Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980. 15 Lokakeppni NHRA1979 „Lélegt grip og mikið spól” Keppnistlmabili bandarfsku kvart- mílusamtakanna, NHRA, lauk í október síðastliðnum með elleftu stór- keppninni á árinu. Keppnin sem nefndist Winston World Finals var haldin á Ontario Motor Speedway i C'aliforniu en þar hefur þess> keppni verið haldin siðastliðin tíu ár, eða allt frá því að kvartmílubrautin þar var byggð. Ontario Motor Speedway kvart- mílubrautin er talin vera sú besta i Bandarikjunum vegna þess hversu slétt hún er og svo vegna þess að gripið i brautinni er jafnan eins gott og á verður kosið. Það hafa jafnan verið hrá hestöfl sem ráðið hafa sigrum á þessari braut og því hafa keppendur jafnan lagt mikla áherslu á að hafa hestana sina vel spræka þegar í loka- keppnina kemur. Fyrir sjö árum tókst Mike Snivel, fyrstum manna, að aka kvartmíluna á minna en sex sekúndum og fyrir.fjórum árum setti Don Garlits gildandi heimsmet sitt i kvart- míluakstri á þessari sömu braut. Met Garlits var 5.63 sek. og hefur það staðið óhaggað siðan. í sömu spyrnunni og Garlits setti tímamet sitt setti hann einnig hraðamet í kvart- míiunni. Fór hann þá yfir endalinuna á 421.15 km/klst. hraða. Flestir keppendanna i loka- keppninni gerðu fastlega ráð fyrir að Ontario Motor Speedway kvart- mílubrautin væri jafn góð og undanfarin ár en það var þó ekki. Brautin var mjög hál og misstu keppendurnir bilana iðulega upp i spól. Mikill munur var á brautunum og var það sú hægri sem var verri. Það heyrði til undantekninga ef bíll sem keppti á hægri brautinni sigraði. Undir lokin voru keppendumir hættir að reyna að spyma ef þeir lentu á henni og var það þvi auðveldur sigur fyrir keppandann á vinstri brautinni. Hlut- kesti er látið ráða hvor keppandinn fær að velja sér braut og má því segja að úrslit keppninnar hafi að miklu leyti ráðist af hlutkestinu. Helgina fyrir lokakeppnina hafði verið haldin kappaksturskeppni á dísildráttarvélum á brautinni og vildu margir kenna dráltarvélunum um hversu litiðgripvar í brautinni. Tveimur vikum fyrir loka- keppnina hafði NHRA verið með aðra keppni, Fall Nationals keppnina, sem haldin var i Seattle. Þar höfðu orðið óvenjumargar bilanir á kúplingum og veltur sem menn röktu til of mikils grips á brautinni. Þvi ákváðu keppnis- stjórnar NHRA að sleppa þvi að sprauta sérstökum efnum, sem auka grip, á Ontario Motor Speedway. Top Fuel flokkur Að þessu sinni voru það aksturs- hæfni og rétt stilltar kúplingar sem réðu sigri i atvinnumannaflokkunum, en ekki hrá hestöfl. Gamla kempan, Don Garlits, sýndi það og sannaði að enginn stendur honum á sporði í kvart- míluakstri. í aðalkeppninni felldi hann keppinauta sina hvern á fætur öðrunt úr keppninni en i lokaspyrnunni lenti hann á móti Rob Bruins. Bruins var þá þegar búinn að tryggja sér meistaratitil- inn í stigakeppni NHRA fyrir allt árið. Og þegar Bruins fékk að velja sér braut kaus hann að sjálfsögðu vinstri braul- ina sem var mun betri. En Garlits ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana og sýna að hann hefði lært eitthvað á 29 ára keppnisferli. Byrjaði hann á þvi að setja ballest aftan á bil sinn, til þess að hann myndi ná betra gripi. Garlits gætti þess að billinn spól- Keppinautar Bob Gliddens hafa einungis fengið að sjá þessa hlið bilsins hans, þ.e. afturendann á honum, um leið og hann hefur stungið þá af. aði ekki mikið i upphafi spyrnunnar og náði Bruins þá góðu forskoti. Þegar brautin var hálfnuð var Garlits þó bú- inn að ná honum og á endanunt skaust hann frani fyrir Bruins og sigraði. Besti timi Garlits í keppninni var 6.06 sek. og hraði hans var 404.27 km/klst. Það var þó Shirley Muldowney sem náði mesta hraða keppninnar eða409.75 km/klst. Funny Car flokkur Gordie Bonin átti auðveldan dag í keppninni þvi hann lenti alltaf á vinstri brautinni i keppninni. Sigur hans i lokakeppninni var f yrirha fnarlít ill. Besti tími Bonins í keppninni var 6.40 sek. og tími hans 394.76 km/klst. Sigurvegarinn i stigakeppninni þetta árið varð Reymond Beadle. Aðal keppinautur hans um heimsmeistara- titilinn var Don Prudhomme sem hefur sigrað í stigakeppninni fjögur árin þar á undan. En að þesssu sinni gekk honum illa og féll Prudhomme úr keppninni í fyrstu umférð. Pro Stock flokkur Úrslitin i stigakeppninni í þessum flokki voru ráðin fyrir mörgum mán- uðtim. Bob Glidden hefur verið algjör- lega einráður i flokknum á Plymouth Arrow bil sinum og unnið allar keppnir sent hann hefur tekið þált í. Loka- keppnin var engin undantekning og átti Glidden auðvelt með að vinna hana. Besti tínii Gliddens i keppninni var 8.60 sek. á 264.33 km/klst. hraða. Jóhann Kristjánsson. Sigurvegarinn i Funny Car flokknum, Gordie Bonin, kveikir í afturdekkjunum undir Bubble Up Firebirdinum f einni spyrnunni. Mótorhjólin voru að vanda mjög spræk en i mótorhjólaflokknum sigraði Jim Bernard á 7,98 sek. Bernard keppti á Yamaha hjóli. Ray Cook bar sigur úr býtum i Stock flokki (Standard flokkur) þegar hann vann Jeff Powers á 428 Cobra Jet Mustangnum. Cook var með hina frægu 426 Hemi vél i Dodginum sfnum. Timi Cooks var 11,55 sek. í Top Fuel flokki sigraði Don Garlits þrátt fyrir að hann keppti á verri brautinni. THE OLD MAN smoked TiisltfigSTjTT caught 3ncJ.pass.ed Rob Brums in íhe freewheeling Borgarspítalinn LAUSAR STÖÐUR SJúkraþjálfarar Lausar eru til umsóknar stöður sjúkraþjálfara í Borgarspítalanum. Um er að ræða fastar stöður og sumarafleysingar. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum skulu sendar yfirsjúkraþjálfara fyrir 10. marz n.k. Reykjavík 24. febrúar 1980. Borgarsphaimn Ein með öllu: Loke MIG argonsuðuvél. Sýður ál. stál og járn. A rgonsuðuvélar hafa reynzt frábærlega vel. Örfáum vélum óráðstafað úr vœntanlegri sendingu. Kynntu þér kjörin sem viðgetum boðið. Fylgstu með tímanum, fáðu hér eina með öllu. 0. ENGILBERTSSON HF Auðbrekku 51. Kópavogi, simi 43140. VÉLAVERKSTÆÐI SMIÐJUVEGI 9 A - KÓP. - SÍMI444451 • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxia og aöra slitfleti m/ryðfríú harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SÍMI 44445 FULLKOMIÐ MÓTOR- OG REIMIMIVERKSTÆOI Sænska skáldið og sálfræðingurinn Tomas Tranströmer kynnir skáldskap sinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir N0RRÆNA HÚSIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.