Alþýðublaðið - 06.05.1969, Síða 10

Alþýðublaðið - 06.05.1969, Síða 10
10 Alþýðublaðið 6. maí 1969 Pauline Ase: RÖDDIN 17. — Hún rétt lítur inn til mín líka, sagði Laurí. — Ég fór alltaf að gráta, þegar hún kom fyrst í heimsókn og nú kemur hún bara oft og er stutt í einu. Hún lætur eins og hún eigi of annríkt til að vera hjá mér. Hún heldur, að ég viti ekki réttu ástæð- una. i Philip skellti upp úr af undrun. — Ég bjóst alltaf við því, að þú vissir þínu viti, sagði hann. — Okkur kemur áreiðanlega vel saman. — Ég held það líka, sagði Laurí. — Mér finnst, að ég hafi þekkt yður lengi? — Viltu að ég komi og heimsæki þig oftar? — Já, endilega. Sérstaklega, ef þér getið komið á heimsóknartímum. Hvers vegna kemur enginn og heimsækir yður? — Það eru allir svo reiðir við mig. — Svo þér hafið kannski 'e’kki verið hamingju- samur um ævina? — Nei, því miður ekki. •— Eruð þér kvæntur maður, Philip? spurði Lauri og var skemmtilega fullorðinsleg. — Nei! Ég ætlaði að fara að ganga í hjónaband, en þá sagði stúlkan mín, að hún væri orðin leið á mér. Ég komst í svo slæmt skap, að ég gætti mín ekki nægilega vel og missti stjórnina á bílnum mín- um. En sem betur fer, meiddist enginn nema ég. — Mér finnst leitt, að þér skylduð verða fyrir slysi, sagði Laurí. — En það var gott, að þér komust að því, hvernig stúlkan var áður en þér kvæntust henni. Hefur mamma nokkurn tímann minnzt á slysið, sem við lentum í, við yður? — Ekki hefur hún talað mikið um það, svaraði Philip. Ég held, að hún vilji helzt ekkert um það hugsa. — Vitið þér, hvað varð um ökumanninn? Philip hrkaði andartak. — Þekktir þú ekilinn, Laurí? spurði hann. — Já, svaraði Laurí rólega, — það var honum að kenna að við urðum fyrir slysi. — Ertu viss um það? spurði Philip. — Já, það er ég. Hann fór að monta sig og aka alltof hratt. Hemlarnir biluðu, þegar við fórum fyrir homið. Það var andstyggilegt. Hann hefur ekið á fyrr. Ég vildi aldrei fara í bílferð með honum í nýja bílhum hans. Philip trúði næstum ekki sínum eig'm eyrum, en svo heyrði hann að Laurí stundi lágt og hún bætti við: — Ég átti nú víst ekki að segja þetta. Þér megið ekki segja mömmu það Philip. Hún þolir það ekki. — Ég lofa þér að segja henni -það ekki, Laurí, lofaði hanh. — Þakka yður kærlega fyrir, sagði hún og hann heyrði að henni létti mikið. — Ætlið þér annars ekki I I 6 I I I f: i I að koma og heimsækja mig? Ég kann svo vel við yður. Ég veit alltaf, hvort ég kann vel við fólk eða ekki. — Ég skil það vel, sagði Philip. — Eg vissi líka á stundinni, að ég hlyti að kunna vel við hana mömmu þína. — Vitið þér ekki eins og ég, að ég get aldrei dansað framar? spurði Laurí og andvarpaði við. — | Það er nú mest tónílstin, sem ég sakna. Ef ég gæti I bara fengið að hlusta á tónlist. Eitthvað, sem ég I gæti spilað á sjálf helzt. Eitthvað, sem væri, ekki of erfitt. j — Þetta lízt mér á, sagði Philip glaðlega. — Nú kemur Vannard og ég verð víst að fara. En við skul- um ræða tónlistina betur næst, þegar ég kem. — Það yrði dásamlegt, svaraði Laurí. — Hvernig vissuð þér, að yfirlæknirinn væri að koma? — Ég þekkti fótatak hans, sagði Philip hlæjandi. 18. KAFLI — Hvernig gengur, Frazer? spurði Philip, þegar Tom kom að heimsækja harm næsta dag. — Eins og í sögu, herra! Það gleður mig að þér hafið fótavist í dag. — Það gleður mig líka, Frazer, sagði Philip hlæj- andi. — Haldið þér, að þér getið keypt bíl fyrir mig. — Ég get keypt, hvað sem þér viljið láta kaupa, herra, svaraði Tom rólega, — ef þér segið mér, hvernig það á að vera. Ég veit ekkí, hvernig smekk þér hafið. Þeir ræddu nýjar bílagerðir og verð smástund og svo sagði Philiþ: ’ ............ ■' — Eitt langar mig til að blðja yður um að kaupa til viðbótar, Frazer. Ég þarf að fá eitthvert hljóðfæri handa lítilli átta ára stúlku, sem neyðist til að liggja í rúminu alla daga. Það verður að vera létt og auð- meðfarið hljóðfæri. — Hvað segið þér um sílófón, herra? Hann getur legið á náttborðinu eða á leikbrettinu yfir rúminu hennar. Bróðir minn fékk slíkt tæki þegar hann var með mislingana." — Það lízt mér vel á, sagði Philip hrifinn. Frazer reis á fætur. Hann var feginn því, áð hann hafði loksins fengið eitthvað að gera. — Var það eitthvað fleira, herra? spurði hann ákafur. — Það held ég ekki, svaraði Philip hugsandi, — Ég ætla að gefa litlu dóttur hennar frú Haywood sílófóninn. Hver er að koma? Efuð það þér, Kamilla? Tom Frazer hafði heyrt, að dyrnar voru opnaðar. Nú leit hann við og beinrt- inn í augun á Susan Winters. Blá augu hennar voru reiðileg og hún setti fingurinn aðvarandi á varirnar, hristi höfuðið til Toms og fór. Il I II ; l| l| 1: i I I AÐALFUNDUR Kaupfélags Hafnfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 7. maí kl. 20.00 í fundarsal kaupfélagsins að Stran'dgötu 28. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjómin, Sumardvalarheimilið í Reykjadal Mosfellssveit tekur til starfa 10. júní. Wánari upplýsingar í síma 84560. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. VILLA FLEX VINIL gólfdúkur í bezta gæðaflokki fyrirliggjandi. — 6 litir Verð aðeins: Gerð popular, kr. 237.00 pr. fermeter. Gerð Coral, kr. 281.00 pr. fermeter. BYGGINGAREFNI h/f Laugavegi 103 — Sími 17373 — Skeifan 8 (skrifstofaai) (vörugeymsla) Hjólbarðar frá Raznoexport, fVloskvu stærð 600x13 m/slöngu verð kr. 1.982.00 — 560x15 — — ------ 2.036.00 — 600x16 — — ----- 2.478.00 Ennfremur nokkrir hjólbarðar af stærðun- um 650x20 og 500x16, með tækifærisverði. Mars Irading Company h/f Skeifan 8. (vörugeymsla) Sími: 1 73 73.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.