Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980. 'MífflBIABW Utgefandi: DagbLoflið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kriátjánsson. RHstjómaifuUtrúi: Haukur Heigason. Fréttastjóri: Ómar Vatdjmarsson. Skrif stofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdai. Iþróttir Hallur Simonarson. Mannlng: Aðalstainn IngAHuon. Aðstoðarlréttastjóri: JAnas Haraldsson. Handrit: Asgrimur PilssAn. Hönnun: Hllmar Karisson. Blaðamenn: Anna BJamason. Adl Rúnar HalldArsson, AtB Stainarsson, Asgair TAmosson, Bragi Sigurðsson, DAra S'tafénsdAttir, Elin AlbertsdAttir, Erita V. fngAHsdAttir, Gunnlaugur A. JAnsson,> Öiafur Geirsson, Sigurður Svsrrisson. IJAemyndir Ami Péll JAhsnnsson, BJamleHur BjamleHsson, Hðrður VHtlJMmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: JAn Sævor Baldvlnsson. SkrifstofustjAri: Ólafur EyjAHsson. Gjaldkori: Þréinn ÞorieHsson. SölustJAri: Ingvor Sveinsson. DraHing- erstJAri: Mér E.M. HelldArsson. Uppkastútíhött Knut Frydenlund virðist hafa einstæða hæfileika til að vefja íslenzkum starfsbræðrum um fingur sér. Þannig lék hann Benedikt Gröndal, þáverandi utanríkisráðherra, í fyrra. Og þannig hefur hann nú leikið Ólaf Jóhannesson, raunar sýnu grár. Uppkastið, sem Ólafur Jóhannesson var reiðubúinn að skrifa undir í gær, er nokkru verra en það, sem Benedikt Gröndal kom með frá Noregi á sínum tíma. Það má því segja um stjórn utanríkismála íslands, að lengi geti vont versnað. Samkvæmt uppkastinu áttu íslendingar að viður- kenna eða láta óátalda norska efnahagslögsögu við Jan Mayen. í staðinn áttu íslendingar ekki að fá neitt einasta, áþreifanlegt atriði, ekki einu sinni varanlegar loðnuveiðar. í uppkastinu fólst ekki viðurkenning á óskertum 200 efnahagsmílum íslands í átt til Jan Mayen! Þar var ekki minnzt einu orði á hafsbotnsréttindi íslands við Jan Mayen! Og loðnuveiðar íslendinga við Jan Mayen áttu aðeins að fá að standa í eitt til fimm ár til viðbótar! Nú er það sérstakt rannsóknarefni, hvernig Olafur Jóhannesson gat talið sjálfum sér trú um, að þetta fáránlegasta uppkast allra uppkasta túlkaði sanngjarna niðurstöðu. Hann hlýtur að hafa verið sleginn óvenjulegri blindu. Ekki er síður alvarlegur þáttur Hans G. Andersen í smíði uppkastsins. Sá þáttur kom líka sérstaklega á óvart, því að Hans hefur hingað til staðið sig vel í haf- réttarmálum. En hér eftir verður Dagblaðið að draga í efa, að hann sé fær um að gæta hagsmuna íslendinga gagnvart Norðmönnum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins, þeir Matthías Bjarnason og Ólafur Ragnar Grímsson, sögðu Ólafi Jóhannessyni auðvitað strax, að þetta uppkast væri út í hött. Og þeir urðu að taka til fótanna til að stöðva karlinn. Ásamt Sighvati Björgvinssyni frá Alþýðuflokknum skutu þeir á þingflokksfundum til að segja frá ótíðindunum. Niðurstaðan var sú, að þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks höfnuðu uppkastinu algerlega. Á sama tíma voru þingmenn Framsóknarflokksins farnir að hringja i Steingrím Hermannsson sjávarút- vegsráðherra til að forvitnast um, hvað væri á seyði. Er það kom í ljós, varð einnig uppreisn í Framsóknar- flokknum. Er Ölafur Jóhannesson stóð andspænis hótunum mikils meirihluta alþingis um að taka þetta endemis- uppkast umsvifalaust upp utan dagskrár á þingi, lét hann loks undan. Segja má með sanni, að þar hafi hurð skollið nærri hælum. Það er hart til þess að vita, að nú sem i fyrra, skuli i broddi utanrikismála og hafréttarmála landsins-vera menn, sem ekki er hægt að treysta. Menn, sem koðna niður og tapa öllum áttum, þegar þeir standa andspænis erlendum höfðingjum. Nú er ljósara en nokkru sinni fyrr, að baráttumenn íslenzkra hagsmuna, bæði í stjórnarflokkunum og í stjórnarandstöðunni, svo og fjölmiðlar, verða að halda vöku sinni, ef unnt á að vera að hindra stórslys í samningum um Jan Mayen. Satt bezt að segja er skárra, að Norðmenn taki sér efnahagslögsögu við Jan Mayen gegn mótmælum íslendinga, heldur en að ráðamenn íslands þurfi sjálfir að undirrita skilyrðislausa uppgjöf í Jan Mayen deilunni. Hótanir Norðmanna eru því einskis virði. Uppkastið í gær jafngilti skilyrðislausri uppgjöf íslendinga gagnvart Norðmönnum. I leiAura Dagblaðsins í gær var sii villa á cinum slað, að sagt var frá 200 milna islcn/kri el'nahagslögsögu VH5 ,lan Maycn, cn áili að vera Tll Jan Maven, svo scml jósi máiti veraaf framhaldinu. Byltingin í Uberíu, landi þar sem hyldýpisgjá er milli ríkra ogfátækra: Ýfir ófriðaröldur íSierraLeone William Tolbert, forseti Líberíu sem steypt var af stóli og myrtur af uppreisnarmönnum á laugardaginn, var einn auðugasti kaupsýslumaður landsins. Fréttaskýrandi Reuter- fréttastofunnar telur að byltinguna í Líberíu verði að skoða í ljósi þess að hyldýpisgjá er á milli ríkra og fá- tækra í landinu. Þessi staðreynd vegur þyngra en trúarbragðamis- munur sem enn veldur sundrungu víða í Afríkuríkjum. Tolbert forseti var afkomandi frjálsra amerískra þræla sem komu til Líberíu snemma á 18. öld og stofn- uðu elzta lýðveldi Afríku 1847. Talið er að þrælar þessir hafi verið um 45.000 talsins. Innflytjendurnir og afkomendur þeirra hafa drottnað yfir 1,6 milljón innfæddum landsmönn- um sem þeir kalla „sveitafólkið”. Whigg-flokkurinn, stjómmála- flokkur sem þjónaði hagsmunum minnihlutans, fór með völd í Líberíu í meira en öld og hafði undirtökin á öllum sviðum þjóðlífsins sem máli skiptu. Kosningaréttur takmarkaðist að mestu við valdastéttina en nokkr- um dögum fyrir valdaránið var sam- þykkt að taka upp lög um almennan kosningarétt. Uppbygging hersins var sömuleiðis samkvæmt hefðum ríkj- andi valds. Innflytjendur höfðu í hendi sér alla valdatauma og for- ingjastöður. Innfæddir náðu sjaldan að verða meira en óbreyttir hermenn. Þeir sem gengu fremstir í flokki í byltingunni voru liðþjálfar í hernum og enginn vafi leikur á að hún nýtur stuðnings alþýðu manna. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að hækka kaup óbreyttra hermanna í sem svarar til minnst 108.000 ísl. króna. Stjórnin leysti og úr fangelsum marga félaga úr Framfaraflokki alþýðu (PPP) sem lögleiddur var í desember sl. og hafði á stefnuskrá að berjast fyrir jöfnuði í samfélaginu. Flokkur- inn var bannaður í marzmánuði eftir að foringi hans, Gabriel Baccus Matthews, hvatti til verkfalla gegn stjórninni. Matthews átti að mæta fyrir rétti á mánudaginn sakaður um æsingar og landráð. Hann hefur nú verið útnefndur utanríkisráðherra. Byltingin i Líberíu og valdataka Samúels Doe yfirliðþjálfa og manna hans er sögð minna um margt á um- rótið sem kom Jerry Rawlings flug- liðsforingja til valda í Ghana i júní 1979. Rawlings afhenti völd sin sjálf- viljugur í hendur kjörinni borgara- legri stjórn í september. Nýja stjórnin sneri sér þegar að því að minnka fá- tækt og eymd sem ríkti í neðstu lög- um þjóðfélagsins í Ghana eftir 7 ára spillingarstjórn herforingja. Rawling lét ennfremur aflífa 3 af fyrri valda- mönnum landsins. Það spurðist út í febrúar að Rawling í Ghana væri í góðu sam- bandi við menn í stjórnarandstöð- unni í Liberiu. Jafnvel að hann hefði farið í heimsókn til Liberíu og rætt við samherja sína þar. Rawling er William Tolbert ávarpar Bandarikjaþing þegar hann var i opinberri heimsókn i landinu. Aftan við hann eru Nelson Rockefeller þáverandi varaforseti og Carl Al- bert þingforseti. Ur homreku í homstein Söfnun og varðveizla atvinnusögulegra skjala á vegum Þjóðskjalasafns íslands Þjóðskjalasafnið í „Kastljósi" Þann 25. janúar s.l. var i sjón- varpsþætti („Kastljósi”) fjallað utn ýmis vandamál Þjóðskjalasafns fslands. Þar var meðal annars vikið að því, að sökum húsnæðisleysis og manneklu hefði safnið ekki getað um langt árabil gegnt þeim lágmarks- skyldum sinum að taka til varðveizlu .skjöl opinberra aðila og gera þau aðgengileg fræðimönnum og öðrum notendum. Ennþá síður hefði það getað safnað skipulega öðrum skráðum heimildum um þjóðarsög- una, eins og því ber þó einnig að gera samkvæmt gildandi lögum um Þjóð- skjalasafn íslands frá 17. marz 1969. Verzlunarskjölin á Bessastaða- kirkjulofti í þættinum var greint frá allmiklu safni gamalla verzlunarskjala frá ýmsum stöðum landsins, sem Þjóð- skjalasafninu áskotnaðist snemma á þessari öld fyrir frumkvæði fyrsta forstöðumanns þess, Jóns Þorkels- sonar. Þessum skjölum hafði upp- haflega verið komið fyrir i Safna- húsinu við Hverfisgötu. Árið 1954 voru þau látin víkja fyrir skjölum opinberra stofnana og flutt upp á kirkjuloft á Bessastöðum. Þar hafa þau legið í aldarfjórðung við léleg geymsluskilyrði og verið algerlega óaðgengileg til allra afnota. Framtak bókasafns- fræðistúdenta Þessi sjónvarpsþáttur virðist, góðu heilli, hafa orðið til að vekja verulega athygli á vandamáium Þjóðskjala- safnsins, sem og því hve björgun og varðveizlu sögulegra skjala er að mörgu leyti ábótavant hér á landi. Einkanlega hafði hann mikil áhrif á bókasafnsfræðinema við Háskóla íslands, en nú hefur skjalavarzla

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.