Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980. ekki sagður hallast að ákveðinni vinstri sinnaðri hugmyndafræði á annan hátt en þann að bera hagsmuni fátækra fyrir brjósti. Líbería var löngum í góðu sam- bandi við Bandaríkjastjórn. Heim- ildarmenn í utanríkisráðuneytinu í Washington segja að ekkert bendi til annars en að hinir nýju leiðtogar vilji halda góðu sambandi áfram við Bandarikin. Talið er að áhrifin frá byltingunni í Liberíu verði einna mest í Sierra Leone, grannrikinu í vestri. Sierra Leone er stofnað af frjálsum þrælum eins og Líbería. Uppbygging þjóð- félaganna var líka svipuð. Innflytj- endur drottnuðu yfir þeim innfæddu. Það eina sem telja má frábrugðið er að dr. Siaka Stevens forseti er af inn- lendu bergi brotinn en ekki afkom- andi innflytjenda. Valdastétt Sierra Leone viðheldur hyldýpisgjá milli ríkra og fátækra. Þess vegna hlýtur ATLI RUNAR HALLDÓRSSON henni að vera órótt nú þegar örlög stéttarbræðranna í Líberíu blasa við. Þar við bætist að viðsjár með ríkum og fátækum vaxa dag frá degi. Upp- reisnarmenn í Freetown, höfuðstað Sierra Leone, hafa efnt til óeirða og mótmælt hækkandi verði á eldsneyti og fargjöldum með almenningsfarar- tækjum. Tveir menn féllu í átökum í marzbyrjun og óeirðirnar breiddust út til úthverfanna. Þá var lögreglu- stöðin í bænum Magburaka brennd tilgrunna í óeirðum. Það hefur verið rifjað upp nú að Libería annaðist árlegan fund Ein- ingarsamtaka Afríkuríkja á liðnu ári. Hann kostaði ríkið 200 milljónir doll- ara. Sierra Leone munannastfundar- haldið i ár og Stevens forseti áætlar að verja ekki minna en 100 milljón- um dollara til verkefnisins. Embættismenn í Freetown segja þó að fundurinn muni kosta miklu meira. Eyðslan og flottræfilsháttur stjórnar Tolberts í Líberíu vegna fundar Einingarsamtaka Afríku í fyrra var eldur á ófriðarbálið innan- lands. Útlit er fyrir að sama verði uppi á teningnum í Sierra Leone. Vist er að á næstunni mun draga til tíðinda i landinu. Til marks um áhyggjur Stevens forseta má nefna að hann aflýsti fyrirhugaðri opinberri heimsókn sinni til Vestur-Þýzka- ladns í kjölfar byltingarinnar í Líberíu. Þ0RF ER STEFNUBREYT- INGAR f t>fiÓTTAMÁLUM Undanfarið hafa tveir atburðir orðið á íþróttasviðinu hérlendis sem hljóta að beina huga manna að nauð- syn þess að hið fyrsta verði horFið frá þeirri taumlausu dýrkun og fjársóun á sviði afreks- eða stjörnuíþróttanna sem illu heilli hefur verið rikjandi um áratugaskeið og í þess stað horfið að því að byggja upp og auka sem mest aðstöðu fyrir almenning til þeirra íþróttaiðkana sem ég vil kalla heilsu- bótaríþróttir en margir nefna trimm. Þeir tveir atburðir sem upp á síð- kastið hafa öðru fremur orðið til að sýna mönnum fram á fánýti stjörnu- íþróttanna og hvílík sókn eftir vindi þær eru, eru annars vegar sneypuför sú, sem margir unnendur þeirra telja að handknattleikslið Vals hafi farið til Múnchen hins vegar harla gagns- laus ferð skíðalandsliðsins til Lake Placid í Bandaríkjunum. Hugsjónin í mótsögn við framkvæmdina Varla fer milli mála að milljóna- tugum fremur en milljónum króna hefur þegar á allt er litið verið varið vegna ferðar handknattleiksliðsins til Múnchen. Ekki er heldur um það deilt, að frammistaða liðsins olli aðstandendum þess og aðdáendum miklum vonbrigðum. Að vísu segja foringjar stjörnuíþróttanna löngum að það sem skipti öllu máli sé að „taka þátt en ekki að sigra”. Kenningin er'þó aðeins fagurmæli sem fáir eða engir taka alvarlega því að öll fyrirhöfnin er til þess eins gerð að vinna sigur en ekki til þess eins „að taka þátt”. Hugsjónin er því í mótsögn við framkvæmdina. En hvað sem um það er hljóta menn að fallast á það nú, að milljónatugunum hefði betur verið varið til þess að efla og styrkja almenna þátttöku skrif- borðsfólks í handknattleikstrimmi og bæta þannig heilsu þess og líðan, í stað þess að ausa þeim í tilgangslaust flandur nokkurra manna til Suður- Þýzkalands. „Aldrei hefur öðru eins fé verið veitt —" Þegar skíðalandsliðið fór til Lake Placid hafa aðdáendur þess vafalaust gert sér nokkrar vonir um góða frammistöðu þess, enda er efalaust, SigurðurE. Guðmundsson að stjóm skiðasambandsins hefur gert aílt sem í hennar valdi stóð til þess að sem beztur árangur mætti nást. Um það segir Sæmundur Óskarsson, prófessor, formaður sambandsins, í blaðagrein 10. 4. sl., að „aldrei fyrr í sögu Skíðasambands íslands hefur öðru eins fé verið veitt til landsliðsstarfsemi og síðastliðin tvö ár”. Um helztu stjörnuna segir hann að aldrei fyrr hafi sá „afburða- efnilegi skíðamaður — fengið annað eins tækifæri til að þróa hæftleika sína til mikilla afreka á erlendri grund. 1 allan fyrravetur var hann kostaður af Skíðasambandinu til að æfa og keppa með sænska skíða- landsliðinu, með sjálfum Ingemar Stenmark, konungi íþróttarinnar, til þess að þetta mætti takast. Ekki varð þó árangurinn betri en svo, að (stjarnan) stóð varla niður nokkra braut í fyrravetur og kenndi skíðum sínum um. í vetur hefur hann svo æft með félögum sínum í íslenzka skíða- landsliðinu og notað þau skíði, sem hann hafði mesta tiltrú til, en árangurinn lætur ennþá á sér standa”. Mikið erfiði, mikiir fjár- munir, mikil sárindi og mikil vonbrigði Formaður skíðasambandsins dreg- ,ur enga dul á sárindi sín og vonbrigði í blaðagreininni. Hann segir að „í tveimur utanlandsferðum af þremur, sem formaðurinn hefur verið farar- stjóri landsliðsins í, hefur hann þurft að ávíta piltana fyrir meðferð áfengra drykkja. — Piltarnir hafa tekið aðfinnslum formannsins ákaf- lega illa og ásakað hann fyrir að van- treysta þeim til að neyta ekki áfengis, sem þeir hafa þó síður en svo farið dult með að þeir hafa haf' í fórum sínum. — Og hér er að öllum likind- um komið að hinni raunverulegu ástæðu til þess, að árangur hefur ekki orðið meiri en dæmin sýr.a ’. Margt fleira segir formaðurinn i þessari athyglisverðu blaðagrein, þótt ekki verði það tíundað hér. En maður hlýtur að spyrja sjálfan sig til hvers allt þetta baks var og hvaða tilgangi það átti að þjóna? Hverju hefði það svo sem breytt þótt stjarnan hefði náð því að komast sómasamlega á báðum fótum niður brekkurnar í stað þess að fara þær á sitjandanum? Víst hefði það getað leitt til þess að nafn íslands hefði komizt örstutta stund á afrekstöfluna í Lake Placid en hvaða hagnýta þýðingu hefði það haft? Nær hefði verið að nota allt erfiðið og verja öllum þessum fjármunum til þess að gera enn fleiri börnum, unglingum og venjulegu erfiðisvinnu- fólki kleift að skreppa á skíði á kvöldin og um helgar í stað þess að hlaða undir örfáa einstaklinga sem í £ „Nær heföi verið aö nota allt erfiðiö og verja öllum þessum fjármunum tii þess að gera enn fleiri hörnum, unglingum og venju- legu erfiöisvinnufólki kleift að skreppa á skíði á kvöldin og um helgar ...” ofanálag kunna svo ekki að meta það. Afstaða sem er til fyrir- myndar Tilgangslaus en rándýr eltingar- leikur íþróttasamtakanna við alþjóðafrægð islenzkra iþrótta- stjarna hefur löngum verið grátbros- legt baks sem enga þýðingu hefur haft ekki einu sinni þá sjaldan að vel hefur til tekizt og þeir sigrar fengi.- sem stjörnuforingjarnir segja að séu ekki aðalatriðið en þeir stefna þó sífellt að. Iþróttasamband fslands og sérsambönd þess ættu að taka til umræðu stefnubreytingu i átt við þá sem gerð var fyrir 12 árum síðan hjá íþróttafélagi hérlendis sem ekki fer fram með öllum þeim bægslagangi og látlausa fjölmiðlahávaða sem einkennir allt starf ÍSÍ. Hinn 26. október sl. birtist í Morgunblaðinu látlaust en athyglisvert viðtal við Sig- mund Andrésson, formann Svifflug- félags íslands. Blaðamaðurinn spyr hann m.a. að því hverjir séu fremstu svifflugmenn heimsins í dag og Sig- mundur svarar því til að það séu Þjóðverjar. „í dag eru svo þjóðir eins og Bandaríkjamenn og Pólverjar mjög framarlega. Þessar þjóðir stunda þetta auðvitað sem atvinnu- menn hvað keppni varðar svo að við höfum ekkert að gera í þá, við hættum þátttöku í heimsmeistara- mótum 1968. Við höldum aftur á móti islandsmót annað hvert ár —”. Þessi afstaða Svifflugfélagsins er afar athyglisverð margra hluta vegna. Þar líta menn raunsætt á málin og ganga ekki með neina rán- dýra glýju í augunum um heimsfrægð á alþjóðavettvangi. Þess í stað gera þeir íslandsmótin sem bezt úr garði og fórna feiknarmiklu starfi ókeypis með öllu til þess að gera svifflugið aðgengilegt sem allra flestu venjulegu fólki svo það geti stundað þá íþrótta- grein sér til ánægju og yndisauka án þess að vera i endalausri keppni hvert við annað og án sífelldrar met-tog- stre'tu Sannarlega gætu stjö nu- foringjar íþróttasamtakant a, svo að ekk: sé nú minnzt á hina glórulausu íþró tafréttamenn, tekið svifflug- , mennina sér til fyrirmyndar. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri. verið gerð að valþætti i námi þeirra. Meðal þeirra kom upp sú hugmynd, að þeir gætu aðstoðað Þjóðskjala- safnið í sjálfboðavinnu við að flytja fyrrgreind verzlunarskjöl eða hluta af þeim frá Bessastöðum og raða þeim upp, enda öðluðust þeir þannig nokkra verklega þjálfun. Það varð síðan í sem stytztu máli sagt úr, að laugardaginn 29. marz s.l. fór nokkur hópur bókavarðarnema suður að Bessastöðum ásamt einum kennara sínum og manni, er þjóð- skjalavörður sendi af sinni hálfu. Settu þeir hluta af hinu viðamikla verzlunarbókasafni niður í kassa og fluttu í geymslu i leiguhúsnæði Þjóð- skjalasafns við Laugaveg. Mun svo ætlunin, að þeir leitist við að raða þessu upp eftir því sem tími þeirra og hið takmarkaða húsrými þarna leyfir. Vandinn óleystur eftir sem áður Að sjálfsögðu ber að þakka þessu góða fólki fyrir framtak þess og áhuga. Hins vegar virðist svo sem frétt, er birtist um þetta í sjónvarpinu laugardagskvöldið 29. marz, hafi valdið þeim misskilningi hjá furðu- mörgum, að með þessu væri vandi verzlunarskjalasafnsins á Bessastaða- kirkjulofti leystur. Því fer þó auð- vitað víðsfjarri. Megnið af því er þar enn. Og það litla húsnæði, sem er eftir ónotað í geymslunni við Lauga- veg, hrekkur skammt, ekki sízt þegar . litið er á húsnæðisvandræði Þjóð- skjalasafnsins í heild. Atvinnusöguleg skjöl í vörzlu Þjóð- skjalasafns Hér er ekki tóm til að ræða al- mennt um málefni Þjóðskjalasafns- ins. Læt ég því nægja að visa um það efni i bókarkorn eftir mig, sem kom út haustið 1979 á vegum Sagnfræði- stofnunar Háskóla íslands oj> nefnist Þjóðskjalasafn íslands — Agrip af sögu þess og yfirlit um heimildasöfn þar. Hins vegar skal vikið nokkuð að atvinnusögulegum skjölum, söfnun þeirra og varðveizlu. Eins og getið er í fyrrnefndu bókarkorni mínu, eru verzlunar- skjölin á Bessastaðakirkjulofti aðal- lega frá 19. öld og byrjun þeirrar 20. Eru þettta einkum skjöl frá ísafirði, Skagaströnd, Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Vestmannaeyjum, Eyrar- bakka og Reykjavík, þótt fleira hafi verið látið fljóta með þangað forðum. Þetta eru fyrst og fremst A „Að öörum kosti er þaö vonlaust, að safnið geti rækt þær lagalegu og siöferöi- legu skyldur sínar... ” gögn danskra verzlana á íslandi, enda hafa danskir sagnfræðingar látið í ljós áhuga á að rannsaka þau. Væri það okkur til heldur lítils sóma að geta ekki sinnt erindum slíkra manna, ef þeir legðu leiðsínahingað. í Safnahúsinu eru m.a. geymd skjöl frá verzlun örum & Wulffs á. Vopnafirði og Eskifirði frá því um 1860 og fram til um 1925, en mest af þeim er frá Vopnafirði. Þá eru og geymd þar verzlunar- og útgerðar- skjöl frá Flatey á Breiðaftrði frá tímabilinu 1870—1910 og skjöl frá útgerðarfélaginu Alliance, svo það helztasénefnt. Stofna þarf atvinnu- sögulega deild í Þjóðskjalasafni Víða erlendis hefur verið komið upp sérstökum atvinnusögulegum skjalasöfnum. Þannig er það t.d. um Erhvervsarkivet i Arósum í Dan- mörku. Hér á landi væri hins vegar nægilegt að stofna atvinnusögulega deild við Þjóðskjalasafnið. Fyrsta skrefið í þá átt væriað koma þeim at- vinnusögulegum gögnum, sem eru nú þegar í eigu safnsins, fyrir á einum stað í sómasamlegu leijuhúsnæði meðan ekki rætist úr í húsnæðismál- um Þjóðskjalasafns. Hlutverk þess- arar deildar væri svo að safna hvers konar atvinnusögulegum skjölum fyrirtækja og hagsmunafélaga í at- vinnuvegum til sjós og lands, sam- göngum o.s.frv. Mörg slík gögn stæðu vafalaust til boða, ef eftir væri leitað, en engu frumkvæði af hálfu safnsins hefur í raun og veru verið til að dreifa í þessu efni síðan á dögum Jóns Þorkelssonar. Hafa þvi heim- Kjallarinn Sigfús Haukur Andrésson ildir um islenzka atvinnusögu farið unnvörpum forgörðum. Með því að einkaaðilum ber yfir- leitt hvorki skylda til að afhenda skjalagögn sín söfnum né að varð- veita þau til frambúðar, er slíkum gögnum langtum hættara við skemmdum og tortímingu en skjölum opinberra stofnana, þó að þar sé einnig viða pottur brotinn. Mikil- vægur þátttur i starfsemi umræddrar atvinnusögulegrar deildar Þjóð- skjalasafns yrði því að vera að hvetja atvinnurekendur og aðra fyrrnefnda hagsmunaaðila til að varðveita helztu skjalagögn sín og afhenda þau fyrr eða síðar Þjóðskjalasafninu eða þá héraðsskjalasafni, ef það ætti betur við og sartfkomulag yrði frekar um það. Hvernig verður ald- arafmælis Þjóð- skjalasafns bezt minnzt? Þjóðskjalasafnið á aldarafmæli eftir tvö ár eða nánar tiltekið þann 3. apríl 1982. Þeirra tímamóta verður vonandi minnzt með því að bæta aðbúnað þess svo um munar, svo sem með fjölgun starfsliðs, auknum og betri tækjakosti og verulegu viðbótarhúsnæði. Að öðrum kosti er það vonlaust, að safnið geti rækt þær lagalegu og siðferðilegu skyldur sínar að safna sögulegum og raunar öðrum félagsfræðilegum skjölum opinberra aðila og einkaaðila og gera þau aðgengileg til fræðilegra afnota. Hér er reyndar um algerar lág- markskröfur að ræða. í nálægum menningarlöndum þykir ennfremur óhjákvæmilegt, að skjalasöfn, og þá ekki sízt sjálf þjóðskjalasöfnin, ástundi skipulega útgáfustarfsemi, þ.e. gefi a.m.k. út skrár um heimilda- söfn sín með fræðilegum inngangi og skýringum og árbók um starfsemi sína. Þá þykir og sjálfsagt, að þessi söfn gefi reglulega út ýmsar merkar söguheimildir. Og margs konar aðra menningarstarfsemi hafa þau með ‘höndum, enda litið á þau sem horn- steina í menningu hlutaðeigandi þjóða. Vonandi verður aldarafmælis Þjóðskjalasafns íslands minnzt á svo verðugan og myndarlegan hátt, að það nái loks að breytast úr hornreku í þann hornstein islenzkrar menn- ingar, sem þvi ber að vera. Sigfús Haukur Andrésson skjalavörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.