Dagblaðið - 19.03.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980.
7
Erlendar
fréttir
Nýir heims-
leikarstrax
íkjölfar
ólympíu-
leikanna
Fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu í
Genf sagði að í ljós mundi koma að
flestar vestraenar þjóðir mundu draga
keppendur sína til baka frá þátttöku í
ólympíuleikunum í Moskvu á sumri
komanda. Mundi það koma í ljós eigi
síðar en fyrir lok mai naestkomandi.
Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Bret-
landi, Ástralíu, Súdan, Saudi Arabíu,
Kenýa, Hollandi, Portúgal, Costa
Rica, Kanada, Dóminikanska lýðveld-
inu og Filippseyjum sóttu fundinn i
Genf. Hann er haldinn til að kanna
möguleika á að halda íþróttamót um
sama leyti eða strax á eftir ólympíuleik-
unum i Moskvu. Sagði fulltrúi Banda-
ríkjanna að mótið ætti að vera opið öll-
um sterkustu íþróttamönnum heims,
hvort sem þeir hefðu tekið þátt í
ólympíuleikunum í Moskvu eða ekki.
Mundi verða sjónvarpað frá þessu
iþróttamóti um allan heim.
Dægurlagasöngvarínn vinsæli, Tom Jones, varð nýlega að hætta við söngferð sina
um Suður-Ameríku vegna veikinda. Kom hann veikur af lungnakvefi heim til
Englands og var lagður þar inn á sjúkrahús.
Kanadlskir hermenn tóku þátt f æfingum Atlantshafsbandalagsins i Noregi. Myndin sýnir nokkra úr þeirra hópi þjóta um vetrarbúna á snjósleðum.
El Salvador:
23 vinstri
menn falla
Talið er að í það minnsta tuttugu og
þrír vinstri menn hafi fallið í átökum
við stjórnarhermenn norður af höfuð-
borg landsins San Salvador í gær.
Mikill órói er í landinu og stjórnin
ótraust i sessi. Vegið er að henni bæði
frávinstri oghægri.
Vestur-Þjóðverjar
reisa efnaverksntiðju
í Austur-Þýzkalandi
Erich Honecker formaður austur-
þýzka kommúnistaflokksins vígði um
síðustu helgi nýja efnaverksmiðju í
borginni Schkopau í suðurhluta
landsins. Þótti það sérstaklega
tíðindum sæta að verksmiðjan er
byggð af vestur-þýzkum aðilum og
því vakti það sérstaka athygli að
Honecker sjálfur skyldi koma og
vígja hana.
Er þetta enn eitt dæmið um vax-
andi viðskipta- og iðnaðarsamskipti á
milli vestur- og austurhluta Þýzka-
lands, sem nú skiptast í tvö ríki. Mun
verksmiðjan vinna afurðir úr hráefni
fengnu i Austur-Þýzkalandi og olíu
frá Sovétríkjunum. Er þetta fyrsta
verksmiðjan sinnar tegundar sem hið
vestur-þýzka fyrirtæki reisir austan
landamæranna. Framkvæmdir þess
hófust árið 1976.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Honecker vígir verksmiðju sem
byggð er á vegum vestur-þýzkra
aðila. Er það túlkað þannig að með
þessu vilji hann undirstrika áhúga
stjórnar sinnar á að viðskipta- og
iðnaðarsamvinna Austur- og Vestur-
Þýzkalands haldi áfram ótrufluð
þrátt fyrir deilur sem sprottið hafi
vegna innrásar Sovétmanna í
Afganistan.
Honecker formaður kommúnista-
flokksins sagði í ræðu við vígsluna að
slík samvinna við vestræn fyrirtæki
væri alveg í samræmi við stefnu
Austur-Þjóðverja og væri auk þess
báðum aðilum til hagsbóta.
REUTER
Slapp eiturgas
yfir Sverd-
lovskíSovét-
ríkjunum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa til-
kynnt að fregnir hafi borizt af sjúk-
dómum í sovézku borginni Sverdlovsk
vegna þess að þar hafi lífshættulegt
eiturgas sloppið út í andrúmsloftið
fyrir mistök líffræðinga. Hafa Banda-
ríkjamenn krafizt skýringa á þessum
atburðum.
Samkomulag er um það á milli stór-
veldanna og annarra þjóða að algjört
bann sé við gashernaði eða framleiðslu
á eiturgasi til slíkra nota. Talsmenn
Bandaríkjastjórnar taka þó fram að
þeir séu ekki endilega að saka Sovét-
menn um að hafa brotið þetta
samkomulag en þó gefi þessar fregnir
frá Sverdlovsk tilefni til óska um nán-
ari skýringar.
Kalifomía:
Moröin erfiðari en
virtist í sjánvarpi
—viðurkennd morð og irasþymiingar á fimm stúlkum, en tveir menn grunaðir um
að hafa myrt fjörtíu ogfimm til viðbótar
Þrjátíu og tveggja ára gamall raf-
virki viðurkenndi í gær að hafa myrt
og misþyrmt fimm stúlkum i Kali-
forníu í Bandarikjunum. Hann gat
þess við réttarhöldin að vitorðsmaður
hans hefði sagt við sig að „ekki væri
eins auðvelt að myrða fólk eins og
það virtist í sjónvarpinu”.
Maðurinn viðurkenndi morðin
fimm í samræmi við samkomulag
sem gert hafði verið á milli saksókn-
ara og verjenda mannsins. Mun hann
i staðinn sleppa við líflátsdóm en þá
bera vitni gegn vitorðsmanninum,
Lawrence Bittaker þrjátíu og níu ára
gömlum. Sá er hefur játað á sig
morðin fimm heitir Roy Norris.
Stúlkurnar fimm voru á aldrinum
þrettán til átján ára. Sagðist Norris
annað hvort hafa kyrkt þær eða
lamið til bana með exi eða slaghamri.
Bittaker, sem situr í fangelsi fyrir
aðrar sakir, hefur enn ekki verið
ákærður fyrir þátt sinn í morðunum.
Lögreglan telur að mennirnir tveir
hafi átt þátt í að misþyrma og myrða
allt að fjörutíu og fimm aðrar stúlkur
sem horfið hafa og ekkert hefur til
spurzt.
Að sögn Norris höfðu morðingj-
arnir þann háttinn á að þeir blekktu
stúlkurnar upp í sendibifreið sína og
óku þeim síðan á afvikinn stað. í einu
tilvikinu sagði Bittaker Norris að
myrða eitt fórnarlambið, „þar sem
hann hefði aldrei drepið neinn fyrr”.
Aðeins hefur tekizt að finna lík
þriggja stúlknanna til þessa.
Bandaríkin:
LiTLA BIFREIDIN SIDASTA
VON CHRYSLERVERKSMIÐJA
Tilkynnt var hjá bandarísku
Chrysler-bifreiðaverksmiðjunum í gær,
að rekstrarhalli fyrirtækisins yrði að
öllum líkindum 650 milljónir dollara á
því ári sem er að líða. Er það nærri því
að vera jafnvirði 260 milljarða
íslenzkra króna. Einnig var sagt að ef
hin nýja framleiðsla verksmiðjanna,
bifreiðar af minni gerð, seldist ekki eins
og heitar lummur, þá mætti búast við
að Chrysler-fyrirtækið yrði gjaldþrota.
Áður hafði því verið spáð að tapið i
ár yrði 500 milljónir dollara.
Upplýsingar um meira tap birtust i
gögnum sem voru birt í gær samhliða
því sem aukið hlutafé í Chrysler-fyrir-
tækinu var boðið til kaups.
Chryslerfyrirtækið fékk 1,5
milljarða dollara ríkisábyrgð frá
stjórninni í Washington í janúar síðast-
liðnum til að þurfa ekki að segja upp
starfsmönnum. Var það bundið þeim
skilyrðum að einnig tækist að útvega
tvo milljarða dollara frá starfs-
mönnum, umboðsmönnum og
viðskiptamönnum fyrirtækisins.