Dagblaðið - 07.05.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 07.05.1980, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1980. JÓNAS HARALDSSON r NÝJASTA TÆKNI0G VÍSINDI - næstelzti þáttur sjónvarpsins—sjónvarp kl. 20,35: Furðulegustu Mutir sem fólk hugleiðir — segir Sigurður Richter, stjóraandi þáttarins í kvöld „Þetta er orðinn elzti þáttur hjá Sjónvarpinu fyrir utan fréttirnar,” sagði Sigurður Richter, annar stjórn- andi þáttanna Nýjasta tækni og vís- indi. Hinn er Örnólfur Thorlacius, svo sem menn vita. Sigurður sagði að oftast væri úr nógu að moða. Nóg efni væri að finna í þættina. Þeir væru í góðu sambandi við sendiráðin hér, þar sem efnið er fengið. „Min reynsla er þannig, að ég er löngu hættur að reyna að dæma sjálfur hverju fólk hefur ánægju af. Það sem mér finnst kannski áhuga- vert finnst fólki leiðinlegt og öfugt. Það eru hinir furðulegustu hlutir, sem fólk hugleiðir, hver í sínu horni. Jú, við fáum töluvert mikið af upphringingum. Sérstaklega ef sýndar hafa verið myndir um fram- farir í læknavísindum. Við getum þá gefið fólki heimilisföng til þess að það geti leitað frekari fræðslu, því að flestum myndunum fylgja upplýs- ingar um heimilisföng,” sagði Sigurður. Hvað viðvíkur þættinum sem við fáum að sjá í kvöld, sagði Sigurður að hann væri svolítið seinn fyrir, myndi ganga endanlega frá þættinum i dag. Sigurður Richter, stjórnandi þáttarins Nýjasta tækni og visindi, segir að hann ogÖrnólfurThorlacius fái margar upp- hringingar. Sérstaklega ef sýndar eru myndir um framfarir í læknavísindum. Þeir geta hjálpað fólki með þvi að gefa upp heimilisföng þeirra sem að mynd- unum standa. ,,En myndirnar eru alls 8 og allar brezkar. Allir hafa verið að tala um strætisvagna undanfarið, svo að mér fannst tilvalið að taka eina mynd um þá,” sagði Sigurður, og gat sagt okkur aðalinnihald fjögurra af átta myndum þáttarins, en þær eru þessar: „Krjúpandi strætisvagn”. Þaðer strætisvagn, sem getur lagzt niður undir götu, ef svo má segja, svo að eldra fólk og fatlaðir eigi gott með að ganga inn í hann. Eitt hornið sígur niður. Strætisvagninn er búinn ákaf- lega einföldum loftpúðafjöðrum. Loftinu er hleypt út úr einum púðan- um og síðan er ýtt á takka og inn kemur loft á ný. Ný heyrnartæki, sem geta magnað upp hljóð allt að milljón sinnum og eru ætluð fólki sem heyrir ákaflega illa. Hægt er að útiloka mjög há hljóð, svo að fólk verði ekki fyrir óþægilegum hávaða. Orkusparandi reiðhjól. Er þá ekki átt við eldsneytisorku heldur aðspara okkar eigin líkamlegu orku. Hægt er að liggja aftur á bak á hjólinu og nýta þá betur fótvöðvana. Teikniborð fyrir blinda. Þeir geta notað það til þess að átta sig betur á fjarvíddarhugtakinu. -F.VI Þetta er bifreið fyrir lamaða, en ef við fáum svo sem eins og einn „krjúpandi strætisvagn” á næstunni, verður kannski minni þörf fvrir hann þennan. 7 VÉR ÞÖKKUM Fréttaskýringaþættir útvarps og sjónvarps eru oft góðir og svo var í gær- kvöldi. Viðsjá útvarpsins fjallaði um nefndir alþingis, fyrirbrigði sem er mikið rætt, en fólk veit e.t.v. ekki mikið um. Dagskrá sjónvarps lauk síðan með Umheiminum, þar sem fjaOað var um Kampútseu og forsetakosningamar í Bandaríkjunum. Hvort tveggja er forvitnilegt og kemur okkur við. Fréttaskýringar í fjöimiðlum eru mikilvægur þáttur og máekki vanrækja. Blöðin hafa góða möguleika á slíkum skýringum, sem fólk getur gengið að þegar það vill, en ónótanlega er þægilegl að láta mata sig á slíku eins og hægt er í útvarpi og sjónvarpi. En slíkir þættir kosta vinnu og mikilvægt er að hæfir viömælendur veljist i sllka þætti og svo hefur yfirleitt verið. Rétt er að þakka fyrir Trausta Jóns- son veðurfræðing. Koma hans á skjáinn er kærkomin, enda er hann einna heimöislegastur veðurfræðinganna. Blandast þar saman góðládeg glettni og gamall fróðleikur auk nútíma veður- vísinda. Tommi og Jenni voru góðir að vanda, en taka verður undir óskir margra, m.a. i lesendabréfum til DB, að teiknimyndimar verði sýndar fyrir fréttir. Með því móti fæst smáfólkiö fyrr i rúmið. Uppstoppuðum ungum mönnum brá fyrir í Óvæntum endalokum. Það er að sönnu athyglisverð iðja að stoppa upp glæsimenni og hafa upp á punkt í stássstofúnni. Þessar smásögur eru góðar og sumar þeirra afbragð. Sem sagt, gott. JH. Það tíðkast ekki að ráði á Islandi að karlmenn gæti barnanna á dagvistunarheimilum. Það gera þeir hins vegar I Bandaríkjunum. Viðmælendur Kristjáns E. Guðmunds- sonar ræða m.a. hvernig sé að koma börnum námsmanna fvrir I öðrum löndum. ÚR SKÓLAUF1NU - útvarp kl. 20,00: Sovétríkjunum „Þátturinn er að visu á slæmum úl- 'endingartíma, en ég held að þeir hlusti 'em vantar upplýsingar um nám erlendis og þá er tilganginum náð,” sagði Kristján E. Guðmundsson, um- sjónarmaður þáttarins Úr skólalífinu. Hann sagði að síðasti þáttur og þátt- urinn nú væru með öðru sniði en fyrr í vetur. Þá hefði eingöngu verið rætt um námskynningu á skólum hér heima. Síðast var nám kynnt á Norðurlöndun- um en núna í kvöld verður farið út fyrir þau. Kristján ræðir við tvær stúlkur, Sigriði Dúnu Kristmundsdóttur og Áslaugu Agnarsdóttur, um ýmis þau félagslegu vandamál sem koma upp þegar nám er hafið á erlendri grund. T.d. húsnæði, pláss á barnaheimilum, atvinnumöguleika, styrki og tungu- málaerfiðleika. Sigríður Dúna hefur stundað nám i Bandaríkjunum, Frakklandi og Bretlandi og hefur góða viðmiðun í hinum ýmsu löndum. Áslaug Agnarsdóttir var i Sovétríkj- unum. Þar eru sérstök tungumála- vandamál, þar sem m.a. verður að byrja á að tileinka sér nýtt stafróf. Kristján sagði, að þar hefðu nemendur það fram yfir þá sem slunda nám i hin- um hefðbundnu löndum, að ekki væri hætta á að íslendingar einangruðust i sinum eigin sérstöku nýlendum. Aðeins væri um 1—2 nemendur i Sovétrikjun- um að ræða og þeir blönduðust hópn- um. - KVl FERÐIR DARWINS—sjónvarp kl. 21,05: LÍFSINS TRÉ Nú fer senn að ljúka þeim fræðandi þáttum um ferðir Darwins sem margir hafa fylgzt með á skjánum. Þetta verður sjötti og næstsíðasti þáttur. Efni fimmta þáttar var þannig að FitzRoy verður sífellt þunglyndari og þolir illa hugmyndir Darwins, sem ganga í berhögg við kenningar Biblí- unnar. Skipverjar af Beagle lenda i miklt jarðskjálfta sem gengur yftr Chile veldur miklu tjóni. Næst er svo ferðinni heitið Galapagoseyja og þar rekst Darwin skepnur sem þróazt hafa sjálfstætt leggja grundvöllinn að kenningum ha um uppruna tegundanna. Fleytan Beagle, sem flytur Darwin um hin ólgandi heimshöf. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi og - F.VI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.