Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980. 7 Saddam Hussein sendi trúarleiðtoga Irana kveðjur áfjöldafundi: Khomeini er keis- ari með vefjarhött Erlendar fréttir Gaddafi til Moskvu Múammar Gaddafi Lýbíuleiðtogi ætlar til Sovétríkjanna að leita eftir stuðningi við baráttu Lýbíu, Sýrlands, Suður Yemen, Alsir og Frelsissamtaka Palestínu, PLO, gegn samningsumleit- unum Egypta við ísraelsmenn. Þetta var ákveðið á 3ja daga fundi fulltrúa framangreindra ríkja og samtaka. Havana: Flóttamenn á förum til Costa Rica 300 flóttamenn frá Kúbu fara í dag flugleiðis til Costa Rica, fyrstir úr hópi 10.000 manna sem hafast við á lóð sendiráðs Perú i Havana. Costa Rica ætlar að veita alls 1.500 flóttamönnum frá Kúbu landvistarleyfi. Blaðamaður einn frá Perú kom inn á sendiráðs- lóðina fyrir fáeinum dögum og sagði ástandið hroðalegt þar. Fólkið hefur fátt sér til skjóls og hreinlætisaðstæður eru eins frumstæðar og verða má. Menn eiga ekki annars úrskota en að ganga öma sinna á jörðina. Washington: Carterveitir írönum f rest Carter Bandaríkjaforseti hefur ákveðið frest fram í miðjan maí til að ákveða næstu skref í íransmálinu, ef refsiaðgerðir hans bera ekki tilætlaðan árangur. Talsmenn Bandarikjastjórnar sögðu að hernaðaraðgerðir gegn íran væru ekki útilokaðar ef gislarnir yrðu ekki látnir lausir strax. Saddam Hussein, forseti íraks kallaði Ayatollah Khomeini trúar- leiðtoga írana „keisarann með vefjarhöttinn” í ræðu á fjöldafundi í borginni Mosul i Norður-frak i gær. Hussein sagði að valdamenn i íran ynnu gegn hagsmunum fólksins í landinu og brytu gegn viðteknum venjum og siðareglum. Forsetinn gaf i skyn að frak væri reiðubúið að beita valdi til að gera út um deilurnar við ,f ran.Með tilliti til þess að fran og írak eru miidir oliuframleiðendur er já- kvætt að forðast átök milli ríkjanna. Nema þá að það verði þjóðleg skylda að láta sverfa til stáls,” sagði Hussein forseti. Hann lagði mikla áherzlu á að bætt sambúð við fran byggðist á þremur meginþáttum: Brott- kvaðningu íranskra hersveita frá þremur eyjum, sem íranskeisari lét hernema árið 1971. Að íran skili svæðum við ósa árinnar Shat El- Arab sem suðurlandamæri ríkjanna Iiggja um, frak lét svæðin af hendi við fran árið 1975 með sérstökum samningi ríkjanna. Að frak viðurkenni að ,,íbúar í Arabistan séu arabar”. Arabistan er heiti sem Irakar nota um íranska olíusvæðið Khuzestan, sem er við landamæri íraks. Þar býr arabisk minnihlutaþjóð. írak stvður skæruliðahreyfingu i Arabistan/Khuzestan, sem vilja aðskilnað héraðsins frá fran og „kynþáttakúgurum” sem eru við stjórnvöld i Teheran, eins og aðskilnaðarsinnar kalla Khomeini- stjórnina. Gislamálið I Iran er eilfft viðfangsefni teiknara erlendra dagblaða. Þessi birtist i á hægri hönd er Bani-Sadr forseti og á vinstri hönd er Ghotbzadeh utanrfkis- Washington Star. Khomeini trúarleiðtogi er kóngurinn á skákhorðinu. Honum ráðherra lrans. Peðin eru tákn fyrir gfslana i bandarfska sendiráðinu f Tehcran. Velja Quebecbúar að segja sig úr sambandi við Kanada? Kosningar um að- skilnað 20. maí þingi skömmu eftir að Levesque tilkynnti i gær að þann 20. maí muni Quebecbúar ganga að kjörborði og ákveða hvort Levesque skuli reyna að gera sjálfstjórnarhugmyndir sínar að veruleika Levesque hvatti þær fjórar milljónir manna sem búa í Quebec til að greiða tillögunum at- kvæði. Flestir íbúarnir eru frönsku- mælandi. Innifalið i tillögunum er pólitískt sjálfstæði Quebec og hug- myndir um efnahagssamvinnu Que- bec við Kanada. „Þeir sem segja ,,já”i atkvæða- greiðslunni eru um leið að ganga inn í blindgötu,” sagði Trudeau forsætis- ráðherra. Hann lofaði Quebecbúum um leið að beita sér fyrir aðafhenda þeim meiri völd en þeir nú hafa — ef þeir höfnuðu tillögunum í atkvæða- greiðslunni. Þörf væri á að styrkja einingu landsins. Frjálslyndi flokkur- inn i Quebec er í forystu fyrir þeim sem vilja hafna tillögunni. Flokkur- inner sammála Trudeau um afstöðu til málsins. Aðskilnaðarstefna Leves- ques fékk byr undir báða vængi í kjölfar sigurs flokks hans í kosningum 1976. Búizt er við að stjórnmálaöflin í Kanada eyði á 5. milljón dollara í kosningabaráttunni fram til 20. maí. Hún er þegar hafin. Pierre Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur varað ibúa Quebec- fylkis við að veita Rene Levesque, æðsta ráðamanni í Quebec, umboð til að semja um aðskilnað fylkisins frá Kanada. Trudeau flutti ræðu á Pierre Elliot Trudeau forsætisráðherra Kanada kom til tslands 1977 og er hér ásamt Geir Hallgrimssyni þáverandi forsætis- ráðherra á Þingvöllum. Trudeau beitir sér af hörku gegn aðskilnaðarsinnum f Quebec sem hann segir að ógni samstöðu Kanadamanna. Jean-Paul Sartre, einn áhrifa- mesti heimspekingur og rithöl- undur heims undanfarna áratugi, lézt í gær i Paris 74 ára að aldri. Hann kenndi sér meins í lungum fyrir þremur vikum og var fluttur i sjúkrahús þar sem hann lézt. Satre hélt á lofti merki existensíalisma. Hann hallaðist að vinstri stefnu i stjórnmálum lengst af ævinni og var mjög and- snúinn stefnu í' lullista i Frakk- landi og utanrikisstefnu Banda- rikjanna. Hann fordæmdi harð- lega innrás Sovétríkjanna í Ung- verjaland 1956 og Tékkóslóvakíu .1968. Sartre studdi frelsishreyfing- arnar í Víetnam gegn Bandarikj- unum en 1979 snerist hann gegn stefnu víetnamskra stjórnvalda. Hvatti hann þjóðir heims til að taka við fólkinu sem flýði Víetnam á bátkænum og hverju því sem flaut. Árið 1964 neitaði hann að taka við nóbelsverðlaun- um i bókmenntum. Með því vildi hann sýna andúð á viðurkenning- unni og sagðist ekki kæra sig um að verða gerður að „stofnana- mat” með þessu. Sartre tapaði sjón fyrir nokkrum árum og hefur ekki getaðlesið eða skrifað síðan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.