Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980. 5 Norska nefndin kom án umfooðs til samninga um hafsbotnsréttindi en Islendingar vildu ekki aðskilja samninga um fískimál og landgrunnsmál „Við töldum rétt að skýra þing- flokkum frá stöðu viðræðnanna áður en lengra yrði haldið,” sagði Stein- grímur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra í viðtali við DB í Ráðherra- bústaðnum í gær. Hann sagði að þau tíðindi sem þingmönnum Framsóknarflokksins hefði verið greint frá hefðu ekki verið þess eðlis að þeim hefði neitt brugðið. Talsvert fjaðrafok og sýnileg spenna skapaðist á Alþingi i gær um það leyti sem þingfundir áttu að hefjast samkvæmt boðaðri dagskrá. Var fundum frestað og þingflokks- fundir allra stjórnmálaflokkanna boðaðir í skyndi. Steingrímur kvað það hafa verið yfirlýsta stefnu framsóknarmanna að skilja ekki að í samningunum fiski- mál og landgrunnsmál. Það hefði þvi valdið verulegum vonbrigðum er það kom í ljós, að norska viðræðunefnd- in taldi sig ekkert umboð hafa til þess að gera neins konar samninga um hugsanlegar auðlindir á hafsbotnin- um umhverfis Jan Mayen. Þetta um- boðsleysi hefði komið sér og áreiðan- lega flestum í íslenzku viðræðunefnd- inni algerlega á óvart. ,,Ég vil ekki neita þvi að hugsan- Iegt er að gera samninga um fisk- veiðimálin á Jan Mayen-svæðinu og vísa landgrunnsmálinu til gerðar- dóms. Við íslendingar höfum aldrei verið hrifnir af gerðardómum í okkar málum í samningum við aðrar þjóðir,” sagði Steingrímur. ,,Ég tel að þegar þessum viðræðu- fundi lýkur í kvöld verði menn að nota nokkrar vikur til þess að skoða þessi mál og gera sér grein fyrir stöðunni og stefna siðan að því að taka skásta kostinn,” sagði Stein- grimur ennfremur. Næsti fundur hefur verið ákveðinn 7.—10. maí í Osló. - BS / A.St. Knut Frydenlund, utanrikisráðherra Norðmanna, ræðir við fréttamenn i fundarhléi I Ráðherrabústaðnum i gær. DB-mynd: Bj. Bj. Loðnuveiðarnar í sumar kalla á skjóta lausn á deilum um fiskveiðimálin — segirJakob Jakobsson fiskifræðinguf „Vegna loðnuveiðanna í sumar er vitanlega nauðsynlegt að niðurstaða fáist í þeim atriðum sem um er deilt og varða ftskveiðar á loðnusvæð- inu,” sagði Jakob Jakobsson fiski- fræðingur í viðtali við DB i Ráð- herrabústaðnum í gær. Á viðræðufundum þeim, sem fram hafa farið sl. tvo daga milli íslenzkra og norskra stjórn- og embættis- manna, hefur umræða snúizt fyrst og fremst um fiskveiðar og það alveg sérstaklega loðnuveiðar. M.a. er þetta vegna þess að utanríkisráðherra Norðmanna, Knud Frydenlund, lýsti því yfir á fyrri degi viðræðnanna að viðræðunefnd Norðmanna hefði alls ekkert umboð til þess að semja um landgrunnið á Jan Mayen-svæðinu. í þessu sambandi er einnig haft í huga að nokkur hluti loðnuveiði íslendinga bæði í fyrra og hittifyrra var af hafsvæði sem falla mundi inn an 200 mílna efnahagslögsögu við Grænland. Verulegar líkur eru til þess að dönsk stjórnvöld lýsi yfir efnahags- og fiskveiðilögsögu við A- Grænlandekkisíðaren l.júnínk. Samkvæmt ummælum nefndar- manna i viðræðunum i viðtölum við DB er það sameiginlegt keppikefli bæði Norðntanna og íslendinga að þeir samningar takist milli landanna tveggja, sem gerðu mögulega út- færslu landhelginnar í kringum Jan Mayen áður en útfærsla við Græn- land yrði tilkynnt. - BS Fundurtrúnaðar- manna ogS jómanna • félagsísfiröinga: „Fordæmir klofnings- vinnubrögð Bolvíkinga” „Þetta er auðvitað verra, en hefur engin áhrif á samninga hér,” sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, um sérsamninga er Verkalýðs- og Sjómannafélag Bolungarvikur gerði í fyrrakvöld við Guðfinn Einarsson, forstj. íshúsfélags Bolungarvíkur. Þegar við ræddum við Pétur í gær- dag var fundi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Sjómannafélags ísfirðinga rétt að Ijúka. Eftirfarandi var lýst yfir á fundinum: „Fundurinn lýsir furðu sinni á þeirri smánarlegu samningsgerð sem átt hefur sér stað hjá sjómönnum í Bolungarvík. Fundurinn fordæmir þau klofnings- vinnubrögð sem Verkalýðs- og sjó- mannafélag Bolungarvíkur hefur hér viðhaft á mjög viðkvæmu stigi í samn- ingamálunum. Alítur fundurinn að aðgerðir þessar séu ekki til þess fallnar að leysa samningamál sjómanna á Vestfjörðum.” Aðalinntakið í samningi Bolvíkinga var að styttur verði greiðslufrestur á uppgjöri hlutaskipta á línubátum og togurum, lenging þess tímabils á línu- veiðum sem ekki er unnið á laugar- dögum, að sjómenn hafi 2ja sólar- hringa frí um sjómannadagshelgina og lenging á fríi togarasjómanna um ára- mót, úr 24 klst. í 30 klst. Pétur sagði að á sameiginlegum sáttafundi ASV og útvegsmanna hefði legið fyrir uppkast að yfirlýsingu til stjórnar Aflatryggingarsjóðs, sem skrifa hefði átt undir. Það væri ekki sérmál Bolvíkinga. Þá hefðu Bolvík- ingar heldur ekki verið búnir að boða verkfall og í samningi Bolvíkinga væri að finna einkavandamál, sem þeir einir ,ættu viðaðglíma. -F.VI Við bjóðum 50% afslátt af öllum kvenkápum í versluninni út aprílmánuð. Komið og kynnið ykkur ótrúleg kjör.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.