Dagblaðið - 19.03.1980, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980.
..... ' ' ’ ' '
DB á ne ytendamarkaði
BJARGAR FOLKISEM TÝNIR
BÍL- OG HÚSIYKLUM SÍNUM
„Þetta byrjaði eiginlega með því
að þegar ég var á sjónum stálumst við
strákarnir 'Stundum í matargeymslu
skipsins. Þótt geymslan væri læst
tókst mér alltaf að opna hana. Einn
af eldri skipverjunum stakk upp á því
við mig að ég ætti að læra lásasmíði.!
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu
svona fikti og varð úr að égi
innritaðist í amerískan bréfaskóla
eftir auglýsingu í blaði,” sagði Ingvar
Þórðarson, eini lásasmiðurinn íl
höfuðborginni.
lngvar hefur haft verkstæði nú í
um það bil eitt ár. Hann er mjög
upptekinn við að bjarga fólki sem
lendir i því að týna lyklum bæði að
bílum, húsum og hirzlum sínum, eða
lokar sig úti. Suma dagana er hann á
þönum um allan bæ til að bjarga
fólki sem vantar bíllykla. — Það var
einmitt vegna týndra billykla sem við
fréttum af Ingvari. Hann gerði sér
lítið fyrir og tók kveikjulásinn og
hurðarlæsinguna úr bílnum og smíð-
aði nýja lykla eftir skránum.
Þar að auki smíðar hann lykla i
flestalla bandaríska bíla eftir
númerum og einnig í flesta Evrópu-
og Asíubila sem hér eru á
markaðinum. Sérhver bíllykill hefur
á sér númer og ættu bíleigendur að
skrifa þetta númer hjá sér og geyma
á öruggum stað. Ef lykillinn týndist
þarf ekki annað en að segja Ingvari
númerið og þá smíðar hann nýjan
lykil á núll komma fimm! — Þegar
þarf að taka kveikjulásinn úr er það
afturá móti meira fyrirtæki.
„Komið hefur fyrir að menn hafi
sjálfir ætlað að gera við skrárnar eða|
opna bílana með tilfæringum,” sagöi
Ingvar. „Auðvitað eru til menn sem
eru svo laghentir að þeir geta þetta,;
en flestir eyðileggja aðeins skrána og|
erfiðara verður um vik fyrir mig að!
geragott úrhlutunum.”
Daginn sem við leituðum tilj
lngvars var sérlega mikill erill hjá'1
honum. Hann sagðist hafa þurft að|
þjóta út á Seltjarnarnes og redda
einum lykillausum bíleiganda og
öðrum uppi í Breiðholti. Hann sagði
að sig langaði til þess að koma sér
upp sendiferðabíl, þar sem hann
getur haft nauðsynlegustu tækin
meðferðis. Þá er ekkert því til fyrir-
stöðu, að hann geti smíöað lyklana á
staðnum.
Tæki þau sem lykla- og lásasmiðir
nota við vinnu sína minna heilmikið á
tæki sem „þróaðir” innbrots- og
bilaþjófar nota erlendis. í svörtu
töskunni hans Ingvars eru einnig
tæki, eins og eyrnalæknirinn notar til
þess að skoða í eyrun á fólki. Sagði
Ingvar að svipað tæki væri búið til
fyrir lásasmiði en læknistækið er
miklu vandaðra. Tækið er honum
ómissandi þegar kíkja þarf inn í
lásana og rannsaka innri leyndardóm
þeirra. — Lögreglan leitar oft til
Ingvars þegar hún getur ekki liðsinnt
fólki.
Lásasmiði er ekki viðurkennd
iðngrein hér á landi en Ingvar sagði
að nokkrir menn hefðu lært þetta
fag, þótt þeir hafi ekki sett upp
Ýmiss konar vélar eru nauðsynlegar við lása- og lyklasmlðina. Þessi er með
margvisleg sllpihjól og bursta.
DB-mynd Bjarnleifur.
Verkaður rauðmagi á
1400 í vesturbænum
—ogkannskivíðar
Ýmsum þótti verðið á
rauðmaganum sem sagt var frá í DB
á mánudaginn nokkuð hátt en hann
kostar 600 kr. óhreinsaður og 2000
kr.hreinsaður í fiskbúðinni i
Skipholtinu. — Rafn fisksali á
Dunhaganum hringdi og sagðist vera
með rauðmagann á 500 kr. kg
óhreinsaðan en 1400 kr. verkaðan.
Rafn sagðist fá rauðmaga bæði
frá Húsavík og einnig héðan úr
Reykjavík. Bátarnir fá rauðmaga I
ýsunetin, sagði Rafn í samtali viðj
DB í gær. „Við erum t.d. með alveg
glænýjan og spriklandi rauðmaga í
dag.”
Fiskbúðin á Dunhaganum er
annað af tveimur útibúum frái
Sæbjörgu. Hitt er á NönnugötunniJ
— Rafn sagði að álagning á fiski væri
frjáls nema á ýsu, þorski og saltfiski,
þannig að verðið á rauðmaganumi
væri sennilega eins misjafnt og|
fisksalarnireru margir. -A.Bj. [
verkstæöi. , númeri kostar lykillinn 700 kr., en ef kostar það 500 kr. Ingvar er til húsa!
Þegar Ingvar smíöar lykil eftirj nýrlykill er smíðaðureftiröðrumlykli að Þingholtsstræti 15. -A.Bj.
Ingvar Þórðarson er þarna við vinnuborð sitt. Á borðinu er „svarta taskan” hans, sem hefur að geyma ýms tðl, sem
„þróaðir” bflþjófar erlendis nota við vinnu sfna.
Hvaða útgjöld er hægtaðspara?
Afborganir af hús-
verði eru ekki eyðsla
heldur fjárfesting
„Ég má til að skrifa fáeinar línur
til skýringar á eyðslu I þessum mán-
uði hjá okkur, en kostnaðurinn var
upp á nærri eina og hálfa milljón í
allt. Þar af fóru 139.415 kr. í matinn,
sem er nokkuð mikið fyrir þrjá
(rúml. 46 þúsund á mann). i
Febrúarmánuður byrjaði og end-
aði á föstudegi. Þaðeru dagarnir sem
ég verzla aðallega, svo ég vona að
marz komi betur út hjá okkur.
Svo er það liðurinn „annað”. Þar
á ég áreiðanlega metið að þessu sinni,
en hann er upp á 1.318.707 kr.
Þar af ber hæst afborgun af
skuldabréfi vegna húsakaupa, upp á
713.545 kr. með vöxtum. Að öðru
leyti er liðurinn sem hér segir:
afborgun af sófasetti 68.000
barnapössun 76.500
bensín á bílinn 68.0001
viðg. og varahl. í bilinn 31.321
rafmagn 151.400,
Raddir
neytenda
tóbak 35.000
brunatryggingaf húsi 18.151
veðleyfi 17.000
búsáhöld 10.000
Afgangurinn fór í ýmislegt
„smotterí” sem tekur ekki að nefna.
Þetta hefur verið alveg hræðilega dýr
mánuður hjá okkur þó maður sé
alltaf að reyna að spara.
Með beztu kveðju, S.H.”
Afborganir af húsnœði
ekki raunveruleg „eyðsla"
Við getum huggað S.H. með að í
rauninni er afborgun af húsakaup-
verði ekki eyðsla heldur fjárfesting,
sömuleiðis eru húsgagna- og búsá-
haldakaup einnig fjárfesting. Þannig
að eyðslan er í rauninni ekki alveg
eins gífurleg og tölurnar benda til.
Fljótt á litið virðist aðeins hægt að
spara á þremur liðum í upptalning-
unni, þ.e. bensíni, rafmagni og(
tóbaki. — Bensín má spara með þvi
að fara annaðhvort fótgangandi
leiðar sinnar eða fara hreinlega alls
ekki neitt. Slíkt getur verið erfitt,’
þannig að kannski er alls ekki hægtj
að spara bensínið þegar alit kemur til
alls. i
Rafmagn má spara með því að
nota rafmagnsffek heimilistæki;
(aðallega þau sem hita sig) mjög spar-
lega, þvo ekki í þvottavélinni nema
hún sé stútfull, þvo aðeins upp í upp-
þvottavélinni annan hvern dag eða
þegar vélin er fullhlaðin, nota ekki
þurrkara nema í langvarandi rigning-
um, heldur hengja þvottinn út á
snúru, skilja aldrei eftir logandi ljós í
mannlausu herbergi o.s.frv. Og ekki
má gleyma að skrúfa fyrir alla ofna,
ef kynnt er upp með rafmagni og
láta sig hafa að sitja skjálfandi afv
kulda! En það getur hver einasti.
maður séð að slíku lifi Ufir enginn
maður á íslandi í dag!
Og loks með tóbakið. Það er
auðvitað hægt að hætta að reykja,
öðruvísi er víst ekki hægt að spara
þann útgjaldalið.
En gamanlaust. Útgjöld fólks eru
alveg hrikalega mikil og varla hægt
að snúa sér við í þjóðfélaginu nema
það kosti svo og svo mikið.
Ekkert má gera sér til skemmtunar,
— það er annaðhvort alltof dýrt,
ósiðlegt eða óhollt, eins og segir í
gömlu spakmæU. En einhvern veginn
verðum við víst að reyna að skrimta i
þessu volaða landi.
- A.Bj.