Dagblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980. 3 Fjarskiptin fóru öll í handaskolum: Radíóamatörar gætu sett fyrir lekann -ssssr" Guðjón Einarsson, radíóamatör hafði samband við Dagblaðið vegna umræðu um flugslysið á Mosfells- heiði og hve mjög fjarskipti öll þar fóru í handaskolum. „Margir radíóamatörar skilja ekki, hvers vegna aldrei er leitað til þeirra. Hefði radíóamatör verið við þyriuslysið hefði hann getað haft samband við hvaða stað sem er þaðan. Radíóamatörar hafa 'vissa tiðni sem engir hafa nema þeir. Erlendis eru radíóamatörar fyrstu menn sem kallaðir eru af hernum vegna þekkingar sinnar. Hjálparsveitirnar hér virðast hins vegar ekki hafa áhuga á aðstoð okkar. Það er ekki sýndur neinn áhugi á að hafa þessa menn með i ráðum. Samt var það fjarskipta- kerfið sem brást og þetta eru menn- irnir sem geta bætt úr því. Radíóamatörar tala í stöðvum sinum út um allan heim og þar er enginn hluti heimsins undanskilinn, og þeir eru algjörlega verndaðir á sinni tíðni. Þeir hafa lika gengið í gegnum erfið próf hjá Landsíma íslands eftir alþjóðlegum lögum. Það er furðulegt að ekkert sé gert i þessum málum núna, þegar komið hefur í Ijós þetta veikleika- merki i öllu hjálparstarfi hér á landi,” sagði Guðjón. Tómas Árnason, fyrrverandi fjár- málaráðherra. Tómasi verði falið að mynda vinstri Gripið simann Oeriðgóð kaup Spurning dagsins Hvernig leggst árið 1980 íþig? Erla Vilhjálmsdóltir hárgreiðsliidama: Ágællega, ég vona að þelta vcrði gott ár. Ingibjörg Lárusdóttir nemi: Ig veil ckki. Ég hugsa að það verði jafngott og siðasta ár. ísak Jónsson bakari: Það leggst svo sem engan vcginn i mig. Þó frckar illa. Mér finnst svart frant undan i þjóðmál- uhunt. Magnús Svavarsson nemi: Frckar illa. Sveinbjörg Hermannsdnllir, vinnur á Borgarspílalanum: Nokkuð vel. F.g vona að áslandið í stjórnmálum og ýmsum málum öðrum fari balnandi. stjóm Framsóknarmaður hringdi: Nú þegar ljóst er að stjórnarkreppa er skollin á vil ég gera það að tillögu minni að Tómasi Árnasyni verði falin stjórnarmyndun. Tómas er að mínu mati okkar hæfasti stjórnmálamaður og þótt Steingrími hafi ekki tekizt að mynda vinstri stjórn er ég ekki í nokkrum vafa um að Tómasi tækist það. Síðan ætti hann að sjálfsögðu að verða forsætisráðherra. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholtiii sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.