Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980. 11 leyft sér. Olíumálaráðherra írans, Ali Akhbar Moinfar, varaði landa sína fyrir nokkru við andbyltingarmönn- um sem tækju sér stöðu í biðröðum verzlana til að láta þær sýnast lengri en þær ella væru. Þó svo mikið verði vart við ótta við andbyltingarmenn er hann að öllum líkindum óþarflega mikill. Húsmæður og aðrir þeir sem annast matarinnkaupin hamstra allt sem hamstrað verður og rúmlega það. Bæði egg og smjör — vörur sem ekki geymast til lengdar — er mjög eftirsótt. Þetta mikla hamstur fólks hefur síðan leitt til alvarlegra ástands og þá jafnvel vöruskorts. Nú mun vera farið að vanta bæði kjöt, egg og oliu til húsahitunar. Húsmæður í Teheran láta sig hafa það að standa klukku- stundum saman í biðröðum við verzl- anir, síðan kaupa þær egg fyrir nánast hvaða verð sem er. Hafa þær ekki látið sér segjast af fullyrðingum stjórnvalda um að aukið framboð verði á eggjunum framvegis og dags- skammturinn verði 450tonn. í suðurhluta Teheran býr fá- tækari hluti borgarbúa. Þar birtast húsmæðurnar við dyr kjötbúðanna strax við sólarupprás og bíða þess að þær séu opnaðar. Hafa kjötkaup- menn neyðzt til að taka upp óopin- bera skömmtun á kjöti. Fær nú hver fjölskylda ekki nema tvö kílógrömm á viku. Þessum fátæku fjölskyldum mundi aldrei koma til hugar að kaupa svo mikið kjöt á viku hverri til eigin neyzlu. Hins vegar taka allir sinn skammt til að selja hluta hans á svörtum markaði. Kjötið í hverfum betur stæðs fólks í Teheran er til muna dýrara en í fátækrahverfunum. Hins vegar er þá nægilegt magn boðið fram af þvi. Nokkur skortur hefur verið á oliu til húsahitunar og hefur oliumálaráð- herra Írans viðurkennt það opinber- lega. Einkum hefur gengið erfiðlega að skipuleggja dreifingu oliunnar nægilega vel. Er þetta meðal annars talið stafa af því að ýmsir erlendir oliusérfræðingar hafa horfið frá íran á síðustu mánuðum. Hins vegar telja margir að olíu- skortur á þessu sviði stafi einkum af hamstri fólks. Nýlega var ákveðið að hver íbúi fengi ekki nema sem svarar 20 lítrum af oliu á viku til húsahit- unar. Flestir kaupa þennan skammt stöðugt en nota hann aðeins til að stútfylla þau ílát sem þeir hafa hand- bær. Engin hætta er á því að nokkur maður krókni af kulda i íbúarhúsum í Teheran. íranska ríkisútvarpið varar fólk daglega við þvi að taka þátt í hvers konar hamstri. Það sé líka óþarfi þar sem nóg sé af öilum vörutegundum fyrir alla. Byltingarráðið hefur komið á fót sérstökum sveitum lögreglumanna, sem eiga að koma i veg fyrir óþarfa vörusöfnun og óhæfilega hækkun á vöruverði. Fara sveitir lögreglunnar um götur, fylgjast með verði og hafa auga með fyrirtækjum sem grunuð eru um að hafa sérstakan hag af vöruskorti og hækkuðu verðlagi. Þeir sem gripnir eru eiga á hættu að vörurnar sem þeir hafa undir höndum séu gerðar upptækar, þeir síðan dæmdir í sektir eða jafnve! í hörðustu tilvikum að verða hýddir opinberlega. Þeir sem reka fyrirtæki og verzl- anir eru þeir einu sem óttast þessa nýju lögreglusveitir. Viðskiptavinirn- ir eru hinir ánægðustu þar sem þeim gefst þá kostur að kaupa þær vörur sem gerðar hafa verið upptækar fyrir mun lægra verð en áður. (Information) með frumvarpinu, en þar segir skýr- um stöfum að kyndingarkostnaður á Ísafirði sé 18,2% af ráðstöfunartekj- um þegar oliustyrkur hafi verið dreg- inn frá. Hér er allmiklu hallað frá réttu máli, þar sem borinn er saman olíu- kostnaður í árslok 1979 og tekjur sem svara til rniðs árs 1978. Hér er því I 1/2 árs munur í verðlagsgrundvelli. Ef miðað er við 50% verðbólgu á ári hefði mátt hækka ráðstöfunartekj- urnar um 80%, þá hefði t.d. niður- staðan orðið að kyndingarkostnaður í árslok 1979 væri um 14% af ráð- stöfunartekjum sem er vissulega nógu slæmt, þó ekki sé reynt að rugla þingmenn og almenning með ýkjum. Áætlaðar niður- greiðslur allt of lágar Eins og segir hér að ofan gerir frumvarpið ráð fyrir að greiða niður oliuhitunarkostnað um 59% og er þessi kostnaður áætlaður 7—8 millj- arðar króna. Þama virðast mikilvæg atriði gleymast eða vera falin. Nú er t.d. verð kílówattstunda til hitunar frá Rafmagnsveitum ríkisins rúmar 15 kr/kwst, en frumvarpið gerir ráð fyrir að verð kílówatt- stundar til hitunar með olíu greiðist niður úr 23,70 kr/kwst niður í 9,68 kr/kwst. Einnig eru nokkrar hita- veitur með hærra verð en 9,68 kr/kwst og flestar þeirra hitaveitna, sem eru áætlaðar og í byggingu. Allt þetta kerfi myndi raskast, ef nú ætti að vera ódýrara að hita upp með olíu. Ef eitthvert vit ætti að vera í galskapnum yrði verð rafhitunar, marktaxta til bænda og allra hita- veitna að grciðast niður fyir oliuhit- unarverðið. Einnig vantar hér kostnað vegna niðurgreiðslna olíu til raf magnsf ramleiðslu. Þessar niðurgreiðslur gætu þvi til samans orðið eitthvað á annan tug milljarða á ári miðað við núverandi verðlag. Erfitt gæti orðið að lækka ríkisútgjöld svo sú upphæð lægi á lausu. Mögulegar af- leiðingar frum- varpsins Eins og flestir hljóta að sjá mundi þetta frumvarp kippa grundvellinum undan flestum þam hitaveituáætlun- um, sem nú eru á döfinni. Það hefur komið í hlut sveitarstjórna í hverju byggðarlagi að vinna að framgangi hitaveitumála og yrði með þessu öll hvatning burtu tekin. Nógu miklir erfiðleikar hafa þegar verið skapaðir að óþörfu með fávis- legri dreifingu rafhitunar. Ákvörðun, sem var i aðalatriðum pólitísk, og nú virðist eiga að bæta gráu ofan á svart. Sem dæmi í þvi sambandi má nefna, að ekki kemst nema um 1/4 af hitagildi oliu i ofninn hjá notanda, þegar olian er framleidd með disilvél- um en með fjarvarmaveitu gæti þetta hlutfall verið 3/4 eða meira. Til eru hús hér á landi, sem hafa verið hituð upp með slíkji raforku síðastliðin 10 ár. Ef miðað er við 450 m1 húsið, sem í frumvarpinu segir að kosti í oliu um 1 milljón kr. á ári að hita upp, kostar olian 3 millj. kr. á ári til framleiðslu raforku til hitunar hússins. Notand- inn mundi þurfa að borga 600— 700.000 kr. af þessum kostnaði í báðum tilfellum. Að vísu er hér um allöfgakennt dæmi að ræða, en samt satt. Tii allrar hamingju er nú með hinum nýju orkuflutningslinum milli lands- hluta dísilkeyrsla til raforkufram- leiðslu til hitunar að verða liðin tíð. Eftir verður sá skaði, sem þegar er orðinn vegna rangra ákvarðana i hit- unar- og raforkumálum á síðastliðn- um áratug. Þar sem fjármunum hefur verið brennt upp, sem betur hefðu verið notaðir í fjarvarmaveitur eða annað sem leyst gæti upphitun húsa á hagkvæman hátt. Frumvarpið gerir ráð fyrir niður- greiðslu olíu til raforkuframleiðslu með dísilvélum. Ekki verður betur séð en hér sé verið að raska grund- velli ákvarðanatöku rafveitna. Til tekj þega i97»_8o „02. iarej.f.rl)in(t) 77 miL I Ed 112- Frumv.rp tíl laga “ m8Urgrei6slu ‘ uHu til upphitnnar húsa | - -«....«, ákveðin y uppSnTeuígfci'ðstn™ f™m w'nætta'út óteuXtoH? , sssrska'vera' forr‘« a«i,: .mrs^o w*;?d:ygz“\zTan‘r ibú8arhú~ ^ aPPbKe i. ™ ^™'cran„tr:',oe,:inrhirfai * Tnfrrara°V|Val“rheÍmÍla fyT^''í™™ógung‘hme °g 0nnarra hei,bri8Si raforkuþörf ,'lnk ISl‘Ík.S'di!íltööv™,0rkU frá —»8 veröa »« ,eyi samkvrtT'mgVsLY^vfs þTc ni'itLsTí cM hœUÍ skal ákve«a upphæð styrk sem næst að sama hundraíshiuta oK ritf’er JerU 1 hVeg7“ lilfclli «reid<i ni«i I rafmagns til úpphitSliarhÚMÍ"’.^"'^."^®* °Sk r,afvcilur nol“ 111 framleiSsl, Styrkir skutu ekki ta.dir «i, tekna viÆagningu opinherra gjalda, —Enginn, sem hefur möguleika * uppLl frá hHaveilU| 4 rí„ ý ^ „Veikleiki alls þessa kerfís er, aö sett er falskt verö á orku til upphitunar, svo komið er í veg fyrir viöbrögð, sem raunveru- legur kostnaður ætti að hafa í för meö sér.” þessa hafa vitleysurnar í þessum mál- um komið fram i hærra raforkuverði almennt og ekki verður séð ástæða til að fela þær enn betur i gegnum bein l'ramlög af almannafé. Veikleiki alls þessa kerfis er að sett er falskt verð á orku til upphitunar, svo komið er i veg fyrir viðbrögð sem raunverulegur kostnaður orku ætti að hafa í för með sér. Einstaklingur grípur auðvitað tækifærið í dýrri húsbyggingu að setja upp rafhitun, sem er ódýrari i stofnkostnaði ef hann á kost á því. Hann gerir sér ekki grillur út af þvi, þótt hitun húss hans kosti 3—4 milljónir kr. á ári ef hann sleppur sjálfur með 700.000 kr. á ári. Erfitt er fyrir bæjaryfirvöld að reka áróður fyrir hitaveitu, þegar vandamál upphitunar er komið yfir á rafmagnsveiturnar. Einstaklingur leggur ekki út kostnað við að klæða og einangra hús sitt cða skera niður orkunotkun til hitunar á annan hátt ef málið er leyst með þvi að láta aðra borga hit- ann. Byrjað á röngum enda Það er fáránlegt, að á sama tíma og svo öfgakenndar tillögur koma fram um niðurgreiðslu tolla og sölu- skattsfrírrar olíu til upphitunar, eru hindranir lagðar í götu þeirra er vilja leysa sin hitunarmál með því að skera niður olíunotkun. Allt efni og vinna sem til einangr- unar húsa þarf er söluskatts- og tolla- skylt. Sama cr um efni til hitaveitna. Olíunotkun til húsahitunar er nú um 100.000 tonn á ári og vegur þungl í innflutningi okkar. Þetta er vanda- málið, sem þarf og hægt er að lcysa. Þeir einstaklingar og hópar er hart hafa orðið úti vegna hækkaðs verðs eiga rétt á stuðningi samfélagsins til þess að leysa sín upphitunarmál. Það verður samt ekki gert án þátt- töku þessara einstaklinga og hópa eins og yrði, ef umrætt frumvarp næði fram að ganga. Bergsteinn Gizurarson verkfræðingur. J v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.