Dagblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980.
2
Alþýðubandalagið, verðbólguflokkurínn:
Skilur ekki hvemig
launajöfnuður næst
I.áglaunamaAur skrifar:
Það er hörmulegl til þess að vita að
Alþýðubandalagið skuli hafa komið í
veg fyrir að vinstri stjórn yrði mynd-
uð. Alþýðubandalagið er verðbólgu-
flokkur sem hefur engan skilning á
því hvernig launajöfnuði verður náð
með því að láta verðbólguna geisa.
Honum verður ekki náð með því að
láta launahækkanir ganga upp allan
skalann. Honum verður yfirhöfuð
ekki náð með einhliða launahækk-
unarkröfum.
Launajöfnuði verður aldrei komið
algerlega á en það þýðir ekki að jafn-
„Launajöfnuði verður aldrei algerlega náð en það þýðir ekki, að jafnaðarmenn
þurfi að gefast jafn gjörsamlega upp eins og Alþýðubandalagið hefur gert,” segir
bréfritari.
A-flokkamir komu í veg fyrír vinstrí stjóm:
Auðvelt að leika engil
með því að gera ekkert
I.jósfari skrifar:
Miklir menn erum vér, Hrólfur
minn, mætti ætla að þeir foringjar A-
flokkanna segðu nú eftir að þeir,
hvor með sínu lagi, hafa komið í veg
fyrir að mynduð yrði vinstri stjórn.
Báðir tóku þeir þátt í viðræðum um
slíka stjórn.
í Alþýðubandalaginu eru viss öfl
sem stefna að því að flokkurinn verði
utan stjórna, því þá hefur Alþýðu-
bandalagið alltaf aukið fylgi sitt.
Segja verður að auðvelt sé að leika
engil með því að gera ekki neitt. Það
liggur svo til á borðinu að einhver
kjaraskerðing verður að eiga sér stað
ef landsmenn ætla að ná samstöðu
um að koma þjóðfélaginu út úr þeim
vílahring sem það er í, þ.e. verðbólg-
unni. Þessi öfl ætla öðrum að frant-
kvæma óvinsælu verkin. Vilja síðan
sitja í mjúkum stólum og deila á verk
þeirra. Þessi hluti Alþýðubandalags-
ins gerir sér litla grein fyrir muninum
á því hve mikil kjaraskerðing yrði ef
Sjálfstæðisflokkurinn kæmist að
með sína leiftursókn og hve lítil hún
gæti orðið ef Alþýðubandalagið
hefði hönd í bagga með að verja kjör
launamanna. Nei, þetta fólk virðist
ekki með kjör þeirra lægtlaunuðu
efst í huga. Heldur mætti ætla að það
væri eingöngu að hugsa um að vegur
llokksins verði sem breiðastur þar til
hann er orðinn það breiður að þeir
geti tekið við allri stjórn og breytt
þjóðfélaginu í vasaúlgáfu af einhvers
konar Rússlandi.
Sá grunur læðist að manni að
þarna sé hin svokallaða mennta-
mannaeining flokksins að verki, er
trúi því að þeirra verði alltaf þörf og
muni ekki lenda svo illa þó kjara-
skerðingar íhaldsins skelli yfir. Það
„Kftir að Steingrímur Hermannsson
hefur skilað forseta umboði sínu fara
góðu kostirnir fækkandi,” segir bréf-
ritari.
er auðvelt að sitja við borð allsnægt-
anna og deila á þá sem reyna með
mörgum nauðsynlegum en óvinsæl-
um aðgerðum að koma landsmálum
á traustan grunn. Það er auðvelt en
ekki stórmannlegt að standa upp á al-
varlegum límum og segja við tókum
ekki þátt í kjaraskerðingunni. Ykkur
er óhætt að treysta okkur fyrir
kjörum ykkar, Iaunamenn. En þar
liggur misskilningurinn.
Sá sem ekki vill leggja lið þegar
þörfin er mest á ekki að vera kallaður
til að stjórna þegar þörfin er minni.
Alþýðuflokksmenn hafa sýnilega
tekið þátt í vinstristjórnar viðræðun-
um til að friða samvizku sína og til að
koma i veg fyrir að landsmenn teldu
þ5 hafa stefnt beint í viðreisn. Þeir
lögðu fram skriflegar tillögur um að-
gerðir í efnahagsmálum tæpum hálf-
um mánuði eftir að stjórnarmynd-
unarviðræður hófust. Það má virða
það við þá að hafa lagt fram tillögur
en þó má ætla að vinnan við að koma
sjálfstæðismönnum að í nefndum
Alþingis hafi verið þeim hjartnæm-
ara mál og því haft forgöngu hjá
þeim á undan framlagi til vinstra
samstarfs. Ekki er Ijóst hve Alþýðu-
flokkurinn er margklofinn en a.m.k.
eru brotin tvö. Nokkur hluti flokks-
ins vill vinstri stjórn en annar berst af
heift gegn henni og hefur þar mál-
gagn flokksins forgöngu. Vist er að
báðir A-flokkarnir eru í sárum nú,
þeir reyna af kappi að koma í veg
fyrir gengi hins sem í reynd verður
þeim báðum til meiri skaða.
Nú eftir að Steingrímur Hermanns-
son hefur skilað forseta umboði sínu
til myndunar meirihlutastjórnar fara
góðu kostirnir fækkandi. Geir Hall-
grímssyni hefur verið falið að mynda
meirihlutastjórn. Það að Sjálfstæðis-
flokkurinn nái taki á stjórnartaum-
unum getur vart talizt hagur íslenzkra
launþega. Það er krafa kjósenda að
svo- ver.ði Ckki, það sýndu kosning-
arnar, því ættu vinstri flokkarnir að
hafna slikri íhaldsstjórn og stokka
spil sín að nýju. Ekki er að vita nema
sum spil liggi öfugt í bunkum A-
flokkanna.
Hvemig á einstæð
4 barna móðir
að lifa á 231 þús.?
hórarinn Björnsson hringdi og
kvaðst vilja beina þeirri spurningu til
ráðamanna hvernig einstæð móðir
með fjögur börn ætti að geta lifað af
231.360 kr. á mánuði að viðbættum
178.000 kr., sem greiddar væru
þrisvará ári.
„Hvernig á að vera hægt að fæða
Magnea Guömundsdóltir, 10 ára,
skrifar:
Þetta gengur. einum of langt,
sjónvarpsráðendur! Eintómar
viðræður og vesen. Gaui og Gokki
voru fínir en alltof seint. Herrarnir á
undan þurftu víst að fara heim að
sofa. Éghélt það væri barnaár.
Bryndís Schram er fín.
Höfuðpaurinn er frábær. Það vantar
fleiri teiknimyndir og betri bíó-
og klæða börnin fyrir þessa upphæð,
borga skólagjöld, strætisvagna-
kostnað, hita og rafmagn? Ég held að
jafnvel einhleypur maður ætti ekkj
gott með að lifa af þessari upphæð.
Það er ekki gott fyrir börn sem eru
að þroskast að þurfa að svelta. Það
þekki ég sjálfur,” sagði Þórarinn.
myndir. Föstudagar og laugardagar
eru mjög fúlir nema þegar vestrar
eru.
Raddir
lesenda
Slæm
bamadagskrá
útvarpsins
JAG skrifar:
Þetta bréf er dálítið seint á
ferðinni. En það er greinilegt að þeir
sem hafa ákveðið dagskrá hins
svokallaða barnadags i útvarpinu
hafa ekki hugsað um að gera nema
litlum hluta krakka til hæfis.
Nærri því allur dagurinn fór í að
heimsækja tónskóla, hlusta á kóra og
píanó, fiðlur, flautur og þannig
hljóðfæri.
Þó var hlustandi á einstaka þætti
fyrir þá sem ekki hafa áhuga á
tónmennt, eins og t.d. söguna um
Sigurð og Sigríði, Lagið mitt og
leikritið. Okkur finnst að það
hefði átt að vera meira um sögur,
poppþætti og eitthvað fyrir litlu
krakkana.
Hvernig væri að sjónvarpið væri
'með einn svona barnadag en hefði þá
fjölbreyttara efni fyrir krakka á
öllumaldri.
Vantar teiknimyndir
aðarmenn þurfi að gefast jafn gjör-
samlega upp eins og Alþýðubanda-
lagið hefur gert. Hagur láglaunafólks
verður tryggður fyrst og fremst með
úrbótum á félagslega sviðinu. Með
fjölskyldubótum, elli lí feyrisgreiðsl-
um, úrbótum í húsnæðismálum
o.s.frv.
Þetta hefur Alþýðuflokkurinn gert
sér ljóst. Til að ná verðbólgunni
niður, sem er stórkostlegt hagsmuna-
ntál láglaunafólks, þurfa flestir að
fórna einhverju af launum sinum. En
á móti má tryggja og bæta til mikilla
muna hag láglaunafólks með marg-
víslegum aðgerðum á félagslega svið-
inu.
Á þann hátt einn verður hagur lág-
launafólks tryggður en ekki með þvi
að láta kauphækkanir ganga upp all-
an launastigann og að láta verðbólg-
una geisa eins og Alþýðubandalagið
virðist vilja. Þess vegna er Sjálf-
stæðisflokkurinn mun hagstæðari
láglaunafólki en Alþýðubandalagið.
Sigurði Gizurarsyni sýslumanni svarað:
Auðþekktur
er asninn
á eyrunum
Herra sýslumaöur!
Þú getur nú varla verið svo mold
heimskur, Siggi minn, að þú haldir
að þú getir endalaust breitt yfir þinn
eigin skíl með því að vera að stagasl
á þessu sama ökuskírteini. Ég bað þig
aldrei að fremja neitt skjalafals, en
ætlaðist til þess að þú stæðir við orð
þín um að senda mér endurnýjað
ökuleyfi þar sem öll gögn voru fyrir
hendi þar að lútandi. Mér fannst
heiðri mínum sem ábyrgum öku-
manni misboðið með því að láta
senda mig í að endurlaka próf, því
ég hef aldrei ekið bíl ölvaður, enda
ekki drykkjumaður, og ég hef aldrei
skotið rjúpur af snjósleða, enda á ég
hvorki snjósleða né haglabyssu. Þetta
hafa menn nú gert og fengið saml
að halda sínu ökuleyfi án þess að
vera bendlaðir við skjalafals eða
önnur óknytti. Eins og þú veizl
manna bezt, þá er ég búinn að fara í
prófið og til að vera sjálfum mér
samkvæmur fór ég í það óundir-
búinn, en þú skilur nú sennilega
ekki hvað það þýðir að vera sjálfum
sér samkvæmur, og látum nú útrætt
um þetta ökuleyfi í eitt skipti fyrir
öll.
Hefurðu gert þér ljóst hvað gert er
við sýslumenn sem ljúga upp á þegna
sína? Ef svo er ekki líttu þá i
skræðuna. Þú veizt það sjálfur að þú
lýgur þvi að ég hafi lent í árekstri i
Hvalfirði. Ég hef aldrei lent í árekstri
né öðru óhappi úti á þjóðvegum
landsins, sem betur fer, þótt búinn sé
að aka 20—30 sinnum milli Suður- og
Norðurlands. Það lýsir bezt heimsku
þinni og innilokun eins og þú tekur til
orða sjálfur í grein þini 22. nóv. sl.
að þú skulir voga þér að birta í dag-
blaði persónuskilriki sem embætti
þínu er trúað fyrir. Meira að segja
þjófar og morðingjar sleppa við slika
meðhöndlun. Svo ertu að dylgja með
einhvern dóm í sakadómi Árnessýslu
frá 22/3 ’78. Ég hef nú ekki kynnt
mér hvað það getur verið en þú skalt
bara segja alla söguna, því ég hef
engu að leyna. Ég hef engin afbrot á
samvizkunni að ég bezt veit, utan
nokkur kjaftshögg sem ég hef rétt
þeim sem hafa gengið of langt og ég
vildi gjarnan rétta þér eitt.
Sannleikurinn er nú sá að ég hef
aldrei gert þér neitt, enda vissi ég ekki
um tilveru þína fyrr en þú byrjaðir að
standa í vegi fyrir mér, fyrst i
sambandi við svik, sem ég varð fyrir í
viðskiptum við mann þarna á Húsa-
vík. Já, vel á minnzt, er það rétt að
mágur þessa manns sem ég ætlaði að
rukka þegar ég sendi þér reikningana
í ábyrgðarpósti 1. sept. ’78 frá Akur-
eyri og týndust hjá embættinu, sé
starfsmaður hjá þér? Ef svo er þá er
kannski skýringin fundin á hvarfi
bréfsins. Við skulum rifja upp byrjun
þessa skitkasts okkar á milli í Dag-
blaðinu. Þannig er að ég hefi dálitlar
áhyggjur af stjórnleysi lands okkar,
og ég fylgdist með þessari svokölluðu
kosningabaráttu sem ætti ekki og
þarf ekki að vera til. Þegar ég las
grein þina Harakíri Alþýðuflokksins
16. okt. og greinina Með lögum skal
land byggja 22. nóv., báðar í Dag-
blaðinu, blöskraði mér alveg, því mér
fannst þú sízt af ölluni hafa efni á
því að kasta steinum. Þessar greinar
þínar urðu til þess að ég rak niður
pennaíDB 27. nóv. og minntist lítil-
lega á álit mitt á skrifum þínum og
sagði um leið skoðun mína á
íslenzkum stjórnmálum og benti á þá
einu leið sem hægt er að fara til að
leysa allar deilur og vandamál. Nú er
þetta strax byrjað að rætast.
Ég er friðsamur maður og mér
finnast öll leiðindi ákaflega leiðinleg
og ég er á þeirri skoðun að það sé
mikið hollara að rétta frá sér hnefa
heldur en að nota svona lágkúru-
legar aðferðir og löðurmannlegar
eins og þú, sem skrifar eintóma lygi
og getur aldrei farið rétt með. Nú
ætla ég að gefa þér kost á því, Siggi
minn, að biðja mig afsökunar opin-
berlega i Dagblaðinu. Það getur
öllum yfirsézt og ég er maður til að
fyrirgefa þér þessi heimskupör þín ef
þú ert tilbúinn til að koma hreint og
heiðarlega fram. Ef þú biður mig
aftur á móti ekki afsökunar og heldur
áfram þessum lygum og afbrotum
gegn mér þá er hentugra fyrir þig að
lita þér eftir einhverri léttari vinnu,
því þú veldur sýnilega ekki þessu
verkefni nenia þú takir alvarlega til
ihugunar, hvernig þú kemur fram við
fólk. Það eru fleiri en ég sem eru
óánægðir með embættisafglöp þín.
Ég vil þér bara vel og ég vil benda þér
á að tala við eldri kynslóðina á Húsa-
vík og spyrja svolitið um Júlíus
Hafstein, þannig eiga sýslumenn að
vera.
Garðar Björgvinsson
útgerðarmaður
Raufarhöfn.