Dagblaðið - 03.11.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 03.11.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979. 15 \ AÐ NYTA STOLNAR STUNDIR Margt æxlast öðruvísi hér á landi en annars staðar. Ef ég ætti t.d. að skipta íslenskum listamönnum í tvo hópa samkvæmt gamalgróinni vest- rænni hefð, þ.e. í atvinnumenn og föndrara, þá er ég hræddur um að ég stæði á gati. Á íslandi má telja á fingrum sér þá menn sem lifað geta af list sinni — en hins vegar er sú list í mörgum tilfellum þess eðlis, að erlendis mundi hún umsvifalaust falla undir föndur og fnstundadútl. En sjálfir „atvinnumennirnir”, okkar virtustu listamenn, þeir eru í raun hinir einu sönnu frístundamenn sem nýta hverja stolna stund frá öðrum störfum eða baráttu við verðbólguna til að vinna að list sinni. Og í framhaldi af því held ég að heimilt sé að spyrja: Er hægt að Tvær eða þrjár víddir En það kom fyrir að uggur læddist að listamanninum — hraðinn og vélvæðingin var kannski ekki ákjósanleg þegar öllu var á botninn hvolft — og hreyfingar fólksins urðu ýktar, krampakenndar. En hvort sem um fólk á ferð eða fjöl- lega stöðvað eðlilega þróun í mynd- list hans. Hvað mig snertir er hann enn í sömu sporum og hann var fyrir 8—9 árum, ef marka má sýningu hans fyrir þrem árum og þá sem nú stendur yfir. Ekki svo að leikninni hafi hrakað, mikil ósköp. Öllu er fyrir komið á striganum af fádæma öryggi og litur er borinn á með glæsi- brag. Það'hafa líka orðið breytingár á stíl Einars og nú ber meira á til- tölulega heillegum mannverum í náttúrulegu rými (nr. 4, 11, 14, 21,24 o.fl. o.fl.), meira að segja nákvæmt raunsæi í einni mynd (Feðgar), sem sýnir glöggt hve hin ýmsu stílbrögð leika í höndum listamannsins. En eins og áður er eins og allir ibúar i myndveröld Einars hafi nær engar tilfinningar til að bera og lista- maðurinn hafi engar taugar til þeirra. Leit að nýju viðhorfi Hreyfingar eru frosnar og stclling- ar án þokka. Þetta er kannski mest á- berandi í þeim myndum, sem ættu að vera persónulegs eðlis, t.d. í Voga- Myndlist AÐALSTEINN INGÖLFSSON seli, sem sýnir heímkynni málarans og fjölskyldu samankomna. En þar er hver einstaklingur einangraður í stífri stöðu, engin tengsl eru látin uppi og Einar lætur sem hann þekki ekki þetta fólk. Nú má vera að margar þessar myndir eigi að vera táknræns eðlis, svipmyndir af mannlífi án þess að kafað sér djúpt ofan i sálarlíf eins eða neins. Þannig séð má segja að þessar myndir lifni við um stundar- sakir. En til þess að listaverk hafi varanlegl gildi, hvort sem það er táknrænt eða rattnsætl (eða hvort tveggja -annað eins hefur nú gerst i. þá þart uð vera nl staðai n>t skilriingur hstamanns á mannlegum samskiptum, eða sannfærandi per- sónulegt viðhorf, og skilningur á því hvernig slíkt viðhorf verði best túlkað i reyndinni. Stflæfingar En nýr skilningur þarfnast umþótt- unartíma, og sá tími hefur verið af skornum skammii hjá Einari eins og svo mörgum sem standa i sömu sporum. Helftin af þeim verkum sem hann nú sýnir, þ.e. þau sem eiga að teljast ný, verða því að kallast stil- æfingar — ef áhorfandinn gefur sér ofangreindar forscndur. En hins vegar eru þessar myndir mikilvægt framlag á sviði þar sem ég hygg að Einar hafi ekki ætlað sér mikla land- vinninga í bili, þ.e. í skreytilist eða veggmyndagerð. Mynd eins og Konan i garðinum er hrein perla af þvi tagi. En þar eru litir lika mcðhöndlaðir af nærgætni. En sjálfur þarf Einar líklega að fara að gera upp við sig hvert stefna skuli i myndlistinni. Konan í garðinum. Feðgar. -Al. 4 ætlast til eðlilegrar þróunar í mynd- list manna sem í fyrsta lagi eru að byggja sér hús og í öðru lagi sinna á- byrgðarmiklum og erilsömum störf- um? Sem stormsveipur Þessi spurning er ekki alveg út í loftið, heldur snertir hún náið sýningu Einars Hákonarsonar að Kjarvalsstöðum. Ég held ennfremur að sýningin svari henni neitandi — og er hún reyndar ekki eini vitnis- burðurinn um slíka kreppu meðal listamanna hér á norðurhveli. Ég held að óhætt sé að segja að Einar hafi fyrir röskum áratug komið inn í íslenska myndlist eins og stormsveipur. Hann hleypti nýju lífi i íslcnska grafik, bæði sem kennari og grafíker og virtist líklegur til að gera slikt hið sama fyrir málaralist. Þá höfðu léreftsmenn flestir stundað annað hvort, afstraktið eða landslag, um langt skeið. Einar, m.a. undir áhrifum frá nokkrum fígúratífum popplistamönnum (t.a.m. Hockney og Wesselmann), tók til við að finna manninum stað i málverki á ný. í höndum hans urðu þetta stíliseraðar manneskjur, gjarnan á ferð og flugi og þá stafaði af þeim mikilli bjartsýni og lífsorku. skyldur var að ræða, þá voru þessar mannverur Einars fyrst og fremst „silhouettur” eða klippimyndir að formi og þær gátu tekið ótal breytingum frá málverki til málverks. Frá fyrstu tíð var gaman að sjá hve haganlega þeim var komið fyrir á fletinum hverju sinni. Og ekki spillti fyrir hin hreina og klára teikning í út- linum og smáatriðum. En það var tvennt sem stakk í augun. Annars vegar var það að þetta myndafólk Einars virtist æði oft skorta þriðju víddina í öðrum skilningi en formlegum - þ.e. sálrænt inntak eða skaphöfn, og því var það sem leiksoppar eða statislar i drama þar sem litur og lína léku aðalhlutverk. Og hins vegar urðu litirnir oftsinnis skerandi og glannalegir. En þetta hélt maður að mundi eldast af korn- ungum málaranum og með aukinni lífsreynslu kæmi skilningur á sálarlífi og meiri leikni í túlkun þess i málverki. Leikandi iétt Satt að segja veit ég ekki hvað hefur skeð. En eins og ég ýja að hér í upphafi, þá finnst mér ekki ólíklegt að annir Einars siðustu ár hafi hrein- VERZLUNARHÚSNÆÐI TIL LEIGU í miðborginni. Tilboð sendist auglýsingadeild Dagblaðsins Þverholti 11 fyrir þriðjudagskvöld merkt „Miðborg verzlun”. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur sinn árlega basar mánudaginn 5. nóvem- ber kl. 2 í Iðnó uppi. Komið oggerið góð kaup iWTilLK' j [/[ [1J 1 z [/ j í j [/ \ tj ií M íTm [ 1//} f/M 1 m(f W TwmuI: jWu HIÍÉ wl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.