Dagblaðið - 19.03.1980, Page 2

Dagblaðið - 19.03.1980, Page 2
2 ___________________________ Einkennileg tilviljun eða... markviss áróðurs- herferð? Kin í meirihluta StúdentaráAs hringdi: Undanfarna daga hafa birzt i blöðum, einkum siðdegisblöðum, bréf sem fjallað hafa um stúdenta- pólitík í H.í. Bréf þessi eru öll ákaf- lega keimlík: bréfritarar hefja venjulega bréfið á yfirlýsingu um að sjálfir hafi þeir engan áhuga á stúdentapólitík. Síðan kemur há- dramatisk lýsing á ömurlegri frammi- stöðu stúdentaráösmeirihlutans og kommúnistaáróðri Stúdentablaðsins. En frásögnin nær hápunkti þegar riddari á hvítum hesti geysist fram á völlinn: Vökumenn höfðu ekki sofnaðá verðinum. Markmiðið með þessu bréfi er ekki að hrekja þessar rangfærslur, heldur hitt að benda á þá einkennilegu tilviljun að bréfin skuli öll birtast á sama tima, rétt fyrir kosningar, og vera svo nauðalík að stíl og framsetningu sem raun ber vitni. Af þessu bréfaflóði er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að hér sé á ferðinni markviss áróðurs- herferð runnin undan rifjum þeirra Vökustaura. Kaldhæðnislegast af öllu er þö hitt að það sem einkennt hefur Vökustaura sl. vetur er áhuga- leysi, hugmyndaleysi og léleg fundar- sókn. Þar af leiðandi áberandi lítið vit og þekking á því sem viðkemur hagsmunabaráttu námsmanna. Skyldi hann hafa verið Ijóslaus þessi hjólreiðakappi sem lenti i slysi? Foreldrar: r ATHUGIÐ UOSIN A DB-mynd S. r HJÓLUM BARNANNA Áhyggjufullur skrifar: i vetur hef ég hvað eftir annað rekið augun í krakka sem hjóla um á götum bæjarins á Ijóslausum hjólum, jafnvel þó kolamyrkur sé. Hef ég af þessu miklar áhyggjur því sífelldar slysafréttir benda til þess að ekki komist allir heilir heim, jafnvel þó þeir hafi góðan útbúnað. Mig langar með bréfi þessu að biðja foreldra að athuga nú þegar Ijósabúnað á hjólum barna sinna. Þa$ má ekki láta þau komast upp með að aka á ljóslausum hjólum eða hjólum með biluðum Ijósum. Nei, Ijósin verða að vera í fullkomnu lagi og lýsa vel. mdaríkin bundinn ójöfnuð líka *JfalJ4,,sso» ' Þar eru kosnir ó i_. Halldór Krbtjinsson hríngdi: ' I DB i fímmtudaginn segir Hörður Otafsson hæstaréttarlögmaður I við- tali að Island sé eina landið i heimin- um sem sé með lögbundinn ójafnan kosnmgarétt. En ég vil vitna i það að Bandaríkjunum, sem margir telja vip' Ifðra-ðisin^ereinnig svo. Þar eru kosnir 2 menn úr hv öldungadeild þingsins en mjög misstór. Fróðlegt vær saman fjölda þeirra sem s baki hverjum þingmanni vpgar í Nevada og hins veg; York. Hugsa ég að munuri fajdur að minnsta kosti Kosningar í Bandaríkjunum: Algjör jöf nuöur Bandaríkjafari hringdi: Halldór Kristjánsson segir i lesendabréfi DB á mánudaginn að í Bandaríkjunum sé lögbundinn ójöfnuður hvað varðar kosningarétt til öldungadeildar. Þarna er greinilegt að Halldór kýs að segja ekki allan sannleikann. Jöfnuður var hafður að leiðarljósi þegar kosningalög voru sett í Banda- ríkjunum árið 1776. Að baki hverjum þingmanni í fulltrúadeild eru akkúrat jafnmargir kjósendur. Reiknað er út fyrir kosningar hversu margir at- kvæðisbærir menn eru í hverju fylki og eftir þeim fjölda fer þingmanna- talan, sem siðan er kosið um. í næst- síðustu kosningum var þannig at- kvæðatalan á bak við hvern þing- mann 352 þúsund atkvæði. En til þess að litlu ríkin færu ekki halloka og fengju kannski engan þingmann var komið á öldungadeild þar sem hvert ríki hefur tvo fulltrúa. Þannig er séð fyrir algjörum jöfnuði ríkjaámilli. Tívolí minnkar kynslóðabilið Tívolíunnandi hringdi: Þegar ég var að fletta gömlum blöðum um daginn rak ég augun í frétt um að í sumar kæmi hingað tívolí. Þótti mér timi til kominn. Gott tívolí er sannarlega eitt mesta þjóð- þrifamál sem upp hefur komið. Ég man ennþá óljóst eftir gamla tivoliinu í Vatnsmýrinni. Þangað fór ég aðeins tvisvar áður en það var lagt niður en þær tvær heimsóknir líða mér áreiðanlega aldrei úr minni. Hef ég siðan verið harður á þvi að í tívolí skal ég aftur, jafnvel þó ég verði að fara til útlanda til þess. En auðvitað er miklu betri hug- mynd að koma á innlendu tívolii. En það er algjört skilyrði að byggt sé yfir svæðið. Okkar íslenzka sumar, ég tala nú ekki um veturinn, býður ekki upp á annað. Þá væri líka hægt að hafa opið árið um kring. Ég er viss um að kynslóðabilið minnkaði verulega með því að foreldrar og börn gætu farið þarna saman. Afi og amma gætu jafnvel slegizt i hópinn. Skyldi þetta ekki betur borga sig fyrir bæinn en að hafa krakka- skrilinn fullan niðri í miðbæ hvert kvöld? Hin umdeilda, ríkisstyrkta sinfóniuhljómsveit. STYRKIÐ ANNAÐ EN SINFÓNÍUNA 4218—7801 skrifar: Ég er einn í þeim fjölmenna hópi sem ekki áttar sig á hlutdeild rikisins í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vildi ég í því sambandi heyra rök einhverra tónlistarfulltrúa rikisins á þvi, einnig hvers vegna lögmál framboðs og eftirspurnar voru ekki látin ráða þarna eins og á öðrum sviðum tónlistar. Einnig vildi ég gjarnan að sömu fjárhæð yrði varið til þess að lækka tolla af hljómplötum með tónlist af léttara tagi. Ég vil benda á nokkra aðila, sem allir eiga það sameiginlegt að þurfa að leggja sig fram til þess að dæmið gangi upp. En fyrstan ber að telja Pólýfónkórinn, Stjörnumessu Dag- blaðsins, miðnæturskemmtun styrkt- arsjóðs leikara og skemmtun Guðrúnar Á. og co. Fyrir mína hönd og örugglega margra annarra, sem yrðu ánægðir ef þeirra áhugamál yrðu styrkt svo Raddir lesenda höfðinglega, vil ég fara fram á yfir- Iýsingu um efnahag og tekjur Sinfóníunnar, fjölda starfsmanna, laun þeirra og hve margir þeirra hafa þetta að atvinnu. Að síðustu vil ég gjarnan fá að vita hve margir koma aðjafnaðiá hljómleika?

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.