Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 20
20 ■ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980. LúAvik Krístján Sigurðsson, Goðheim- um 18 Reykjavík, lézt miðvikudaginn 5. marz. Hann var fæddur í Reykjavik 23. ágúst 1956. Foreldrar hans voru Petrina Benediktsdóttir og Sigurður Kristinsson, en hann er látinn. Lúðvík er ókvæntur og barnlaus. Hann var jarðsunginn frá Fossvogskapellu í gær. Bjart vaður, suðiœg átt og heldur hlýnandi veður, skýjað, en úr- komulítið um vestanvert landið, en ‘léttskýjaö austanlands. veour klukkan sex I morgun, Reykjavfli austsuöaustan 3, alskýjað og 3 stig, Gufuskálar vestsuðvestan. 5, rigning og súld og 4 stig, Galtarviti sunnan 4, alskýjað og 5 stig, Akureyri sunnan 3, léttskýjað og 1 stig, Raufar- höfn suðvestan 4, láttskýjað og -2 stig, Dalatangi logn, léttskýjað og -1 stig, Höfn í Hornafirði norönorövest- an 2, léttskýjaö og -1 stig og Stórhöföi í Vestmannaeyjum aust- suðaustan 5, skýjað og 4 stig. Þórshöfn ( Færeyjum skýjað og 5 stig, Kaupmannahöfn hálfskýjað og - 2 stig, Osló léttskýjað og -7 stig, Stokkhólmur él á siöustu klukkustund, London slydda og 1 stig, Hamborg alskýjað og 1 stig, París skýjað og 5 stig, Madríd létt- skýjað og 0 stig, Lissabon rigning og 11 stig og New York rigning og 8 stig. AncSlát Krislinn Marius Þorkelsson lézt mánu- daginn 10. marzað Reykjalundi. Hann var fæddur í Reykjavík 17. ágúst 1904. Foreldrar hans voru Elín S. Jónsdóttir og Þorkell Benjamínsson. Ungur fór Kristinn að vinna hjá Kol og salt hf. Þar vann hann j>ar til fyrirtækið var lagt niður. Þá hóf hann vinnu hjá Ríkisskip og vann þar til heilsan fór að bresta. Kristinn var kvæntur Sigurlínu Sch. Hallgrímsdóttur, en hún lézt 18. júní 1976. Kristinn og Sigurlína eign- uðust 6 börn og ólu upp dótturdóttur sína, Sigurlinu. Kristinn átti einn son áður, Daniel. Sólborg Einarsdóttir, Bergstaðastræti 17 Reykjavík, lézt fimmtudaginn 13. marz. Útför hennar fer fram frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 20. marz kl. 15. Páll B. Einarsson, Goðheimum 15 Reykjavik, lézt að Hátúni 10B sunnu- dagin 16. marz. Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Patreks- firði lézt að Hrafnistu laugardaginn 15. marz. Sigfús Ásgeir Pálsson, Skólabraut 63 Seltjarnarnesi, lézt að heimili sínu sunnudaginn 16. marz. Magnús Magnússon, Efstasundi 80 Reykjavik, lézt í Borgarspítalanum laugardaginn 15. marz. Guðrún I.ovísa Marinósdóttir, Greni- völlum 24 Akureyri, lézt á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 16. marz. Stefán Einarsson, Samtúni 2 Reykja- vík, lézt að heimili sínu sunnudaginn 16. marz. Guðrún Sigurbjörnsdóttir ljósmóðir frá Hrappsstöðum, Kársnesbraut 115 Kópavogi, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 20. marz kl. 13.30. Guðrún Sveinsdóttir frá Hvammstanga verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. marz kl. 13.30. Jarðsett verður frá Hvammstanga- kirkju föstudaginn 21. marz kl. 14. Gissur H. Jónsson frá Bolungarvik. Hraunbæ 4 Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 19. marz kl. 10.30. Útivistarferðir Föstud. 21. mar/.. Húsafell, afmælisferð, Útivist 5 ára. Gönguferðir við allra hæfi, skiðaferð á Ok. Fararstj. Jón I. Bjarnason og Kristján M. Baldursson. Páskaferðir, 5 dagar. Snæfellsnes, gist i ágætu húsi á Lýsuhóli. sundlaug. hitapottur. Göngur á jökulinn og um ströndina. Kvöldvökur. Fararstj. Kristján M. Baldursson. öræfí, gisl á Hofi. Hugsanlega gengið á Öræfajökul. einnig léttar göngur. Fararstj. Erlingur Thoroddsen. Farseðlar og upplýsingar á skrifst. Utivistar. Lækjarg. óa.sími 14606. Árshálídir j Fjáreigendafélagið í Reykjavík og Fjáreignar- félagið í Kópavogi halda sameiginlega árshátiðsina föstudaginn 21. marz i félagsheimili Fáks. Borðhald hefst kl. 21 með köldu veizluborði. Dansað verður til kl. 2 e.m. , Aðalfundir Aðalfundur knattspyrnudeildar Stjörnunnar í Garðabæ verður haldinn fimmtudaginn 20. marz næstkomandi. Hefst hann í barnaskólanum klukkan 20.00. Minningarkort Fríkirkjusafnaðarins i Reykjavik.fást hjá eftirtöldum aðilum: Kirkjuverði Frikirkjunnar i Fríkirkjunni. Rcykjavikur Apóteki. Margréti Þorsteinsdóttur. Laugavegi 52. simi 19373. Magneu Ci. Magnúsdóttur. Langholtsvegi 75. simi 34692. Ráðstefna um manneldismarkmið Manneldisfélag Islands og Manneldisráð Islands boða til ráðstefnu næstkomandi laugardag. þann 22. marz kl. I e.h. undir heitinu MANNELDISMARKMIÐ. Ráðstefnan verður haldin i stofu 101. Lögbergi. Háskóla Islandsog hefst hún kl. I e.h. og lýkur kl. 6 sama dag. Gestur ráðstefnunnar verður prófessor Björn Isaksson. for stöðumaður næringafræðistofnunar Sahlgrenska sjúkrahússins i Gautaborg. Prófessor Björn tsaksson er hér á ferð sem sérfræðilegur ráðunautur um mat vælarannsóknir fyrir Rannsóknastofnun land búnaðarins, Háskóla Islands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Erindi hans á ráðstefnunni nefnist: Rcynsla Svia af setningu manneldismarkmiða. Aðrir frummælendur ráðstefnunnar verða: Laufey Stein grimsdóttir. næringarfræðingur: Hvers vegna nienneldismarkmið á Islandi. Jón Óttar Ragnarsson. dósent: Manneldismarkmið i Bandaríkjunum. Vigdis Jónsdóttir skólastjóri: Manncldisstefna Norðmanna og Jónas Bjarnason. dósent. Manneldismarkmið og matvælastefna. Eftir stutt kaffihlé verða hringborðsumræður þar sem rætt verður hvort æskilegt og timabært sé að setja manneldismarkmið á Islandi og í hvcrju slik markmið væru fólgin. Við hringborðið eiga sæti læknar.matvælafræðingar og húsmæðrakennarar á samt fulltrúum matvælaframleiðslu. landbúnaðarins og neytenda. Allir sem áhuga hafa á þessu málefni eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Rotaryklúbbur Reykjavíkur 45 ára I ár er Rótarýklúbbur Reykjavikur 45 ára og jafnframt er þess minnzt að 75 ár eru liðin frá stofnun Alþjóða Rótarý-hreyfingarinnar. Af þvi tilefni samþykkti Rótarýklúbbur“Reykj^ vikur að heiðra minningu I uó\ .-toT. aðalræðismanns en hann var frumkvöðull að stofnun Rótarýklýbbs Reykjavikur. og þar með að landnámi hreyfingarinnar á Islandi. Luðvig Storr var af þessu tilefni útnefndur Paul Harris félagi. en þaðer æðsta heiðursveiting Rótarýhreyfingarinnar. Á árshátíð Rótarýklúbbs Reykjavíkur þ. 22. febrúar sl. veitti frú Svava Storr. ekkja Luðvigs. þess ari viðurkenningu móttöku. Skólataska tapaðist Svört leðurskólataska tapaðist i Breiðholti aðfaranótt föstudags. Taskan er með axlarbandi og i henni dýr- mætar bækur eiganda sinum. Nafn eiganda er i töskunni. Upplýsingar i sima 77642. Jökarannsóknarfélag íslands Fundur verður haldinn i Domus Medica þriðju daginn 25. marz 1980 kl. 20.30. Fundarefni: I. Sig finnur Snorrason jarðfræðingur flytur erindi með skuggamyndum. Jöklar á Mýrum og Vatnsdalslón. 2. Kaffidrykkja. .3. Sigurður Þórarinsson sýnir skuggamyndir af hafis við Island o.fl. Stjórnin. Skipadeild Sambandsins Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM: Helgafell..................................26/3 Helgafell..................................10/4 Helgafell..................................24/4 ANTWERP: Helgafell..................................27/3 Helgafell..................................11/4 Helgafell..................................25/4 GOOLE: Helgafell..................................24/3 Hclgafell...................................8/4 Helgafell..................................22/4 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell*................................28/3 Hvassafell.................................17/4 GAUTABORG: Hvassafell................................ 26/3 Hvassafell.................................15/4 LARVIK: Hvassafell.................................25/3 Hvassafell.................................14/4 SVENDBORG: Hvassafell................................ 27/3 Disarfell...................................1/4 Hvassafell................................ 16/4 „Skip".................................Ca. 20/4 HANGÖ/HELSINKI: Disarfell..................................26/3 Disarfell..................................25/4 GLOUCESTER, MASS.: Skaftafell.................................18/3 Jökulfell...................................8/4 Skaftafell.................................18/4 HALIFAX, KANADA: Skaftafell. . . ...........................21/3 Jökulfell..................................11/4 Skaftafell................................ 21/4 Kvenfélag Bæjarleiða Félagsmálafræðsla verður á fundinum þriðjudaginn 18. marz kl. 20.30 að Síðumúla 11. Mætið vel. Samtök \ herstöðvaandstæðinga efna til samkeppni um veggspjald Hinn 10 mai nk. eru fjörutiu ár siðan brezkur her sté hér á land og varð það upphaf hersetu sem Islendingar hafa mátt búa viðæ siðan. I tilefni þessa efna Samtök herstöðvaandstæðinga til samkeppni um veggspjald (plakat) er túlki þennan atburð og þann slóða, sem hann dró á eftir sér. á myndrænan hátt. Skilafrestur verður þvi miður fremur knappur. eða til 5. mai, þareð ætlunin er að kunngera niðurstöður dómnefndar, sem er skipuð Kjartani Guðjónssyni list málara, Árna Bergmann ritstjóra og Hjálmtý Heiðdal teiknara, þann 10. mai. Jafnframt er fyrrhugað að efna þá til sýninga á innsendum tillögum. Veitt verða þrenn verðlaun: I. verðlaun nema kr. 300.0000,- en 2. og 3. verðlaun kr. 100.000. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa i hyggju að fjölfalda þá tillögu sem hlýtur fyrstu verðlaun til dreifingarogsölu. Sagt upp, bauðframog steypti stjórninni Listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs í Félagi starfsfólks í veitingahúsum kolféll í kosning- um til stjórnar félagsins. Hlaut listinn 108 atkvæði. Listi fram borinn af Sigurði Guðmundssyni o.fl. bar glæsilegan sigur úr být- um, hlaut 183 atkvæði. Sigurður Guðmundsson, dyra- vörður á Loftleiðahótelinu, var annar tveggja starfsmanna félags- ins. Komu upp deilur og væringar milli starfsmannanna og lyktaði þeim með að Sigurði var sagt upp störfum hjá félaginu, og reyndar hinum starfsmanninum líka. Stóðu þá stjórnarkosningar fyrir dyrum og ákvað Sigurður og hans lið sérframboð. Stendur Sigurður nú með pálmann í höndunum og er formaður félagsins. í hinni nýju stjórn með Sigurði, sem er starfsmaður á Loftleiða- hótelinu verða: Málfríður Ólafs- dóttir hjá Lifeyrissjóði félagsins, Matthildur Einarsdóttir, Hótel Loftleiðum, Guðlaug Þórarins- dóttir, Umferðarmiðstöðinni, Sjöfn Þorgeirsdóttir, Nausti, Vig- dis Bjarnadóttir, Hótel Sögu, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, Aski. Fráfarandi formaður er Kristrún Guðmundsdóttir. - A.St. GENGIÐ Erindi um lífeyrissjóðs- mál hjá B.S.R.B. Kristján Thorlacius formaður BSRB mun flytja erindi um lífeyrissjóðsmál aðGrettisgötu 89, miðvikudaginn 19. marzkl. 20.30. Kristján á sæti i stjórn Lifeyrissjóðs starfsmanna rikisins og er ástæða til þess að hvetja félagsmenn til þess að koma og fræðast um þessi viðkvæmu og þýðingarmiklu mál. Ástæða er til að minna á að ný verið hefur stjórn sjóðsins tekið ákvörðun um verð tryggingu lifeyrissjóðslána og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirrar ráðstöfunar. Kristján mun að’auki fjalla um aðildarrétt að sjóðnum, stofnun biðreiknings.iðgjöld og réttindi sjóðfélaga og maka. Einnig um ávöxtun sjóðsins. lána réttindi og lánaskilmála. Fyrirlestur um rekstur og stjórnunaraðferðir bókasafna Dr. Ann E. Prentice. rektor bókavarðaháskólans i Knoxville Tennessée, USA, flytur opinberan fyrir- lestur i boði félagsvísindadeildar Háskóla Islands þriðjudaginn 18. marz 1980, i stofu 201 i Lögbergi. húsi lagadeildar háskólans. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllum heimill aðgangur. Fyrirlesturinn fjallar um nýjungar í stjórnunarafr ferðum og rekstri bókasafna. Dr. Prentice hefur ritað mikið um stjórnun og fjár mál safna, m.a. gáfu bandarísku bókasafnasamtökin. American Library Association út bók hennar Public Library Finance árið 1977, og önnur bók hennar, sem grundvölluð er á doktorsritgerö hennar kom út 1973 og heitir: The Public Library Trustee: Images and Performance on Funding. Einnig hefur hún verið ritstjóri timaritsins Public Library Quarterly. Hvítabandskonur Fundur verður haldinn miðvikudaginn 19. marz að Hallveigarstöðum kl. 20. Athugið breyttan fundardag og tima. Gefin voru saman i hjónaband af séra Halldóri Gröndal Laufey Danivals- dóttir og Tómas Ibsen Halldórsson. Heimili ungu hjónanna er að Melgerði 33 Kópavogi. Ljósmyndastofa Suðurnesja. Gefin voru saman i hjónaband i Útskálakirkju af séra Ólafi Oddi Jónssyni Ólöf Guðmundsdóttir og Jónatan Ingimarsson. Heimili ungu hjónanna er að Reynisstað, Garði. Ljósmyndastofa Suðurnesja. Gefin voru saman i hjónaband i lnnri- Njarðvikurkirkju af sér Birni Jóns- syni Bryndis Hákonardóttir og' Guðmundur Pálmason. Heimili ungu hjónanna er að Vesturgötu 8, Keflavík. Ljósmyndastofa Suðurnesja. Kvenfélagið Seltjöm — skemmtifundur Skemmtifundur kvenfélagsins Seltjörn verður haldinn þriðjudaginn 18. marz kl. 20.30 í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Gestir fundarins verða konur úr kven félaginu i Bessastaðahreppi. Kvenfélag Breiðholts Fundur verður haldinn miðvikudaginn 19. marz kl. 20.30 i anddyri Breiðholtsskóla. Fundarefni: Tízkusýning á vegum Módelsamtakanna. Allir vél- komnir. Þriðji fræðslufundur Hjarta- og æðaverndar- félags Reykjavíkur Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavíkur heldur þriöja almenna fræðslufund sinn á Hótel Borg (Gyllta sal). fimmtudaginn 20. marz 1980 kl. 17.15. Fundarefnið verður að þessu sinni endurlifgun. Einkum og aðallega verður fjallað um endurlifgun eftir brátt hjartaáfall. Dagskrá fundarins verður þannig: 1. Erindi um endurlifgun. Dr. Árni Kristinsson læknir. 2. Kvikmynd um blástursaðferð og lifgun úr dauðadái. 3. Sýnikennsla i blástursaðferð og hjartahnoði. Fundarmönnum gefst kostur á að taka þátt i sýnikennslunni og spyrja og fræðast um viðfangs efnið. Fyrri tveir fræðslufundir félagins á vetrinum hafa tekizt mjög vel. Á fyrsta fundinum var fjallað um hcilablæðingu og hjarta- og æðasjúkdóma en á öðrum fundinum var fundarefnið áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma. Á báðum fundunum var fullt hús og sýndu fundarmenn mikinn áhuga á viðfangsefnunum og spurðu margra spurninga. GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 53 - 17. MARZ1980 su»ide»rir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 409,20 410,20* 45V2* 1 Storlingspund 893,10 895,30* 984,83* 1 Kanadadollar 345,20 346,10* 380,71* 100 Danskar krónur 7035,15 7052,35* 7757,58* 100 Norskar krónur 8046,40 8066,10* 8872,71* 100 Sœnskar krónur 9373,50 9396,40* 10336,04* 100 Finnsk mörk 10542,30 10568,10* 11624,91* 100 Franskir frankar 9406,90 9429,90* i . 10372,89* 100 Belg. frankar 1353,85 1357,15* 1492,86* 100 Svissn. frankar 22879,50 22935.4Ú* 25228,94* 100 Gyllini 19975,60 20024,40* 22026,84* 100 V-þýzk mörk 21946,90 22000,50* 24200,55* 100 Urur 47,34 47,46* 52,20* 100 Austun. Sch. 3066,30 3073,80* 3381,18* 100 Escudos 819,20 821,20 903,32* 100 Pesetar 588,00 589,40* 648,34* 100 Yen 164,06 164,46* 180,90* 1 Sérstök dráttarróttindi 521,98 523,26* * Breyting frá síðustu skráningu. Sknsvarí vegna gengisskróningar 22190. Fatamarkaður Hjálpræðishersins Tekið verður á móti góðum notuðum fötum dagana 17.—22. marz. est

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.