Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 10
BIAÐIB Utgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjón: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrvii: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdjmarsson. Skrifstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallgi: Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atíi Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Erna V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónssorv Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- afstjóri: Már E.M. Halldórsson. Nærrí hálft ár fyrir báknið Hið opinbera seilist með hverju árinu dýpra í vasa almennings. Hætt er við, að margur íslendingurinn líti á þetta, sem eitthvert náttúrulögmál, bíti á jaxlinn og bölvi í hljóði, en telji, að við þessu sé lítið að gera. Fæstir munu hafa leitt hugann nægilega að því, hve mikil aukning hefur orðið á bákninu og kröfum þess um framlög borgaranna á fáum árum. Skattar til ríkis og sveitarfélaga voru árið 1950 25 af hundraði af þjóðartekjum. Þeir voru 35 af hundraði af tekjum þjóðarinnar árið 1970, og reikna má með, að í ár verði þeir rúmlega 45 af hundraði af tekjum þjóðarinnar. Verzlunarráð bendir á til samanburðar, að segja má, að íslenzkir launþegar vinni nú í fimm og hálfan mánuð, til dæmis frá janúar og fram í miðjan júní, til þess að fjármagna hið opinbera. Fleiri einföld dæmi má taka. Launþeginn fær aðeins til ráðstöfunar fjórar og hálfa milljón króna af hverjum tíu milljónum króna, sem atvinnurekandi greiðir vegna launþegans. Þetta kemur út, þegar frá eru dregin launatengd gjöld atvinnurekandans, beinir og óbeinir skattar, sem laun- þeginn greiðir hinu opinbera, og greiðslur launþegans til stéttarfélags og lífeyrissjóðs. I þessum útreikningum er að sjálfsögðu miðað við meðaltöl. Vöxtur báknsins kemur einnig í ljós, ef borinn er saman mannafli í þjónustu þess og mannafli at- vinnuveganna. Árið 1967 var einn maður í þjónustu hins opinbera fyrir hverja sjö í þjónustu atvinnuveganna. Tíu árum seinna hafði báknið vaxið svo, að einn maður var í þjónustu þess fyrir hverja fjóra í þjónustu atvinnuveg- anna. Litlu hefur skipt, hvaða stjórnmálaflokkar hafa setið í ríkisstjórnum undanfarin ár. Enn í ár stefnir í aukningu báknsins og skattheimtunnar. Útvarpsumræður um skattamálin verða væntan- lega eftir helgina. Geirsmenn og alþýðuflokksmenn hafa borið fram tillögur um lækkun skatta. Klassísk aðferð stjórnarandstöðu hér á landi er sú að gera í einu tillögur um lækkun skatta og aukningu útgjalda. Þetta hefur þó ekki gerzt nú. Bæði Geirs- menn og alþýðuflokksmenn hafa samhliða tillögum um lækkun skatta borið fram tillögur um niðurskurð útgjalda, sem kemur að minnsta kosti á móti veru- legum hluta af skattalækkuninni. Geirsmenn gera tillögur um lækkun tekjuskatts, sem þýða 7,2 milljarða skerðingu á tekjum ríkisins. Þeir hafa lýst yfir, að þeir séu reiðubúnir að gera tillögur og taka ábyrgð á niðurskurði útgjalda ríkisins, sem svari til þessarar skerðingar á tekjum ríkisins. Hluti af því hefur séð dagsins ljós. Geirsmenn segjast tilbúnir til að minnka niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum um 4—5 milljarða. Þeir benda einnig á, að tekjuskattur eigi að skila ríkinu meira en reiknað var með, vegna þess, að tekjur skattgreiðenda á síðasta ári hafí reynzt meiri en búizt var við. Ef þá vanti eitthvað á, segjast Geirsmenn tilbúnir til að gera frekari tillögur um niðurskurð ríkisútgjalda. Samkvæmt tillögum alþýðuflokksmanna yrði tekjuskatturinn 7,5 milljörðum lægr^en fjárlög gera ráð fyrir. Alþýðuflokksmenn hafa lagt fram tillögur um samsvarandi niðurskurð á ríkisútgjöldum, og vakti í þeim mest uppnám tillaga um skerðingu framlaga til lánasjóðs námsmanna. Geirsmenn og alþýðuflokksmenn hafa ekki verið barnanna beztir við útfærslu báknsins, þegar þeir hafa mátt ráða. Þó bera tillögur þeirra nú vott um á- byrgðartilfínningu. Því ber að fagna og vinna að því að knýja menn annarra flokka inn á braut niðurskurðar. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980. ......... Smyglbiskupinn á ný i sviósljósi V r Grisk-kaþólski erkibiskupinn Hilarion Capucci birlisl skyndilega i Teheran á dögunum i fvlgd með þremur bandariskum prestum, sem komnir voru til að syngja messu fyrir gíslana í sendiráðinu. Hilarion Capucci? Margir minnast hans vegna annarra atburða annars staðar. Í júlilok 1974 kom hann akandi i Benzinum sinum inn i Ísrael frá l.ibanon. Hluti af söfnuði hans var innan landamæra Líbanons. Þess vegna létu israelsk yfirvöld af- skiptalaus ferðalög hans yfir landa- mærin'. Þetta var áður en skálmöld byrjaði i l.ibanon af alvöru. l.ögreglan hafði fengið vitneskju um að biskup væri ekki allur þar sem hann var séður. Hann var grunaður um að luma á vopnum fyrir skæruliða Al Fatah. En biskupinn fór i gegn óáreittur og ók beint heim til sín í Jerúsalem. Bílinn skildi hann eftir á stæði fyrir utan húsið og lögreglan gaf honum stöðugt gætur. í I4daga kom biskup ekki nálægt bíl sínum. 8. ágúst settist karl undir stýri og ók í áttina að her- numdu svæðunum á vestur- hakkanum. Þá réðst lögreglan til Hilarion Capucci erkibiskup sal i fjögur ár i fangelsi í ísrael fyrir vopnasmygl til skæruliða. Honum skaul skyndilega upp í Teheran og hitti gislana að máli. Ferðamannagengi fyrir ullariðnað Ullariðnaðurinn á nú i vaxandi erfiðleikumþ.trsem gengið hefur ekki lækkað eða sigið nógu hratt til að mæta þeim hækkunum, sem orðið hafa hér innanlands á öllum frani- leiðslukostnaði. Þetta er ekki ný saga. Gengið er látið ráðast af stöðu fiskiðnaðarins. Ef hann gengur sæmilega, fá aðrar útflutningsgreinar ekki bættar þær hækkanir, sem næstum daglega verða á öllunt úl- gjaldaliðum. Það hafa kontið frant ýmsar tillögur til úrbóta. Ein er sú, að skatt- leggja sjávarútveginn í einhverri mynd svo sem með sölu veiðileyfa. Bætt staða fiskveiða hér á landi vegna útfærslu landhelginnar mundi þá ekki þrengja svo mjög að öðrum útflutningi, t.d. ullariðnaðinum nú. Sama má segja um skinnaiðnað, t.d. útflutning á mokkakápum. Ef erlendir togarar væru ennþá hér i landhelgi við veiðar i stórum stíl eins og áður, hefði orðið að lækka gengið hraðar til að halda fiskveiðunum gangandi. Þá væri meira jafnvægi milli útflutnings- greina, fiskveiða og annarra svo sem á iðnaðarvörum. Ferðamannagengi Það verður vist nokkur bið á því, að okkur takist að setja þær reglur, sem halda eðlilegu jafnvægi á milli útflutningsgreina. Meðan svo er ekki, má benda á einhverja bráða- birgðaúrlausn, eins og t d. þáað setja útflutning á ullarvörum á ferða- mannagengi. Þetta mundi í framkvæmd vera 10% uppbót til ullariðnaðarins og er líklega i raun hæfilegur stuðningur til að halda þessari nýju og raunar mjög athyglis- verðu útflutningsgrein gangandi, auk þess sem hún mundi vaxa eðlilega. Að öðrum kosti stendur hún frammi fyrir vaxandi vandræðum, ef bætt staða fiskveiða heldur áfram að skekkja skráningu á gengi. Frjáls ferða- mannagjaldeyrir Fyrir stuttu voru settar nýjar reglur um sölu á erlendum gjaldeyri. Allt er þetta í átt til frjálsræðis en nú er bönkunum sjálfum i vaxandi mæli falin dagleg afgreiðsla, þannig að opinberri skömmtun er nú að meslu hætt. Samt er gjaldeyrir til ferðalaga ennþá háður takmörkunum. Þessu ætti að hætta. Sölu á ferðamanna- gjaldeyri ætti að gefa frjálsa og væri það raunar stórt skref i átt til raunhæfrar frjálshyggju, sem væri þá á borði, en ekki bara i orði, eins og oft vill nú verða. Frjáls sala á ferðamannagjald- eyri mun eitthvað auka sölu á honum, sérstaklega í fyrstu. Þessu ætti að mæta með auknum út- flutningi. Þarna getur ullarvöruúl- flutningurinn og raunar fleira komið til. Ef útflutningur t.d. á ullarvörum ogmokkakápum væri settur á ferða- mannagengi, eins og lagt var til hér að framan, mundi þessi útflutningur vaxa hraðar, en ekki dragast saman, eins og nú horfir. Frelsi eða kreppa Það er ekki hægt að tala um kreppu hér á landi. Allir hafa at- vinnu. Samt er um svokallað dulbúið A „Að öðrum kosti stendur hún frammi ^ fyrir vaxandi vandræðum, ef bætt staða fiskveiða heldur áfram að skekkja skráningu á gengi.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.