjávarútvegi og það verulega. Það má áreiðanlega ná auknum afla hægt og vaxandi með markvissri stjórnun. Þetta tekst, það er ég viss um. Hæg- fara bali i þessum málum er beslur. Mesti vandi útvegsins er, að landinn er orðinn of finn i þann iðnað. Um það má ræða nánar siðar. En „auðlindasköttun” sem stjórntæki i þessum málum er með þvi heimskulegasta, sent ég hef séð á prcnti. Kristinn Pétursson, Bakkafirði. að ræða innlcnda þætti sbr. Kastljós og l'lciri slika — eða þá texta? Þctta gcrisf hjá öðrum þjóðum, og hvers vcgna þáckki hér? Of dýrt getui það ekki orðið — öðru eins er til kostað. Tungumálakennsla hcfur stundum larið l'ram i sjónvarpi. Hvers vegna ekki táknmálskcnnsla? í litlu samfélagi einhvers staðar á landsbyggðinni cr eitt hcyrnarlaust barn, og jafnvcl loreldrarnir hafa ekki möguleika á að læra það mál, sent barnið lærir að tala í skólanum i Reykjavik. Gæti það jafnvel ekki orðið lciðin til þess að gcfa barninu mögulcika á að Ijúka sinu skyldu- námi i sínuni heimaskóla og vcrða jafnframl eitl úr hópnum cn ekki meira og niinna einangrað fyrirbæri? Heyrnleysingjar eru orðinn stór hópur, slærri en margur gerir sér grein fyrir. Ereitlhvað þessu likt ekki bara samfélagslcg skylda? Hcyrnarlausir foreldrar, sent eiga heilbrigð börn, lenda oft í vandræð- um, ef þeir þurfa að tala við kennara barna sinna, og er þá ofl óskað cftir að cinhver konii með og verði túlkur! Sömu sögu er að segja ef um sjúkrahús er að ræða. Er það ekki eðlileg krafa, að opinbcrar slolnanir geri ráð fyrir að þurfa að eiga sam- skipli við þennan hóp á sama hált og nú hel ur verið gerð gangskör að þvi, að gerl verði ráð fyrir, að fólk í hjóla- stólum komist inn í opinberar bygg- ingar? Þá ntá ætlast til, að opinbcr þjónustufyrirtæki hafi starfsmann, scm gctur talað við þetta fólk. Það þykir jú sjálfsagt að hafa í það ntinnsta ensku og dönsku kunnátlu. Þettaeruþó samlandar okkar. Ýmsar lciðir hljóta að vera til til að rjúfa þá einangrun, sem þessi hópur, scm vcrður stærri og stærri, býr við, en það vcrður ekki gert nema aðrir, sem meira mega sin, gangi til liðs við hann. Það er ekki gert með því að rcisa sérskóla, sem viðheldur þeirri einangrun sem fyrir er og ætlast svo lil að þetta fólk byggi upp sina tilveru i þjóðfélagi, sem virðisi helsl ekki vilja kannasl við að það sé til. Erla Magnúsdnttir gæzlukona. y \ s V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.