Dagblaðið - 07.05.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 07.05.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1980. „Minnumst hernámsdags■ inslO. maí” Guðmundur Georgsson, nýr formaður herstöðvaandstœðinga: Hljómsveit Geirmundar á Króknum þeytist út og suður um landið og heldur uppi dúndrandi ballstuði: „Bókaðir um hverja helgi í sumar” hafa spilað sem næst allan þann tima saman. Viðar var með 1971 —1973 og svo aftur frá sl. áramótum. Manna- breytingar eru þvi óvenjulitlar í hljómsveitinni, miðað við aldur. „Við spilum allan ársins hring. Aðallega hér í Skagafirði á veturna en hingað og þangað um landið á sumrin,” sagði Geirmundur. „Fyrst og fremst heimsækjum við staði á Norðurlandi, frá Húnavatnssýslum austur í Þingeyjarsýslur. Svo eru teknar rispur suður á Snæfellsnes og yfirleitt einu sinni á ári suður á Reykjavíkursvæðið og Suðurland. Um verzlunarmannahelgina er fastur liður að spila í Miðgarði öll kvöldin. Það höfum við gert frá upphafi, að einni helgi undanskilinni.” Á prógrammi hljómsveitarinnar kennir margra grasa enda er áheyr- endahópurinn breiður: „Við þurfum að standa klárir á nánast alls konar tónlist. Á veturna er mikið beðið um gamla dansa og dægurlög — gömlu góðu slagarana. Á sumrin er poppið alls ráðandi. Frumsamið efni? Nei, við höfum ekkert átt við það.” Geirmundur getur þó ekki alger- lega svarið af sér lagasmíðar. Árið 1972 komu út tvær tveggja laga plötur með lögum hans. „Það fer auðvitað óhemju tími í þetta og álagið er mikið, bæði á okkur sjálfa og fjölskyldurnar. En það er bara hlutur sem við verðum að laga okkur að. Annars er tómt mál að standa í bransanum.” "• - ARH Geirmundur og hljómsveit hans sá Skagfirðingum fyrir danstónlist i rik- um mæli á Sæluvikunni i marz. Fólagsheimilið Bifröst á Króknum var troðfullt út að dyrum þegar myndin var tekin, 600—700gestir i húsinul Frá vinstri: Hörður Ólafsson bassaieikari, Viðar Sverrisson trommari (á bak við Hörð), Lárus Sighvatsson hljómborðsleikari og Geirmundur Valtýsson gítaristi. Þeir taka aiiir lagið, kapparnir, auk þess að spila. Mynd: Tómas Dagur Helgason. Skál, fólagarl Ivan Rebroff, hljómsvort hans og aðrirgóðirgestir skáluðu í rauðu vini eftir tónleika Rebroffs i iþróttaskemmunni á Akureyri. Þar var fullt hús að sjálfsögðu og stuð i mannskapnum. Tvennir hljómleikar voru á Akureyri. Eftir að þeim fyrri lauk brá kappinn sór með friðu föruneyti á matstaðinn Smiðjuna og saddi sárasta hungrið. Á matseðlinum var marg- vislegt góðgæti: Rússnesk grænmetissúpa með rækjum, graflax, mari- neraðar nautalundir og glóðaðar isfylltar pönnukökur. Og þessu skolað niður með rauðum og hvitum vinum og vatni i litratali. Mynd: Guðmundur Svansson. „Okkur skortir ekki verkefni, blessaður vertu! Við erum bókaðir á böllum um hverja helgi í sumar,” sagði Geirmundur Valtýsson hljóm- sveitarstjói á Sauðárkróki við FÓLK- síðuna. Hljómsveit Geirmundar á Krókn- um er ein vinsælasta og eft'rsóttasta danshljómsveitin á Norðurlandi. Fjörið fylgir þeim félögum. Það þykir heyra til tjðinda ef ekki er fullt hús þar sem þeir spila á balli. Auk Geirmundar sjálfs, sem leikur á gítar og harmóníku^og syngur, skipa hljómsveitina heir Hörður Ólafsson bassaleikari og söngvari, Lárus Sig- hvatsson hljómborðsleikari og söngv- ari og Viðar Sverrisson trommari og söngvari. Hljómsveitin hefur starfað siðan 1971. Geirmundur og Hörður Kolbrún með nikkuna og Evelyn á úrslitakvöldi hœfileikakeppninnar á Hótel Sögu i fyrra. Kolla eignaðist mkk- una þegar hún var aðeins sex ára. Hún fóii fyrir nikkunni þar sem hún var i búðarglugga á ísafirði. DB-mynd: Ragnar Th. „Ha, gvöð, vinn- urðö í feske?” Guðmundur Georgsson læknir er nýr formaður Samtaka herstöðva- andstæðinga. Hann hefur verið virkur þátttakandi í samtökunum frá stofnun og verið í forsvari fyrir einn hverfahóp þeirra í Reykjavík. Dagfari, málgagn SHA, lagði fyrir hann spurningu um hvað væri fram- undan í starfi herstöðvaandstæðinga: „Óþrotleg verkefni. Efst á blaðinu er að virkja fleiri herstöðvaandstæð- inga til baráttu. í athugun er að gefa út nýja hþómplötu en of snemmt er að slá nokkru föstu þar um. Þess má geta að „Eitt verð ég að segja þér ...” sem við gáfum út á síðasta ári hefur gengið vel og er farin að skila hagnaði. Þá er þess að geta að 10. maí nk. eru liðin 40 ár frá þvi að ísland var hernumið fyrsta sinni. Þess dags mun að sjálfsögðu verða minnzt á viðeig- andi hátt.” Síðasta landsráðstefna SHA sam- þykkti heimild til miðnefndar að lýsa yftr stuðningi við frambjóðanda til forsetakjörs eða bjóða fram af hálfu samtakanna. Dagfari spurði Guð- mund um málið: Geotysson læknlr: bjóðm ekki fram forsetaefni og lýsa ekkl stuðningi við nektn frambjóðanda. „Já, þetta var talsvert rætt en niðurstaðan varð sú að hvorki væri rétt að bjóða fram né lýsa yfir stuðn- ingivið neinn frambjóðanda.” - ARH þátttökunni i hæfileikakeppninni: „Líkast til hefur það bjargað okkur yfir öll skerin hvað við tókum öllu með mikilli rósemi, stóð alveg á sama, enda ætluðum við okkur ekki að komast neitt áfram, aðeins að hafa gaman af þessu sjálfar. Óhöpp eins og það þegar harmóníkan festist i blússuhnappinum svo Evelyn fór út af laginu og fleira þviumlíkt létum við ekki raska jafnvægi okkar. Svei mér þá, ég held að áhorfendur hafi haldið að þetta ætti bara að vera svona!” En þær voru ekki fyrr búnar að slá i gegn á Sögu en byrjaði að rigna yfir þær tilboðum urn að koma fram hér og þar og skemmta á þann hátt sem þeim einum er lagið. ,,£g man hvað okkur fannst það bjánalegt að taka borgun fyrir að skemmta fólki,” segir Evelyn. „Ég hef aldrei orðið eins hrædd og þegar við skemmtum i Aratungu. Jeppinn sem okkur var ekið í var á sléttum hjólbörðum,” það er Kolla sem hefur orðið. Evelyn skýtur inn í: „Já, þegar ég gat þagað í tvo tíma.” „Já, og ég var alltaf aðsegja bóndan- um til i hriðinni. Loks þegar við komum til Reykjavíkur benti ég honum á að þarna væru umferðar- ljós. Hélt að þetta væri fyrsta ferð hans í bæinn. Frétti svo seinna að hann væri gamall leigubílstjóri úr höfuðborginni. Ég roðna nú bara þegar ég hugsa til þess atviks.” Þegar þær voru beðnar að skemmta á Hvammstanga „þá neitaði ég, Evelyn Adolfsdóttir, vegna flughræðslu. Kannski gæti ég farið ef ég hellti i mig brennivini en þaðdrekk ég bara alls ekki!” - ARH Kolla og Evelyn skemmtu Keflvíking- um í vinnugallanum 1. maí: „Hvcr lánaði þér þessi stígvél? Og með hreistri á!” sagði stúlka ein í hæfileikakeppni Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar. Ég sagði henni að þetta væru mín eigin vinnustígvél. „Ha, gvöð, vennerðö i feske og ert lika að skemmta. En skriteð!” Kolbrún og Evelyn slógu i gegn í hæfileikakeppninni í fyrrasumar. Á úrslitakvöldinu á Hótel Sögu hrepptu þær 2. sætið. Síðan hafa þær haft mikið að gera í skemmtanabransan- um og komið viða fram. Meðal ann- ars komu þær fram í vinnugallanum á fundi í Félagsbíói i Keflavík þann fyrsta maí, á baráttudegi verkalýðs- ins. I viðtali við Suðurnesjatíðindi rekja þær stöllur aðdragandann að ATLI RUNAR HALLDORSSON FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.