Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980. f\eira w FOLK Heimsókn til Kára, Sigríðar, Guðjóns, Steingríms, svínsins Magnúsar, páfagauksins Jakobs, kattanna Rósu og Runólfs, tíkarinnar Pílu og allra hinna: „MANNILÍÐUR MIKLU BETUR / S VEITINNr — segir Kári Steingrímsson sem flutti úr Garðabœnum í Reykjadal „Okkur finnst allt annað líf aðbúa 1 sveitinni. Manni líður mun betur þrátt fyrir að stressið og erillinn sé í sjálfu sér ekki minni hér en var fyrir sunnan,” sagði Kári Steingrimsson bóndi í Pálmholti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, þegar DB heimsótti hann og fjölskylduna fyrir skömmu. Kári býr í Pálmholti ásamt konu sinni Sigríði Guðjónsdóttur og sonunum Guðjóni og Steingrími. Þau bjuggu áður i Garðabænum og Kári vann við húsasmíðar 4J*eykjavíkur- svæðinu. Þau fengu meira en nóg af verunni i þéttbýlinu og fóru að svipast um eftir jörð til að búa á. Jörðina fundu þau í Reykjadalnum og þá var pakkað niður í snarheitum og farið norður í land. Bústofninn er aðallega svín. Ótrú- legur fjöldi af svínum þrífst bærilega í stíum í rúmgóðu húsnæði í Pálm- holti. Gömul svín, miðaldra, ung og allt niður í nýfædda smágrisi. Öll framleiðsla búsins er seld á Húsavík. Mun meirihluti þess svínakjöts sem Húsvíkingar láta í sig vera kominn frá Pálmholti. Slátrað er 40—50 grís- um í hverjum mánuði. Þeim er slátrað hálfs árs gömlum og þá hafa þeir hundraðfaldað þyngd sina frá fæðingu! Ólíkt skemmtilegra , ,,Við erum sjálfsagt ekki álitin al- vörubændur af ýmsum fyrir að búa aðallega með svín,” sagði Kári og kímdi. ,,Ég hef aldrei haft eins lélegt tímakaup fyrir nokkra vinnu. En þetta er ólíkt skemmtilegra. Auðvitað þekktum við lítið til búskapar með svín þegar við byrjuðum. Við leit- uðum eftir reynslu frá öðrum og lásum okkur til fróðleiks. Danir hafa til dæmis skrifað og gefið út mjög góðar bækur og blöð um svínarækt. Svo þurfti að taka til hendinni hérna við að útbúa aðstöðu fyrir dýrin. Það hefur kostað mikinn tíma og fjár- muni.” Greinilegt var að þau höfðu „tekið til hendinni” svo um munaði. Miklar innréttingar úr járni og tré þurfti að smiða og setja niður. Og Kári vann það að mestu einn — með aðstoð fjölskyldunnar. í kjallara undir svinahúsinu hefur hann komið fyrir alls kyns trésmíðavélum og aðstöðu til smiða. Hann var önnum kafinn við að ganga frá nýjum hurðum sem Kári gefur svinunum kvöldmatinn. Þau urðu fijótt vör viö þegar fór aö skrjéfa i pokunum með fóðrinu. Ekki þurfti meira tilað aiit yrði vitiaust i húsinu. Dýrin vækiu og góiuðu hvert í kapp við annað. Á bak við Kira grillir í Guðjón yngri soninn. Si er búmaður mikill og sér um hænsnabúskapinn i Páimhotti. DB-myndir: Evert Kr. Evertsson orðið hafa til í svínakjallaranum þegar DB bar að garði. ,,Eg hleyp í að smíða glugga og hurðir fyrir nágrannana þegar tími og tækifæri gefst til. Það er ágætt að geta dútlað á verkstæðinu t.d. þegar ég bíð eftir að gylta gjóti uppi. ” Þar að auki hefur Kári hjálpað bændum í nágrenninu við byggingar á hlöðum og gripahúsum. Það á sér þvi ekki margar frístundirnar heim- ilisfólkið í Pálmholti. Meira félagslrf Auk svinanna eru nokkrar kindur á bænum, hænur, kálfar og hestur. Að ógleymdum köttunum Rósu og Runólfi, tíkinni Pílu og páfagaukn- um Jakobi sem býr í rimlabúri í eld- húsinu. Þá má nefna það að Pálm- holt á land að Reykjadalsá og heim- ilisfólk nýtir þau hlunnindi talsvert. Kári gizkaði á að búsílag Reykjadals- ár sé nálægt einu tonni af silungi ár- lega. Munar sannarlega um minna. En er virkilega ekkert sem hann saknar úr þéttbýlinu? „Fyrst þegar við komum 1974 saknaði ég bíóanna. Og Vísis saknaði ég lika. Hér er reyndar miklu meira félagslíf en við þekktum fyrir sunn- an. Alltaf eitthvað að gerast. Við förum miklu oftar í leikhús hér en áður. Okkur líður vel og höfum ekki hugsað um að gefa búskapinn upp á bátinn.” -ARH Sjöfn, dóttir Everts Ijósmyndara og fróttaritara DB á Húsavík, tók nokkurra daga gamlan gris i fangið. Hann var rúmlega sparigrís að stærðl Sigriður Jensdóttir móðir Sjafnar er til vinstri. Varamenn hóp- ast á Alþingi Mikið er um að varamenn taki sæti á Alþingi um þessar mundir. Enn bættust fjórir slikir við í fyrradag. Böðvar Bragason sýslumaður Rangæinga tók þá sæti Þórarins Sigurjónssonar alþingismanns sem er fjarstaddur vegna anna heima fyrir. Böðvar er 1. varamaður framsóknar- manna í Suðurlandskjördæmi. Sigurður Óskarsson framkvæmda- stjóri Verkalýðsfélagsins Rangæings tók sæti Steinþórs Gestssonar sem er sjúkur. Sigurður er varaþingmaður sjálfstæðismanna í Suðurlandskjör- dæmi. Einnig tók Einar K. Guðfinnsson námsmaður sæti i stað 'Matthíasar Bjarnasonar sem boðar fjarvistir „af heilsufarsástæðum”, sem þingmaður sjálfstæðismanna fyrir Vestfirði. Loks kom Jón Sveinsson lögfræð- ingur á þing fyrir framsóknarmenn á Vesturlandi i stað Alexanders Stefánssonar sem fer utan í opinber- um erindagerðum. - HH Einar K. Guðfinnsson, einn hinna nýju varaþingmanna. Einar er Boi- vikingur, sonarsonur og alnafni mesta framk væmdamanns pléss- ins i marga áratugi, Einars Guð- finnssonar útgerðarmanns. hlýi varaþingmaðurinn er ritstjóri mál- gagns SjáHstæðisfíokksins i kjör- dæminu. Ekki prenthœft Campomanes, einn af varaforset- um FIDE, var á blaðamannafundi fyrir skömmu spurður að því hvort hann kynni að segja einhverjar fréttir, af Bobby Fischer fyrrum heimsmeist- ara í skák. Campomanes hugsaði sig um stund, brosti og sagði síðan: ,,Að minnsta kosti ekkert sem er prent- hæft.” Þá eru innlendu áfengisauglýsing- arnar farnar af stað — þetta er bak- hliðin á matseðli Þórskabaretts, sem haldinn er i Þórscafé þessar vikurnar. Athugasemdir hafa ekki verið gerðar við þessa auglýsingu. Rauðagerðis- lóðirnar á 20 milljónir? Lóðaúthlutanir Reykjavikur vekja alltaf umtal og hefur viða verið skeggrætt um þær úthlutanir sem ný- lega eru afstaðnar. Strangar reglur gilda um sölu á nýjum lóðum og ska) allt brask útilokað. Stórt skref var raunar stigið í þá átt þegar punkta- kerfi nýja meirihlutans var tekið í notkun. Einhverjir eru þó að spekúlera um málin sin á milli og meðal annars það, að ekki þýðir að ræða um kaup á nýrri lóð við Rauðagerðið — fyrir minna en tuttugu milljónir. Þar var úthlutað 20 dýrustu lóðunum. Það er fjórfalt verð, gatnagerðargjöld eru nær fimm milljónir. Talsvert lægra verð er nefnt í sambandi við lóðir sem úthlutað var i Breiðholti og á Eiðs- granda. Hinir „heppnu” sem fengu lóðir á Eiðsgrandanum eru reyndar ekki allir vissir um að þeir hafi orðið svo heppnir — þar eru 6—8 metrar niður á fast sem er talsvert fyrir neðan sjávarmál! Ef miðað er við að hver metri niður kosti milljón, þá er útlit fyrir blóm í haga hjá skurð- gröfufyrirtækjum i borginni — og jafnvel hjá dýpkunarskipinu Gretti. áfengis- auglýsing Innlend KAHLÚA... kaffilíkjörinn heimsfrœgi, nokkuð sem er ómissandi með kaffinu. Hljómeykið Staðnað laumuspil Við sögðum frá skemmtilegri músíkgrúppu hér á síðunni fyrir nokkrum dögum og sögðum hana heita Laumuspil. Þar varð okkur heldur betur á í messunni, því rétt nafn hópsins er Hljómeykið Staðnað laumuspil. Höfuðpaurar hljómeykisins og stofnendur eru þeir Friðrik Erlings- son og Bragi Ólafsson. Þeir semja öll lög og texta sem hljómeykið flytur og annast útsetningar þeirra. Þeir Friðrik og Bragi eru ekki sam- mála þeirri skoðun sem sett var fram, að Hljómeykið Staðnað laumuspil sé skemmtileg blanda af Spilverki þjóðanna og Diabolus in Musica. Þeir reyni þvert á móti að líkjast þeim ekki, heldur ráði eigin slill. Ásamt með hinum helming hljóm- eykisins, Hönnu Steinu og Evu Mjöll, gerðu Bragi og Friðrik storm- andi lukku á skemmtikvöldi Klúbbs 25 fyrir páskana og hafa gert það víðar. -ÓV ATLI RUNAR HALLDÓRSSON FOLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.