Dagblaðið - 18.03.1980, Síða 24

Dagblaðið - 18.03.1980, Síða 24
Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs: „Ósigur norskrar utan- ríkisstefnu veröi átök” —milli ísiands og Noregs vegna norskrar efnahagslögsögu við Jan Mayen —Frydenlund dregur ekki í efa rétt Noregs en viðurkennir vaxandi stuðning við sjónarmið íslendinga á hafréttarráðstefnimni „Það væri ósigur norskrar ulanrikisslefnu og norrænnar samvinnu ef norsk efnahagslögsaga við Jan Mayen leiðir mikillar „krísu” milli Noregs og íslands,” sagði Knut Frydenlund í viðtali við DB i Noregi i gær. Frydenlund telur ekki vafa á rétti Noregs að taka sér efnahagslögsögu við Jan Mayen, en telur þó að nauðsynlegt sé að komast að sam- komulagi sem báðir aðilar geta sætt sig við. Hann horfir til viðræðnanna við Islendinga í apríl með mikilli bjartsýni og telur að samkomulag muni nást. Þetta byggir hann m.a. á samtali við Ólaf Jóhannesson utanríkis- ráðherra á fundi Norðurlandaráðs i Reykjavík á dögunum, þar sem hann fann greinilegan samkomulagsvilja. Hann játaði þó, að i samtalinu við Ólaf hafi ekki verið rætt um efnis- leiðir, þ.e. hvernig útfærslan gæti verið. Hann var spurður um norskar fréttir, þar sem Ólafur Jóhannesson dregur eignarétt Noregs á Jan Mayen í efa. Hann sagðist ekki hafa lesið þetta viðtal og vildi ekki tjá sig um það þess vegna. Hann taldi æskilegt að Norðmenn og fslendingar gerðu heildarsamning um öll ágreiningsat- riði svo sem hafsbotninn og fiskveiðarnar, en taldi að vegna aðstæðna gæti verið rétt að beina viðræðunum að fisloimálunum, þvi þar væri tímapressan mest áður en loðnuveiðar hefjast vjð Jan Mayen í sumar. Mörg önnur mál væru svo flókin að heppilegt gæti verið að semja um þau eftir lok hafréttar- ráðstefnu S.Þ. Frydenlund segir, að Norðmenn muni i viðræðunum ganga út frá miðlínureglunni, en norska stjórnin átti sig þó á, að vaxandi áherzla á sanngirnissjónarmið á hafréttar- ráðstefnu S.Þ. styðji málstað íslendinga. J. Kr. Oslo/JH. Ræntog ruplaðá höfuðborgar- svæðinu Skömmu eftir miðnætti i nótt var kært yfir því frá húsi við Sundlaugaveg að horfnar væru 150 þúsund krónur i peningum úr íbúð. Er það mál nú í rannsókn. En fleiri fingralangir voru á ferð i nótt. Kl. 6.22 i morgun kom i Ijós að farið hafði verið inn i söluturn á Sólvailagötu 74. Þaðan var stolið vindlingum fyrir um fjórðung milljónar króna. Skömmu fyrir kl. 8 kom svo i Ijós innbrot i Garðasmiðjuna í Garða- bæ. Ekki var Ijósl hverju stolið hafði verið en lögreglumenn voru ástaðnum. *A.Sl. Gosinu við Leirhnúk lokið: BUAST MA V® NÆSTD TIRHÁIFTÁR Frá Atla Rúnari Halldórs- syni, blaðamanni DB, í Reynihlíð við Mývatn: Gosinu norðan Leirhnúks er nú lokið og hámarki umbrotanna-ef náð og síðan fjara þau út. Vísindamenn munu almennt vera á þeirri skoðun að búast megi við næstu hrinu eftir sex til átta mánuði. Gæti hún þá endað með gosi, þó slíkt sé ekki á neinn hátt öruggt. Vísindamenn vinna nú að mæling- um á svæðinu hér i kring. Þegar er komið i Ijós að mikil hreyfing hefur orðið. Eysteinn Tryggvason jarð- eðlisfræðingur vann einmitt að mæl- ingum fyrir gosið. Hann hefur nú hafið þær aftur og mun síðan bera þær saman við fyrri mælingar á Leir- hnúkssvæðinu. Þegar er vitað um sprungur sem mynduðust, eins og til dæmis norður undir Hrútafjöllum. Þar er vitað um einstakar sprungur, sem eru allt að 40 cm á breidd. Eysteinn Tryggvason telur ekki að afkastageta gufusvæðisins hafi minnkað neitt til gufuöflunar fyrir Kröfluvirkjun svo frá þvi sjónarmiði sé ekki ástæða til annars en halda áfram að vinna að henni. Þar sem mikil hreyfing hefur orðið á svæðinu umhverfis virkjunina verður það endurmælt, áður en farið verður í að mæla hvort einhver hreyf- ing hefur orðið á sjálfu stöðvarhúsi virkjunarinnar. -ARH/ÓG Egit Amlieyfirmadur lagadeildar norska utanríkisráðuneytisins: „í þágu ís- landsað semjaum miðlínu” Dagblaðið ræddi i gær við Agil Amlie, yfirmann lagadeilar norska utanríkisráðuneytisins. Amlie leggur mikla áherzlu á að athugasemdir Jóns Þorlákssonar frá árinu 1927 varðandi landnám norsku veður- stofunnar á Jan Mayen gildi ekki um landnám norska rikisins árið 1929. Þvi hafi islenzk stjórnvöld látið undir höfuð leggjast að bera fram athuga- semdir við innlimun Jan Mayen i Noreg. Hann lcggur lika áherzlu á að Jan Mayen sé ekki klettur, heldur eyja og hafi því rétt til cigin efnahagslög- sögu. Hann telur líka, að meginlandsgrunnur landgrunns íslands og Jan Mayen sé ekki sam- liggjandi og þvi geti íslendingar ekki sagt að Jan Mayen sé á landgrunni Íslands. Hann viðurkennir þó að um þetta megi deila. Amlie telur að það sé i þágu íslands að gera samning við Noreg um miðlinu og sérstök réttindi fyrir Íslendinga í norskri efnahagslögsögú við Jan Mayen og það er vegna þess að fái íslendingar hcilar 200 rnílur í átl til Jan Mayen muni Danir fyrir hönd Grænlendinga krefjast þess að sama gildi um grænlenska lögsögu i átt til Jan Mayen. Þá muni íslendingar missa mikilvæg loðnumið sem verði þá undir stjórn Efnahagsbandalags Evrópu og falli ckki undir samkomulag Norðmanna og íslendinga um sérstök réttindi Íslendinga í efnahagslögsögunni við Jan Maycn. J. Kr. Oslo/JH. Verdandi sýslumaður ól dóttur Það er ekki á hverjum degi sem sýslumaður liggur á fæðingardeildinni. Jafnréttið er þó alltaf að verða viðtækara hér á landi og svo vildi til að verðandi sýslumaður Strandamanna fæddi dóttur á fæðingardeild Landspitalans á miðvikudag. Hjördís Hákonardóttir er gegnt hefur embætti dómarafulltrúa hjá borgardómi tekur við sýslumannsembætti á Hólmavík 1. mai eða þegar hún hefur jafnað sig eftir barnsburðinn. Dóttirin vó 16 merkur og mældist 56 cm, svo ekki er hún ócfnileg sýslumanns- dóttirin. Hún er annað barn Hjördísar, en hún átti dreng fyrir. Sambýlismaður Hjördisar er Eyjólfur Kjalar. Hjördis sagði i samtali við blaðamann DB i morgun að hún hlakkaði mjög til að fara til Hólmavikur og taka við embættinu. Er hún fyrsti kvenmaðurinn hér á landi sem gegna mun embætti sýslumanns. DB-mynd Bjarnleifur. -El.A. frfálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980. Skákmótið sterka íLonePine: JónLíhópi 6efstu manna — vann skák sína án erfiðleikaígær Jón L. Árnason hefur byrjað glæsilega á hinu sterka skákmóti í I.one Pine í Kaliforníu. Hann hefur unnið tvær fyrstu skákir sícar og er einn af 6 efstu mönnum að loknum 6 umferðum. Í hópi þeirra er þekktastur sovézki stórmeistarinn Geller. Jón tefldi í gær við Peters, alþjóðlegan meistara frá Banda- ríkjunum. Jón sagði í samtali vð DB í morgun, að Peters hefði reynt vafa- samtafbrigði í byrjuninni, afbrigði sem stórmeistarinn Seirawan hefði stungið upp á. Fékk Jón kóngssókn og betri stöðu og vann örugglega í 34 leikjum. Margeiri Péturssyni gekk ekki eins vel og Jóni og tapaði hann fyrir Banda- rikjamanninum DeFirmian eftir að hafa verið skiptamun undir þegar skák- in fór i bið. Mikið hefur verið um óvænt úrslit á mótinu og fáir af stigahæstu skák- mönnunum eru i hópi efstu manna. Þannig tapaði júgóslavneski slórmeistarinn Gligoric í gær fyrir kornungum Bandarikjamanni White- head að nafni og Larsen rétt hékk á jafntefli gegn óþekktum Bandaríkja- ntanni eftir að hafa verið tveimur peðum undir I endatafli. Keppendur á mótinu eru 43. Þar af eru 23 stórmeistarar. 3. umferð verður tefld í dag og mætir Jón þá bandariska stórmeistaranum Shankovich. -GAJ. Ríkiðlokaóídag: Vínogtóbak hækkar um 12% Vín og tóbak hækkar um 12% i dag. Sumt vodka ívið meira eða um 14%. Rikið er lokað í dag, en i fyrramálið kostar viskíflaskan 12.500 kr. og meira, t.d. Black Label fer upp i 13.700 kr„ romm kostar kr. 12.000—12.500, brennivín kr. 9.000, gamalt ákavíti og brennivin kr. 10.300, gin frá kr. 12.300, genever frá kr. 13.000, vodka kr. 12.000 algengar tegundir, nema tinda-vodka kr. 10.500. Rauðvín kostar frá kr. 2.000—6.000 lúxustegund, hvitvín kr. 2.500—3.000, rinarvín kr. 2.500—4.500. Þá er sígarettupakkinn kominn upp i 1.015 kr. -EVI. LUKKUDAGAR: 18. MARZ: 8130 Kodak Pocket A-1 myndavél Vinningshafar hringi í síma 336?.2.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.