Dagblaðið - 18.03.1980, Page 2

Dagblaðið - 18.03.1980, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980. f ' ■ ' Hugleiðingar um kjaramál: „Utgeröarmönnum svelgist á” —svo stóran hluta kökunnar fá þeir Jóhann Laxdal jr, bátsmaður á Guð- björgu ÍS 46 skrifar: Hinn neikvæði þáttur fjölmiðla Eitt aðaleinkenni verðbólgu er að krónunum fjölgar en verðgildið minnkar. Það sem fyrir fáum árum var talið í hundruðum er nú talið í þúsundum og það sem þá var metið til þúsunda er nú metið til milljóna. Þvi er það brýn nauðsyn að samning- ar um kaup og kjör séu í stöðugri endurskoðun. En þótt verðgildið sé lítiö þá er ennþá einhver sjarmi yfir orðinu milljón í hugum margra, eink- um fréttamánna fjölmiðla. Nú hefur það gerzt, að útgerðar- menn skuttogara á Vestfjörðum mata þessa sömu fréttamenn stanzlaust á upplýsingum um tekjur háseta áskip- um sínum. Svona uppblásnar æsi- fregnir eru engum manni sæmandi, allra sízt útgerðarmönnum, þvi þeir vita manna bezt að sjómennskan er ekki bara ship o hoj. Hún er líka híf- op og stanzlaus vinna. Siðast en ekki sizt er hún happdrætti. Og eins og í öllum happdrættum getur bara einn fengið stóra vinninginn, þ.e. orðið aflahæstur. Hvers vegna er þá alltaf verið að tala um toppana, undan- tekningarnar, en þagað um hitt, og fólki þannig gefin röng mynd af kjör- um íslenzkra sjómanna? Af hverju skýra útgerðarmenn ekki á sama hátt frá þvi sem að þeim snýr? Svo sem eins og hver útgerðar- kostnaðurinn er? Og hvað aflinn er í Þáttur fiskverðs í kjörum sjómanna En lítum nú á málið frá hinni hlið- inni. Eins og allir vita ákvarðast kaup sjómanna að mestu leyti af fiskverð- inu eins og það er á hverjum tíma og ósjaldan höfum við róið upp á væntanlegt fiskverð, sem svo oft á tíðum reynist allmiklu lægra en við höfðum búizt við og töldum réttlátt miðað við almenna kaupgjaldsþróun. En af hverju gerðu sjómenn aldrei neitt róttækt í þvi að fá þessu breytt? Af hverju fórnuðum við ekki stund- argróða fyrir langtima hagnað? Var kaupið svo lágt og kjörin svo bág hjá þorra manna að við höfðum ekki efni á því að hirða krónuna? Það hlýtur að vera. Þessi óánægja með fiskverð- ið stafar af því að viðmiðunargrund- völlur verðlagsráðs og yfirnefndar fæðir alltaf af sér lágmarksverð, þ.e. það verð sem illa rekin og illa staðsett hús geta borgað án þess að fara á hausinn. Og þeim fiskkaupendum sem betur eru stæðir og betur í sveit settir, t.d. frystihúsin á Vestfjörðum, er í sjálfsvald sett hvort þau greiða hærra verð. En vitanlega ætti í sam- bandi við verðákvarðanir að miða við bezt reknu húsin og tryggja þannig hámarksverð, en það virðist vera orðin lenzka að verðlauna skussana. Og alltaf er það launafólk sem að endingu ber skaðann. Þáttur fiskkaupenda í að rýra hlut sjómanna Þrátt fyrir óánægju sjómanna með það hvernig staðið er að fiskverðs- ákvörðunum gætum við enn um sinn unað við óbreytt ástand ef ekki væri leikinn þessi sifelldi skollaleikur í sambandi við verðlagsmálin, þar sem fiskkaupendunum er gert kleift að hrifsa það til sin aftur með hægri hendi sem þeir þó höfðu látið með þeirri vinstri. Þetta er lögverndaður þjófnaður sem sjómenn standa varn- arlausir gagnvart. Nægir að nefna 2 dæmi þessu til sönnunar: I fyrsta lagi þegar breytt var stærðarmörkum á grálúðu þannig að stærsti hlutinn af þvi sem áður fór í hærri verðflokk- inn, fór eftir breytinguna í lægri flokkinn. Í öðru lagi var á síðasta hausti tekin upp ný aðferð við verðlagningu á þorski. Þar sem áður var beitt lengdarmælingum er nú beitt þyngd- armælingum við verðflokkaákvarð- „Sjómennskan er ekki bara ship o hoj. Hún er lika hff-op og stanzlaus vinna,” segir Jóhann i bréfi sinu. Innihald 400-500 g Dalapylsa 1 stór laukur 3 epli 2-3 tómatar (1 tsk Ehlers oregano) 1 - 1$ dl rifinn ostur Dalapylsan fœst í næstu kjötbúð Tillaga að matreiðsk. Dalapylsa meö eplum. Stillið ofninn á 225°C. Dragið görnina af pylsunni og skerið pylsuna siðan í sneiðar. Afhýðið lauk og epli. Skerið laukinn i sneiðar, en eplin í þunna báta. Leggið epli og lauk í smurt ofnfast mót. Raðið pylsusneiðunum ofan á. Sneiðið tómatana og leggið á pylsusneiðarnar. Kryddið með Ehlers oregano ef vill. Stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni í u.þ.b. 20 mín.,eða þar til eplin eru orðin mjúk. Berið soðnar kartöflur og hrásalat með. ^ Kjötiðnaðarstöð Sambandsins Khkjusandisími:86366 raun og veru mikils virði? Bæði fyrir þá sem seljendur og þá sem kaupend- ur eins og er í flestum tilfellum hér á Vestfjörðum. Af hverju þegja þeir um sinn eigin gróða? Og hvað vakir fyrir þeim mönnum sem básúna aflahlut einstakra skipa í upphafi veiðiárs? Þegar framundan eru stórfelldar þorskveiðitakmark- anir sem eflaust eiga eftir að taka kúfinn af þeim tekjum sem þegar hefur verið aflað. Eru einhverjar annarlegar hvatir sem liggja að baki? Þeir skyldu þó ekki vera að skapa móralska andúð almennings á imynd- aðri heimtufrekju vestfirzkra sjó- \manna í þeim kjaradeilum sem nú standa yfir og firra sig allri ábyrgð á afleiðingum þeirrar deilu? anir. Og var þetta gert án alls sam- ráðs við samtök sjómanna. Ef þessum tilfæringum væri nú hætt og sjómenn fengju hið raun- verulega fiskverð allt til skipta, er ósennilegt að látið hefði verið sverfa til stáls I kjaramálum sjómanna núna, þvi sjómenn eru seinþreyttir til vandræða. En á þessu er engin leiðrétting i vændum og þvi hefur sjómannafélag ísfirðinga neyðzt til að taka upp bar- áttu á heimavelli fyrir bættum hag. Þáttur sjóðakerfis í að rýra hlut sjómanna Þegar ég tala um raunverulegt fisk- verð, á ég við hið opinbera fiskverð + þau 15% sem útgerðarmenn taka nú af óskiptu. Þessi 15% skiptast þannig, að 10% fara í stofnfjársjóð og 5% i oliusjóð. En til hvers eru þessir sjóðir? Koma þeir áhöfnum skipanna einhvernveginn til góða? Svarið er nei. Stofnfjársjóður er hugsaður til endurnýjunar skipanna og átti kannski rétt á sér þegar um tap á rekstrinum var að ræða, en i verð- bólguþjóðfélagi þegar skipin marg- faldast að verðmæti i öfugu hlutfalli við afskriftir, þá á þessi sjóður engan rétt á sér. Varðandi oliugjaldið getur það varla talizt réttlátt að stór hluti flotans rúnti um á frirri olíu á kostn- að þeirra sem þurfa svo lika að borga hundruð þúsunda á ári til kynding- ar heimila sinna í landi. Sjómannaþáttur ísfirðinga Því er það að við höfum í kjarabar- áttu okkar sett á oddinn hækkun skiptahlutar um 3 prósentustig, úr 29,3% í 32,3%. Finnst mönnum það ósanngjörn krafa þegar haft er i huga að skiptaprósenta okkar var 35% fyrir breytingarnar sem gerðar voru á sjóðakerfinu árið 1976? Aðrar og léttvægari kröfur okkar hafa heldur ekki mætt skilningi hjá úlgerðarmannafélagi Vestfjarða, svo sem eins og kröfur um 1. Greiðslu á frívaktavinnu 2. Frítt fæði 3. Hækkun á ákvæðisbeitningu. Hins vegar eru þeir til viðræðna um róðrarslöðvun hjá línubátum yfir páska, atriði sem búið er að lögbinda samkvæmt ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra. Svona þvergirðingsháttur getur ekki leitt til samkomulags. Báðir aðilar verða að setjast niður og skipta réttlátlega þeirri köku sem um er bitizt, en eins og málin standa í dag, hafa útgerðarmenn upp i sér svo stóra sneið af kökunni, að þeim svelgdist á ef þeir gleyplu hana. Kristjáns þáttur Ragnarssonar Að lokum vil ég minna á að þessi vinnudeila er ekkert einkamál Vest- firðinga. Hún snertir sjómenn hvar sem er á íslandi. Og ef við náum mál- um okkar fram, munu aðrir njóta góðs af og fylgja á eftir. Þelta veit Kristján Ragnarsson og berst fyrir því af oddi og egg að ná öllum sjó- mannasamtökum á landinu undir einn hatt í samningamálum og mikil áhrif virðist sá maður hafa innan samtaka útgerðarmanna. En það er trúa mín og fleiri í Sjómannafélagi Ís- firðinga, að vestfirzkir útgerðarmenn yrðu til muna samningaliprari ef þeir losuðu sig við spottann suður. Sam- komulag útgerðarmanna og sjó- manna á Vestfjörðum hefur hingað til verið gott og þvi er það illa komið að útgerðarmenn skuli í þessu máli vera orðnir að áttavilltum kálfum i tjóðurbandi Kristjáns Ragnarssonar. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.