Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980. Landogsynir: Hesturinn var ekki drepinn Úr kvikmyndinni Land og synir. Hrrmann Rajjnarsson hrinjjdi: Ég l'6r að sjá kvikmyndina I.and og syni i gærkvöldi. i hv< sambandi langar mig til að spyrja hvorl hcsturinn i myndinni hafi verið drcpinn i rannveruleikanum. Mér I'innst það óhugnanlegt ef þcir hafa drepið hestinn lyrir þetta atriði. Svar: Dagblaðið lcitaði lil eins þeirra er tóku þátt i gerð niynd- .arinnar. Hann sagði að hesturinn hcfði vissulcga ekki verið drepinn. Hins vegM hefði og látinn lalla i ákveðna atriði. hann verið svæfður höndum fyrir þetla GUNNLAUGUR A. JÓNSSON Frá ólympiuleikunum 1976. Lærum aldrei af reynslunni sendum enn á ólympíuleikana þrátt fyrir hrakfarir Sigurður Guðmiindsson skrifar: Aldrei virðast íslendingar gcta lært al' reynslunni: Þrátt fyrir hörmulegan árangur á l'yrri ólympíuleikum erenn farið með hóp leikmanna og fararstjóra vestur til Lake Placid í Ameríku. — Og hver er útkoman i fyrstu greininni, 30 km eöngu? Tveir gáfust upp í brekkunum (sem þó eru li’tlar) en þriðji keppandinn varð sjötti i röðinni — aftan frá talið. — Mér finnst vcl við hæfi að láta hér fylgja erindi Jóns prófessors Helgasonar, frá 1956. P.S. Aðeins einu sinni hefur þátltaka íslcndirtga verið þeim til sóma: Það var Ástralíu-förin 1956, en þangað fóru tveir leikmenn og einn farar- stjóri og uppskeran varð ein silfur- verðlaun. Ólympíuleikar Undir blaktandifánum og herlúbrum hvellum oggjöllum sig hópaði þjóðanna safn, þangað fór og af íslandi flokkur af keppendum snjöllum ogfékk á sig töluverl nafn: Iþeirri íþróll að komast aflur úr öllum var enginn I heimi þeim jafn. „Viö eigum ekki að láta stjórnmálamenn segja okkur fyrir um hvað við eigum að horfa á,” segir B. B. Keflavíkursjónvarpið: Eiga stjómmálamenn að ráða því hvaða ef ni fólk horfir á? B.B. hringdi: Mér lízt vel á hugmyndir sem ttpp hafa komið um að Íslendingum verði gert klcilt að fylgjast með út- sendingum Keflavikursjónvarpsins. Erlendis getur fólk valið úr fjölda sjónvarpsstöðva. Hér höfúm við aðeins íslenzka sjónvarpið en við eigum alla möguleika á að geta fylgzl með sjónvarpinu af Keflavíkurflugvelli ef þröngsýni stjórnmálamanna kæmi ekki í veg fyrir það. Það vikkar sjóndeildarhring fólks að geta að einhverju Ieyti valið um sjónvarpsefni Irá mismunandi stöðvum. Þá mundi bandaríska sjónvarpið auðvelda fólki enskunám til mikilla muna. Samskipti íslendinga við umheiminn eru orðin svo mikil að allir þurfa á enskukunn- áttu að halda. Þar nutndi sjónvarps- stöðin á Keflavíkurflugvelli hjálpa mikið upp á sakirnar. Allt tal um að íslenzkri menningu sé hætta búin af slíkum sjónvarpsút- sendingum er auðvitað eins og hvert annað bull. Ef menningin okkar þolir ekki slíka samkeppni þá er hún ekki merkileg. Síðast en ekki sizt er þetta auðvitað spurning um mannréttindi. Við eigum ekki að lála stjórnmála^ menn segja okkur fyrir um hvað við eigum að horfa á. Slíkar tilhneigingar eru nrjög áberandi hjá islenzkum stjórnmálamönnum, að vilja hafa vit fyrir fólki hvað það drekkur, livað það les og á hvað það horfir. Þarna gætir nákvæmlega sömu tilhneiging- arinnar og í Sovétríkjunum, aðeins ekki i eins rikum mæli. Skákkennslu í sjónvarpið Skúkunnandi skrifar: Nú þegar Reykjavikurmótið i Raddir lesenda Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið skák er hafið og sjónvarpið er með daglega skákþætti frá mótinu langar mig til að gera það að tillögu minni að sjónvarpið taki upp fasta skák- þætti þar sem grundvallaratriði skákarinnar verði kennd. Slikir þættir hafa áður verið í sjónvarpi og þeir hafa notið mikilla vinsælda. Skák er mjög heppilegt sjónvarpsefni og skemmtilegt. Það hel ur sýnt sig þegar boðið hefur verið uppáþessa þætti. Mér finnst líka koma til greina að gera skákina að skyldunámsgrein í skólum. Þó held ég að betur færi á þvi að láta sjónvarpið sjá um þessa kennslu því skákin er fyrir fólk á öllumaldri. Það er einsdæmi í heiminum að jafnlitil þjóð og Íslendingar geli státað af þvi að eiga tvo stórmeistara í skák og fimm alþjóðlega meistara. Raunar er ísland eina Norðurlanda- þjóðin scm á tvo stórmeistara. Við Haukur Angantýsson, einn af fimm alþjóðlegum skákmeisturum íslend- inga. Islendingar eigum að leggja metnað okkar i það að viðhalda þvi góða nafni sem ísland hefur fengið i skákheiminum. Ein bezta leiðin til þess er að bjóða upp á skákkennslu i sjónvarpi allt árið um kring. Granarí-brauð: Bmgakaffl SVIKIN VARA? Gunnlaugur Albertsson hafði samband við I>B. Hann sagði að svonefnd granarí-brauð hefðu verið seld á tveim stöðum í bænum um nokkurt skeið, annars vegar uppi í Árbæ og hins vegar á mótum Njáls- götu og Barónsstígs. ,,Hér var um að ræða mjög gott gróft kornbrauð, sem var búið að ná miklum vinsældum. Nú eru þeir hins vegar famir að setja miklu ódýrara korn, hvitt hveiti, saman við. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa breytingu. Ég tel að þarna sé um svikna vöru að ræða.” V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.