Dagblaðið - 19.03.1980, Síða 20
20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980.
Gengur ( norðanátt á landinu meö
óljum á Noröuriandi og björtu veörr
sunnanlands. Talsvert fer vaður kóln-1
andi.
Klukkan sex í morgun var í Reykja-
vl< hœgviðri, súld á sfðustu klukku-
stund og 5 stig, Gufuskálar suðvest-
an 5, atskýjað og 4 stig, Galtarviti
suðvestan 6, súld og 3 stig, Akureyri
sunnan 5, léttskýjað og 8 stig, Raufar-
höfn vestnorövestan 4, lóttskýjað og
3 stig, Dalatangi hœgviðri, háHskýjað i
og 6 stig, Höfn ( Homafirði hœgviðri,
skýjað og 2 stig og Stórhöfði ( Vest-
mannaeyjum suðvestan 5, súld og 6
stig.
Þórshöfn ( Fœreyjum abkýjað og 2
stig, Kaupmannahöfn ól og — 6 stig,
Osló lóttskýjað og —16 stig, Stokk-
hólmur þokumóða og —11 stig, Ham-
borg skýjað og —2 stig, Parb hálf-
skýjað og 5 stig, Madrid abkýjað og 9
stig, Lbsabon skúr og 8 stig og New
York heiöskírt og 2 stig.
Jóhann G. Guðmundsson stöðvarstjóri
á Akureyri lézt á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri þriðjudaginn 11. marz.
Jóhann var fæddur i Hvammi í Langa-
dal 25. nóvember 1917. Foreldrar hans
voru Þóra Emilía Grímsdóttir og Guð-
mundur Frímannsson kennari. Jóhann
ólst upp hjá afa sínum og ömmu í
Hvammi og síðar Fremsta-Gili í Langa-
dal. Foreldrar Emilíu, móður Jóhanns,
voru Jóhanna Jóhannesdóttir og
Grímur Þorláksson, sem bjuggu að
Langeyjarnesi og víðar i Dalasýslu.
Árið 1935 gerðist Jóhann starfsmaður
póststofunnar á Akureyri, en 1. janúar
1966 var hann gerður að póstmeistara
og gegndi hann því starfi til ársins
1978. Jóhann gekk í hjónaband árið
1945 og eftirlifandi kona hans er Hjör-
dís Óladóttur, dóttir Jósefínu Páls-
dóttur og Óla P. Kristjánssonar. Jó-
hanni og Hjördísi varð fjögurra barna
auðið. Jóhann verður jarðsunginn i
dag frá Akureyrarkirkju.
Magnea S. Magnúsdóttir, Sogavegi 132
Reykjavík, lézt í Landakotsspítala
þriðjudaginn 18. marz.
Sigrikur Sigriksson, vistmaður á
Höfða, Akranesi, lézt í Borgarspitalan-
um mánudaginn 17. marz.
Gunnar Bjarnason frá öndverðarnesi
lézt mánudaginn 17. marz.
Halldór Indriðason múrarameistari lézt
þriðjudaginn 18. marz.
Kristinn G. Þorsteinsson, Drápuhlið 30
Reykjavík, lézt í Borgarspítalanum
mánudaginn 17. marz.
Axel Skúlason klæðskerameistari, Út-
hlíð 3 Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju föstudaginn 21.
níarz kl. 13.30.
Kristín Ásmundsdóttir frá Efri-Fitjum
verður jarðsungin frá Viðidalstungu-
kirkju föstudaginn 21. marz kl. 14.
Gunnar Þórðarson frá Grænumýrar-
tungu lézt þriðjudaginn 11. marz.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 21. marz kl. 1J.
Ragnar Felixson, Vesturgötu 109 Akra-
nesi, verður jarðsunginn frá Akranes-
kirkju fimmtudaginn 20. marz kl. 14.
Guðný Friðsteinsdóttir verður jarð-
sungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn
20. marz kl. 14.
Rannveig Jóhannsdóttir verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 20. marz kl. 10.30.
Aðaifundir
Aðalfundur
knattspyrnudeildar
Stjörnunnar
í Garðabæ
verður haldinn fimmtudaginn 20. marz næstkomandi.
Hefst hann í barnaskóianum klukkan 20.00.
Aðalfundur
Sunddeildar Ármanns
verður haldinn þriöjudaginn 25. marz kl. 20.00 í
Snorrabæ.
IOGT
Stúkan Einingin
Fundur í kvöld kl. 20:30. Kosning fulltrúa til þing-
stúku. Dagskrá um esperantó í umsjá málefnanefndar.
Kaffieftir fund.
JC Garðar heldur
borgarafund
Fimmtudaginn 20. marz kl. 20 mun félagið J(' Garðar
i Garðabæ gangast fyrir almennum borgarafundi i
Garðaskóla (nýja gagnfræðaskólanum). Fundurinn
verður haldinn i samvinnj við bæjastjórnarmenn og
munu þcir halda stuttar framsöguræður og svara fyrir
spurnum. Allir Garðbæingar eru hvattir til að mæta.
Hvítabandskonur
Fundur verður haldinn miðvikudaginn 19. mar/ að
Hallveigarstöðum kl. 20. Athugið breyttan fundardag
og tíma.
Kvenfélag Breiðholts
Fundur verður haldinn miðvikudaginn 19. marz kl.
20.30 í anddyri Breiðholtsskóla. Fundarefni:
Tízkusýning á vegum Módelsamtakanna. Allir vel
komnir.
Þriðji fræðslufundur
Hjarta- og æðaverndar-
félags Reykjavíkur
Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavikur heldur þriöja
almenna fræðslufund sinn á Hótel Borg (Gyllta sal).
fimmtudaginn 20. marz 1980 kl. 17.15. Fundarefnið
verður að þessu sinni endurlifgun. Einkum og aðallega
verður fjallað um endurlífgun eftir brált hjartaáfall.
Dagskrá fundarins verður þannig:
1. Erindi um cndurlifgun. Dr. Árni Kristinsson
læknir.
2. Kvikmynd um blástursaðferð og lifgun úr
dauðadái.
3. Sýnikennsla i blástursaðferð og hjartahnoði.
Fundarmönnum gefst kostur á að taka þátt i
sýnikennslunni og spyrja og fræðast um viðfangs
efnið.
Fyrri tveir fræðslufundir félagins á vetrinum hafa
tekizt mjög vel. Á fyrsta fundinum var fjallað um
heilablæðingu og hjarta- og æðasjúkdóma en á öðrum
fundinum var fundarefnið áhættuþættir hjarta- og
æðasjúkdóma. Á báðum fundunum var fullt hús og
sýndu fundarmenn mikinn áhuga á viðfangsefnunum
ogspurðu margra spurninga.
Jökarannsóknarfélag
íslands
Fundur verður haldinn i Domus Medica þriðju
daginn 25. marz 1980 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sig
finntir Snorrason jarðfræðingur llytur erindi með
skuggamyndum. Jöklar á Mýrum og Vatnsdalslón.
2. Kaffidrykkja.
3. Siguröur Þórarinsson sýnir skuggamyndir af hal'is
viðlsland o.fl. Stjórnin.
Kristniboðssambandiö
Sambænastund verður í Betaniu Laufásvegi 13 í kvöld
kl. 20.30. Allir velkomnir.
Bústaðakirkja
Föstusamkoma verður i kvöld kl. 20.30. Séra Gunnar
Kristjánsson fjallar um boðun föstunnar og sýnir
myndir. Séra ólafur Skúlason.
Langholtsprestakall
Bænastund á föstu i kvöld kl. 20.30. Séra Sigurður
Haukur Guðjónsson.
Hallgrímskirkja
Kvöldbænir eru á fimmtudags- og föstudagskvöldum
kl. 18.15.
Spitakvöld
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvistin í kvöld, miðvikudag 19. marz.
Veriööll velkomin. Fjölmennið.
Árshátíðir
Fjáreigendafélagið í
Reykjavík og Fjáreignar-
félagið í Kópavogi
halda sameiginlega árshátiösína föstudaginn 21. marz
i félagsheimili Fáks. Boröhald hefst kl. 21 með köldu
veizluborði. Dansað verður til kl. 2 e.m.
Minningarspiöld
Minningarkort
Fríkirkjusafnaðarins
í Reykjavik fást hjá eftirtöldum aðilum:
Kirkjuverði Fríkirkjunnar í Fríkirkjunni. Reykjavikur
Apóteki. Margréti Þorsteinsdóttur, Laugavegi 52.simi
19373. Magneu G. Magnúsdóttur. Langholtsvegi 75.
simi 34692.
Barnastúkan örkin
Ný barnastúka var stofnuð í Reykjavik
fimmtudaginn 6. marz. Hún hlaut nafnið örkin og
verður númer 171. Heimili hennar er á Bústöðum.
félagsheimili borgarinnar í kjallara Bústaðakirkju.
Gissur Pálsson þinggæzlumaður hafði undirbúið
stúlkustofnunina. Fyrsti gæzlumaður er séra
Kolbeinn Þorleifsson en annar gæzlumaður Guðjón
B. Eggertsson. Stúkan Verðandi cr verndarstúka
hinnar nýju barnastúku.
Nokkrir félagar úr ungtemplarafélaginu Trölla
gerðust stofnfélagar i Örkinni og er mjög treyst á
fulltingi þeirra við félagsstarfið. Stofnfélagar voru alls
um 80. Viðstaddir stofnun stúkunnar voru nokkrir
eldri templarar. Úr stjón unglingareglunnar voru þeir
Hilmar Jónsson stórgæzlumaður og Sigrún
Sturludóttir. Auk Hilmars voru þarna úr fram
kvæmdanefnd stórstúkunnar stórvaratemplar og stór
ritari ogaðstoðuðu þessi öll viðstofnunina.
Þingstúka Reykjavíkur stefnir nú að þvi að barna
stúkur starfi í borgarhverfum. 1 samræmi við það voru
nokkrir félagar úr barnastúlkunni Æskunni stofnfél.
þessarar stúku. þeir sem eiga heima i Bústaðasókn.
Barnastúkurnar eru eini félagsskapur sem rekur
bindinidisboðun meðal barna og unglinga en allir
kunnugir vita að mikils er vert aðfá fólk strax á barns
aldri til að hugsa af alvöru um þau mál og taka af
stöðu í samræmi við það sem réttast er vitað og eitt i
samræmi við heilbrigt lif.
Hefði góðtemplarareglan rýmri fjárráð myndi hún
leggja áherzlu á barnastarfið og fjölga stúkunum.
Það er hægt en það kostar vinnu. Með því starfi má
koma i veg fyrir mikla ógæfu. En ekki er séð hvers hið
opinbera fjárveitingavald metur það uppeldisstarf og
slysavarnir. sem hér er um að ræða.
Samkór Rangæinga
Vetrarstarf Samkórs Rangæinga hófst í október sl.
Félagar eru 24 úr sjö hreppum sýslunnar. Hefur
kórinn æft einu sinni í viku í gagnfræðaskólanum á
Hvolsvelli undir stjórn Friðriks Guðna Þórleifssonar.
1 vetur hefur kórinn verið að æfa Missa honorom
eftir dr. Victor Urbancis, en þessi messa hefur ekki
verið flutt í heild opinberlega áður. Auk þess hefur
kórinn æft sálmalög. Kórinn mun halda tónleika i
Stóradalskirkju, Vestur-Eyjafjöllum, föstudaginn 21.
marz kl. 21.30. Laugardaginn 22. marz kl. 13.30
syngur kórinn i Hallgrímskirkju. Aö tónleikunum
loknum er ferðinni heitið upp á Akranes og sungið i
Akraneskirkju kl. 18.
Einleikur 6 sembal
ð Hðskólatónleikum
Fimmtu Háskólatónleikar vetrarins verða haldnir
laugardaginn 22. marz 1980. Að þessu sinni verða
tónleikarnir haldnir i Forsal Þjóðminjasafnsins við
Hringbraut og hefjast kl. 17.15. Aðgangur er öllum
heimill.
Á þessum tónleikum leikur Helga Ingólfsdóttir
einleik á nýjan sembal Tónlistarskólans i Reykjavik.
Semballinn er smíðaður i sembalsmiðju Willian Dowd
i París og er eftirliking af frönskum 18. aldar sembal.
bæði hvað smiði og skreytingu snertir. Helga Ingólfs
dóttir hefur haldið fjölda tónleika á Islandi og erlendis
og er vel þekkt fyrir túlkun sína á gamalli og nýrri
tónlist.
Á tónleikunum verður frumflutt Sembalsónata
eftir Jón Ásgeirsson og einnig verða flutt Da. fantasia
eftir Leif Þórarionsson. Auk þess verða flutt tvö vel
þekkt sembalverk eftir J.S. Bach, Tokkata i e-moll og
Forleikur (Overture). partita i frönskum stil i h-ömoll.
Kóramót ð Selfossi
Katla, samband sunnlenzkra karlakóra, gengst fyrir
kóramóti aðildarkóra sinna i Iþróttahúsinu aðSelfossi
laugardaginn 22. marz og hefjast samsöngvarnir kl.
16. Samsöngvarnir eru haldnir í þvi tilefni aðum þess
ar mundir á sambandið 5 ára starfsafmæli en það var
stofnað árið 1975. Sambandssvæði Kötlu nær frá
Hornafirði til Breiðafjarðar og eru níu karlakórar i
sambandinu. 8 kórar taka þátt i samsöngnum á
Selfossi að þesu sinni en þeir eru: Karlakórinn Jökull.
Höfn Hornafirði. karlakórinn Stefnir, Mosfellssveit.
karlakórinn Svanir, Akranesi. karlakórinn Þrestir.
Hafnarfirði, Karlakór Keflavíkur. Karlakór Reykja
víkur, Karlakór Selfoss og karlakórinn Fóstbræður.
Reykjavik.
Samsöngvarnir fara fram með þeim hætti að hver
kór syngur 2’lög að eigin vali, siðan syngja kórarnir
saman 4 lög. Þetta er fyrsta stóra söngmótið sem
haldið er fyrir austan fjall, en með tilkomu hins nýja
glæsilega iþróttahúss að Selfossi. hefur skapazt góð
aðstaða fyrir slík söngmót.
Kötlufélagar vænta þess. að Sunnlendingar
fjölmenni á tónleikana.
Land rís á ný
við Kröflu
Land rís nú tiltölulega hratt á Kröflu-
svæðinu eftir umbrotin þar um helgina
og eru skjálftar að deyja út. Allt er þar
með venjulegum hætti eftir umbrota-
hrinur, að sögn Karls Grönvolds jarð-
fræðings í morgun.
„Framundan hjá okkur jarðvísinda-
mönnum er nú mikil vinna,” sagði
Karl, „hér þarf að gera miklar mæl-
ingar, hæðarmælingar, fjarlægðar-
mælingar og svo framvegis. Það verður
ekki fyrr en við höfum séð hve land-
sigið hefur verið mikið, að við getum
gert okkur grein fyrir hvenær má
vænta annarrar hrinu.”
-ÓV
Fór gegnum tvær
læstar glerhurðir
— og hafnaði á saumaborði slysavarðstof u og síðan
ífangaklefa
Fimm vel kátir ísfirðingar voru á
ferð um Kópavog í nótt ásamt vinkonu
einhvers þeirra sem í Kópavogi býr.
Datt þá einum þeirra í hug að gaman
væri að fá sér sundsprett í sundlauginni
þar. Þar voru auðvitað lokaðar dyr kl.
3 um nótt. En slíkt var ekki sett fyrir sig
og fór fyrirliðinn með handafli gegnum
tvær hurðir úrgleri.
Sú gegnumganga kostaði hann
slæma skurði á fingur og hendi og
þegar tók að blæða úr sárunum rann at
mönnum móðurinn og hætt var við
sundsprettinn.
En brothljóð höfðu vakið fólk i
grenndinni og lögreglubíl bar brátt að.
Eftir skýrslugjöf fékk hópurinn að
halda heim nema sá sem brotið hafði
hurðirnar tvær. Honum var stungið inn
eftir að sár hans höfðu verið saumuð
saman með tugum spora. Átti hann að
svara til saka í morgun.
- A.St.
L Tiikyimíngar
CEN'ŒAL BANK Or ÍCELAND
ECONOMIC STATISTICS
QUARTtRLY
No. 1. February1980
Seðlabankinn gefur út
ársfjörðungsrit ó ensku
Um þessar mundir er Seölabankinn að hefja útgáfu á
nýju ársfjórðungsriti á ensku. ECONOMIC
STATISTICS. og er I. tölublað þess nýkomið út.
Ritið hefur að geyma margvislegar upplýsingar um
islenzk efnahagsmál og auk talnaefnis verður i hverju
töiublaöi stutt yfirlitsgrein um einhverja þætti efna
hagsmálanna.
Frá árinu 1974 hefur Seðlabankinn gefið út Hag
tölur mánaðarins og hefur sú útgáfa reynzt gagnleg og
bætt úr brýnni þörf fyrir aðgengilegar upplýsingar um
þróun efnahagsmála. Margsinnis hefur þó verið á það
bent, að nauðsynlegt væri að bæta upplýsinga
þjónustu við erlenda aðila. enda berst árlega mikill
fjöldi fyrirspurna erlendis frá til islenzkra hag
stofnana, ekki sizt frá aðilum sem tiö eða mikil sam
skipti hafa við Islendinga.
Af þessum ástæðum hefur Seðlabankinn ráðizt í út
gáfu ritsins Economic Statistics. sem er að verulegu
leyti sniðið eftir Hagtölum mánaðarins. en er nokkru
minna að umfangi. Við hönnun þess hefur að miklu
leyti verið byggt á þeirri reynslu sem áunnizt hefur af
útgáfu Hagtalna mánaðarins og sömuleiöis verið tekið
mið af þvi að veita erlendum lesendum sem
ijölbreytilegastar og gagnlegastar upplýsingar um
islenzk efnahagsmál.
Sem fyrr segir mun hið nýja rit koma út fjórum
sinnum á ári, i febrúar. mai, ágúst. og nóvembei. Af
greiðsla þess verður i hagfræðideild bankans og er
•þcim sem hug hafa á að fá ritið reglulega eða látasenda
það til aðila erlendis bent á aösnúa sér til deildarinnar.
íslenzka málfræðifélagið
efnir til umræðufundar
Laugardaginn 22. marz efnir Islenzka málfræði
fékagið til umræðufundar um nýútkomna kennslubók
Kristjáns Árnasonar. Islensk málfræði handa
framhaldsskólum. Málshefjendur verða. auk höfund
ar, Arnór Hannibalsson lektor og Baldur Ragnarsson
menntaskólakennari. Að loknum stuttum
framsöguerindum verða frjálsar umræður. Fundurinn
verður haldin i stofu 422 í Árnagarði og hefst kl. 14.
öllum er heimill aðgangur og þátttaka í umræðum.
Háskólafyrirlestur
Lennart Elmevik. prófessor í sænsku við háskólann i
Stokkhólmi, flytur opinberan fyrirlestur i boði heim
spekideildar Háskóla Islands, fimmtudaginn 20. marz
1980 kl. 17.15 i stofu 422 i Árnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist ..Det tyska inflytandet pá
svenska spráket under medeltiden” og verður fluttur á
sænsku. öllum er heimill aögangur.
Fatamarkaður
Hjálpræðishersins
Tekið verður á móti góðum notuðum fötum dagana
17.—22. marz.
Skólataska
tapaðist
Svört leðurskólataska tapaöist i Breiðholti aðfaranótt
föstudags. Taskan er með axlarbandi og i henni dýr-
mætar bækur eiganda sinum. Nafn eiganda er i
töskunni. Upplýsingar i sima 77642.
Handíðir frá Finnlandi
Fimmtudaginn 20. marz flytur Ruth Henriksson frá
Finnlandi fyrirlestur með litskyggnum og tónlist. i
fyrirlestrasal Norræna hússins og nefnir hann „Hant
verkardag, ett sátt áteruppliva gammal bygdekultur”.
Finnskar handíðir byggja á fornum alþýðuhefðum.
en alþjóðleg fjöldaframleiðsla hefur gert að þeim
harða hrið. Undanfarin ár hefur mjög mikil vakning
orðið að því er lýtur að varðveizlu þessara fornu hefða
og endurlífgun þeirra og meðal annars eru haldnir
„hantverkardagar” eða handiðadagar viða um
Finnland og hafa orðið hvati til aö taka upp að nýju
gamlar, þjóðlegar handiðir.
Ruth Henriksson var lektor i vefjarlist við Laguska
menntaskólann i Helsingfors. Hún hefur dvalizt á
Islandi áður, sumarið 1973, er hún var hér i boði
Norræna hússins og hélt þá fyrirlestra fyrir almenning
og námskeið fyrir islenzka handavinnukennarra, og
mun hún að þessu sinni einnig halda fyrirlestur fyrir
handavinnukennarana.
Fyrirlesturinn á fimmtudag hefst kl. 20.30 og er
öllum opinn.
GENGIÐ
GEIMGISSKRÁNING Ferðam.nn.. I
NR. 53 - 17. MARZ1980 aj.id.yrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarfkjadollar 409,20 410,20* 45U2*
1 Sterlingspund 893,10 895,30* 984,83*
1 Kanadadollar 345,20 346,10* 380,71*
100 Danskar krónur 7035,15 7052,35* 7757,58*
100 Norskar krónur 8046,40 8066,10* 8872,71*
100 Sœnskar krónur 9373,50 9396,40* 10336,04*
100 Finnsk mörk 10542,30 10568,10* 11624,91* C
100 Franskir frankar 9406,90 9429,90* Li 10372,89*
100 Bolg. frankar 1353,85 1357,15* 1492,86*
100 Svissn. frankar 22879,50 22935,40* 25228,94*
100 Gyllini 19975,60 20024,40* 22026,84*
100 V-Þýzk mörk 21946,90 22000,50* 24200,55*
100 Llrur 47,34 47,46* 52,20*
100 Austurr. Sch. 3066,30 3073,80* 3381,18*
100 Escudos 819,20 821,20 903,32*
100 Pesetar 588,00 589,40* 648,34*
100 Yen 164,06 164,46* 180,90*
1 Sórstök dróttarróttindi 521,98 523,26*
* Breyting fró síðustu skróningu. Simsvari vegna gengisskróningar 22190.