Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980. Norræna húsið Píanóleikarinn EVA KNARDAHL frá Noregi heldur tónleika í samkomusal Norræna hússins miðvikudaginn 16. apríl, kl. 20:30, og leikur verk eftir Grieg, Oddvar Kvam, Hallvard Johnsen, Dag Wirén og Johs. M. Rivertz. Aðgöngumiðar í kaffistofu hússins og við innganginn. Allir velkomnir Hjúkrunarfræðingur — Egi/sstaðir Hjúkrunarfræðingur óskast að Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sem fyrst. Húsnæði til reiðu. Uppl. á skrifstofu í síma 97- 1386. Starfsmaður (karl eða kona) óskast til sendi- mannsstarfa allan daginn fyrir fjármála-, félags- mála- og dómsmálaráðuneyti. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi umráð yfir bifreiðeða bifhjóli. Skriflegar umsóknir sendist fjármálaráðuneyti fyrir 22. apríl nk. Fjármálaráðuneytið, 15. apríl 1980. Tiikynning um lóðahreinsun í Reykjavík voríð 1980 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sínum hrein- um og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorp- ílátum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lok- um, hreinsun eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það í síma 18000 eða 13210. Urgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00 — 21.00 Á helgidögum frá kl. 10.00—18.00 Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera í umbúð- um eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir í því efni. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Hreinsunardeild. Verkamannaflokkurinn norski ísókn samkvæmt skoðanakönnun: HÆGMBLADR- ANSPRUNGIN? ,,Hægri blaðran sprakk,” segir norska Dagbladel í fyrirsögn á frétl um úrslii i skoðanakönnun um fylgi flokkanna |rar i landi i marzmánuði. Helstu niðurslöður eru þær að Hægri flokkurinn tapar 2.7% al- kvæða á aðeins einum mánuði, fær nú 26.6% sem er það lægsla sem mælzt hel'ur i könnunum síðan i kosningunum 1977. Þá fékk Hægri flokkurinn mikið fylgi kjósenda. I febrúar 1979 komsl flokkurinn i 35.2%, þannig að svo virðist sem 600.000 manns hafi snúið við honum baki a ekki lengri tima.Ástæðurnar eru einkum laldar deilur forystumanna flokksins um af- stöðuna til frjálsra fóstureyðinga, mikils hitamáls i Noregi. Kristilegi þjóðarflokkurinn og Verkamanna- Krling Norvik fráfarandi formaður Hægri flokksins í þungum þönkum yflr úrslilunum. flokkurinn eru hins vegar i sókn. Verkamannaflokkurinn bælir við sig 3.2%, fær sem svarar 41.4% at- kvæða ef nú væri kosið í landinu. Krislilegi þjóðarflokkurinn bætir við sig 2.2%, fær sem svarar 13.3% at- kvæða. Miðflokkurinn tapar 1.3%, fær alls 5.9%. Vinstri flokkurinn tapar 1.2%, fær alls 4.5%. Framfaraflokkurinn fær 0.7% aukningu, Norski kommúnista- llokkurinn (Moskvusinnaður) fékk 0.1% nú á móti 0.2 í febrúar og Rauða kosningabandalagið (marx- leninistar og óháðir) hlaut 0.8% nú en 0.4% i febrúar. Dagbladet segir að svo virðist sem ungir kjósendur hafi almennt forðazt Hægri flokkinn nú, en halli sér frekar að Verkamannaflokknum. Indverska lögreglan lamdi á blindu fólki í kröfugöngu l.ögreglan i Nýju Delí á Indlandi beitti hrottalegum aðferðum til að sundra mótmælaaðgerðum á þriðja hundrað blindra manna sem safnazl höfðu saman til að krefjast betri aðbúnaðar af stjórn Indiru Gandhi. Lögreglumenn létu kylfuhögg dynja á þeim blindu. Að sögn sjónarvolta særðust margir og skelfing greip um sig meðal fólksins. Ekki færri en 100 mót- mælendur voru handteknir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar i Indlandi mót- mæltu meðferðinni á fólkinu allir sem einn. Þeir gengu svo að segja allir á dyr i þinginu i mótmælaskyni. Gandhi hefur fyrirskipað opinbera rannsókn málsins. Maó formaöur ekki algóður —segir kínverskur ríthöfundur sem var neyddur til að moka skft f rá svínum í menningarbyltingunni „Lýðræði er ekki það sama og rógburður og lygar. Nafnlaus veggspjöld birtu rógburð um mig og gróusögur um fortíð mína. Fólk hefur auðvitað áhuga á að lesa þetta og segir þá gjarnan: „Þetta er nú aumi maðurinn.” Ég er fylgjandi þvi að hætta að nota hinn svokallaða l.ýðræðisvegg og finna í staðinn raunverulegan vettvang fyrir almenning að tjá skoðanir sinar,” sagði kínverski rithöfundurinn Cao Yu nr.a. í viðtali við bandariska vikuritið Newsweck. Cao Yu sætti harðri gagnrýni i menningar- byltingunni fyrir að vilja al'vcgaleiða alþýðuna frá „réttri stefnu”. Hann var neyddur til að leggja frá sér pennann og vinna við að hreinsa svinastiur. Nú er hann frjáls maður á ný og var i heimsókn i Banda- Cao Yu: Áður fyrirlitinn, nú borinn i gullstól í Kína. rikjunum nýlega. „Hann var mikilhæfur leiðtogi en ekki algóður,” svaraði hann spurningu um hverl væri mat hans á Mao Tse' tung fyrrum formanni í Kína. ,, Við gátum byggt upp hið nýja Kina vegna tilveru hans. En þrátt fyrir mikla forystuhæfileika hans var ekki allt sem hann gerði góðra gjalda vert. Menningarbyltingin var ekki gott skref. Hún var mistök.” Cao Yu sagði við Newsweek að það eina sem hann skrifaði á tímurp menningarbyltingarinnar hafi verið endalaus sjálfsgagnrýni. Ennfremur að hann hafi orðið fyrir áhrifum fyrr á ævinni frá verkum ýmissa vest- rænna rithöfunda. Til dæmis nefndi hann Henrik Ibsen, Charles Dickens, Oscar Wilde og Eugene O’Neill.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.