Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Liz Taylor á tvífara Hvar sem hún kemur og hverl sem hún fer er hún stöðugt umlukt að- dáendum. Hún má sig vart hreyfa. Hún heitir Jackie Frank — nei ekki Elísabel Taylor, og er svo nauðalik Elisabetu að alls staðar er tekið feil á heim. „Fólk vill ekki trúa mér þegar ég segi að ég sé ekki Elisabet Taylor,” segir hún. En Jackie hefur ekki farið flatt á þvi að líkjast Elisa- betu. Nú streyma til hennar tilboðin um að koma fram og hún hefur auk þess fengið mörg tilboð um að leika í myndum. Nú verður Jackie Frank bara að sætta sig við að vera svona lík frægri kvikmyndastjömu og haga sér eftir þvi. Stærri myndin er af Jackie og það verður að segjast með sanni að hún er sláandi lík Liz. Fimmtíu og fjögurra ára amma vinnur við námugröft ,,Mér hefur alltaf þótt gaman að tak- ast á við verkefnin og þess vegna hef ég nú fengið mér gullnámu,” segir fimm- tíu og fjögurra ára gömul bandarísk amma, Jennifer Roy, í viðtali við bandarískt vikublað. Hún á gull- og silfurnámu i hrjóstrugum fjöllunum nálægt Lone Pine i Kaliforniu. Þar er hún ein sins liðs með asnanum sínum og hundinum. Hún hefur riffil sér til verndar. Hún var gift kona og átti þrjú börn og hafði jafnan fjöldann allan af fósturbörnum. Árið 1970 voru öll bömin farin að heiman og hún reyndar búin að eignast sjö barnabarnabörn. Þá fór hjónabandið út um þúfur og hún skildi við mann sinn. Henni fannst ómögulegt að sitja auðum höndum og þvi tók hún sig upp og fór fótgangandi frá Kaliforníu til Texas og teymdi á eftir sér múldýr. Hún sagðist hafa viljað gjörbreyta lifi sínu og henni hefur svosannarlega tekizt það. En þrátt fyrir að hún sé þarna ein síns liðs í fjöllunum fer hún jafnan til byggða einu sinni í viku til þess að láta laga á sér hárið. Hún notar varalit þótt hún sé alein. skriðandi um dimm námugöngin. Þegar hún fór til Texas um árið heimsótti hún yfirgefnar stríðshetjur sem eru á spítölum einir og yfirgefnir. Hún varð svo hugfangin af „drengjun- um okkar” eins ög hún kallar þessar striðshetjur sem hafa misst bæði hendur og fætur að hún er ákveðin i að reisa handa þeim hæli, þar sem þeir geta átt athvarf og lifað áhyggjulausu lífi. Hún hyggst nota allan ágóða af nám- unni sinni í þessa hælisbyggingu og næsta sumar ætlar hún að ferðast um landið og safna fé til fyrirtækisins. Jennifer fer að jafnaði einu sinni I viku til byggða og Ixtur leggja á sér hárið. SÚQnaðurinn fékk súperson Christopher Reeve, leikarinn frægi dyrnar þegar hann leit dagsins ljós sem getið hefur sér gott orð sem fyrsta sinn. Barnsmóðir Christophers súpermaðurinn, varð faðir nú ekki er fyrirsæta að nafni Gae Exton. Hún alls fyrir löngu. Barnið reyndist vera sagði í samtali við blað eitt að hún drengur og súpermaðurinn var ekki hefðikynnzt Christopher þegar hann lengi að finna út að þetta væri raun- var að leika í myndinni Súperman. verulegur súpersonur. Síðan bætti hún við ,,hann er alveg Drengurinn fæddist í London og súper, það er aðsegja sonur minn.” var faðir hans rétt kominn inn um AFMÆLIÖSKUBUSKU Afmœlistónleikar Sinfóniuhljómsveítar fslands í HáskólabkSi 8. mars. Stjórnandi: Péll Pampichler Pálsson. Einleikarar: Kristján Þ. Stephensen, óbó; Pótur Þorvaldsson, celló; Einar Jóhannesson, klarí- nettu. Verkefni: Richard Wagner: Forieikur afl óper- unni Tannháuser; Vincenzo Bellini: Konsert { Es-dúr fyrír óbó og strengjasveit; Gabríel Fauré: Elégie op. 24 fyrír celló og hljómsveit; Carí María von Weber: Concertino fyrir klarí- nettu og hljómsveit; Pjotr Tchaikowsky: Sin- fónla nr. 41 f-moll op. 38. Afmælisósk Richard Wagner er eitt af .þeim. tónskáldum sem lengst af hafa staðið utan verkefnaskráa hljómsveitarinn- ar okkar. Leiðir það af sjálfu sér, því hljómsveitin hefur ekki haft þann mannafla sem til þarf að gera vel- flestum verkum hans viðhlitandi skil. Ég lít þvi á val Tannháuserforleiksins á þessari efnisskrá sem afmælisósk um að þannig verði um hnútana búið i framtíðinni að mannfjöldans vegna geti hún tekizt á við verk hvaða tón-l skálds sem er. Leikur hljómsveitar- innar bar þess að sjálfsögðu vitni að hún glímir ekki á hverjum degi við Wagner og hans líka. Túlkunin minnti mig frekar á þyt í laufskrúði grænna dala en þá Hvannadals- hnjúksheiðríkju sem mér finnst heyra til flutningi verka Wagners. Aðalsmerki Löngum hefur það þótt aðalsmerki hverrar góðrar hljómsveitar að hafa í sinum röðum góða einleikara sem gætu átakalaust stigið á stokk og leikið sóló. Einleikarar dagsins sýndu styrk hljómsveitarinnar á þessu sviði, ótvírætt. Kristján með sínum „gcntleman-lega” leik ogundurfagra tóni — Pétur, sem gladdi eyru áheyr- enda með mýkt og virðuleik cellósins og Einar með leikgleði sinni og mjög svo persónulegu túlkun. Allir hlutu þeir verðugt lof áheyrenda. Þeir eru allir þrír dæmi um hinn óbreytta liðs- mann, sem ekki er í minnstu vand- ræðum með að ganga fram fyrir. skjöldu, sé þess óskað. Vel að vanda Allar góðar hljómsveitir eiga sér uppáhaldstónverk. Slík óskaverk leika þær oft, líklega af því að flutn- ingur þeirra tekst ævinlega vel. Ekki man ég hvenær fjórða Tchaikowsky var fyrst á skránni, en þegar við lékum hana fyrir réttum átján árum hafði hún verið leikin a.m.k. einu sinni áður. Ég minnist ekki annars en góðs flutnings á þessari skemmtilegu sinfóníu, hvenær sem hljómsveitin okkar hefur leikið hana. Ekki brá hún vana sínum í þetta sinn, afmælis- barnið. Það var ekki að heyra að þessir hljómleikar hefðu í neinu hlotið siðri undirbúning en aðrir tónleikar sveitarinnar. Hefði þó mátt ætla að óhægt hafi verið um vik í þeim efn- um, þar sem hún stóð i ströngu við flutning nýs verks og erfiðrar efnis- skrár aðeins tveimur dögum áður. Slíkt tel ég ótvíræð merki um styrk hennar, og stjórnandans. Úr öskustó Afmælisbarnið (stundum vand- ræðabarniö), óskabarnið eða Ösku-' buska — Þorsteinn heitinn Valdi- marsson nefndi hana góugróður i umfjöllun sinni um fyrstu tónleika hennar. Ég kýs að velja samlikinguna viðÖskubusku. Sinfóníuhljómsveitin er í dag drottning í ríki þeirrar listar sem eitt sinn hafnaði í öskustó hjá íslendingum. En ekki varð hún að glæstri hefðarmey í einu vetfangi fyrir tilverknað góðrar guðmóður, eins og í ævintýrinu, heldur er tilvist þrítugrar sinfóníuhljómsveitar af- sprengi þeirrar þróunar sem hófst með að Helgi Helgason stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, fyrir rúmum hundrað árum. Muna mega menn það, að þegar Helgi vann það þrekvirki að hóa saman sjö mönnum í hljómsveit voru tvær af þekktustu fílharmóníusveitum ver- aldarinnar að halda uppi á sama af- mæli og hljómsveitin okkar nú. Guð- mæður á Sinfóniuhljómsveitin fleiri en öskubuska ævintýrisins, en eina vil ég þó nefna umfram aðrar, Lúðrasveit Reykjavikur. Það er sannarlega engin tilviljun, að níu af tíu félögum sveilarinnar sem leikið hafa með frá upphafi, þar af sex slrengleikarar, skuli um árabil hafa verið virkir félagar Lúðrasveitarinn- ar. í byrjun voru þeir rúmur helm- ingur meðlima Sinfóníuhljómsveitar- innar. Slíkt var á sínum tíma eðli- legur hlutur því að í lúðrasveitum var þá mesta hljómsveitarreynslu að finna, hérálandi. Um leið og ég óska Sinfóniuhljóm- sveit íslands !il hamingju með af- mælið og þakka henni fyrir allt sem hún hefur vel gert óska ég þess að svo verði frá málum gengið í fyrirsjáan- legri framtið, að henni verði tryggður sá tilvistargrundvöllur sem henni ber. - EM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.