Dagblaðið - 07.05.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1980.
9
Neitar að gegna herþjónustu í Frakklandi og
SÆKIR UM LANDVIST-
ARLEYFI k ÍSLANDI
„Mér barst fyrir um tveimur
vikum beiðni um að íslendingar
tækju við landflótta Frakka sem
dvelst nú í felum hér i Danmörku.
Ég var beðinn um að skrifa umsögn
um hann og eftir að hafa rætt við
hann sjálfan treysti ég mér ekki til að
gefa honum meðmæli,” sagði Einar
Ágústsson sendiherra íslands i Dan-
mörku í samtali við Dagblaðið í gær.
Einar vildi ekki rekja efni umsagn-
ar sinnar til dómsmálaráðuneytisins.
Hann sagði þó að Frakkinn, Patrick
Gervasoni, hefði tjáð sér að hann
væri ekki löghlýðinn maður.
Danska blaðið Politiken skrifaði á
siðasta sunnudag langa grein um
Patrick Gervasoni sem síðastliðin tiu
ár hefur verið á flótta undan frönsk-
um yfirvöldum fyrir að hafa neitað
að gegna herþjónustu í heimalandi
sínu. Þar sagði að danski þingmaður-
inn Bernhard Baunsgaard hefði
gengið í lið með Frakkanum og
skrifað fyrir hann beiðnina til
islenzkra yfirvalda um landvistar-
leyfi.
Að sögn Politiken er Patrick
Gervasoni einna þekktastur þeirra
þúsunda Frakka sem neita að gegna
herþjónustu. Hann slapp út úr
Frakklandi í maí í fyrra án vegabréfs.
Hann hefur leitað eftir hæli sem póli-
tískur flóttamaður í Hollandi,
Belgíu, Danmörku og nú síðast á
íslandi.
Tvœr ástœður
„Það eru tvær ástæður fyrir því að
ég vil ekki gegna herþjónustu i
Frakklandi,” segir Patrick Gervasoni
sem er 29 ára að aldri. ,,! fyrsta lagi
er ég friðarsinni og í öðru lagi er ég á
móti því að hernum sé beitt gegn
fólki í mótmælagöngum og verkföll-
um.”
Mjög hart er tekiö á þvi ef menn
neita að gegna herþjónustu i Frakk-
landi. Eina leiðin er að beita fyrir sig
trúarlegum ástæðum en þaö varðar
við lög að skýra þeim sem hafa fengið
kvaðningu frá því. Þeim sem neita er
annaðhvort refsað með tveggja ára
þegnskylduvinnu við landbúnað eða
fangelsisvist. Að refsingunni lokinni
er fanginn síðan kvaddur í herinn
aftur.
Sá sem neitar að gegna herþjón-
ustu i Frakklandi missir jafnframt
borgaraleg réttindi sín. Að sögn eins
þeirra sem Politiken ræddi við hengja
yfirvöld upp veggspjald á heimili
hans þar sem skýrt er frá því að sá
sem þarna býr stundi neðanjarðar-
starfsemi gegn franska ríkinu. Rétt er
einnig að taka það fram að þeir sem
neita að þjóna landi sínu með því að
ganga í herinn fá ekki mál sitt tekið
upp hjá borgaralegum dómstóli. Það
er herinn sem ákærir, ver og dæmir.
Patrick Gervasoni á yfir sér þriggja
ára fangelsi ef hann kemst undir
manna hendur i heimalandi sínu.
Þjáningarbróðir hans, Jean Fabre,
segir í samtali við Politiken að senni-
lega verði sá dómur þó mildaður ef
hann næst.
Niðurbrotinn
maður
„Patrick Gervasoni er nú andlega
Það kostar mikla baráttu að neita að gegna herþjónustu I Frakklandi. Patrick
Gervasoni, sem sótt hefur um hxli á tslandi, hefur fengið að reyna það I rfkum
mæli.
niðurbrotinn maður,” segir einn
danskra vina hans. „Hann átti von á
því, er hann slapp frá Frakklandi, að
létt verk yrði aö fá hæli sem póli-
tískur flóttamaður í einhverju landi
sem litur á það sem mannréttindi að
vilja ekki gegna herþjónustu.”
Flestir þeirra sem neita að ganga í
franska herinn geta leitað eftir hæli í
löndum Efnahagsbandalags Evrópu
— ef þeir hafa vegabréf. Patrick
Gervasoni hefur hins vegar aldrei
fengið neitt slíkt. Hann ólst upp á
stofnunum þar eð móöir hans var
ófær um að ala hann upp. Sautján
ára gamall flúði hann og hefur verið
á flótta síðan. Þetta ástand hefur gert
hann að þvi sem Politiken nefnir and-
þjóðfélagslega þenkjandi og hann vill
ekki undir neinum kringumstæðum
—kveðstvera
ólöghlýðinn,
segirEinar
Ágústsson
sendiherra
gerast hermaður.
, Árið 1971 hlaut Gervasoni sinn
fyrsta dóm hjá herdómstóli fyrir að
neita að gegna herþjónustu. Sama ár
hóf hann að taka virkan þátt í ýmsum
pólitiskum hópum, meðal annars
hreyfingu þeirra sem neita að gerast
'hermenn. Á þjóðhátíðardag Frakka
1974 varð hann landsfrægur. Þá
„hertók” hann kirkjutum í Perpign-
an þar sem hann krafðist þess að
honum og öðrum i sömu aðstöðu
yrði veitt sakaruppgjöf. Lögreglan
svældi hann út meö táragasi og hann
var dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir
að brjóta upp lás kirkjuturnsins.
Að þeirri afplánun lokinni var
Patrick Gervasoni afhentur hernum.
Hann var fluttur til Marseille og þar
færður með valdi í einkennisbúning.
Tveim dögum siðar tókst honum að
strjúka.
Eftir þetta varð Gervasoni enn
harðari í baráttunni gegn yfirvöldum.
Ári síðar settust hann og 25 aðrir að i
kirkju og hófu hungurverkfall til að
leggja áherzlu á kröfur sínar um
sakaruppgjöf. Eftir fimm daga voru
allir dregnir út úr kirkjunni en með
slóttugheitum tókst hópnum að
sleppa við dóma.
Til ársins 1979 dvaldis Gervasoni i
felum í París þar til hann slapp úr
landi án skilríkja. Og enn þann dag i
dag er hann í felum en nú í Dan-
mörku. Hafi yfirvöld hendur í hári
hans verður hann umsvifalaust
sendur til Frakklands þar sem fang-
elsisvist og frekari barátta bíður
hans.
- ÁT
„Grátlegur gamanleikur”:
Kaupum á Hamravík
harðlega mótmælt
Hörð mótmæli við frumvarpi rikis-
stjórnarinnar um endurinnflutning á
17 ára skipi, Hamravík KE-75, komu
fram á aðalfundi Félags dráttar-
brauta og skipasmiðja um síðustu
helgi.
Aðalfundurinn samþykkti mót-
mælin einróma og sagði að þetta mál
væri hluti af þeim grátlega gamanleik
sem um árabil hefði verið leikinn.
Þverbrotnar séu reglur um sölu eldra
fiskiskips úr landi fyrir hvert nýtt
skip erlendis frá. Nú sé ætlunin að
þvinga málið í gegn með atbeina Al-
þingis. Auk þess sé svo mælt fyrir í
lögum að því aðeins sé heimill inn-
flutningur skips að það sé ekki eldra
en 12ára.
Fundarmenn skoruðu á ríkisstjórn-
ina að draga frúmvarpið til baka.
Varað var við innflutningi gamalla
fiskiskipa og þvi beint til stjórnvalda
að allri lánafyrirgreiðslu vegna kaupa
slíkra skipa verði hætt.
Á fundinum var lýst yfir ánægju
með ákvörðun Hjörleifs Gutt-
ormssonar iðnaðarráðherra að koma
á fót sérstökum starfshópi um inn-
lendan skipasmíðaiðnað. Fundar-
menn fögnuðu meginstefnu sem fram
kom í skýrslu starfshópsins í febrúar.
Stjórn félagsins var endurkjörin.
Hana skipa: Jón Sveinsson
formaður, Gunnar Ragnars vara-
formaður og meðstjórnendur Þorgeir
Jósepsson, Guðmundur Marsellíus-
son og Þórarinn Sveinsson.
- HH
Kynning á keppendum í Sjóralli 1980:
Trybo gengur
57-59 mílur
—18 feta Flugf iskbátur og keppendur bræðurnir
Einar og Finnbogi Ingólf ssynir frá
Vestmannaeyjum
tankur en fyrir sjórallið verður settur í
hann stærri tankur sem tekur á þriðja
hundrað lítra. Ef gott er veður og hægt
að keyra bátinn á fullri ferð eyðir hann
30—40 lítrum á klukkutíma.
Báturinn er nú í Hafnarfirði en fyrir
helgina ætla þeir bræður að sigla
honum til Vestmannaeyja og má líta á
þá siglingu sem reynslusiglingu fyrir
sjórallið. Sem kunnugt er er fyrsti
leggur Sjóralls 1980 frá Reykjavík til
Grindavíkur og Vestmannaeyja.
Bræðurnir sögðu að aðstaða fyrir
slika báta væri góð i Vestmannaeyjum
og skemmtilegt að hafa báta þar. Lílið
væri þó hægt að nota Trybo í annað en
rall vegna þess hve hann eyddi miklu.
Fyrri eigendur Trybo settu þessa vél í
hann en geta má þess að þeir hugðu á
þátttöku í sjórallinu í fyrra en af því
varðekki vegna bilana.
- JH
„Við erum ákveðnir að taka þátt í
sjórallinu í sumar, svo framarlega sem
ekkert óvænt kemur upp á,” sögðu
þeir bræður Einar Ingólfsson og Finn-
bogi Ingólfsson frá Vestmannaeyjum.
Strákarnir eru á 18 feta báti frá Flug-
fiski en þeir keyptu bátinn i vor, sér-
staklega fyrir sjórallið. Báturinn þeirra
heitir Trybo.
Báturinn var smíðaður 1978 en
komst ekki í gagnið fyrr en í fyrra.
Hann er sérstaklega styrktur fyrir
keppni sem sjórallið. Vélin er af stærri
gerðinni, Ford bensínvél, V8 og 351
kúbíktomma. Drifið er Volvo Penta.
Vélin varmældhjá Fordumboðinuog er
talið að hún sé um 300 hestöfl í sjó.
Strákarnir eiga von á nýrri skrúfu frá
Sviþjóð og fá hana þegar verkföll
leysast þar i landi. Með henni á bátur-
inn að ganga 57—59 milur.
í bátnum er nú 120 lítra bensin-
Kinnbogi og hinar A l rybo. isinar a
bátinn. Hann starfar sem kokkur en
Finnbogi er bifvélavirkl þannig afl það
ætti að fara vel saman i SJóralli 1980.
Smáæfing fyrir stóra siaginn tekin í
Hafnarfjarðarhöfn.
DB-myndir Þorri.