Dagblaðið - 11.04.1980, Side 5
\ C
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1980.
5
HVAÐ GERIR VERKA-
LÝÐSHREYFINGIN?
—aðgerðaleysi íkjaramálum veldur óróleika
Þótt samningar nœr allra verkalýðsfélaga á landinu hafi verið lausir frá áramótum hefur ekkert
gerzt í kjaramálum. Óróleika erfarið að gœta í verkalýðshreyfingunni og hefur t.a.m. eitt verka-
lýðsfétag vítt Verkamannasamband íslands fyrir aðgerðaleysi. DB leitaði í gær til þriggja verka-
lýðsforingja og spurði þá álits á framvindu mála.
Magnús L. Sveinsson.
„Taka verður
tillit til
breytts
ástands”
-segirMagnúsL
Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur
„Verkalýðshreyfingin verð-
urað láta til sín taka”
- segir Björn Bjamason starfsmaður Iðju
„Það er ótvírætt kominn tími til
þess, að verkalýðshreyfingin fari
alvarlega að gera upp við sig hvað
hún ætlar að gera. Ekkert hefur gerzt
í samningunum. Verkalýðshreyfingin
verður að láta heyra í sér í fullri
alvöru,” sagði Björn Bjarnason,
starfsmaður Iðju i Reykjavik, í
viðtali við DB í gær.
„Þessi deyfð dregur kjark úr fólki,
þannig að það getur orðið ófært um
Björn Bjarnason.
að grípa til varnar þegar það þarf að
gera,” sagði Björn.
„Eg tel ekki koma til greina að
grunnkaup engra hækki. Það eru
„Það verða menn að hafa í huga
fyrst og siðast, að iðnverkafólk og
annað það fólk sem lægst laun hefur
er í algjörum forgangi um launa-
hækkun,” sagði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Verka-
mannasambands íslands, i viðtali við
DB í gær. Hann bætti við: „Það er
algjörlega ósæmilegt, að krefjast
ýmsir hópar, sem eitthvað þarf að
gera fyrir. Hins vegar er mis-
skilningur að grunnkaupshækkun
þyrfti að ganga i gegn til þeirra
efstu,” sagði Björn. Hann sagði að
meðalkaup Iðjufölks fyrir dagvinnu
væri nú 255—260 þúsund á mánuði.
Ekki mætti minna vera en að hækka
það í 300 þúsund. Fæst Iðjufólk
hefði yfirvinnu og þyrfti að lifa á
dagvinnu.
ófrávikjanlega hækkana upp allan
launastigann, þótt þetta fólk fái
leiðréttingu.”
Guðmundur sagði að það væri
deginum Ijósara að óhjákvæmilegt
væri að endurskoða lægstu laun. Þeir
sem þau hefðu gætu með engu móti
unað við sinn hlut i núgildandi kjara-
samningum. Að þessari staðreynd
„ Verkalýðshreyfingin verður að
fara að taka sér stöðu með tilliti til
breytts ástand,” sagði Magnús L.
Sveinsson, formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, í yiðtali
við DB í gær.
„Ástandið er nú orðið miklu
alvarlegra, eftir gífurlegar skatta-
hækkanir. Verkalýðshreyfingin hefur
sýnt langlundargerð. Hún hefur haft
lausa samninga allt frá áramótum og
gert mjög hóflegar kaupkröfur,
aðeins krafizt 5% grunn-
hlytu augu manna að beinast fyrst og
fremst í allri umræðu um leiðréttingu
i kjaramálum.
-BS.
Guömundur J. Guðmundsson.
-HH.
ENDURSKODUN LÆGSTU
LAUNA HEFUR FORGANG
— og ósæmilegt er að kref jast þess að hækkun þeirra gangi upp allan
launastigann, segir Guðmundur J., formaður Verkamannasambandsins
kaupshækkana,” sagði Magnús.
„Kaupmátturinn er nú kominn niður
fyrir það sem hann var á fyrsta árs-
fjórðungi 1978, og ekki batnar
staðan, þegar tillit er tekið til mikilla
skattahækkana. Auk þess er
augljóst, að ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar munu enn auka hraða
verðbólgunnar, sem kemur versl
niður á hinum lægst launuðu.”
„Nánar ekkert hefur gerzt i kjara-
samningunum,” sagði Magnús L.
Sveinsson. -HH.
Guðmundur Arnlaugsson útskrifar stúdenta frá MH: „Fyrst langar mig i fri.”
DB-mynd: R.Th.
Guðmundur Amlaugsson hættir
við Hamrahlíðarskóla:
„Búinn að vera
nógu lengi”
„Mér finnst ég vera búinn að vera
nógu lengi í þessu og það sé gott fyrir
stofnunina að skipta um,” sagði
Guðmundur Arnlaugsson, rektor
Menntaskólans við Hamrahlið. Guð-
mundur hefur sagt starfi sinu lausu
og hyggst hætta því með haustinu.
Ekki sagðist hann vita til þess að neitt
hefði verið rætt um hver tæki við,
enda staðan ekki verið auglýst ennþá.
„Ég hef ekki hugmynd um það
hvað ég fer að gera, það er svo margt
sem mig langar til. Fyrst langar mig
til að fá mér fri og síðan verður þetta
að ráðast. Ég er búinn að kenna i 44
ár og þykir það orðið nógu langt,”
sagði Guðmundur.
Nemendur hans eru honum örugg-
lega ekki sammála. Guðmundur er
frábær skólamaður og hefur verið
komið á merkum nýjungum i skóla-
kerfinu undir hans stjórn. Má nefna
hann sem frumkvöðul að áfangakerfi
þvi sem flestir mennta- og fjölbrauta-
skólar nota nú og að öldungadeildum
menntaskóla sem nú eru víða um
land.
Aðstoðarrektor Menntaskólans við
Hamrahlið er nú Heimir Pálsson.
- DS
„Ríkisstjómin minnkar
kaupmátt um 8,5% íár”
—segir Sighvatur Björgvinsson
—„aukin skattbyrði en ekki skattalækkun”
„Þessir skattstigar ríkisstjórnarinnar
þýða enga skattalækkun miðað við það
sem verið hefði ef gamla kerfið hefði
gilt. Þeir þýða, samkvæmt útreikning-
um dr. Þorkels Helgasonar hjá Reikni-
stofnun Háskólans, 4,2 milljarða
skattahækkun,” sagði Sighvatur
Björgvinsson alþingismaður (A) i við-
tali við DB í gær.
Sighvatur sagði ennfremur að Þjóð-
hagsstofnun hefði reiknað að skatt-
byrðin ykist úr 13,4% af tekjum á ár-
inu 1979 í 14% af tekjum á árinu 1980.
Tekjuskattamir mundu rýra kaupmátt
um rúmlega 1,5% áárinu 1980.
Sú afsökun fyrir skatlstigabreyting-
unni, að villa hefði komið á daginn,
svo að stefndi í lægri tekjur ríkisins af
lekjuskatti en ætlað var, stæðist .ekki.
Þvert á móti hefði verið gert ráð fyrir
að tekjur skattgreiðenda hefðu hæk kað
um 45% milli áranna 1978 og 1979 en
hækkunin reyndist vera 47—48%. Það
yki tekjur ríkisins af tekjusköttum um
3—4 milljarða, svo að enga „villu”
hefði þurft að leiðrétta.
Sighvatur sagði að alls þýddu álögur
ríkisstjórnarinnar, sem hafa verið
ákveðnar síðustu vikur, rýrnun kaup-
máttar launþega um 8,5 prósem á þessu
ári.
- HH
Tannlækningar vangef inna:
r
URLEGU ASTANDI
— söfnunin Rauða
fjöðrín 76 skilaði
búnaði ífjórar
tannlæknastofur
Nú er verið að leggja síðustu hönd á
tannlækningastofu ætlaða vangefnum i
Vogaskólanum i Reykjavik. Er þetta
fjórða slik stofa sem opnuð er og er
hún eins og hinar kostuð af Lions-
mönnum i féiagi við Tannlæknafélag
íslands og Styrktarfélag vangefinna.
Gunnar Þormar mun afl öllum líkind-
um annast tannlækningar á hinni nýju
stofu í Vogaskóla. Hér sést hann sinna
einum sjúklinga sinna i Skálatúni.
Tannlækningar vangefinna eru oft á
tiðum örðugri en þeirra sem heilbrigðir
mega kallast vegna þess að greindar-
skotur hindrar oft eðlilega umhirðu
lannanna. Þá leggjast sumir tannholds-
sjúkdómar oftar á vangefna en aðra og
hafa því tannlækningar fyrir van-
gefna þróazt í þá átt að verða viður-
kennd sérgrein innan tannlækninga.
Áður en hinar fjórar stofur komu upp
var ástandið i þessum málum vægast
sagt ömurlegt hér á landi. Að því komst
Gunnar Þormar tannlæknir er hann
gerði könnun á ástandi tanna á 7 vist-
heimilum fyrir þroskahefta fyrir fimm
árum.
Árið 1976 var ráðizt i fjársöfnunina
Rauða fjöðrin til úrbóta og fyrir það fé
sem safnaðist keypt tannlækningatæki.
Nú eru þau loksins komin upp i Skála-
túni, Sólborg, Öskjuhlíðarskóla og
Vogaskóla og ætti áslandið því að lag-
ast.
- I)S