Dagblaðið - 07.05.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1980.
MATREIÐSLUMENN
Óskum eftir aö ráða matreiðslumann nú þegar.
VERSAUR, HAMRABORG 4, KÚP.
Uppl. á staðnum í dag og á morgun milli kl. 13 og
17.
Einstaklingsíbúd
óskast fyrir starfsmann okkar, helzt í
austanverðu Fossvogshverfi.
Gróðrarstöðin Mörk. — Sími84550'
Birtíng vinninga
hefst á morgun.
Blaksambandið.
HEFILBEKKIR
Vorum að fá hefilbekki, 212 cm og 130 cm langa.
Eigum einnig fyrirliggjandi vandaðar hring-
snúrur (úti).
LÁRUS JÓNSSON HF.
Umbofls- & heildverzlun Laugarnesvegi 59. — Simi 37189.
ítalski stálstóllinn
Vadina
Fjaðurmagnaður
Stílhreinn
Verð kr. 29.980.-
Ypsilon
Góð hönnun
kemur aftur og aftur.
Sjón er sögu ríkari, lítið inn.
ABorð-ypsilon
Borðplata svartur askur,
stálfætur
Verð kr. 126.900.-
cSfo Nýborg ?
O Ármúla 23 Sími 86755
mWétmm 5
Kaupmannahöfn:
ALLT í ÓSTANDI
ÁN0RDURBRÚ
—Ástandið á Nörrebro er langt frá
því að vera gott ennþá, sagði Einar
Ágústsson sendiherra í Danmörku í
simtali við Dagblaðið. — Þeir sem
eru á móti nýbyggingum þar standa
nú vörð um hverfið og það fer engin
umferð um Nörrebro eins og stendur.
Nörrebrohverfið, sem oft er nefnt
svarti ferhyrningurinn því að það er
gamalt og niðurnítt verkamanna-
hverfi, var rutt aðfaranótt
sunnudagsins undir lögregluvernd. í
gær hafðist lögreglan þó ekkert að
gegn þeim, sem staðið hafa í stappi
við að vernda það í rúma viku.
Ástæðan fyrir þessari deilu allri er
sú, að til skamms tíma var þarna
starfsvöllur fyrir krakka. Yfirvöid
Kaupmannahafnar ákváðu að ryðja
svæðið og reisa þarna hvérfi sex
hæða hárra leirsteinshúsa. Við það
vildu margir ekki una og kom því til
snarpra átaka, sem nú hafa staðið í
rúmlega viku.
Vestur-Þýzkaland:
Hermaður brennd
ist á NATO-hátíð
Vestur-þýzkur hermaður var i lífshættu
í morgun eftir að mótmælendur kveiktu í
fimm Voíkswagen rúgbrauðum í eigu
hersins. Voru þeir að mótmæla athöfn þar
sem 1200 nýir hermenn sóru landinu
hollustu sína í Bremen. Meðal viðstaddra
var Karl Carstens forseti V-Þýzkalands.
Þúsundir manna, sem komu til að mót-
mæla athöfn þessari, börðust lengi við
fjölmennt lögreglulið. Auk þess sem
athöfn þessi var haldin til að taka nýliðana
1200 í herinn var hún hátíð fyrir 25 ára
veru Þjóðverja í Atlantshafsbandalaginu.
Talsmaður lögreglunnar í Bremen vildi
í morgun ekki gefa upp hversu margir
hefðu verið handteknir i nótt. Hann lét
þess þó getið að að minnsta kosti fjörutíu
lögreglumenn hefðu slasazt og talsverður
fjöldi hinna.
Hann sagði að mótmælendumir hefðu
skotið merkiblysum og flugeldum að
þyrlunni er flutti forsetann, Hans Apel
vamarmálaráðherra og Hans Koschnick
borgarstjóra i Bremen. Hún komst þó
klakklaust á fótboltavöllinn, þar sem
athöfnin fór fram. Hundruð óeirðalög-
regluþjóna, sem kaUaðir voru út vegna
mótmælanna, réðust loks gegn mót-
mælendunum og tókst smám saman að
komaá friði.
Snemma í morgun var borgarstjóm
Bremen kvödd saman úl að ræða á-
standið i gærkvöld. Flokkur Helmuts
Schmidts, Sósíaldemókratar, fara með
meirihluta í borgarstjórninni.
—fjörutíu lögreglumenn slösuðust og
fimm bifreiðir brenndar
Karl Carstens forseti Vestur-Þýzkalands var viðstaddur 25 ára afmælishátíð V-
Þjóðverja I Atlantshafsbandalaginu.