Dagblaðið - 07.05.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 07.05.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1980. DC-10 breiðþotan er hún kom fyrst til tslands i litum Flugleiða. Air Florida tók vélina siðan á leigu i marz sl. og notar hana i Evrópuflug. Vélin var leigð til tveggja ára. gjöld og er fyrirhugað að fargjald í reglubundnu flugi milli Evrópu og Miami sé sem næst fargjöldum i leiguflugi. Air Florida hefur hagnazt á hinni gegndar- lausu samkeppni Seint á árinu 1978 var samkeppni flugfélaga í Bandaríkjunum nánast gefin frjáls. Þetta hefur leitt af sér gifurlega baráttu flugfélaga bæði innan og utan Bandaríkjanna M .a. er samkeppnin yfir N-Atlantshafið mjög hörð og hefur bitnað illa á Flugleiðum, svo sem kunnugt er og kom Ijósast fram á aðalfundi félagsins i sl. viku. En ekki hafa öll flugfélög tapað á samkeppninni. i kjölfar hinnar gegn larlausu samkeppni hefur verð á flugfarmiðum Iækkað, neytendum til góða. Sólþyrstir ferðalangar streyma nú til Flórida. Og á þvi græðir Air Florida. Bandaríska tímaritið Time fjallaði í desember sl. um samkeppni flugfélaganna. Þar sagði m.a.: „Meðal þeirra sem hafa hagnazt á samkeppninni er flugfélagið Air Florida, eitt margra smærri flug- félaga í Bandarikjunum. Það hefur getað breitt úr vængjunum eftir að hinar nýju reglur í flugsamgöngum Bandaríkjanna tóku við. Fyrir aðeins tveimur árum var félagið aðeins eitt af þeim smáfélögum, sem aðeins fljúga innan eins fylkis. Félagið flaug aðeins innan Florida og tengdi saman sex borgir með sex flugvélum. En i dag er félagið á rífandi uppleið innan Bandaríkjanna og flýgur til 23 borga, þ.á m. Washington, Phila- delphia og New York og notar til þess flota af þotum. I fyrra skilaði félagið fyrst verulegum gróða. Haft er eftir forstjóra félagsins, C. Edward Acker: Án hinna nýju reglna værum við enn smáir. Hinar nýju reglur hafa gefið okkur möguleika að komast hratt inn á markaðina. Vöxtur og viðgangur Air Florida hefur verið mjög óvenjulegur og með skjótum hætti. Sérfræðingar margra stórblaða á fjármálasviðinu hafa Ijallað um hinn öra uppgang félagsins og má nefna auk Time, The Washington Star, The Wall Street Journal, Busin ss Week og The New York Times. Það verður þvi forvitnilegt að fylgjast með viðgangi félagsins, bæði innan Bandarikjanna og í Evrópufluginu, þar sem notuð er, a.m.k. til að byrja með, DC—10 breiðþota Flugleiða, sem svo mjög kom við sögu hérlendis á síðasta ári. þarna á sama markaði. Air Florida tók síðan Flugleiða-tíuna í notkun 28. marz sl. Þar er Air Florida aftur farið að keppa við Air Bahama/Flugleiðir því DC—10 vélin er notuð á flugleiðinni frá Miami til London, Manchester, Dublin, Amsterdam og Zúrich, en viðkomu- slaður Flugleiða og Air Bahama er í Luxemborg, sem kunnugt er. Fyrirhugað var að Air Florida hæfi reglubundið flug milli Miami og viðkomustaða sinna í Evrópu nú í apríl og voru fyrirhugaðar 5 ferðir i viku, tvær frá London, ein frá Manchester, ein frá Zúrich og ein bæði frá Dublin og Amsterdam. Gerðar hafa verið áætlanir um það, að félagið flytji árlega utn 150 þúsund ferðamenn frá Evrópu til Miami sem er vinsæll sumarleyfis- staður Evrópubúa. Síðar í sumar er áætlað að fljúga ei'nnig milli Parísar og Miami. Air Florida tengist ennfremur Evrópuflugi nteð stuðningi sínum við flugfélagið Air Berlin. Air Florida mun leggja Air Berlin til tvær þotur af gerðinni Boeing 737 og þjálfa áhafnir þeirra, auk þess að styrkja félagið fjárhagslega. Air Berlin er i eigu bandariskra aðila, en flýgur á milli Vestur Berlínar og staða í Evrópu og við Miðjarðarhaf. Öruppvöxtur Vöxtur í farþegaflutningum Air Florida hefur verið mjög ör og jukust farþegaflutningar milli áranna 1978 og 79 um 72%. Árið 1978 voru far- þegar félagsins tæplega 700 þúsund, en á sl. ári var talan komin í rétt tæplega 1200 þús. farþega. Til samanburðar má geta þess, að fyrstu tvo mánuði ársins i ár var farþega- talan komin i 245.880 og var aukningin frásamatíma 1979 34%. Félagið leggur áherzlu á lág far- Boeing 737 þota Air Florida. Litir félagsins eru grænt og blátt. Grunnlitur rélarinnar er hvitur en efri röndin blá og sú neðri græn. II ✓ Kjallarinn PéturGuðjónsson yrði ekki meiri truflun af núverandi vörnum Norðmanna í Norður- Noregi í hernaðarátökum en ef búðarrúða brotnaði á mikilli umferðargötu í stórborg. Atlants- hafsbandalagið hefur ítrekað farið þess á leit við Norðmenn að almenni- leg varnarlína yrði byggð í Norður- Noregi, sem væri ásamt Norðmönn- um skipuð hermönnum frá öðrum NATO-ríkjum, en slíkt væri nauðsynlegt til þess að tryggja nægjanlegan fjölda hermanna i þessari fremstu varnarlínu vestræna heimsins. En hér hafa Norðmenn brugðizt algjörlega sem bandamenn hins frjálsa heims. Þeir hafa gjörsam- lega neitað að hafa erlendan her á friðartímum, sem hefur orsakað það að Norður-Noregur er svo til varnar- laus. Sérhönnuð skip til flutninga á hermönnum frá Vestur-Evrópu eru engin til og eftir þvi sem ég bezt veit stendur til að taka til þessara flutn- inga ferjurnar yfir Ermarsund. Þetta mundi þýða margra daga bið á, að nokkrir hermenn kæmust þangað með skipum. Fyrstu skotmörk rúss- neskra sprengjuflugvéla og flug- skeyta verða flugvellirnir í Norður- Noregi, sem tiltölulega auðvelt verk er að gera óvirka. Því má segja að Norðmenn hafi neitað hinum vestræna heimi um framvarðarvarnir i nyrzta hluta Evrópu. Þannig hafa Norðmenn af sinni hálfu, að því er til Norðmanna tekur, skilið ísland eftir tiltölulega varnarlaust gegn árás sem kæmi austan að. IMorðmenn neita gagnkvœmni í öryggismálum Allt þetta mál verður því undar- legra þegar haft er í huga, að Norð- menn hafa ávallt æskt eftir þvi, að íslendingar hefðu erlendan her í sínu landi á friðartímum og bent á þá staðreynd, aðef herstöðin væri ekki í Keflavík, þá væru bakvarnir Norður- Noregs í molum i kenningarlegu og raunhæfu tilliti. Einnig hafa norskar þingmannanefndir ekki látið á sér standa með heimsóknir til íslands, þegar ástandið hefur verið á þann veg i íslenzkum stjórnmálum að hætta hefur verið á að íslenzk stjórnvöld ákvæðu brottför varnarliðsins í Keflavik. Þá hefur margt norskt stór- menni séð ástæðu til íslandsferðar til þess að minna á mikilvægi Keflavíkur fyrir hernaðaröryggi Noregs. Það er eitt af furðufyrirbrigðum íslenzkra stjórnmála á 20. öld, að ekki skuli hafa verið sett fram krafa af íslands hálfu um gagnkvæma tillitssemi í öryggismálum landanna, og sýnir bezt hvað Islendingar hafa kunnað lítiðfyrir sér Tiinualþjóðlega leiksviði og hvað varnar- og öryggis- mál íslands hafa verið fyrir utan allan raunveruleika og þekkingu. Þetta á jafnt við hægri og vinstri. Þar sem engin krafa hefur komið fram um þessa gagnkvæmu tillitssemi hafa Norðmenn metið okkar framlag einskis og heldur fært sig upp á skaftið. Þar sem þeir eru þeirrar skoðunar að ekki þurfi að taka tillit til íslendinga hvorki í einu né neinu, og þar hafa þeir rétt fyrir sér, ef horft er til reynslu þeirra i samskiptum við okkur, hafa þeir ákveðið að taka til frambúðar Svalbarð á íslandsgrunni og láta þar með kné fylgja kviði i ofbeldi sínu og landaráni frá 1929. Er frekjan svo yfirgengileg að þeir bjóða íslendingum upp á samninga um fiskveiði og nýtingu landgrunnsins á íslenzkum hafsvæðum og íslenzku landgrunni. Alþjóðleg sögu- þróun hagstœð íslendingum Svalbarð á íslandsgrunni er eyja á íslenzku hafsvæði en ekki norsku. Það er gjörsamlegt þverbrot á allri þróun í alþjóðamálum er land eins og Noregur ætlar sér yfirráð nú yfir eyju á hafsvæði annars lands. Á heims- byggðinni er þetta álitið ganga í ber- högg við eðlilega stöðu og yfirráð eyja og skerja á hafsvæðum annarra landa og flokkast undir hreinan „imperialisma”, sem Norðmenn kæra sig ekkert um að vera bendlaðir við. Það þarf ekki mikið að hreyfa þessu máli á alþjóðavísu til þess að sú glansmynd sem Norðmenn hafa sýnt heiminum og sem hefur orsakað það fyrirmyndarálit sem Norðmenn njóta í dag gulni og blikni. Heilsíðuauglýs- ingar i nokkrum stórblöðum eins og New York Times, Herald Tribune, Figaro og Deutsche Allgemeine, þar sem gerð væri rækilega grein fyrir sögufræðilegri þróun, stöðu Sval- barðs á Íslandsgrunni, með sögu- legum ábendingum um mikinn fjölda réttindaafsala, byggðra á úreltum samningum og réttarreglum, sem ekki eru í samræmi við söguskoðun og rettarmeðvitund samtiðarinnar, sbr. Iran, Suez, Panama, Goa, Panama og nú á næstunni Gíbraltar, mundu gera Norðmenn að viðundri i heimsbyggðinni og heldur betur færa heiminum heim sanninn um hið rétta eðli þeirra. IMATO ber að hafa vit fyrir Norðmönn um Svalbarð á íslandsgrunni er eyja á íslenzku hafsvæði en ekki norsku. Norðmenn eiga í dag tækifæri til að sýna heiminum stærð sína og íslend- ingum vináttu. Hin leiðin er áralöng deila við íslendinga, sem þeir eru dæmdir til að tapa, alveg eins og Bretar og Þjóðverjar landhelgisstríð- unum. Það er kominn tími til að NATO Iáti ekki endalaust troða á íslendingum og taki málin i sínar hendur áður en þau verða að meiri háttar vandamáli vegna átroðslu ann- arra NATO-rikja á íslenzka hags- muni. Svalbarð á íslandsgrunni er lifshagsmunamál fyrir íslendinga vegna oliumengunarhættu og þeirrar vtaðreyndar, að íslendingar lifa af fiskveiðum. Fyrir oliufurstana i Nnregi er Svalbarð á Íslandsgrunni eins og hvert annað skrautfjaðralild- ur. Ef Norðmönnum sjúllum og v inu- þjóðum okkar i N ATO er um megn að setja svona einfaldar staðreyndir upp í gildismat er sannariega kominn tími til að íslendingar leggi gildismat á varnarframlag sitt í efnahagslegu tilliti. Norðmenn eiga um tvo kosti að velja, vináttu ug skilnine íslendinga eða langvarandi óvináttu og deilur, fordæmingu heimsbyggðarinnar og álitsmissi, sem engu mun þjóna, þar sem verið er að berjast við sögulega þróun, sem mun ávallt risa hærra og hærra, og mun að lokum brjóta þann styrk er Norðmenn telja sig eiga I dag til viðhalds ofbeldi sínu og landaráni. Ég sé glottið á þýzku þjóðinni, er hún les um yfirgang og ofbeldi og rán Norðmanna gagnvart Íslendingum. Það getur svo sannarlega farið svo, að Norðmenn eigi ekki fyrir, hafi ekki efni á, ásökun sinni á hendur Þjóðverjum í samskiptasögunni við Þriðja ríkið. Það sannast hér ennþá einu sinni orð meistarans, ,,Sá yðar, sem syndlaus er etc.”. Mikið eru Norðmenn tilbúnir að fórna miklu fyrir lítið, ef þeir ætla að halda fast við heimsvaldastefnu sina á þeim islenzku hafsvæðum sem kennd eru viðSvalbarðá íslandsgrunni. Pétur Guðjónsson „Norðmenn hafa neitað hinum vestræna heimi um framtíöarvarnir.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.