Dagblaðið - 03.11.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.11.1979, Blaðsíða 24
FJÖLDIÍSLENDINGA NOTAR KREDITKORT í LEYFISLEYSI —nú fást þau eftir réttum leiðum en „auðvitað” af skornum skammti „Sérstaklega þarf að sækja um leyfi gjaldeyrisyfirvalda hér til þess að fá og nota kreditkort,” sagði Sveinn Sveinsson, deildarstjóri hjá Gjaldey riseftirliti Seðlabankans, i viðtali við DB. Umsækjandi verður að sýna fram á brýna nauðsyn þess að hann fái slíkt kort eða mjög veru- legt hagræðiséað þvi fyrir hann. Upphflega var gert ráð fyrir því að þeir gætu fengið kreditkort sem störfuðu erlendis að einhverju leyti og þá í sambandi við gjaldeyrisafl- andi störf. Meðal annars var haft í huga að menn sem færu utan til þess að selja útflutningsvöru eða semja um sölu hennar væru ekki nákvæm- lega tima- eða staðbundnir vegna skorts á gjaldeyri. Eins og stendur eru engin ákvæði í lögum um þessi „undrakort” i augum íslendinga. Þau skapa ekki aðeins lánstraust heldnr einnig gjald- Sigurvegarinn íkeppni DB um SUMARMYND79: ÍSLENZK- UNGVERSKUR FRANSMAÐUR — fæddur íÞýzkalandi ,, Þakka þér fyrir, hann á eftir að .koma sér vel, þessi,” sagði Philippe Patay á lýtalausri íslenzku þegar hann tók við 1. verðlaunum i Ijósmyndasam- keppni Dagblaðsins um SUMARMYND ’79 úr hendi Sigfúsar Cassatta í Fókusí gær. Philippe hefur í sumar dvalizt i Frakklandi en er nýlega kominn heim og þá notuðu DB-menn tækifærið til að afhenda honum verðlaunin fyrir snilldarmynd sína af dauðri kind i Hekluhrauni. Philippe Patay ætlar að búa á íslandi í vetur með islenzkri konu sinni, Sigríði Arnarsdóttur. Hann er Frakki — að vísu fæddur í Þýzkalandi af ung- verskum foreídrum — og hefur verið með annan l'ótinn á íslandi undanfarin 4—5 ár við að sýna frönskum ferða- mönnum landið. Fram að þessu hefur Philippe unnið fyrir ýmsar ferðaskrif- stofur en hyggst nú hasla sér völl sjálf- Kredftkort — Þeir sem hafa þau þurfa ekki að leggja fram reiðufé þegar þeir kaupa >öru eða þjðnustu, ef seljandi tiðurkennir kortið. Seljandinn bðkfxrir einungis nafn mannsins og númer kortsins. Slðar meir til- kynnir hann um viðskiptin og upphxðin sem um ræðir er dregin frá innistæðu á reikningi kortseigandans. eyri sem annars er háður skömmtun, eins og kunnugt er. Nú verða settar reglur um kredit- kort í reglugerð samkvæmt lögum um gjaldeyrisviðskipti. Hingað til hafa aðeins fáir mehn fengið heimild gjaldeyrisyfirvalda til að hafa kredit- kort. Skipta þeir nokkrum tugum, hafa ekki náð hundraði. Mjög þekkt erlend fyrirtæki og bankar láta íslendingum ekki í té kreditkort nema þeir sýni heimild út- gefnaaf gjaldeyrisyfirvöldum. Talsverður hópur íslendinga hefur fengið kreditkort án leyfis gjaldeyris- yfirvalda og notar þau. Strangt tekið hafa þeir beinlínis brotið gildandi reglur um gjaldeyrisviðskipti með því að opna bankareikning erlendis án heimildar. Ljós er og að eitthvert gat er á skilaskyldu á gjaldeyristekjum ef menn gera upp slíka reikninga fram hjágjaldeyriseftirlitinu. -BS. Philippe Patay, sigurvegarinn I Ijósmyndasamkeppni DB i sumar, tekur við VIVITAR VI litstœkkaranum úr hendi Sigfúsar Cassatta. DB-mynd: Ragnar Th. stætt. DB óskar honum til hamingju með sigurinn og sömuleiðis þeim Hlyn Ólafssyni í Vestmannaeyjum og Guðjóni Bjarnasyni i Reykjavík en þeir unnu önnur og þriðju verðlaun: 6 og 13 daga háfjallaf erðir með Úlfari Jakobsen. Þeir hyggjast báðir fara í ferðir sínar á næsta sumri — og þá er aldrei að vita nema þeir sendi DB myndir úr ferðunum. Ekki viljum við gleyma að þakka öllum öðrum þátttakendum i keppninni um SUMARMYND DB ’78. Hin mikla þátttaka í keppninni gerði hana að glæsilegustu ljósmyndasam- keppni DB frá upphafi — þangað til næsta sumar. ÓV. Sveinn Sæmundsson blaöafulltrúi Flugleiða: Flugvélaskortur í nóvembermánuði „Þetta er nú ekki eins ákveðið og ráða má af fréttinni í Morgun- blaðinu,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða er DB spurði hann.um leigu DC-8 þotu félagsins til Air Alsír í 14 mánuði með áhöfnum. „Ég sagði blaðamanni Morgun- blaðsins að þarna væri um jafna möguleika að ræða, hvort af verður eða ekki.” Er Sveinn var spurður hvort ekki yrði skortur á flugvélum á áætlunar- leiðum Flugleiða frá íslandi vegna leiguflugs vélanna sagði hann það ljóst að nóvembsr yrði erfiður, eða meðan pílagrímaflugið stendur yfir. Eftir það myndi ástandið batna. DC—10 þotan er í pílagrímaflugi og DC-8 þotan TF--FLB er nú í píla- grímaflugi fyrir Air Alsir. Önnur Boeing 727 þota félagsins fór í fyrra-- dag til Guatemala í leiguflug fyrir Avia Teca. Eftir eru því DC-8 þotan TF FLF, sem sinnir Luxemborgar- og Bandaríkjaflugi með DC-8 vél Air Bahama, og hin Boeing 727 vélin sem sinnir Evrópufluginu. Dregið hefur verið úr flugi yfir N- Atlantshafið og sagði Sveinn það ekki gilda eingöngu um Flugleiðir. Önnur flugfélög hefðu orðið að grípa til sama ráðs vegna fargjaldastríðsins á leiðinni. Evrópuflugið verður hins vegar svipað, að öðru leyti en því að ekki verður flogið til Gautaborgar eða Stokkhólms. „Önnur Boeing- vélin á að geta annað þessu flugi,” sagði Sveinn. Önnur Arnarflugsvélin er í pila- grímaflugi og hin er í leiguflugi í Bretlar.di en ekki liggja fyrir verkefni fyrir þær vélar eftir 1. desember. Ákvarðanir um verkefni eru þó oft teknar með litlum fyrirvara. Flugleiðir og Finnair buðu i sameiningu í Fokkervélar af gerðinni 200 og eru þau mál í athugun en engin ákvörðun tekin. Flugleiðir eiga nú tvær Fokkervélar af gerðinni 200 — en lagastí desemberað loknu pflagrímaflugi en þrjár af gerðinni 100. Þær fyrrnefndu eru búnar aflmeiri mótorum, sem henta betur í fjalllendi eins og hér. „Verði af kaupum á 200 vélunum,” sagði Sveinn, „má búast við því að vélarnar af gerðinni 100 verði seldar.” Miklar bilanir hafa tafið Flugleiðir að undanförnu og félagið hefur verið óheppið með leiguvélar þannig að erftðlega hefur gengið að halda áætlun. Að pílagrímaflugi loknu verður hins vegar nóg af flug- vélum á markaðnum og þá verður auðveldara að fá leiguflugvélar ef á þarf að halda. -JH. írfálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR3. NÓVEMBER 1979 Dagblaðsbíó á morgun í Dagblaðsbíóinu í Hafnarbíói kl. þrjú á morgun, sunnudag, verður sýnd myndin Allir elska Benji. Það er bráðskemmtileg litmynd um ævintýri hundsins Benji. Myndin er með íslenzkum texta. Þorkell gengur upp tröppurnar I hinu fornfálega porti við Fjalaköttinn. DB-mynd: Bj.Bj. Kosiö iim köttinn — „hræ” Fjalarkattar- ins til sýnisídag Vilt þú láta verja tveim milljörðum króna af þínu fé til þess að gera upp Fjalaköttinn? Þessari spurningu varpar eigandi „kattarins” fram við þá sem gera vilja sér ferð til þess að skoða hræið í dag. Eigandi hússins Aðalstrætis 8, Þor- kell Valdimarsson, þarf að greiða hundruð þúsunda í skatta vegna eignar- innar. Óverulegan hluta hússins er unnt að nýta til útileigu gegn gjaldi. Hinn hlutinn er og verður óhjákvæmilega nj'tjalaus. Húsið er svo illa farið að það myndi kosta hundruð milljóna að gera það algerlega upp. Ekki má byggja á hinni skattlögðu lóð vegna skipulagsyfirvalda. Ekki má rifa húsið vegna sjónarmiða þeirra sem telja að hræið skuli vernda. Vonlaust er fyrir eigandann að láta gera við húsið. Dæmið er þannig, að sögn Þorkels Valdimarssonar, að sennilega neyðist borgin til þess að gera húsið upp á kostnað skattborgaranna. „Það getur vel verið að einhverjir telji að þess sé ekki langt að biða að ég verði eignalaus og geti ekki greitt álagðan eignaskatt eða fasteignagjöld vegna Fjalakattar- ins. Þá virðist einfalt mál að hirða Fjalaköttinn fyrir ekki neitt.” Málið er, að sögn Þorkels, ekki alveg svona einfalt. Hann segist vilja vita hvort hinum almenna borgara sýnist það rétt meðferð á peningum sínum að sóa þeim i að gera gamlan húskofa þokkalegri útlits. „Vera má að öðrum komi þetta meira við en mér, sem er þó einn borgaranna, þótt mér finnist réttur minn ótrúlega lítill i sam- bandi við Fjalaköttinn og reyndar fleiri eignir í Reykjavík,” sagði Þorkell Valdimarsson. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.