Dagblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 10
10 'Útgefandi: Dagblaflifl hf. * “------ . _________ _ ____ _ Framkvmmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritatjóri; Jdnaa Kilat|ánaaon. —* RitstJómarfuRtníi: Haukur Halgason. Fréttastjóri: Ómar Vaidimarsson. SkrHstofustJÓH ritstjómar: Jóhannas Raykdal. (þróttir: HaBur Sknonarson. Manning: Aðalstainn Ingólfsson. Aóatoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Páisson. Olaðamann: Anna Bjamaaon, Atfl Rúnar HaHdórsson.AtJi Steinarsson, Ásgair Tómasson, Bragi Siguröason, Dóra 8tafánadóttk, EHn Albartsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur1 Gairsson, Sigurður Svarrisson. Hönnun: Hilm*r Kartsson. Ljósmyndir: Ami PáH Jóhannsson, BjamiaHur BjamlaHsson, Hörður VHhjáknsson, Ragnar Th. ~3Jg- urðsson, Svainn Þormóðason. Safn: Jón Ssavar Baldvinsson. SkrHstofustJóri: ólafur EyJóHsson. GJaldkari: Þráinn ÞoriaHsson. Söiustjóri: Ingvar Sveinsson. Diajflag- arstjóri: Már E. M. Hafldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgralðala, áskriftadafld, auglýsingar og skrifstofur Þvarholti 11. - ‘ Aðalsimiblaðainsar 27022 (10 Ifnur) n i. Hugsjón og heimsvaldastefna Þau lönd, sem nú heita Vietnam, Laos og Kampútsea, voru einu sinni kölluð franska Indókína. Sá heimshluti hefur sýnt i hnotskurn þrjár samfelldar kynslóðir heimsvaldastefnu, samfara miklu og vaxandi blóðbaði. Fyrst reyndu Frakkarárangurslaustað hindra hrun hins hefðbundna, evrópska nýlenduveldis. Síðan komu Bandaríkjamenn til skjalanna með nýlendustefnu eftirstríðsáranna, undir merkjum hins alþjóðlega löggæzlumanns. Þegar hin bandaríska útgáfa heimsvaldastefnunnar hrundi í Indókína, kom í ljós hin þriðja og nýjasta, sú eina, sem skiptir máli i heiminum um þessar mundir. Það er rússneska heimsvaldastefnan að baki stórviet- namsks leppríkis. Þessi heimsvaldastefna er mismunandi opinská. Sums staðar í heiminum felst hún í beinni hernaðar- íhlutun, svo sem um þessar mundir í Afganistan. Víðar eru þó hafðir leppar á oddinum, svo sem Kastró og Kúbustjórn. Rússland kostaði hernað Kúbumanna í Angóla og Eþiópíu, alveg eins og það kostar núna tilraunir Vietnama til að gleypa Laos og Kampútseu og koma á fót stór-vietnömsku ríki á öllu landi hins gamla, franska Indókina. Valdaskákin í Indókina er hefðbundin. Menn gera bandalag við þá, sem eru hinum megin við nágrann- ann til að dreifa kröftum hans á fleiri landamæri. Lík- iega er þetta elzta aðferðin í stappi milli ríkja. Rússland kom sér upp leppríki í Vietnam lil að þrengja að nágranna sínum og andstæðingi, Kina, úr hinni áttinni, úr suðri. Kína svaraði með því að koma sér upp leppríki að baki Vietnams, hinni illræmdu Kampútseu. Með þessu binda Rússar nokkurn hluta hernaðar- máttar Kína á suðurlandamærunum og Kínverjar binda nokkurn hluta hernaðarmáttar Vietnams á suð- vesturlandamærum þess og í Kampútseu. Þetta er hreint skólabókardæmi. Heimsvaldastefna Rússlands er ekki ný af nálinni. Hún er eðlilegt framhald af stefnu keisaradæmisins. Sovétríkin og leppríki þeirra eru eins konar Stór-Rúss- land undir hugmyndafræðilegri skikkju stalinsimans. Hin hugmyndafræðilega skikkja er alltaf að verða niikilvægari þáttur heimsvaldastefnu. Eiginhagsmun- irnir voru opinskárri í tíð gömlu, evrópsku nýlendu- veldanna, þótt óljóst væri talað um nauðsyn siðmennt- unar villimanna. Bandaríska heimsvaldastefnan var nýtízkulegri, klædd í fögur klæði frelsis og mannhelgi. Bandarikin voru hinn hvítklæddi riddari, sem varði þjóðir heims gegn hinum eldspúandi dreka stalinismans. Heimsvaldastefna stalinistanna í Kína og Rússlandi hvílir á enn mótaðri hugmyndafræðilegum grunni. Hugsjónin er svo sterk, að heilum stéttum manna hefur verið útrýmt í Kampútseu. Sagt er, að rífa þurfi niður til að byggja upp nýtt. Vaxandi hugmyndafræði í heimsvaldastefnu hefur gerl hana mun grimmari en áður. Fjöldamorð og þjóðarmorð eru framin með köldu blóði í þágu hinnar miklu hugsjónar, þúsund ára ríki stalinismans. Engum nema sannfærðum hugsjónamönnum getur dottið í hug að útrýma heilum stéttum manna í landi sínu. Engum nema slíkum getur dottið í hug að leggja óyfirstíganlega steina í götu alþjóðlegs hjálparstarfs. ' íbúar Indókína hafa nú á nokkrum áratugum mátt þola þrjár kynslóðir heimsvaldastefnu, hverja þeirra magnaðri hinum fyrri. Örlög þessa fólks eru hörmu- legri en orð fá lýst. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980-. Lygi, haigalygi ogstatistik Margoft hefur verið sýnt fram á þá staðreynd að það er til lygi, haugalygi og svo statistik. Allar upplýsingar geta leitt til misskilnings vegna þess að þær eru í sjálfu sér takmarkaðar. Einkum á þetta þó við um svonefnd- ar statistiskar (tölfræðilegar) upplýs- ingar. Með þeim fáum við ýmiss konar fróðleik um heiminn og ein- stök lönd og á tölfræðilegum upplýs- ingum byggjum við ýmsar hugmyndir okkar um fjarlæg lönd og heimsálf- ur. Við skulum taka dæmi af tölfræði- upplýsingum um ríki eitt, þar sem rikir uppreisnarástand og borgara- styrjöld. Allir þjóðvegir, nema tæplega 200 kílómetrar, eru i höndum skæruliða eftir að kvölda tekur. Vitað er að á milli sextiu og sjötíu manns falla á hverjum degi og á viku hverri undan- farið hafa verið gerðar 150 til 160 árásir hryðjuverkamanna í aðalborg- uni landsins á hverri viku. Ef skæruliðum tekst að vinna sigur á stjórnarhernum þá sitja þeir í sömu súpunni og núverandi ríkisstjórn. 1 landinu eru rúmlega níu af hverjum tíu ibúum ólæsir og óskrifandi. Meðaltekjur ná ekki jafnvirði 75 dollara á ári og einn þriðji allra barna, sent fæðast deyja innan eins árs frá fæðingu. Hvaða ríki er þetta? Gæti það hafa verið Nicaragua áður en sandinistar náðu þar völdum á síðasta ári eða Afghanistan um þessar mundir? Ofangreindar tölur gætu sem bezt átt við þessi riki en þó hafði ég þau alls ekki í huga, heldur Spán árið 1811. — Spán á síðustu valdadögum Napoleons þar. Að sjálfsögðu var enginn þá sem safnaði slíkum upplýsingum. Aftur á móti fullyrði ég það að þessar ágisk- anir mínar um ástandið á Spáni árið 1811 eru alveg jafn réttar og þær töl- fræðilegu staðreyndir, sem við fáum um bæði Niearagua og Afghan- istan í dag. Þessar upplýsingatölur segja nefni- lega afskaplega lítið um raunverulegt ástand í löndunum. Ekki er hægt að draga neinar ályktanir um hvort íbúar landsins séu við hungurmörkin, ,í þeim skilningi sem við leggjum nú í það orð, eða séu aðeins sparsamir og búi að sínu á gamla mátann. Peningalekjur fólks i fjallahéruð- um Afghanistan eru mun lægri en þeirra, sem búa í fátæktarhverfum Kalkútta á Indlandi. Sama máli gegnir um hlutfall þeirra, sem læsir ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer eru og skrifandi. Þeir eru vafalaust hlutfallslega fleiri í Kalkútta en i afghönskum fjallaþorpum. Þeir sent þekkja lil raunverulegra aðstæðna á báðum stöðum eru þó ekki í neinum vafa um að raunveruleg lífskjör fjallabúanna eru til muna betri. j raun þá eru hinar alþjóðlegu töl- fræðilegu upplýsingar sem bornar eru á borð fyrir okkur nijög misvis- andi, þegar verið er að gefa upp- lýsingar um hin fátæku ríki þriðja heimsins. Einnig gela tölfræðiupp- lýsingar verið mjög til misskilnings í þróaðri rikjunt. Sem dæmi má taka þá „velþekklu staðreynd”, að Bretland er stöðugt að færast nær hópi hinna fátækari Evrópuþjóða. Þessi þróun varð mikið til umræðu í kosningabarátt- unni þar i landi, þegar árið 1970 og 1974. Samt sem áður er það staðreynd að vegfarandi i London átti tillölulega jafnmikið á hættu að verða fyrir Rolls Royce bifreið á götum London eins og hætta var á að lenda fyrir Mercedes Benz á götum Frankfurt am Main. Reyndar sýndi það sig einnig í töl- fræðilegum upplýsingum, sem Sam- einuðu þjóðirnar gáfu út snentma á síðasta ári, að neyzla á hvern íbúa hafði verið mjög svipuð í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi fyrri hluta átt- unda áratugsins. Það er að segja þegar bæði var tekið tillit til tekna einstaklinga og almenns verðlags á ýmsum vörum í þessum tveim ríkj- um. Þarna staðfestu tölfræðilegar upp- lýsingar það, sem allir gátu séð með eigin augum. Aftur á móti þurfti þá að velja réttar tölur lil að bera saman. Jafnvel þó valdar séu rétlar tölur til að draga ályktanir af, þá er ekki víst að rétt niðurstaða fáisl. Brúttó (verg) þjóðarframleiðsla er mjög notuð þegar verið er að fá fram efna- hagslega velgengni þjóða. Inn i þá tölu fást aftur á móti aldrei aðrar upplýsingar en þær sem fara um hið opinbera efnahagskerfi. Þessu til nánari útskýringar má taka tvö riki til samanburðar, Banda- ríkin og Indland. í báðum þessum ríkjum neytir fólk matar síns og hann er að sjálfsögðu eldaður og mat- reiddur. Að vísu er það ntagn sent hver íbúi Bandaríkjanna neytir nokkru meira en Indverjar almennt neyta en það er ekki atriði í þessum samanburði. Á Indlandi er nær öll sú fæða sem neylt er að mestu matreidd á heimil- unum. Húsmæðurnar fá hráefnið nær óbreytl eins og það kemur frá bændunum eða jafnvel eigin garði. Ekkerl af þeirri matreiðslu og ekkert af eigin ræktun heimilisins sjálfs kemst inn á efnahagsskýrslur. í Bandarikjunum er hins vegar gífurlegur matvælaiðnaður, sem til- reiðir slóran hluta þeirra ntatvæla sem fólk þar neytir. Jafnvel þannig að ekkert þarf að gera nema hita fæðuna og stundum jafnvel ekki einu sinni það. í Bandarikjunum er einnig viðamikil dreifing á matvælum, þannig að matvæli sem frantleidd eru í Kaliforniu lenda að lokum á diski fólks i New York. í Bandaríkjunum eru einnig milljónir fólks sem borða allan sinn mal á ýmsum veitingahús- um eða mötuneytum. Öll þessi tilreiðsla og flutningur og sala á tilbúnum mat bætist við svo- nefnda brúttóþjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Þannig verður hún af þessunt ástæðum mun hærri þar í landi en Indlandi þó svo ibúar beggja landanna borði mal, sem matreiddur hefur verið á hefðbundinn hált. Mismunurinn á brútlóþjóðarfram- leiðslu Indlands og Bandarikjanna stafar sem sagt að stórum hluta af þvi að rikin eru á mismunandi tæknistigi eða að þróun verkaskiptingar er komin á hærra stig i Bandarikjunum en Indlandi. McDonald’s veilingahúsin í Bandarikjunum selja hamborgara og aðra einfalda rélli til milljona viðskiplavina. Þessi veitingahúsakeðja nær um öll Bandaríkin og er vafalaust ein sú slærsta í heimi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.