Dagblaðið - 11.04.1980, Page 23
27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1980.
i
GÆRKVÚLDI
KASTUÓS—sjónvarp kl. 22,15:
Kjaramál og ættleiðing
—umf jöllunarefni þáttarins
r SJALDAN ERÐN BÁRAN STÖK - sjónvarp kl. 20,40:
Gög og Gokke myndir
á eftir f réttunum
Kastljósi í kvöld verður beint að
kjaramálum annars vegar og ættleið-
ingu á erlendum börnum hins vegar.
Umsjónarmaður er Ómar Ragnars-
son og honum til aðstoðar er
Guðmundur Árni Stefánsson blaða-
maður.
Meðal þeirra sem við verður rætt
eru Ásmundur Stefánsson, Þorsteinn
Pálsson, Ragnar Arnalds og Kristján
Thorlacius.
Guðmundur Árni mun fjalla um
ættleiðingu erlendra barna. Ekki
náðist i Guðmund Árna til að fá upp-
lýsingar við hverja hann ræðir. Kast-
Ijós er klukkustundar langt.
-ELA.
í Kastljósi I kvöld verður fjallaö um
ættleiðingu erlendra barna. Þetta
barn er frá Vietnam, en mörg börn
þaðan hafa verið ættleidd hér á landi.
„HALLÆRISKÚKUR”
í daglegu máli sínu i gærkvöldi
fjallaði Stefán Karlsson um fram-
burð okkar á ástkæra ylhýra málinu.
Hann telur að málið sem við tókum
við af forfeðrum okkar breytist nú
örar en fyrr og séu ýmsar fram-
burðarbreytingar að verða. Óskýr-
leiki i mýi sé að aukast, þar sem
menn felli niður hljóð úr orðum.
Ekki er ástæða til þess að draga í
efa réttmæti þessa og hvílir þvi þung
ábyrgð á þeim sem kenna málið,
kennurum, foreldrum og þeim sem
fram koma i útvároi og sjónvarpi.
Stefán nefndi sérstaklega þuli sem
kynna dagskrár og veðurfréttaþuli.
Undir það verður að taka og má
nefna þuli sem kynna dagskrá sjón-
varps. Þeir eru auðvitað misjafnir en
sitthvað mætti þar betur fara.
Fljótlega eftir að þætti Stefáns um
daglega málið lauk, komu fram-
burðarsýnishornin. Leikrit kvöldsins
var flutt af nemendum Leiklistar-
skóla rikisins auk nokkurra atvinnu-
leikara. Það fjallaði um kommúnu-
lifnað ungmenna er hippaskeiðjð
sæla var að ganga sér til húðar. Svo
sem eðlilegt má teljast tileinkuðu
leikararnir sér málfar hippanna og
tókst það mæta vel. Þctta má ekki
skilja sem gagnrýni á framsetningu
leiklistarnemanna heldur eðlilegan
þátt leiksins.
Þýðing leikritsins var góð og á eðli-
legu máli þess hóps sem um var fjall-
að. Ekki hélt ég að ég ætti eftir að
heyra orðið hallæriskúkur 1 gamla
góða gufuradíóinu, en begar á leið
reyndist það hreinn barnaleikur
miðað við það sem á eftir fór. Ég
þykist illa svikinn ef „grandvarir”
menn og konur í vesturbænum ráðast
ekki frarn á ritvöilinn í hneykslan.
Ekki er vist að allir „fíli svo frikað”
tungutak.
- JH
Hér eru peir Gög og Gokke I einni af gamanmyndum sinum, þar sem þeir hafa komizt I lögregluhendur.Ekki virðist þeim
falla það illa.
,,Þetta eru kaflar úr gömlum þögl-
um myndum með Stan Laurel og
Oliver Hardy (Gög og Gokke).
Myndirnar sýna hvernig leiðir þeirra
Gög og Gokke lágu saman í fyrstu.
Þeir höfðu áður leikið i myndum
hvor í sínu lagi. Þetta eru ekki ein-
tómar Gög og Gokke myndir því
þarna koma líka kappar eins og
Charlie Chase. Hann er að mestu
gleymdur núna en var frægur á sinum
tima. Þarna koma líka fram Jean
Harlow, Jimmy Finley og fleiri,”
sagði Björn Baldursson þýðandi þátt-
anna Sjaldan er ein báran stök, sent
sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 20.40.
,,Það eru sýndir kaflar úr allmörg-
um myndum. Þetta er svipað og
myndirnar með Harold Lloyd sem
sjónvarpið hefur sýnt nýverið,”
sagði Björn.
Það má minna á að myndin er sýnd
kl. 20.40 í kvöld og er það nýmæli
hjá sjónvarpinu að sýna kvikmynd
svo snemma. „Við gerum þetta fyrir
blessuð börnin,” sagði Björn
Baldursson, er hann var spurður um
hvernig stæði á þessari tímabreytingu
hjá sjónvarpinu.
Það hefur mikið verið gagnrýnt að
myndir sem eru kannski meira fyrir
börn en fullorðna séu sýndar á röng-
um tima — eða þegar öll börn eru
sofnuð. Svo virðist sem sjónvarpið
hafi tekið mark á þessari gagnrýni og
er það lofsvert. Hins vegar vantar til-
finnanlega aðra kvikmynd sem mætti
vera síðust á dagskránni — en þá er
til of mikils mælzt. Þeir sem ekki
vilja horfa á Kastljós og Skonrok(k)
geta því slökkt á sjónvarpinu klukk-
an rúmlega tíu og farið snemma í
hátlinn.
- EI.A
0DDUR FRÁ RÓSUHÚSI - útvaip kl.22,40:
Forystumaður f björg-
unarmálum sjómanna
—um og fyrir 1890. Ný kvöldsaga hefst f
kvöld.—Baldvin Halldórsson leikari les
„Þetta eru fróðleiksmolar um Odd
V. Gislason sem bjó í Rósuhúsi i Mjó-
stræti og var ákaflcga umdeild per-
sóna," sagði Gunnar Benediktsson rit-
höfundur i samtali við DB. Ný kvöld-
saga hefst i útvarpi í kvöld og nefnist
hún Oddur frá Rósuhúsi. Eru það
nokkrar staðreyndir og hugleiðingar
um séra Odd V. Gíslason og lifsferil
hans eftir Gunnar Benediktsson. Bald-
vin Halldórsson leikari les.
„Oddur var kannski frægaslur fyrir
að vera forystumaður i björgunarmál-
um sjóntanna unt og fyrir 1890. Hann
er líka frægur fyrir svokallað brúðar-
rán.
Hann tók guðfræðipróf og var siðan
skikkaður af biskupi til að taka við
Grimsey. Hann slapp við það, þvi hann
fékk vottorð frá Jóni landlækni Hjalta-
lín um að hann væri ekki nógu hrauslur
til að taka við embættinu. Margar
'ögur urðu siðan til unt hvernig Oddur
hafi fengið þetta voltorð, þvi hann var
alltaf hraustur ntaður.
Oddur endaði siðan sent prestur V-
íslendinga í Winnipeg en þar bjó hann
siðustu árin. Hann lézt í janúar 1911.
Margir hafa skrifað um Odd. Bæði
I oftur Guðmundsson og Tómas Guð-
mundsson skrifuðu um Odd, en bar illa
saman um staðreyndirnar. Allir eru þó
sammála um að hann er mikil þjóð-
sagnapersóna.
Heimili Odds, Rósuhús, heitir eftir
Rósu móður hans og einnig var stígur-
iitn upp að húsinu nefndur Rósustigur.
Hann heitir núna Brattagata. Þeir eru
ntargir sem skrifað hafa ætiminningar
sinar og ntinnzt á Rósu. Hún var sögð
drottna yfir Grjótaþorpinu,” sagði
(iunnar Benediktsson rithöfundur um
kvöldsöguna Oddur frá Rósuhúsi sem
hefst í útvarpi i kvöld kl. 22.40. - ELA
MORGUNSTUND BARNANNA
—útvarpkl.9,05:
Gunnar Benediktsson rithöfundur og fyrrum prestur.
DB-mynd Hörður.
Ljúf og falleg
sveitalífssaga
„Sagan er eftir Bergþóru Pálsdóttur
frá Veturhúsum við Fskifjörð. Hún bjó
þar þar til fyrir 9 árum. Þá lenti hún i
bilslysi og flutti til Hveragerðis og býr
þar nú. Hún hefur áðure fið út tvær
barnabækur Drengirnir a Gjögri, og
Giggi og Gunni. Þessi saga sem ég er að
lesa, Á Hrauni, hefur enn ekki komið
út, enda hefur Bergþóra nýlokið við
hana," sagði Jón Gunnarsson leikari í
samtali við DB. Jón les um þessar
rnundir í Morgunstund barnanna
söguna Á Hrauni eftir Bergþóru.
Þriðja lestur las Jón i morgun, en sá
næsti verður ekki fyrr en á mánudag.
Alls verða lestrarnir átta.
„Bergþóra hefur einnig skrifað frá-
sögur sem birzt hafa í blöðum og hún
hefur skrifað mikið af sögum frá her-
námsárunum. M.a. lenti hún i þvi að
bjarga heilli herdeild af Bretum.
Frá þeirri sögu segir hún i Eskju. Það
eru austfirzkar sagnir og fróðleikur um
Eskifjörð. Það eru margir, sem skrifa
sögur í þá bók.
Bergþóra var meö búskap ásamt
bróður sínum í Veturhúsum, áður en
þau fluttu bæði til Hveragerðis. Sagan
Á Hrauni segir frá uppvaxtarárum
nokkurra barna á heimaslóðum
hennar, í kringum 1930. Sjálf kallar
hún þetta skáldsögu. Þetta er Ijúf
sveitalífssaga," sagði Jón Gunnarsson
ennfremur.
Þetta er fyrsta sagan sém lesin er
el'tir Bergþóru nftvarpi. Næsti lesturer
sem sagt á mánudagsmorgun kl. 9.05.
-ELA.
Jón Gunnarsson les næsla lestur
sögunnar Á Hrauni á mánudags-
morgun kl. 9.05.
DB-mynd: Bjarnleifur.
JONAS
HARALDSSON