Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 23
23 Sjónvarp 9 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1980. Utvarp ' A Sjónvarp: Nýr íslenzkur framhalds- myndaflokkur með haustinu? ,,Já það er rétt að við erum þrir með hugmyndir um að gera nýjan framhaldsmyndaflokk i sumar. Allt er jietta þó enn á umræðustigi,” sagði Egill Eðvarðsson i samtali við DB. Egill, Björn Björnsson og Hrafn Gunnlaugsson hafa í huga að gera nýjan framhaldsmyndaflokk í léttum dúr ekki ósvipaðan og þættirnir Undir sama þaki sem sýndir voru hér fyrir tæpum þremur árum. Útvarps- ráð á þó enn eftir að gefa samþykki sitt fyrir þessum ráðagerðum þeirra þremenninga. „Ætlunin er að fá einhverja menn til að skrifa handrit þáttanna. Það eru fjölmargar hugmyndir uppi en þetta er allt saman. mjög skammt á veg komið. Þegar við gerðum þættina Undir sama þaki var það talið mjög hagstætt og kom mjög vel út fjárhagslega fyrir sjónvarpið. Við munum þvi reyna að fikra okkur á- fram,” sagði Egill. „Við skoðuðum um daginn þættina Undir sama þaki og þóttu þeir vera frekar barnalegir. Við ætlum þvi nú að reyna aftur og reyna betur. Ennþá hefur ekkert verið farið út i að finna heppilegt form á þættina. Þetta eru bara tillögur sem eru að fara frá okkur. El'þetta hlýtur undirtektir þá tekur tíma að skrifa efnisþráð, finna leikara, leikmyndir og fleira.” — Ykkur hefur ekki dottið i hug að gera framhald af Undir sama þaki? ,,Jú, á sínum tíma vildum við gera átta þætti i viðbót af þeim þáttum. En það var ekki samþykkt. Núna er of langt um liðið síðan þættirnir voru sýndir.” — Verður Undir sama þaki sýnt aftur? „Nei, þetta efni fékk góðar viðtökur á sínum tíma en ég held ekki að það sé grundvöllur til að sýna það aftur.” —Áttu von á því að þessi hugmynd ykkar verði samþykkt i útvarpsráði? „Nei, ég á ekkert frekar von á þvi,” svaraði Egill Eðvarðsson. Við hin verðum bara að biða og vona með þeim Agli, Birni og Hrafni. -ELA. Hrafn Gunnlaugsson, Egill Eðvarðsson og Björn Björnsson fengu verðlaun fyrir vinsælasla sjónvarpsþátlinn á Stjörnumessu DB og Vikunnar árið 1978. Það var þátturinn Undir sama þaki. Nú hafa þeir félagar í hyggju að gera annan þátt — eða þætti — og betri. DB-mvnd RagnarTh. lof ar—það er að segja útvarpsráð UM FRÍKIRKJU í REYKJ AVÍK—útvarp kl. 11,00 í fyrramálið: r r FRIKIRKJANI HUNDRAÐ ÁR „í fyrra erindi mínu skildi ég við fyrsta íslenzka fríkirkjuprestinn, séra Lárus Halldórsson, þegar hann var kominn til Reykjavikur," sagði séra Kolbeinn Þorleifsson í samtali við DB. í fyrramálið kl. 11.00 flytur Kolbeinn siðara erindi sitt og nefnist það: Um fríkirkju i Reykjavík. ,,í þessu erindi segi ég frá fríkirkjuprestum og orgelleikurum safnaðarins. Ég ræði um orgelið í fri- kirkjunni sem er merkilegasta orgelið og eitt af fáum sinum líkum i veröldinni. Ég segi einnig frá tengdasyni séra Lárusár, séra Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni i Ásum. Hann frarn- kvæmdi að mörgu leyli hugsjónirséra Lárusar í kirkjumálum hér á landi. I fyrra erindi mínu fjallaði ég um upphaf frikirkjuhreyfingarinnar á íslandi og stofnun fríkirkjunnar á Eskifirði. Einnig fjallaði ég um það mál sem reis milli séra Lárusar og kirkjuyfirvalda í Reykjavík út af af- brigðilegu kirkjustarfi hans upp úr 1880. Ég er aðeins að fjalla um þetta nú i tilefni af þvi að 80 ár voru í fyrra síðan frikirkjan var stofnuð og að 100 ár eru síðan borgarafundurinn var á Eskifirði þar sem samþykkt var Séra Kolbeinn Þorleifsson flyltir siðara erindi sitt um fríkirkjuhreyfinguna á íslandi í fyrra- málið. Séra Kolbeinn starfar nú að fræðimennsku. Hann var sóknar- prestur á Eskifirði i 4 ár. DB-mynd Bjarnleifur. að séra l.árus segðisig úr lögum við þjóðkirkjuna og stofnaði fríkirkiu." sagði séra Kolbeinn Þorleifsson.EI.A. MEIRA FYRIR BÖRNIN Barnaefni er að aukast í sjónvarp- inu og er það vel. Þó má gera betur. Teiknimyndin um Tomma og Jenna er vel þegin, sérstaklega af því að hún skýrir sig sjálf án oröa. Það hefur oft viljað brenna við, að slíkar erlendar teiknimyndir færu fyrir ofan garð og neðan vegna þess að þeim fylgdi erlent tal og íslenzkur texti á skjánum. Vart er hægt að búast við þvi að börn undir 9—10 ára aldri hafi veru- legt gagn af slíku. Það verður þvi að mælast til þess að íslenzkt tal sé sett inn á myndirnar þar sem því verður við komið. Vetrariþróttir hellast yfir okkur á hverju kvöidi vegna ólympíuleikanna i Lake Placid. Slíkt er að vísu eðlilegt og vist hafa margir gaman af. En öllu má ofgera. Að fá yfir sig meira en klukkutímaprógram af einni stökk- keppni er fullmikið af því góða. Það hlýtur að mega klippa þættina sem hingað koma. Nægilegt hlýtur að vera að sýna okkur þá tiu beztu og síðan Islendinga detta út úr keppn- inni ef þvi verður við komiö. Botninn var sleginn i sjónvarps- kvöldið með fyrri hluta þáttar um málarann Marc Chagall og fögru konuna hans, Bellu. í sjónvarps- kynningu var sagt að gaman væri að þessu leikriti en gamanið fór alveg fram hjá mér. Ég barðist við löngunina að slökkva á tækinu áður en kæmi að dagskrárlokunum og lét undan freistíngunni. -JH. Ögmundur Jónasson fréttamaður. DB-mynd Ragnar Th.' UMHEIMURINN - sjónvarp kl. 22,30: MANNRÉTTINDI0G ÁSTANDIÐ í ÍRAN — meðal efnis í þættinum ,,Ég mun fjalla um Mið-Ameríku í þættinum og í þvi sambandi ræða við Sigurð Hjartarson sagnfræðing. Einnig mun Margrét Bjarnason, formaður íslandsdeildar Amnesty International, skýra stuttlega frá mannréttinda- brotum í Mið-Ameríku,” sagði Ögmundur Jónasson fréttamaður sjón- varpsins i samtali við DB þegar hann var spurður um þátt sinn Umheimurinn sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld k 1.22,30. ,,Þá mun ég ræða um ástandið i íran litillega og í þriðja og síðasta lagi verður rætt um ýmislegt sem menn leggja til grundvallar þegar þeir fella dóma um rikisstjórnir og meta málefni. í því sambandi ræði ég við Hannes Hólmstein Gissurarson og Kjartan Ólafsson,” sagði Ögmundur ennfrem- ur. Umheimurinn er fimmtiu minútna langur þáttur. -ELA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.