Dagblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980.
Ræður forseta íslands og forsætisráðherra:
„Á íslandi hefur
ævintýri gerzt”
Á Islandi hefur mikið ævintýri
gerzt á einum eða tveimur
mannsöldrum, sagði forseti íslands,
dr. Kristján Eldjárn, í áramótaræðu
sinni. Það þyríti að brýna fyrir
ungu kynslóðinni, sem ekki hefði
horft á ævintýrið gerast nenta að litlu
leyti, svo að ekki gleymdist. Nú riði
á, að á þessu ævintýri yrði gott fram-
hald, ,,og svo mun verða”, sagði dr.
Kristján.
Þótt óvíst væri um taumhaldið í
svip, skyldu menn halda trú sinni á
landið, atorku, vit og giftu
þjóðarinnar. Nýta yrði möguleikana'
til farsællar framtíðar og fagurs
mannlífs. íslendingar ættu að fara að
orðum Jóns Sigurðssonar og vikja
eigi, sem bæri að skilja svo, að ekki
skyldi æðrast eða örvænta, þótt
eilthvaðgæfi á bátinn.
í ræðu forseta kom frani, að hann
mun af „persónulegum ástæðum”
ekki gefa kost á sér til endurkjörs
næsla sumar eins og sagði frá i DB í
gær. Forsetakosningar verða því
væntanlega sunnudaginn 29. júní og
nýr forseti tekur við I. ágúst.
Benedikt Gröndal forsælis-
ráðherra sagði í áramótaræðu sinni á
gamlárskvöld meðal annars að hið
bliða væri - blandað stríðu í lifi
þjóðarinnar. Nú gæfi á bátinn, en
samt hefðu menn vafalaust aldrei
haft meira að bíta og brenna. Bene-
dikt hvatti til trausts á Alþingi en
sagði, að einnig þar gætti kaldrar
— sagði forseti
íslands
— forsætisráðherra
segir að
þrýstihópar haldi
niðri kjörum
láglaunafólks
undiröldu sérhagsmuna og
þrýstihópa. Styrkur einstakra hags-
munahópa væri slíkur, að nú virtist
vera óhugsandi að veita hinum Iægst-
launuðu úrbætur, sem ekki væru
strax komnar alla leið til hinna hæst-'
launuðu.
Forsætisráðherra sagði, að deilur
um krónur, sem væru ekki til, yrði að
setja niður, en snúa sér að skiptingu
þess, sem til væri. Hann hvatti til
sátta íþjóðlífinu.
-HH.
l)r. Krislján Kldjárn, forseli íslands.
pr DB-mynd: Bj.Bj.
MIKID UM DYRDIRI
BÚSTAÐAKIRKJU
Það var mikið uni dýrðir i Bústaða-
kirkju sl. laugardag, þegar sóknar-
presturinn, séra Ólafur Skúlason dóm-
prófaslur, varð fimmtugur. Sóknar-
börn hans héldu hönum samsæti i
safnaðarheimilinu og vottuðu þar séra
Ólafi og fjölskyldu hans virðingu sina
og vinátlu.
Gjafir voru séra Ólafi ekki færðar
frá söfnuði sínunt aðrar en sú sem
myndin er af: þegar hann kom til kirkj-
unnar síðdegis voru þar fyrir utan börn
og unglingar úr söfnuðinum með
fimmtíu kyndla og mynduðu eldborg
fyrir prestinn og fjölskyldu hans.
18 fengu fálkaorðu og heiðursmerki hennar
Frétlatilkynning frá orðurilara.
Forseti íslands sæmdi á nýársdag
eflirtalda menn heiðursmerki hinnar
íslensku fálkaorðu:
Frú Aðalheiði Bjarnfreðsdóltur, for-
ntann Starfsmannafélagsins Sóknar,
riddarakrossi, fyrir félagsmálastörf.
Ármann Kr. Einarsson, rilhöfund,
riddarakrossi, fyrir félagsmálastörf
og ritstörf fyrir börn og unglinga.
Arngrim V. Bjarnason, fv. aðalfull-
trúa, Akureyri, riddarakrossi, fyrir
félagsmálastörf. Ásgeir Ólafsson,
forstjóra, riddarakrossi, fyrir störf
að tryggingamálum. Friðrik Ólafs-
son, formann Alþjóðaskáksam-
bandsins, stórriddarakrossi, fyrir
skáklist. Guðmund Magnússon,
reklor Háskóla islands, riddara-
krossi, fyrir embættisstörf. Gunnar
Sigurjónsson, verkstjóra, riddara-
krossi, fyrir félagsmálastörf. Frú
Hrefnu Tynes, fulltrúa, riddara-
krossi, fyrir æskulýðs- og félagsmála-
störf. Dr. Jakob Magnússon, fiski-
fræðing/fiddarakrossi, fyrir störf að
fiskirannsóknum. Dr. Jón Gíslason,
fv. skólastjóra, stórriddarakrossi,
fyrir slörf að skóla- og menningar-
málum. Séra Jón ísfeld, fv. prófasl,
riddarakrossi, fyrir félagsmála- og
fræðslustörf. Jón Sætran, raftækni-
fræðing, riddarakrossi, fyrir störf á
sviði verkmenntunar. Frú Mariu
Markan Östlund, söngkonu, slór-
riddarakrossi, fyrir tónlistarstörf.
Markús Guðmundsson, skipstjóra,
riddarakrossi, fyrir sjómennsku. Pál
Sigurðsson, ráðuneylissljóra,
riddarakrossi, fyrir störf í þágu heil-
brigðisntála. Pélur Sigurðsson, for-
stjóra Landhelgisgæslunnar, sljörnu
stórriddara, fyrir störf á sviði land-
helgismála og almannavarna. Snæ-
björn Jónasson, vegamálastjora,
riddarakrossi, fyrir embættisstörf.
Þórhall Ásgeirsson, ráðuneylisstjóra,
sljörnu stórriddara, fyrir embæltis-
störf.
.......... ' ......................................................""" '
FRANSKIHEIMURINN
Ég gleymdi að hlusla á þáttinn
uomsmál, sem var á dagskrá út-
varpsins rétt fyrir klukkan níu í gær-
kvöldi. Ástæðan var sú að ég
vandaði mig svo mikið við sjónvarps-
glápið vegna þessara skrifa. Annars
hef ég ekki látið þáttinn um dómsmál
fram hjá mér fara svo lengi sem ég
man eftir mér, hafi ég á annað borð
verið nærri útvarpstæki.
Ég fékk hinsvegar fullstóran
skammt af fræðslu um laser geisla
fyrir minn smekk í þættinum um
Nýjustu tækni og vísindi. Ljóst er á
öllu að hvorki vísindamenn né
fáfróður almenningur hefur enn gert
sér grein fyrir þeim möguleikum sem
þessi ágæti geisli býður upp á.
Klukkan níu átti Stikilsberja-Finn-
ur að vera í sjónvarpinu með Mickey
Rooney i aðalhlutverki. Ég beið
spenntur eftir því að sjá hvernig
Hollywood sérfræðingarnir árið 1939
hefðu meðhöndlað þessa sígildu
sögu Mark Twain. i Ijós kom að ég
var með úrelta dagskrá í höndunum.
Sýningu þessarar kvikmyndar var
frestað.
i stað þess kom skemmtiþáttur frá
Eurovision á frönsku, tekinn upp i
Lausanne í Sviss. Hann var til
styrktar bágstöddum börnum.
Þetta var góður þáttur. Ég var
aftur á móti ails ekki viðbúinn slíku
efni og kannski var svo um fleiri.
Líklega töpum við Íslendingar miklu
á því hve litið samband við höfum við
franska menningu og franska heim-
inn, sem er býsna stór. Margt sem þar
fer fram er víst orðið afskaplega
bjagað, þegar það hefur farið í
gegnum engilsaxneska síu frétta-
stofa í London og New York.
-ÓG.
-