Dagblaðið - 05.01.1980, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980.
Þrettándirai er á morgun: ^
GANGIÐ VEL FRA „
Látið aldrei neitt geymsludót í ógagnsæja plastpoka
— Það er vísasti vegurinn til þess að „týna” hlutunum
JÓLUNUIVT’
Þreltándinn er á morgun og har
með er þessum jólum formlega lokið.
Það er au/i hentugt þegari
þrettándinn er á sunnudegi, í það
minnsta fyrir útivinnandi húsmæður,
;sem geta þá notað frídaginn til þess
að taka niður og ganga frá jóla-
skrautinu. Fált er ömurlegra en jóla-
skraut sem hangir uppi langt fram á
vetur, — grenigreinamar orðnar
'nálarlausar og skrautið rykugt og
visið. Hins vegar finnst mér ekkertj
að því að hafa greinar sem enn eru
stálnar og frisklegar áfram í vösum
með vatni, ef aðeins allt skraut, eins
og jólasveinar, slaufur og kúlur er
fjarlægt.
Hver hlutur á
sínum stað
Mikilsvert er að ganga vel og
skipulega frá jólaskraulinu. Með þvi
móti er hægt að nota sama skrautið
ár eftir ár. — Langhentugast er að
geyma skrautið í kössum, en vefja þvi
inn í eldhúsbréf eða annan mjúkan
pappír áður. Taka á perurnar úr jóla-
trésljósasamstæðunni og geyma þær
sér i kassa. Þegar búið er að taka
samstæðuna af trénu er gott að
prófa hvorl allar perurnar sem til eru
séu heilar og fjarlægja þær sem ekki
kviknar á. Það er ekki sérlega vitur-
legt að standa uppi næsta aðfanga-
dag, þegar búið er að loka öllum
verzlunum og vanta peru í
samstæðuna. — Pakkið perunum
varlega inn, helzt í kassa með
hólfum, þannig að hver pera hafi sitt
hólf.
Kúlum af jólatrénu er bezt að
pakka saman i skókassa og vefja þá
hverri kúlu í mjúkan pappír. Hægt er
að nota sania pappírinn ár eltir ár.
Hreinlegast er að taka mosa og
laukjurtir úr skálum og þvo þær,
þannig að skálarnar séu geymdar
hreinar og allt smáskraut látið saman
i poka eða kassa. i rauninni er
hentugast að geyma þessar skálar og
körfur ekki með jólaskrautinu sjálfu.
Það getur verið gaman að grípa til
skálanna sjálfra á öðrum líma en í
sambandi við jólin, eins og l.d. I'yrir
páskana.
Merkiðkassana
greinilega
Þegar búið er aðganga vel frá öllu
er langhentugast að láta alla kassana
og pokana saman í slóran kassa og
merkja vel utan á umbúðirnar hvað í
þeim er. Einu sinni kom fyrir heima
hjá mér að við fundum ekki jólatrés-,
Ijósasamstæðuna hvernig sem leitað,
var. Allt annaðskraut fannst, en það
var geymt í mörgum kössum, hér og
þar í geymslunni. Ljósasamstæðan
fannst ekki fyrr en löngu eftir jól,
þegar einhver ætlaði á skíði. Hún
hafði verið látin í svartan plastpoka
og stungið inn í skápinn þar sem
skíðaskórnir voru geymdir!
Það er þvi alveg greinilegt að
óhentugt er að nota öðruvísi
plastpoka en gagnsæja, og gildir það
i rauninni unt alll geymsludól.
Jólakortin geymd
sér á parti
í þessu sambandi má einnig benda
á það að það borgar sig að ganga vel
frá jólakortunum er heimilismcnn
fengu. Það er nauðsynlegt að geyma
Þetta jólalré er að vísu alls ekki farið
að láta á sjá. Þetta er kanadiskur
þinur, sem hefur verið vandlega
vökvaður i jólalrésfólinn.
DB-mynd RagnarTh.
kortin á visum stað, — þó ekki með
jólaskrautinu, þar til næsta ár. Það
er alllaf leiðinlegt ef maður gleyntir
að senda einhverjum jólakveðju. —
Langbezt er að skrifa lista með
nöfnum og heimilisföngum þeirra
sem senda manni kort — og einnig
lista yfir þá sem maður sendir kort
sjálfur. Gömlu kortin má nota næsta
ár ef börnin á heimilinu búa sjálf til
jólakortin. Hægt er að klippa falleg-
ar myndir af gömlu kortunum og
líma á heimagerð kort.
Hvað sem öðru liður þá er alltaf
ágætt að hafa góð fyrirheil á
prjónunum. Eins og sagt er, þá
launar það sig í seinna verkinu sem
gert er í hinu fyrra, í sambandi viðað
ganga vel frá „jólunum”.
-A.Bj.
Upplýsingaseðill
til samanbiirðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvaö kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun
meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið
þér von i að fá fría mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar.
Kostnaður í desembermánuði 1979.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö
Alls kr
m» /k i v
Fjöldi heimilisfólks
Kryddsoðinn bauti
I kg nautakjöt úr framparti eða
læri er skorið í sneiðar og barið vel
en síðan kryddað með salti og pipar.
Velt upp úr hveiti og brúnað á vel
heitri pönnu. Kjötið er síðan sett yfir
til suðu í kjötsoði eða vatni. Meðal-
stór laukur er saxaður í smátt og
brúnaður á heitri pönnu. Honum er
bælt út í soðið ásamt lárviðarlaufi
og heilum pipar. Þegar kjötíð er soðið
vel meyrt er það fært upp úr og soðið
jafnað með smjörbollu eða hveiti-
jafningi. Sósan er soðin góða stund
og sigtuð yfir kjötið. Bragðbætt og
kryddað ef með þarf. Framreilt með
soðnum kartöfium eða kartöflumús.
Hráefni
I kg nautakjöl úr framparti eða læri.
500 g kartöflureða kartöflumós.
1 laukur
lárviðarlauf,
heill pipar, salt og hveiti eftir
þörfum. Verð í kringum 2000 kr.
ELDHUSKROKURINN
Hlutun og hagnýt-
ing á svínakjöti
Svínshöfuð eru notuð i sultugerð eða
reykt. Háls er niðursneiddur,
steiktur heill, soðinn nýr, saltaður
eða reyktur. Einnig hlutaður í smá-
steikur. Bógur er hagnýttur á sama
hátt nema ekki i sneiðar.
Framhryggur er sneiddur í
kótelettur, steiktur heill eða saltaður
og reyktur í hamborgarhrygg.
Afturhryggur er heilsteiktur,
notaður í hamborgarhrygg og í ýms-
ar pönnusteikur. Siðan er ýmist
söltuð eingöngu eða söltuð og reykt.
Slögin eru notuð í rúllupylsu eða
aðra kjötvinnslu. I.æri er steikt i
heilu lagi, eða saltað og reykt. Innan-
lærisvöðvinn er nolaður i sneiðar.
Skankar eru saltaðir en fælur
saltaðir cða reyklir. I.undir eru ým-
isi heilsleiktar eða notaðar i
pönnusleikur.
Næst víkur sögunni að innyflum.
1. kombur, 2. hryggur,
8. bógur, 9. bóglaggut
4. huppur. S. lundir, 6. ti8o, 7. bringa
Grófbrytjaður svínsskrokkur. Þarna
má sjá hvaðan af skrokknum hver
biti er.
DB á ne ytendamarkaði